Dagblaðið Vísir - DV - 17.02.2000, Blaðsíða 30

Dagblaðið Vísir - DV - 17.02.2000, Blaðsíða 30
34 FIMMTUDAGUR 17. FEBRÚAR 2000 Afmæli Hinrik Jóhannsson Hinrik Jóhannsson, fyrrv. bóndi að Helgafelli í Helgafellssveit, nú til heimilis að Skólastíg 14, Stykkishólmi, varð níutíu og fimm ára í gær. Starfsferill Hinrik fæddist í Drápu- hlíð i Helgafellssveit og ólst upp í Helgafellssveit- inni. Hann gekk í farskóla og var tvo vetur i Hvítár- vallaskóla í Borgarfirði. Hinrik hóf búskap á Helgafelli með tengdaforeldrum sínum 1936 og var þar bóndi til 1991, eða i fimmtíu og fimm ár. Síðustu árin bjó hann ásamt Hirti, syni sínum, og tengda- dóttur að Helgafelli. Hinrik ræktaði mjög að Helgafelli og byggði þar upp á sínum búskap- arárum. Hann hóf þar kúabúskap 1940 og seldi mjólk í Stykkishólm, til einkaaðila og til sjúkrahússins þar. Oft var mannmargt að Helgafelli og jafnan mikill gestagangur enda er jörðinn kirkjustaður. Hinrik sá um umhirðu kirkju- garðsins þar og var þar meðhjálpari um árabil. Hinrik sat í sóknarnefnd og var formaður hennar um skeið. Þá sat hann í hreppsnefnd. Er Hinrik hætti búskap 1991 fluttu þau hjónin í Stykkishólm í þjónustu- íbúðir aldraðra. Þau dvelja nú á dvalarheim- ilinu. Fjölskylda Hinrik kvæntist 14.7. 1933 Ragn- heiði Þorgeirsdóttur, f. 5.5. 1909, húsmóður. Hún er dóttir Þorgeirs Jónassonar, bónda á Helgafelli, og Ingibjargar Björnsdóttur húsfreyju. Börn Hinriks og Ragnheiðar: Auður Hinriksdóttir, f. 28.4. 1934, húsmóðir í Stykkishólmi, var gift Axel Andréssyni sem er látinn og eignuðust þau sjö böm; Ingibjörg Hinriksdóttir, f. 29.10. 1936, síma- vörður, búsett í Kópavogi, en sam- býlismaður hennar er Fridrik Her- mannsson og eiga þau fjögur börn; Birgir Hinriksson, f. 26.5. 1940, bif- reiðarstjóri í Vík i Mýrdal, en kona hans er Fjóla Gísladóttir og eiga þau flögur böm; Hjörtur Hinriks- son, f. 1.2. 1944, bóndi að Helgafelli, var kvæntur Kristrúnu Guðmunds- dóttur og eru börn þeirra þrjú; Gunnar Hinriksson, f. 11.11. 1946, bifreiðarstjóri í Stykkihólmi, en kona hans er Benedikta Guðjóns- dóttir; Sjöfn Hinriksdóttir, f. 5.1. 1948, starfsstúlka við sjúkrahúsið í Stykkishólmi, en maður hennar er Jónatan Sigurjónsson og eiga þau þrjú börn; Haraldur Hinriksson, f. 12.6. 1952, bæjarstarfsmaður í Sand- gerði, en kona hans er Halla Júlíus- dóttir og eiga þau tvö börn. Uppeldissonur Hinriks er Brynjar Olgeirsson, f. 13.11. 1954, verkstjóri á Tálknafirði, en kona hans er Guð- ný Bergdís Lúðvíksdóttir og eiga þau þrjú böm. Hinrik er yngstur tólf systkina sem öll eru látin. Foreldrar Hinriks voru Jóhann Magnússon, f. 15.12. 1857, d. 1.12. 1910, bóndi á Hofsstöðum í Helga- fellssveit, og k.h., Ingibjörg Þor- steinsdóttir, f. 10.9. 1865, d. 22.9. 