Dagblaðið Vísir - DV - 17.02.2000, Blaðsíða 12

Dagblaðið Vísir - DV - 17.02.2000, Blaðsíða 12
12 FIMMTUDAGUR 17. FEBRÚAR 2000 Útgáfufélag: FRJÁLS FJÖLMIÐLUN HF. Stjórnarformaöur og útgáfustjóri: SVEINN R. EYJÓLFSSON Framkvæmdastjóri og útgáfustjóri: EYJÓLFUR SVEINSSON Ritstjórar: JÓNAS KRISTJÁNSSON og ÓLI BJÖRN KÁRASON Aöstoðarritstjóri: JÓNAS HARALDSSON Auglýsingastjóri: PÁLL ÞORSTEINSSON Ritstjórn, skrifstofur, auglýsingar, smáauglýsingar, blaöaafgreiðsla, áskrift: ÞVERHOLTI11,105 RVÍK, SÍMI: 550 5000 FAX: Auglýsingar: 550 5727 - RITSTJÓRN: 550 5020 - Aörar deildir: 550 5999 GRÆN númer: Auglýsingar: 800 5550. Áskrift: 800 5777 Stafræn útgáfa: Heimasíða: http://www.skyrr.is/dv/ VTsir, netútgáfa Frjálsrar fjölmiðlunar: http://www.visir.is Ritstjórn: dvritst@ff.is - Auglýsingar: auglysingar@ff.is. - Dreifing: dvdreif@ff.is AKUREYRI: Strandgata 25, sími: 462 5013, blaöam.: 462 6613, fax: 4611605 Setning og umbrot: FRJÁLS FJÖLMIÐLUN HF. Filmu- og plötugerö: ÍSAFOLDARPRENTSMIÐJA HF. - Prentun: ÁRVAKUR HF. Áskriftarverö á mánuöi 1950 kr. m. vsk. Lausasöluverð 180 kr. m. vsk., Helgarblað 250 kr. m. vsk. DV áskilur sér rétt til að birta aðsent efni blaðsins í stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds. DV greiðir ekki viðmælendum fyrir viötöl við þá eða fyrir myndbirtingar af þeim. Herkostnaður við þétta byggð Ástæöa er til að hafa áhyggjur af þolgæði samtakanna Betri byggðar við þróun ráðagerða um 20.000 manna byggð á Reykjavíkurflugvelli og 20.000 manna byggð úti í sjó við Akurey og Engey. Viðvörunarbjöllur hringja, þegar borgarapparatið sjálft er farið að taka þátt. Við höfum slæma reynslu af skipulagsskrifstofu borg- arinnar og getuleysi pólitískra fulltrúa til að hafa stjórn á henni. Einna alvarlegast hefur verið vanmat borg- arapparatsins á þörf helztu umferðaræða borgarinnar fyrir gott svigrúm og mislæg gatnamót. Svo illa var þrengt að Miklubraut og Vesturlandsvegi, að reisa varð flóknar og dýrar götuljósabrýr við Höfða- bakka og Skeiðarárvog í stað þess að geta komið þar fýr- ir einfaldari og ódýrari brúm með fullkomnum vegaslaufum til að tryggja viðstöðulausa umferð. Enn vitlausari var sú ákvörðun að hætta við mislæg gatnamót Miklubrautar og Kringlumýrarbrautar, þar sem umferðin stefnir í öngþveiti, auk þess sem mengun eykst mjög við að stöðva þarf bíla við umferðarljós, hafa þá þar í hægagangi og koma þeim á ferð aftur. Ljóst má vera, að ekki verður reist 40.000 manna byggð vestan Snorrabrautar og Öskjuhlíðar án þess að marg- falda álagið á Miklubraut, er einnig þarf að mæta þeirri aukningu, sem reynslan sýnir, að verður af öðrum ástæðum. Þessi mikla byggð er ávísun á martröð. Dæmið gengur ekki upp nema fjórar akreinar verði í hvora átt á Miklubraut og öll gatnamót hennar verði mislæg. Og komið verði upp Fossvogsbraut fyrir vallar- byggðina fyrirhuguðu og endurbætt Sæbraut fýrir eyja- byggðina, hvor um sig með mislægum gatnamótum. Tvöföldun íbúa Reykjavíkur vestan Elliðaáa kollvarp- ar fýrra mati á innviðum stofnlagna, allt frá götum yfir í vatnsæðar og skolpleiðslur. Kostnað við breytta innviði stofnkerfa samgangna og annarrar þjónustu þarf að taka með í reikningsdæmi 40.000 manna byggðar. Óvíst er, að borgarbúar kæri sig um mikla Fossvogs- braut og mikla Sæbraut, hvora um sig með mislægum gatnamótum, ofan á núverandi þörf fýrir mislæg gatna- mót við þvergötur Miklubrautar. Slíkt mundi rýra gildi búsetu í næsta nágrenni þessara gatna. Ef taka á tillit til hagsmuna núverandi byggðar vestan Elliðaáa og reyna að hafa hemil á hljóð- og sjónmengun, verður ekki séð, að komizt verði hjá að setja umferðar- holræsin