Dagblaðið Vísir - DV - 17.02.2000, Blaðsíða 19

Dagblaðið Vísir - DV - 17.02.2000, Blaðsíða 19
FIMMTUDAGUR 17. FEBRÚAR 2000 23 Fréttir Tómas Sigurðsson, framkvæmdastjóri tækni- og umhverfissviös Norðuráls, ánægður með niöurstöður umhverfisrannsókna sem sýna litla breytingu af völdum álversins. DV-mynd Daníel Mengun frá Norð- uráli undir við- miðunarmörkum DV, Hvalfirði: Á föstudag voru kynntar niður- stöður umhverfisrannsókn^ á Grund- artangasvæði fyrir og eftirstarfsemi Norðuráls á Grundartanga. í úttekt- inni kemur fram að áður en starfsem- in á svæðinu hófst árið 1979 fóru fram ýmsar rannsóknir í þeim tilgangi að skoða stöðu umhverfisins. Þessar rannsóknir eru notaðar eins og hægt er til samanburðar við umhverfis- rarinsóknir sem gerðar voru árið 1997. Tilgangur þeirra er að skoða stöðu umhverfis fyrir starfsemi Norð- uráls og til að vakta umhverfisþætti. í áfangaskýrslunni er fjallað um stöðu umhverfis frá júlí 1997 til júlí 1999. Meginniðurstöður rannsókna á lofti í Hvalfirði sýna að iðnaðar- svæðið á Grundartanga er upp- spretta brennisteinstvíoxíðs og flú- ors á því svæði sem rannsóknirnar eru gerðar. Hins vegar er það ljóst af fyrri rannsóknum að meginupp- spretta svifryks er ekki á iðnaðar- svæðinu heldur utan þess. Niöurstöður rannsókna á ferskvatni sýna að ekki hafa orðið aðrar breytingar á styrk flúors, brennisteins og klórs en þær sem fylgja eölilegri sveiflu vegna árstíða. Þó varð tímabundin aukning í flúor- styrk í júní til ágúst 1998 í tveimur lækjum næst verksmiöjunni þegar verið var að hefja starfsemi Norður- áls. Hann minnkaði svo aftur eftir gangsetningu þegar leið á haustið. Mælingar á beinum sauðfiár og gróðri leiddu í ljós að flúor jókst við gangsetningu Norðuráls. Sú tala lækkaði svo aftur. Þegar á heildina er litið sýna rannsóknir iðnaðarsvæðisins í öll- um tilvikum aö starfsemi Norðuráls sé undir þeim viðmiðunarmörkum sem gilda i umhverfinu og ekki hafi orðið vart við neikvæða umhverfis- þætti. „Við erum mjög ánægðir með þessar niðurstöður. Þær eru í sam- ræmi við allar okkar væntingar,“ segir Tómas Sigurðsson, fram- kvæmdastjóri tækni- og umhverfis- sviðs Noröuráls á Grundartanga. „Þessar rannsóknir hafa staðið yfir frá árinu 1997, ári áður en rekstur hófst og eftir ár í rekstri. Að lokn- um rannsóknunum hefst svokölluð vöktunaráætlun þar sem fylgst er með öllum þáttum í umhverfinu. Það er ekki þar með sagt að viö séum hættir að rannsaka umhverf- isþættina, við erum bara rétt að byrja.“ -DVÓ Loðnu landaö úr Antares VE á Fáskrúösfirði, skipverjar frá v. Ebeneser, Sveinn og Bjarni. DV-mynd Ægir. Allt fullt af loðnu DV, Fáskrúösfirði: Loðnuvinnslan hf. á Fáskrúðs- firði tók á móti rúmlega 83 þúsund tonnum af loðnu, síld og kolmunna á sl. ári. Aflinn skiptist þannig að loðna var liðlega 48.500 tonn, kolmunni 19.300 tonn, og síld um 15 þúsund tonn. í síöasta mánuði tók Loðnuvinnslan á móti 15.500 tonn- um af loðnu og 1.700 af síld. Loðnu- vinnslan seldi skip sitt Hoffell SU 80 um áramótin, kaupandi er Kaupfé- lag Fáskrúðsfirðinga. -ÆK Á Myndir þú styrkja þetta lið? A auglýsingastofunni Hvíta húsinu er a3 finna samhent liS auglýsingafólks; hóp ungra eldhuga f bland viS Iffsreynda spekinga sem allir stefna aS einu marki: A3 nó órangri fyrir viSskiptavini sína og hafa gaman af þvf! StarfsfólkiS er allt fagmenn ó sínu sviSi eins og ótal órangursrikar herferSir og verSlaun sanna, meS margvíslega reynslu og skemmtilega sýn á IffiS og tilveruna. GóSur árangur viSskiptavina Hvfta hússins hefur aukiS eftirspurn eftir kröftum okkar og því óskum viS eftir liSsstyrk! Grafískum hönnuSum —• Frískum, frumlegum og metnaSargjörnum einstaklingum meS menntun fgrafískri hönnun eða mikla reynslu úr faginu. Markaðsráðgjöfum-----• Skapandi fólki meS markaðsmenntun eða mikla reynslu af sambærilegum störfum. Rannsóknarfólki------« Talnaglöggu fólki í vinnslu fjölmiðla- og markaðsrannsókna, einstaklingum sem vilja kryfja samfélagiS og hegSun fólks til mergjar. Textasmiðum-----------« Hugmyndarfkum og skapandi einstaklingum sem hafa gott vald á íslensku. Reynsla af textagerð, blaðamennsku eSa ritstörfum skilyrSi. Ef þú telur þig styrkja þennan hóp og langar til aS vinna meS skapandi fólki á skemmtilegum vinnustað — sendu inn umsókn merkta „LiSsstyrkur" til Hvíta hússins, Brautarholti 8, pósthólf 5194, 125 Reykjavík eBa á netfangiB: hvitahusid@hvitahusid.is. FariS verður með allar umsóknir sem trúnaBarmál. H V í T A H U S I Ð

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.