Dagblaðið Vísir - DV - 17.02.2000, Blaðsíða 15

Dagblaðið Vísir - DV - 17.02.2000, Blaðsíða 15
FIMMTUDAGUR 17. FEBRÚAR 2000 Árshátíðir á næsta leiti: Ódýrara að leigja sparifötin Samkvæmisfatnaöur karla - hvað kostar að leigja? 7.000 6.000 5.000 4.000 3.000 2.000 1.000 00 in 00 O nt o Brúöarbær oo (D CNI o o o> Brúöarkjólaleiga Borgartúns o in o o in iri 1 I Fatalelga Garðarbæjar Smóklng KJólföt íslenskl hátíðarbúningurinn o o o> s § «5 CT> Ifj o 'S- 1 O O O O o> o> co co IL„ Brúðarkjólaleiga Brúðarkjólaleiga Katrínar Dóru Seinni holskefla árshátíða vetrar- ins er að skella á og víst er að marg- ir eru farnir að huga að þvi hverju skal klæðast þegar stóra kvöldið rennur upp. Mjög hefur færst í vöxt að konur á öllum aldri klæðist fln- um síðkjólum við slík tækifæri og fari þá e.t.v. í hárgreiðslu og forðun líka. Við slík tækifæri mega karl- mennirnir ekki vera eftirbátar kvennanna og er þeim þvi best að draga fram smókinginn, kjólfötin, dökku jakkafótin eða e.t.v. íslenska hátíðarbúninginn. En ekki búa nú allir svo vel að eiga síðkjóla eða falleg jakkafót í röðum inni í skáp og slík fot kosta drjúgan skilding, sérstaklega þegar tekið er tillit til þess að liklega klæðist viðkomandi þeim ekki nema nokkrum sinnum á ári. Hagsýni fór því á stúfana og kannaði verð og úrval af spariklæð- um fyrir karla og konur hjá nokkrum fataleigum á höfuðborgar- svæðinu. Slíkar leigur bjóða mikið úrval fallegra kjóla og karlmanns- fatnaðar til leigu. Að sjálfsögðu er leigan líka bara brot þess verð sem slíkur fatnaður kostar út úr búð. Skýrt skal tekið fram að ekki er tekið tillit til mismunandi gæða og þjónustu á leigunum. Glæsileikinn í fyrir- rúmi „Gyllt og silfrað er mjög vinsælt núna og svo eru hnésíðir kjólar að verða vinsælir aftur,“ sagði eigandi einnar leigunnar í samtali við DV. Flestir eigendurnir voru sammála um að glæsilegir kjólar úr flnum efnum, t.d. með perlum eða pallíett- um, væru að verða vinsælir aftur og litadýrðin hefði aukist, þ.e. klass- íski svarti kjólinn væri ekki jafn- vinsæll og áður. Ódýrustu samkvæmiskjólana i könnuninni var að finna á Brúðar- kjólaleigu Katrínar á 4.000 krónur. Þar er samkvæmiskjólunum skipt í þrjá verðflokka. Eldri kjólar sem hægt er að þvo eru leigðir á 4.000 krónur, kjólar sem þarf að hreinsa eru leigðir á 5.000 krónur og alveg nýir kjólar eru leigðir á 6.000 krón- ur. Kjólarnir eru flestir alveg síðir en þó er einnig hægt að fá hnésíða kjóla. Brúðarkjólaleiga Katrínar leigir einnig hatta á 2000 krónur fyrir þær sem vilja vekja virkilega athygli. Einnig er hægt að kaupa ódýra skartgripi, undirföt og skó við kjólinn hjá leigunni. Hjá Fataleigu Garðabæjar kostar Seinni holskefla árshátíða vetrarins er aö skella á með tilheyrandi veisluhöldum og tilkostnaði. allur samkvæmisfatnaður 6.000 krónur. Þar er hægt að fá mikið úr- val af síðum og stuttum kjólum og auk þess dragtir, pils, blússur o.þ.h. Þar er einnig hægt að fá leigða hatta á 1.500 krónur og kaupa ódýra skartgripi. Hjá Brúðarkjólaleigu Dóru kostar samkvæmisfatnaður kvenna 5.000-8.000 krónur. Þar er hægt að fá siða og stutta kjóla og dragtir. Einnig er hægt að fá leigða skart- gripi, t.d. hálsmen, armbönd og eyrnalokka, á 1.000-3.000 krónur og hatta á 3.000 krónur. Smókingurinn ódýrastur Af karlmannafatnaðinum reynd- ist ódýrast að leigja smóking á flest- um stöðum. Hins vegar virðist ís- lenski hátíðarbúningurinn vera orðinn mun vinsælli en smókingur- inn þrátt fyrir að dýrara sé að leigja hann. Hjá Brúðarkjólaleigu Borgartúns kosta smókingföt 4200 krónur, kjól- föt 4900 krónur og íslenski hátíðar- búningurinn 6.800 krónur. Hjá Brúðarbæ kosta