Dagblaðið Vísir - DV - 17.02.2000, Blaðsíða 18

Dagblaðið Vísir - DV - 17.02.2000, Blaðsíða 18
18 ienmng FIMMTUDAGUR 17. FEBRÚAR 2000 Umvafðir áheyrendur Á mánudagskvöldið var komið að Hamrahlíðar- kórnum að taka þátt í tón- listarhátíð Tónskáldafélags íslands með því að syngja íslensk lög sem samin voru á fyrri hluta aldarinnar. Stjómandi kórsins var Þor- gerður Ingólfsdóttir, og hófust tónleikamir á því að kórinn gekk hátíðlega inn í Ými, sal Karlakórs Reykja- víkur, og tók sér stöðu hringinn í kringum áheyr- endur. Þannig söng hann Lofsöng (150. Davíðssálm) eftir Helga Helgason, en í sérlega vandaðri efnis- skránni stóð að lagið hefði verið samið árið 1908 í Kanada, þar sem Helgi bjó um tíma. Þetta er einstak- lega fallegt lag sem kórinn söng hreint og blíðlega, og má með sanni segja að hann hafi umvafið áheyr- endur með söng. Eftir þetta færði kórinn sig upp á sviðið og söng Yfir vom ættarlandi eftir Sigfús Einarsson, og síðan tók hver söngperlan við af annarri. Á efnisskránni voru nokkur lög sem und- irritaður kannast ekki við að hafa heyrt áður, og komu sum þeirra verulega á óvart. Þorgerður Ingólfsdóttir er innblásinn kórstjóri og tekst að miðla því til kórmeð- lima. DV-mynd Pjetur Friðrik Bjarnason, og einnig var sungið ísland ögrum skor- ið og Hver á sér fegra fóðurland. Augljóst var að áheyrendur kunnu ýmislegt fyrir sér í söng- listinni, enda kempur á borð við Bergþór Páls- son og Sigurð Demetz þar á meðai. Ólafur Einar Rúnars- son söng einsöng í frem- ur einkennilegu lagi Björgvin Guðmundsson bar nafnið íslands lag. Lagið er dálítið væmið, en ein- söngvarinn stóð sig vel, hann er með fallega rödd, söng hreint og er greinilega efnileg- ur. Einnig kom pí- anóleikari, Steinunn Halldórs- dóttir, við sögu í öðm lagi eft- ir Björgvin, Friður á jörðu, og var frammistaða hennar hin ágætasta. í einu atriði efnisskrárinnar drógu konumar sig í hlé og karlarnir sungu Sand um kvöld eftir Sigvalda Kaldalóns. Það er hljómfagurt lag sem ætti að heyrast oftar, og var prýðilega flutt. Lagið hljómaði ágætlega í nýja salnum, og hið Má þar nefna Kvöldljóð eftir Sigurð Þórðar- son, hugljúft og rólegt lag sem talið er að ekki hafi heyrst áður. Söngur kórmeðlima var prýðilegur, einlægnin og sönggleðin áþreifan- leg, og greinilegt að Þorgerður er innblásin og tekst að miðla þvi til kórfélaga. Hvert ein- asta lag var tært og fallegt, og þrungið skáld- skap. Slíkt heyrir maður því miður ekki alltaf. Tónlist JónasSen Eins og stundum gerist á kórtónleikum lét Þorgerður áheyrendur standa upp nokkmm sinnum og taka lagið með kómum. Fyrsta lag- ið sem allir sungu var í Hlíðarendakoti eftir Ástarvísur og kossa Aðrir einsöngstón- leikar á Tónleikahátíð Tónskáldafélag ís- lands voru haldnir í Salnum á þriðjudags- kvöld. Það var heldur fámennt á þessum tónleikum sem jafn- framt voru síðustu tónleikamir í þessari lotu og áheyrenda- fjöldinn einhvers kon- ar yfirlýsing um van- traust á veðurguðun- um. Sem fyrr skiptu þrír söngvarar með sér lögum að þessu sinni 19 tónskálda, Marta Guðrún Halldórsdóttir sópran, Ingveldur Ýr Jónsdóttir mezzó- sópran og Finnur Bjarnason tenór. Með þeim lék á píanó Öm Magnússon. íslensk tónlist þró- Rómantíkin sveif yfir vötnum. Örn Magnússon, Ingveldur Ýr Jónsdóttir æfingu í Salnum. og Finnur Bjarnason á DV-mynd Hilmar Þór á fyrri hluta tónleik- anna vantaði í þau kraft og sannfæringu líkt og Haust Péturs SigUrðssonar við afar fallegan texta Davíðs Stefánssonar þar sem píanóleikarinn hefði lika mátt taka meira á og sýna meiri