Dagblaðið Vísir - DV - 17.02.2000, Blaðsíða 7

Dagblaðið Vísir - DV - 17.02.2000, Blaðsíða 7
FIMMTUDAGUR 17. FEBRÚAR 2000 Fréttir Um hundrað nautgripir eru á Ármóti, auk 2-300 hrossa. Héraðsdýralæknir telur nauðsynlegt að koma umfangi búskapar í varanlegt horf í Ijósi þess aö lóga hefur þurft tugum hrossa vegna vanfóðrunar og salmonella hefur greinst búpeningnum. DV-mynd GVA Úttekt á Ármóti Úttekt hefur nú verið gerð á um- bótum þeim sem eiganda jarðarinn- ar Ármóts í Rangárvallahreppi var gert að gera varðandi skepnuhald. Fresturinn rann út sl. íostudag, en úttektin gat þó ekki farið fram fyrr en í byrjun þessarar viku vegna veðurs. Sýslumannsembættið hefur með Ármót að gera eftir að fella varð þar tugi hrossa vegna vanfóðrunar. Síð- an hefur greinst salmonella í naut- gripum og hrossum á bænum. Katrín Andrésdóttir héraðsdýra- læknir mun skrifa skýrslu um eftir- litsferðina þar sem fram kemur hvernig eigandinn hefur sinnt kröfu um úrbætur. Skýrslan fer til sýslu- mannsembættisins sem tekur ákvörðun ásamt sveitarstjórn um framhald málsins. Að sögn Katrínar er ástandið á bænum svipað og verið hefur undanfarar vikur að öðru leyti en því að hrossin hafa verið flutt eitthvað til. Katrín sagði að nauðsyn- legt væri að koma umfangi búskapar á Ármóti í varanlegt horf. Hvað varðar eyðingu salmonell- unnar, sagði hún að það væri gert með því að láta gripina skilja sýkil- inn út sjálfa. Mestu máli skipti að þeir endursmituðust ekki. Létt hefði verið á haughúsinu á Ármóti undir eftirliti heilbrigðiseftirlitsins þannig að mykjan væri hætt að koma upp úr grindunum í tjósinu í bili. -JSS Stórtjón í bruna í Keflavík: Ibúðin illa farin af eldi og reyk Jón Guðlaugsson, varaslökkvistjóri Bruna- varna Suðurnesja, í stofunni að Brekkubraut 5 í Keflavík sem er illa farin eftir brunann. DV-mynd Arnheiður DV, Suðurnesjum: Eldur kom upp i tveggja hæða steinhúsi að Brekku- braut 5 í Ketlavík á tólfta tím- anum í fyrramorgun. Slökkvi- lið Brunavarna Suðurnesja fékk útkall um fimmtán mín- útur yfir ellefu en þá var hringt frá Fjölbrautaskóla Suðumesja, sem er i nokkur hundruð metra fjarlægð, þar sem sjónarvottar töldu sig hafa séð eld loga út um stofu- glugga á húsinu. Slökkvilið BS brást snöggt við og sendi slökkvibíl á stað- inn. Jón Guðlaugsson, vara- slökkvistjóri Brunavarna Suðumesja, sagði að mikinn reyk hefði lagt út um glugga á miðhæðinni og þar voru rúður sprungnar af hita. „Það var verulegur hiti og sást ekki handaskil í íbúð- inni vegna reyks. Okkur gekk vel að slökkva eldinn sem virðist hafa komið upp í stofunni. Við gengum síðan í það að leita að fólki en sem betur fer var enginn heima en i íbúðinni býr fjögurra manna fjöl- skylda." Slökkviliðsmenn reykræstu síð- an íbúðina en skemmdir af eldi og reyk eru miklar en engar vatns- skemmdir. Verið er að rannsaka eldsupptök. -AG Vélsleðaslys við Hornafjörð: Hjálmur bjargaði mannslífi - gekk langa leið kaldur og hrakinn Ungur maður slasaðist á sunnu- dag þegar hann kastaðist af vélsleða. Maðurinn var á leið niður úr Skálatindum í Hornafirði þegar hann lenti á steini. Komst maðurinn við illan leik niður að þjóðveginum við Almannaskarð þar sem hann komst í bíl mágs síns, sem var far- inn að skyggnast um eftir honum. Manninum, sem var einn á ferð, tókst að ganga til byggða. Kuldinn var honum erfiðastur af því hann var ekki nógu vel klæddur. 13-14 gráða frost var þarna uppi á tindun- um og var líkamshiti hans komið niður í 26”. Að sögn móður mannsins fór þó betur en á horfðist. Hann var ekki beinbrotinn en mikið skorinn og bú- inn að missa mikið blóð og orðinn mjög kaldur. Hann var sendur með flugvél til Reykjavíkur. Ekki er vafi á að hjálmurinn, sem var illa farinn eftir höggið, hefur bjargað lífi mannsins en hann er allur á bata- vegi. Júlia Imsland + fyrrum einkaþjálfari forsetans fer í bisness *if ó k u s málgagn fólks sem er á lífi - og verður það lengi enn. •61 if iö fullkominn leiðarvísir um menningar- og skemmtanalífið. Stærri og öflugri lf ó k u s fylgir DV á morgun,

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.