nýju ofan í stokka eða göng, sem hleypir upp kostnaði við tvöfóldun ibúaflöldans á svæðinu. Menn eru að gamna sér við þéttingu byggðar í þjóðfé- lagi ásóknar í einbýli við aðstæður nægs landrýmis, hvort sem litið er til svæðisins milli Hafnarfjarðar og Reykjanesbæjar eða til svæðisins milli Mosfellssveitar og Borgamess. Hver er þessi þörf fýrir þéttingu? Er ekki ódýrara að grafa göng undir Hellisheiði og bæta Árborg við höfuðborgarsvæðið? Er ekki hægt að beita draumórum um innilokaða byggð að hætti stríðs- hrjáðra og innimúraðra Evrópuborga einhvers staðar ut- an við mjótt nes hinnar gömlu Reykjavíkur? Gott er að taka saman höndum um að losna við flug- völlinn, sem af fjárhagslegum ástæðum á hvergi heima nema á Keflavíkurvelli. En má ekki bara endurheimta óskipulagða Vatnsmýri í stað þess að reisa þar átta hæða byggð, sem er ljótust allra byggða í útlöndum? Ekki eru nein merki þess, að þjóðin eða borgararnir sækist með vaxandi velmegnun eftir færi á að búa í þétt- um röðum átta hæða kastala milli umferðarholræsa. Jónas Kristjánsson Pétur H. Blöndal alþm. - „Vill leysa kvótadeiluna meö því aö skilgreina þjóöina og ríkið út af landakortinu," segir Ögmundur m.a. í grein sinni. Peningahyggja í mót- sögn við sjálfa sig Kjallarinn Ogmundur Jónasson alþinglsmaöur finnst ósiðlegt að versla með heilsufarsupplýs- ingar við trygginga- og lyfjafyrirtæki á þeim forsendum sem íslensk erfðagreining hefur í hyggju að gera, öðrum finnst það stangast á við friðhelgi einstak- lingsins að ráðstafa upplýsingum um hann að honum forspurðum og loks er síöasti hópur- inn sem telur að gengið sé á hlut markaðslög- málanna. Þessir menn segja aö þegar allt komi til alls gangi þetta út á að gera upplýsingar um heilsu- far og lækningar að „Þessi síöastnefndi hópur er hjartanlega sammála hugmynd- inni um gagnagrunn sem gangi kaupum og sölum, þaö eina sem á skorti só viröingin fyrir mark- aöslögmálunum Kosturinn viö Pétur H. Blöndal alþingismann er sá að hann segir hug sinn umbúðulaust og er hreinn og beinn. Þetta kann ég að meta þótt sjaldnast sé ég sam- mála manninum. Pétur H. Blöndal vill leysa kvótadeil- una með því að skilgreina þjóðina ogríkiðútaflanda- kortinu. Sérhver maður á að fá skír- teini upp á vasann um kvótaeign sína sem hann síðan geti ráðstafað eða selt að eigin vild. Samkvæmt þess- ari hugsun er engin þjóð til, ekkert sam- félag eða riki, að- eins einstaklingar sem búa hér á landi. Svipað viðhorf var uppi hjá Pétri í um- ræðunni um þjóö- lendur á sínum tíma; honum reynd- ist erfitt aö koma auga á réttmæti þess að ríkið gæti verið handhaFi þjóðarinnar, það er að segja allra einstaklinganna sameinaðra. Vilja láta virða markaðs- lögmálin Nú bregður svo við að umræðan í þjóðfélaginu snýr að gagna- grunni um heilsufarsupplýsingar. Búið er að samþykkja lög og gera samning þar sem ríkið selur þess- ar upplýsingar í hendur einokun- arfyrirtæki fyrir tiltekna upphæð. Þessu er harkalega mótmælt en á mismunandi forsendum. Mörgum verslunarvöru og þá hljóti menn að ganga alla leið. Þessi síðast- nefndi hópur er hjartanlega sam- mála hugmyndinni um gagna- grunn sem gangi kaupum og söl- um, það eina sem á skorti sé virð- ingin fyrir markaðslögmálunum. Nú fatast Pétri H. Blöndal ílug- ið. Ríkið sem fram til þessa virtist engan rétt hafa átt til að koma fram fyrir hönd þegnanna, er búið að gera samning fyrir þeirra hönd um ráðstöfun á þeim sjálfum, upp- lýsingum um líkama þeirra og heilsufar. Lengra verður vart gengið. En í stað þess að gagnrýna hið illa ríki er það nú orðið sið- laust, svo notuð séu orð þing- mannsins, að ætla að selja að nýju upplýsingar sem ríkið hefur þegar ráðstafað - fyrir okkar hönd. í Kastljósþætti Sjónvarpsins sagði þingmaðurinn á þá leið að sér fyndist ósiðlegt að selja heilsufars- upplýsingamar og líkti því við að selja þurfandi manni blóð úr sér. Það myndi ég aldrei gera, sagði þingmaðurinn. Menn setur hljóða Á þessu stigi tók menn að setja hljóða viö sjónvarpstækin. Út. á hvað telur þessi þingmaður Sjálf- stæðisflokksins, Pétur H. Blöndal, að gagnagrunnurinn gangi? 