lit. Vögguvísa Jóns Leifs var þó virkilega vel flutt, kyrrlát og hjart- næm og sungin af mikiili tilfinningu og útkoman verulega áhrifamikil. Af lögun- um sem Ingveldur Ýr söng eftir hlé standa upp úr góðum flutn- ingi þeirra allra Betli- kerling Sigvalda Kaldalóns þar sem átakanlegur texti tengdur fallegu lagi fékk mann bókstaflega til að finna til og Kossa- vísur Páls ísólfs- aðist hratt á öldinni sem leið en sú þróun hefði vart getað átt sér stað ef ekki hefði not- ið hugsjóna og vinnu þeirra manna sem áttu verk á efnisskrá þessara tónleika. Sumir hverjir sjálfmenntaðir, aðrir hámenntaðir en allir áttu sameiginlegt að unna tónlistinni og miðla því til annarra með verkum sínum og oftar en ekki einnig með tónlistarkennslu. Líkt og á fyrri tónleikunum 9. febrúar sl. var það rómantíkin sem sveif yfir vötnum í ein- söngslögum frá fyrri hluta 20. aldar. Þetta er lítt framsækin tónlist en góð og gild þrátt fyr- ir það, og þess má geta að rómantíkin lifði góðu lífi annars staðar í heiminum líka fram á síðustu öld, til dæmis í Rússlandi og ekkert nema gott um það að segja. Ekki kannaðist ég við mörg þeirra laga sem flutt voru á fyrri hluta tónleikanna og komu sum þeirra skemmtilega á óvart líkt og Smaladrengur Jóhanns Ó. Haraldssonar sem Marta flutti afskaplega ljúflega og Vögguvísa Þórarins Guðmundssonar sem Marta gerði Tónlist Amdís Björk Ásgeirsdóttir snoturlega en svolítið sviplaust þar sem öll erindin voru eins flutt. Ég hafði á tilfinning- unni að Marta væri ekki alveg upp á sitt besta þetta kvöld, röddin pínulítið óstöðug og klemmd í byrjun en þó átti hún fina spretti í seinni hlutanum, í Sólskríkju Jón Laxdals og Rímu Jóns Leifs. Ingveldur Ýr fór sömuleiðis ekki allt of vel af stað í Nótt Sigfúsar Einarssonar. Hún og Marta höfðu skipt á lögum og tók Marta þess í stað að sér Minningu Þórarins Guðmunds- sonar og söng hana mjög fallega. Hins vegar var Ingveldur ekki nógu örugg, of bundin textanum og túlkunin litlaus. Þó margt hafi verið fallega gert í þeim lögum sem hún söng sonar sem voru léttar og leikandi sungnar. Finnur Bjamason kom sterkur inn i byrjun og hélt fínum dampi út tónleikana, Taktu sorg mína eftir Bjama Thorsteins- son var undurfagurt og sungið beint frá hjart- anu sem og reyndar öll þau lög sem hann söng þetta kvöld. Túlkun hans var eðlileg og náði hann að gefa textanum líf með litríkum og öruggum flutningi. Hápunkturinn var þó flutningur hans og Arnar á Ástarvísum til Steingerðar sem þeir félagar frumfluttu í fyrra á Myrkum músikdögum. Öm stóð sig með miklum sóma á tónleikunum þó stund- um fyndist mér skorta svolítið á kraft, og líkt og Anna Guðný á fyrri tónleikunum var hann í undirleikshlutverkinu mest allt kvöld- ið. En túlkun þeirra Finns á Ástarvísunum var glæsilegur, kraftmikil stígandi sem hélt manni frá upphafi til enda og rödd Finns enn undurfógur, hvort sem hann kýs að kalla sig baritón eða tenór. Síðari ár Munchs í nútímalistasafninu Arken í Ishoj utan við Kaupmannahöfn stendur nú yfir sýning á verkum eftir norska meistarann Edvard Munch: Det nære liv. Öll málverkin á sýn- ingunni eru máluð á búgarðinum Ekely sem hann keypti um fimmtugt og bjó á til dauða- dags. Þama eru því verk frá efri árum Munchs þegar hann var hættur að vera mjög taugaveiklaöur og farinn aö íhuga náttúruna í kringum sig og sinn sveitabæ - húsdýrin, vinnuhjúin, landbúnaðarverka- fólkið og landslagið. Ekki skulu menn þó ímynda sér að þama hitti þeir fyrir afslappaðan og bjartsýnan Munch; svo langt frá sínu unga sjálfi komst hann aldrei. Sýningin telur um 100 verk sem flest eru afar sjaldséð. Hún stendur til 21. maí og safnið er opið þrið.