Dagblaðið Vísir - DV - 17.02.2000, Blaðsíða 29

Dagblaðið Vísir - DV - 17.02.2000, Blaðsíða 29
FIMMTUDAGUR 17. FEBRÚAR 2000 33 * Myndasögur Fréttir ' Þú ætlar þó ekki að itveikja i öllum sköginum ^ með kveikjaranum?, f Nei! Aöeins að Yj Hvernig má það / / Eg vil ekki egna þá stoðva villimennmaN meir til reiði en viö i þvi að mölbrjóta ) höfum qert. ... Ef þetta eru I rauninni villimenn munu þeir haga sér eins og villidýr og snúa víð þegar þeir sjá eldinn*, Nú höfum við veriö saman á föstu í langan tíma, Andrésínal Ja, það má segja að sambandið I hafi verið svona upp og nið ur, en vel þess virði! Fiskiðjan Skagfirðingur: Hagnaðurinn 345 milljónir í fýrra DV, Sauðárkróki: Hagnaður Fiskiðjunnar Skagfirð- ings á síðasta almanaksári var 345,8 milljónir fyrir skatta en að teknu tilliti til skatta og óreglulegra tekna 344,8 milljónir. „Jákvæð rekstrar- niðurstaða byggist á góðu starfs- fólki FISK til sjós og lands, ásamt því að ytri skilyrði voru fyrirtæk- inu á margan hátt hagstæð, m.a. vegna þess hve afurðaverðiö var hátt og vel gekk að afla þeirra veiði- heimilda í þorski sem FISK hefur yfir að ráða,“ sagði Jón E. Friðriks- son framkvæmdastjóri í gær. Vegna samstæðureiknings við stærsta eiganda Fiskiðjunnar Skag- firðings, Kaupfélags Skagfirðinga, staðfesti stjórn FISK á fundi sínum 10. febrúar rekstramiðurstöðu alm- anaksárins 1999 en rekstrarár FISK er kvótaárið og það ttmabil var hagnaðurinn 185 milljónir. Rekstur FISK gekk vel á síðasta ári. Rekstrartekur voru 2.422 millj- ónir, hækkuðu um 7,31% á milli ára, en rekstrargjöld án afskrifta og íj ármagn skostnaðar voru 1.699 milljónir króna og hækkuðu um 0,59%. Hagnaður fyrir afskriftir og fjármagnskostnað var 723 milljónir, eða 29,86%. Veltufé frá rekstri var 627 milljónir, eða 25,9% af tekjum, en var 428 árið áður, Veltufjárhlut- fall er 1,59 en var 1,22 og eiginfjár- hlutfaU hefur einnig batnað. Var 0,35 á síðasta ári en 0,23 árið áður. Nettóskuldir FISK eru 1.340 miUjón- ir króna og niðurstaða efnahags- reiknings 3.035 miUjónir. -ÞÁ Kór aldraöra syngur hér undir stjórn Kristjáns Gissurarsonar. DV-myndir Sigrún. Þorrablót á Egilsstööum: Ál og heiðagæsir settu svip á blótið DV; Egilsstöðum: „Við erum stödd í álveri. Hér á svið- inu er málverk af Eyjabökkum og á veggnum uppi á svölunum er mynd sem gerð var fyrir fyrsta þorrablótið í EgUsstaðaþorpi,“ sagði Karen Erla Er- lingsdóttir, formaður þorrablótsnefh- ar, í upphafl blóts eldri borgara á Egilsstöðum. Þorrablót á EgUsstöðum er ævinlega haldið á þorradag en sunnudaginn næsta halda eldri borgarar sitt blót. Sá skemmtUegi siður hefúr verið þar við lýði í yfir tíu ár að „stóra nefndina" sem köUuð er ílytur megnið af sinni dagskrá fyrir eldri borgara. Aðalþema þessa árs var virkjunarmál- ið þó að aUir helstu viðburðir ársins væru teknir tU meðferðar á léttum nót- um. Skreytingar í sal voru úr áli og heiðagæsir vöppuðu um sviðið. í sam- ræmi við þema kvöldsins bar T skemmtinefndin hjálm svo sem skylt er I álveri. Jafnvel hörðustu náttúru- vemdarsinnar létu sig hafa það að klæðast álversbúningi. En nefndin Hytur ekki bara skemmti- atriðin fyrir gamla fólkið. Hún þjónar einnig til borðs og tekur þátt í dans- leiknum eftir borðhald. Er þetta ómet- anlegt framlag og verður seint fúUþakk- að. Það er mikU vinna sem fylgir því að semja, æfa og flytja tveggja tíma dag- skrá og þeim mun virðingarverðara að fóUúð skuli leggja á sig margra tíma vinnu sunnudaginn næsta eftir blót tU að gleðja eldra fólkið. -SB

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.