1 stuttu máli gengur hann út á þetta: íslenska ríkið selur fyrir- tæki aðgang að heilsufarsupplýs- ingum þjóðarinnar sem síðan aft- ur falbýður þessar upplýsingar lyfjafyrirtækjum og tryggingafyr- irtækjum. Allt er nú orðið að vöru, verslun og viðskiptum. Ná- kvæmlega eins og Pétur og félagar samþykktu á Alþingi. Nú gerist það hins vegar að sömu menn fara á taugum þegar markaðurinn byrjar aö leita jafn- vægis, svo við höldum okkur við þeirra tungutak; þegar sjúklingur- inn, hráefnissalinn vaknar til lífs- ins og fer að taka boðskap pen- ingafrjálshyggjunnar alvarlega, að í reynd sé ekki til nein þjóð, að- eins kaupendur og seljendur á markaðstorgi. Kenningin boðar að á slíku torgi skuli jafnan leitað eft- ir hagstæðustu kjörum. Þetta er auðvitað kenning sem ég hafna, en ég stóð í þeirri t trú, að hún væri Pétri Blöndal og félögum þóknan- leg, enda hefur verklag þeirra í þessu máli sem öðrum á Alþingi stefnt í þessa átt. Ögmundur Jónasson Skoðanir annarra Tenging krónu og evru „Hér hafa áður verið færð rök fyrir því að heppilegt væri fyrir efnahagslífið að tengjast evrunni. Á það hef- ur verið bent að stjómendur íslenskra fyrirtækja em almennt á þeirri skoðun að það sé aðeins tímaspurs- mál hvenær af slíkri tengingu verður. Stuðningur við Evrópska myntbandalagið fer stöðugt vaxandi í þeim ríkjum ESB sem kosið hafa að standa utan við evrana að svo komnu, samanber nýlegar fréttir um að meiri- hluti Dana telji evmna vænlegan kost. Eftir því sem Qeiri af þessum mikilvægustu viðskiptalöndum Islands taka upp evruna því meiri hagsmunir felast í því fyrir ísland að taka upp sterka tengingu við evruna." Ur forystugreinum Viðskiptablaösins 16. febrúar. Tíðindi úr orkugeiranum „Árið 1987 sagði Scott Sklar, framkvæmdastjóri Sól- arorkuframleiðenda í Bandaríkjunum, að árið 2000 myndi sólarorkuiðnaðurinn „auðveldlega" sjá Banda- ríkjamönnum fyrir 10 til 20% þeirrar orku sem þeir þyrftu. Nú, árið 2000, mætir sólarorkuiðnaðurinn 0,05% af orkuþörfinni... Verðið á orkunni frá vindmyll- um og sólarorkuverum er enn sem komið er margfalt hærra en frá gas-, olíu- og kolaorkuverum... Þetta hlýt- ur að koma þeim á óvart sem sífellt em að segja okk- ur að jarðeldsneyti sé að ganga til þurrðar. Áriö 1944 var talið að í löndunum við Persaflóa mætti vinna olíu í 21 milljarð tunna. Á ámnum 1944 til 1993 var olíu dælt í 188 milljarða tunna eða nífalt það magn sem menn töldu vinnanlegt árið 1944. Og það sem meira er: Vinnanlegar birgðir við Persaflóann duga í 633 millj- arða tunna í viðbót.“ Ur Net-Þjóðviljanum 15. febrúar. Ný sjónvarpsstöö í maí „Það er búið að skoða mjög margar og ólíkar leiðir og sem betur fer hefur tæknin verið að breytast á þessu ári sem er liðið þannig að möguleikarnir til dreifingar á sjónvarpsefni núna era mun meiri heldur en þeir voru. Þessi gagnvirka framtíð er mjög spenn- andi þannig að við sjáum mikla framtíðarmöguleika í sambandi við allt sem heitir sjónvarp, sími, Intemet og svo framvegis - og samtvinnun á þessum hlutum. Þetta er allt of spennandi svið til að taka ekki þátt í því.“ Hólmgeir Baldursson, sjónvarpsstj. Stöövar 1, í Degi

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.