-sun. kl. 10-17 og alla leið til kl. 21 á miðvikudögum. Vitjun sína vakta ber „Jón Ólafsson er ekki lengur bara kyndug- ur karl í bók eftir Halldór Laxness," segir Guðrún Ingólfsdóttir í „Formála" að nýút- komnu greinasafni Jóns Ólafssonar úr Grunnavík og vísar þar til persón- unnar Jóns Grindvicensis í ís- landsklukkunni: „Tónlistarmönn- um og málurum vorra daga hefur þótt ómaksins vért að sækja efni- við og hugmyndir í verk hans, sem illu heilli hafa fæst sést á prenti.“ Úr þessu eru Góðvinir Grunna- vikur-Jóns að bæta þessi árin. 1996 kom út ritgerö hans Hagþenkir en vrrjuN sIna VAKTA BF.R {rriu cfttr Mm flUK«Aa sama má segja um allt annað á efhisskránni. Hljómurinn var mun betri en á hinum tvenn- um tónleikunum sem undirritaður hefur setið í Ými, og er ástæðan fyrst og fremst sú að kórinn var ekkert að remba sig heldur var áherslan lögð á fallegan samhljóm og innileika í túlkun. Einnig dró fjöldi áheyrenda úr mikilli endur- ómun hússins. Þetta voru frábærir tónleikar, skemmtilegir og lifandi, og áheyrendur voru brosandi út að eyrum þegar þeir gengu út í náttmyrkrið á eftir. nýja bókin heifir Vitjun sína vakta ber og er ritstýrt af Guðrúnu og Svavari Sigmunds- syni. Sá háttur er á hafður í safninu að inn- gangur er að hverri ritgerð eftir fræðimann- inn sem bjó hana til prentunar. Þannig skrif- ar Aðalsteinn Eyþórsson inngang að ritgerð- inni „Um stíl“, Margrét Eggertsdóttir að rit- gerðinni „Skáldanna leikaraverk" og svo framvegis. Bókinni er skipt í fjóra hluta. Sá fyrsti nefhist Skáldskapur og tunga og eru þar auk ofannefndra ritgerða Inngangsritgerð að fornum fræðum sem Guðrún Kvaran þýddi úr latínu, Formáli að skýringarriti um nöfn fomþjóöa sem Lilja María Siguröardóttir þýddi úr latínu og kvæði eftir Jón sem heit- ir því dásamlega nafni „Yfirlýsing hrifning- ar og velþóknunar Jóns Ólafssonar úr Grannavík á Harmleik Eggerts Ólafssonar sem ljallar um dauða og endalok íslenskrar tungu“. Þar í er þessi vísa um hnignun tung- unnar á Suðurnesjum (kvæðið er ort 1759): Á Suöurnesjum soddan leir, satt er víst, hann er þar rneir í munni margra þegna en annarstaðar. Afþví heyr orð það sagði Bókafreyr einn með geóið gegna. Umsjón Silja Adalsteinsdóttir í öðrum hluta, Náttúruvísindum, er rit- gerðin „Meiningar ýmislegar um það svo- kallaða norðurljós", í þriðja hluta hagfræði- ritgerðin „Tilreynslur til búskapar" og loks et úrval úr bréfum Jóns sem Guðrún Ása Grímsdóttir sá um. Útgefendur eru Góðvinir Grunnavíkur- Jóns og Háskólaútgáfan. Afbrot og refsiábyrgð Háskólaútgáfan hefur gefið út bókina Af- brot og refsiábyrgð I eftir Jónatan Þór- mundsson lagaprófessor. Þetta er fyrri hluti yfirgripsmikils fræðirits um hinn almenna hluta refsiréttar, reistur á áralöngum rann- sóknum höfundar á íslenskum og erlendum refsirétti. Ritið skiptist í átta þætti. Fyrstu fjórir þættirnir fjalla um hugtakið afbrot, flokkun afbrota og yfirlit um skilyrði refsiá- byrgðar. í fimmta þætti er fjallað um reglurnar um tilraun til af- brota og afturhvarf og í sjötta þætti um hlutdeild og samverkn- að. Sjöundi og áttundi þáttur fjalla um refsi- heimildir og refsinæmi verknaðar og um skýringu refsilaga. Ritið er samið sem fræðirit fyrst og fremst og er ætlað að vera grundvallarrit við frek- ari rannsóknir á refsirétti og störf lögfræð- inga að dómsmálum. Einnig ætti bókin að koma að góðu gagni við kennslu í refsirétti.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.