1947, húsfreyja. Ætt Jóhann var sonur Magnúsar, b. á Hólum i Helgafellssveit, Benedikts- sonar, b. á Keisbakka á Skógar- strönd, Magnússonar, b. á Keis- bakka, Jónssonar. Móðir Jóhanns var Karitas Jóhannsdóttir, b. í Lax- árdal og ættföður Laxárdalsættar, Jónssonar. Ingibjörg var dóttir Þorsteins Bergmann, hreppstjóra og dbrm. í Fremri-Hrafnabjörgum, Arasonar Bergmann, b. á Þorkelshóli, bróður Guðrúnar, ömmu Guðmundar Björnssonar landlæknis og langömmu Bjarna, afa Ingimundar Sigfússonar sendiherra. Önnur syst- ir Ara var Halldóra, móðir Oddnýj- ar, ömmu Steinars Sigurjónssonar rithöfundar. Halldóra var einnig móðir Guðrúnar, langömmu Guð- rúnar, móður Sigurðar E. Guð- mundssonar, fyrrv. forstjóra Hús- næðisstofnunar ríkisins, fóður Helgu blaðakonu. Ari var sonur Sig- fúsar Bergmann Sigfússonar, hrepp- stjóra á Þorkelshóli, ættfóður Berg- mannsættcirinnar húnvetnsku. Hinrik Jóhannsson. Guðmann A. Guðmundsson Guðmann Alex Guðmundsson, verkstjóri hjá Vegagerð ríkisins á Selfossi, Álftarima 8, Selfossi, er sextugur í dag. Starfsferill Guðmann fæddist í Ásakoti i Sandvíkurhreppi en ólst upp frá sex ára aldri hjá fósturforeldrum sín- um, Sigfúsi Þ. Öíjörð og Láru Guð- mundsdóttur að Lækjamóti í Sand- víkurhreppi. Guðmann var í Barna- og ung- lingaskóla Selfoss, lauk almennu bílprófi 1957, lauk prófum á allar gerðir ökutækja 1958 og hefur sótt námskeið og öðlast kennsluréttindi á Qestar gerðir vinnuvéla. Auk þess lauk hann Námskeiðum verkstjórn- arfræðslunnar I. og II. stigi 1983 og hefur sótt fjölda annarra nám- skeiða. Guðmann stundaði almenn land- búnaðarstörf til fimmtán ára aldurs og stundaði sjómennsku á vetrum á árunum 1955-65. Guðmann festi kaup á vörubifreið og starfrækti hana sumrin 1957 og 1958. Þá festi hann kaup á bát með öðrum og gerði út í tvö ár. Guðmann vann á vél- skóQu hjá Sýslusjóði Ár- nessýslu 1959. Hann hóf störf við vélar hjá Vega- gerð ríkisins sem sumar- maður 1960 en hefur verið þar í fullu starfi frá 1965. Guðmann hefur setið í stjóm Verkalýðsfélagsins Þórs á Selfossi, í stjórn Verkamannabústaða á Sel- fossi og í stjórn Verkstjórafélags Suðurlands. Þá situr hann í stjórn Félags verkstjóra hjá Vegagerðinni. Fjölskylda Eiginkona Guðmanns er María Jónína Einarsdóttir (Steinsdóttir), f. 17.7. 1944, verkakona. Hún er dóttir Roland Harrington, hermanns í bandaríska hernum, og Sigriðar Ólaflu Sigurðardóttur, f. 15.3. 1925, húsmóður í Kanada. Fósturforeldrar Maríu Jónínu: Steinn Einars- son, fangavörður í Vatnagarði á Eyrar- bakka, og Gróa Jakobs- dóttir húsmóðir. Börn Guðmanns og Maríu Jónínu eru Guð- mundur Steinar, f. 6.9. 1962, stýrimaður en kona hans er RagnhUd- ur MjöU Amardóttir og eru börn þeirra Alex- ander Örn og Elfa María auk þess sem sonur RagnhUdar er Hafsteinn Ingi Sig- urðsson; Hjalti, f. 17.6. 