smókingfót 4000 krónur, kjólföt 4800 krónur og islenski hátíðarbúningurinn 5800 krónur. Hjá Fataleigu Garðabæjar kostar smókingur 4.500 krónur, kjólföt 5.500 krónur, ,jacket“ 5.500 krónur og íslenski búningurinn 6.500 krón- ur. Brúðarkjólaleiga Katrínar leigir smóking á 4.900 krónur, kjólföt á 5.900 krónur, jakkaföt með vesti á 4.500 krónur og íslenska hátíðar- búninginn á 6.500 krónur. Brúðarkjólaleiga Dóru leigir smókinginn einnig á 4.900 krónur, kjólföt á 6.900 krónur og íslenska hátíðarbúninginn einnig á 6.900 krónur. I öllum tilfellum er um alklæðnað að ræða, þ.e. skyrtur, lindar og allt tilheyrandi fylgir með er fötin eru leigð. í öllum tilfellum er um sólar- hringsleigu að ræða en um helgar er yfirleitt hægt að fá fötin á föstu- degi og skila þeim á mánudegi. Snyrting og hár- greiðsla Þær sem vilja taka kvöldið með trompi hyggja e.t.v. lika á smávegis dekur á hár- og snyrtistofum fyrir árshátíðina. Lausleg athugun á förðun, hárgreiðslu í sítt hár og handsnyrtingu á nokkrum hár og snyrtistofum leiddi í ljós að kvöld- förðun kostar að meðaltali 2.000-2.500 krónur, hárgreiðsla um 4.500 krónur og handsnyrting um 2.000-2.500 krónur. Hér er ekki um ítarlega könnun að ræða og því sjálfsagt hægt að fá ódýrari þjón- ustu á sumum stöðum. Það er því ljóst að það kostar sitt að skarta sínu fegursta á árshátíð- inni, jafnvel þótt fötin séu leigð. Karlmaðurinn greiðir að meðal- tali um 5.500 krónur fyrir útlitið en konan um 13.500 krónur ef snyrttng og hárgreiðsla er tekin með. -GLM Hagsýni I innkaupum Búðu til innkaupalista áður en þú ferö að versla - og haltu þig viö hann. List- inn kemur í veg fyrir að þú kaupir eitthvaö í hugsunarleysi. Ekki kaupa inn á hverjum degi Þeir sem eiga bíl ættu að gera stórinnkaup i matvöruversluninni þegar þeir fá útborgað en hinir ættu að reyna að kaupa ekki oftar inn en einu sinni í viku. Innkaupalisti Búðu til innkaupalista áður en þú ferð að versla - og haltu þig við hann. Listinn'kemur í veg fyrir að þú kaupir eitthvað í hugsunarleysi og sennilega kemur hann líka í veg fyrir að þú kaupir mikið af óholl- ustu sem ekki litur vel út á listan- um. Mundu einnig að það er óráð- legt að fara svangur að kaupa í mat- inn. Nesti í vinnuna Taktu með þér nesti í vinnunna, t.d. grófar samlokur með áleggi, jógúrt eða ávexti, í stað þess að stökkva út í sjoppu eftir skyndibita. Þú sparar bæði stórar upphæðir á þessu og auk þess er líklegt að þér líði betur líkamlega og línumar verði fallegri. Heimabakað brauð Alls kyns matarbrauð eru stór hluti af mataræði kjarnafjölskyld- unnar og þau kosta sitt. Því er ráð að baka brauðið sjálfur, annaðhvort á gamla mátann í ofni eða í brauð- bakstursvél. Vélin kostar sitt en hún er fljót að borga sig upp ef mik- ið er borðað af brauði á heimilinu. Heimagerður barnamatur Tilbúinn barnamatur i krukkum og pökkum er talsvert dýr. Hægt er að spara umtalsverðar fjárhæðir með því að búa barnamatinn til sjálfur og frysta hann síðan í litlum handhægum pokum. Barnafötin bætt Gefðu gömlum bamafötum nýtt líf með því einfaldlega að skipta um tölur eða setja skrautlegar bætur á þau. Þar með getur yngra systkinið notað fötin og verið sátt við sitt. Notaðu upplýsinga- tæknina Hringdu í Gulu línuna eða önnur upplýsingafyrirtæki þegar þig vant- ar einhvem hlut sem þú ert ekki al- veg viss hvar fæst, í stað þess að eyða bensíni á bílnum í það að fara á milli staða og leita að hlutnum. -GLM HJÓLSÖG FESTO FESTO öll verkfæri og þú getur andað léttar! ..það sem fagmaðurinn nota1,1 Hægt er að tengja FESTO-ryksuguna við öll verkfærin frá FEST0

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.