1964, sjómað- ur; Anna Lára, f. 18.5. 1967, sauma- kona en böm hennar eru Agnes Ósk Gunnarsdóttir, Einar Alex Jóhanns- son og María Dís Jóhannsdóttir; Guðmann Már, f. 12.5. 1973, nemi i rafvirkjun, en unnusta hans er Katrín Guðjónsdóttir. Systkini Guðmanns eru Guðrún Guðmundsdóttir, f. 29.11. 1935, bóndi og húsfreyja í Ásgerði í Hrunamannahreppi, en maður hennar er Sigurður Jónsson bóndi og eiga þau Qmm börn; Amheiður Guðmundsdóttir, f. 26.12. 1936, hús- móðir og ekkja eftir Jósef Sóphaní- asson en þau eignuðust fjögur börn; Valgerður Guðmundsdóttir, f. 19.5. 1938, húsmóðir i Reykjavík, en mað- ur hennar er Reynir Á. Jakobsson og eiga þau fjögur böm; Unnur Guð- mundsdóttir, f. 12.2. 1943, húsmóðir á Stokkseyri, en maður hennar er Gisli Rúnar Gíslason og eiga þau fjögur böm. Hálfbróðir Guðmanns er Gunnar Guðmundsson, f. 13.10. 1948, búsett- ur á Selfossi, en kona hans er Ás- laug Helgadóttir og eiga þau fjögur börn auk þess sem Gunnar á son frá því áður. Foreldrar Guðmanns: Guðmund- ur Alexandersson, f. 3.3. 1912, bóndi í Ásakoti og bifreiðarstjóri og verkamaður í Reykjavík, og Anna Hróbjört Guðmundsdóttir, f. 31.12. 1911, d. 20.4.1945, húsfreyja. Sambýliskona Guðmundar var María Sigurðardóttir, nú látin. Guömann A. Guömundsson. Gylfi Sigurðsson Gylfi Sigurðsson húsasmíða- meistari, Læjarhvammi 11, Hafnar- Qrði, er fimmtugur í dag. Starfsferill Gylfi fæddist í Hafnarfírði og ólst þar upp. Hann fór eftir grunnskóla í Iðnskólann í HafnarQrði og lauk þaðan prófi í húsasmíði 1970, sveinsprófi sama ár og fékk meist- arabréf í iðninni 1974. GylH hefur unnið við húsasmíðar síðan hann lauk prófum í iðninni, mest á trésmíðaverkstæðum. Frá 1992 hefur hann starfað við Tré- smíðaverkstæði Gylfa ehf. sem hann stofnaði og er eigandi að. GylQ hefur verið virkur í félags- starfl, gegnt ýmsum trúnaðarstörf- um, m.a. fyrir Félag byggingariðn- aðarmanna í Hafnarfirði, Björgun- arsveitina Fiskaklett, Skátafélagið Hraunbúa, Rotaryklúbb Hafnar- fjarðar þar sem hann er nú stallari auk þess sem hann var einn af stofnendum Hauks í horni. Fjölskylda Gylfi kvæntist 27.12. 1972 Ástu Reynisdóttur, f. 20.1. 1949, handavinnu- kennara. Hún er dóttir hjónanna Reynis Ár- mannssonar póstfulltrúa og Stefaníu Guðmunds- dóttur húsmóður. Börn Gylfa og Ástu eru María Kristín, f. 21.6. 1971, alþjóðafræðingur, búsett í Washington DC i Bandaríkjunum, en sambýlismaður hennar er Eirík- ur K. Þorvarðarson sem er í masters- námi í barna- og þroskasálarfræði og er dóttir þeirra Ásta Margrét, f. 14.7. 1993; Reynir Stefán, f. 20.9. 1973, við- skiptafræðingur í Reykjavík, en sambýliskona hans er LUja Dögg Stefánsdóttir lyfjafræðinemi og er sonur þeirra Kristófer, f. 19.10. 1995; Lilja Dögg, f. 7.10. 1974, kjólaklæð- skeri í Reykjavík, en sambýlismaður hennar er Ófeigur Hreinsson verkstjóri, en sonur hennar er Gylfi Steinn, f. 24.3.1996. Systkini Gylfa eru Sverr- ir, f. 13.4. 1943, kvæntur Evu Sigurðsson og eiga þau eitt bam; Helgi, f. 22.5. 1945, kvæntur Ester Sigurðardóttur og eiga þau fjögur börn; Guð- finna, f. 23.11. 1953, gift Sveinbirni Jóhannssyni en þau eiga þrjú böm; Jón, f. 21.10. 1959, í sam- búð með Þórunni Ólafsdóttur; Jón- ína, f. 2.12. 1962, gift Sigurði Ólafs- syni. GylQ er sonur hjónanna Sigurðar Ingvarssonar, f. 1.11.1914, simaverk- stjóra í Hafnarfirði, og Maríu Krist- ínar Helgadóttur, f. 17.6. 1921, d. 11.12. 1964, húsmóður. Gylfi og Ásta taka á móti gestum fostudaginn 18. febrúar á efstu hæð í vestari turninum í verslunarmið- stöðinni Firði kl. 20.00. Gylfi Sigurðsson. Hl hamingju með afmælið 17. febrúar Bára Bjarni Bjarnason, Reynihvammi 2, HafnarQrði. Sigríður Jónasdóttir, Hofgerði 7a, Vogum. 70 ára Einþór Jóhannsson, Heiðarvegi 8, Reyðarfirði. Guðmundur Bjarnason, Stafholti 5, Akureyri. Guðríður Ingimundardóttir, Dalbraut 3, Reykjavík. Helgi Veturliðason, Tröllaborgum 2, Reykjavík. Vigfús Waagfjörð, Herjólfsgötu 10, Vestmannaeyj- um. 60 ára Aldís G. Einarsdóttir, Dalalandi 11, Reykjavík. Felix Antonsson, Ljósalandi, Varmahlíð. Finnbogi Jónasson, Túngötu 7, ísaQrði. Flóra Róslaug Antonsdóttir, Heiðarhvammi 4e, KeQavík. Guðmundur Gísli Þórðarson, Sjávargötu 32, Njarðvík. Hulda Elvy Helgadóttir, Fannarfelli 4, Reykjavík. Hulda Þorsteinsdóttir, ÆsufeUi 6, Reykjavík. 50 ára_____________________ Arndís Óskarsdóttir, Austurbrún 4, Reykjavík. Guðrún Jónmundsdóttir, Kóngsbakka 2, Reykjavík. Guðrún Lárusdóttir, Þverá, Dalvík. Ingibjörg E. Logadóttir, Sævangi 10, Hafnarfirði. Ingimundur Friðriksson, Sæviðarsundi 94, Reykjavík. Jón H. Gunnarsson, Víkurflöt 1, Stykkishólmi. Ólafur Stefán Þórarinsson, Glóru, Selfossi. Ragnheiður Gústafsdóttir, Álfhólsvegi 14a, Kópavogi. 40 ára Elfar Þór Tryggvason, Sæbóli, BorgarQrði eystri. Frank Róbertsson, HverQsgötu 27, SigluQrði. Hjörtur Hllðar Friðriksson, Skóghlíð 1, Egilsstöðum. Magnús Ingólfsson, Seiðakvísl 35, Reykjavík. Robert Stephen C. Faulkner, Hafralækjarskóla, Húsavík. Sigríður Rikharðsdóttir, GUsbakka 3, HvolsveUi. Sigurbjörg Einarsdóttir, ÁsvaUagötu 23, Reykjavík. Sigurður Jóhann Sigurðsson, Grænukinn 16, Hafnarfirði. Sigurlaug Hrönn Lárusdóttir, Ljósheimum 16, Reykjavík. Unnur Sævarsdóttir, Hamri, Sauðárkróki. Viktoría I. Sigurðardóttir, Skálabergi 2, Hafnarfirði. Þorgerður Benónýsdóttir, Jaðarsbraut 13, Akranesi. ---7--------- {Jrval - hefur þú lesið það nýlega?

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.