Dagblaðið Vísir - DV - 19.02.2000, Side 2

Dagblaðið Vísir - DV - 19.02.2000, Side 2
32 LAUGARDAGUR 19. FEBRÚAR 2000 JU>’\|r Þægindi og fágaður frágangur einkenna Rover 75 að innan. Á myndinni má sjá nýkjörinn formann MSÍ, Pál Á. Jónsson, lengst til vinstri. Um síðustu helgi hélt hið nýstofnaða mótorsportsam- band sýningu á keppnistækj- um sínum í salarkynnum B&L. MSl er keppnissamband fyrir vélsleða, mótorhjól og körtur og var úrval margra öflugustu tækja þeirra til sýn- is. Þar bar hæst hversu marg- ir sérsmíðaðir keppnissleðar hafa verið fluttir inn aö und- anfómu og greinilegt að margir ætla sér að gera það gott í því sporti. Einnig sýndu Kawa- saki- og KTM-umboðin hjól sín, auk hjóla er afhent hafa verið liðsmönn- um keppnisliða þeirra. Greinilegt vár líka að mikiii áhugi er á körtuakstri og mátti meðal annars sjá körtur út- búnar til aksturs á ís, eins og reyndar mörg torfæruhjólin. -NG 2,5 V6-vélin er snyrtilega innpökkuð í vélarrúminu. Reynsluakstur Rover 75 2,5 Connisseur: Þægilegur lúxusbíll Klassískar línur og „british look“ eru það sem gerir Rover 75 öðru- vísi en keppinautana. En virðuleik- inn leynir á sér: það er enginn vandi að koma þessum bíl úr spor- unum! Myndir DV-bílar Hilmar Pór Rover 75 er fyrsti fólksbíllinn sem kemur fram nýhannaður frá grunni eftir að BMW keypti Rover. Mörgum þótti djarft telft að ætla Rover 75 að endurreisa hag Rover því bílar f þess- um stærðar-, lúxus- og verðflokki verða sjaldnast magnsölubílar. Nýj- ustu fréttir virðast staðfesta þessar efa- semdir. En Rover 75 er lúxusbíll, það verður ekki af honum skafið. DV-bílar áttu þess kost að kynnast honum í sól og blíðu suður á Spáni fyrir réttu ári eða svo (sbr. DV-bíla 6. mars 1999), en síð- an við vetraraðstæður heima á íslandi núna fyrir skemmstu. Rover 75 stóðst íslandsprófið með prýði. Rafeindastýrð skrik- og spól- vömin (ASC) gerði það sem hún átti að gera og þessi þungi bíll stóð sig með ágætum í snjó og slabbi og læsivarðar bremsumar gerðu allt eins og þær áttu að gera. Vélin er 177 hestöfl og dugar ágæt- lega fyrir þennan mikla bíl. Viðbragð- ið er dágott og síður en svo hægt að cnrrír, o t\ þessi bíll verði sér til skammar í umferðinni. heldur ekki nema í lúxusbílum sem maður getur stiilt miðstöðina á ákveð- inn hita sem hún heldur sjálfvirkt - og er sín stillingin hvorum megin, bfl- stjóramegin og farþegamegin. Sérstak- ur miðstöðvarblásari er fyrir aftursæt- isfarþegana. Það er sama hvar á er litið, þessi bill er prýðilega búinn í hvívetna. Öryggis- búnaður er eins og krafist er um þess- ar mundir og gott betur: líknarbelgim- ir em t.a.m. fjórir. Þess vegna skýtur nokkuð skökku við hvað útispeglamir em litlir og tíkarlegir því þeir em ör- yggisbúnaður ekkert síður en ýmislegt aimað. Það er heldur ekki gott hve illa sést aftur úr bílnum til að bakka hon- um af nákvæmni og þá kemur sér vel að hafa bakkvara - þyrfti helst að vera afturhomavari líka. í fyrmefridri umsögn af fyrri kynn- um af Rover 75 sagði m.a. þetta um bíl- inn: „Rover 75 er sérlega stöðugur í akstri og þarf að taka ffuntalega á hon- um til þess að væli í dekkjum. Þrátt Almennt séð sýnir hann ágæta takta þegar eftir þeim er leitað þó hann sigli sinn sjó með virðulegum þunga þar sem það á við. Sá bíll sem hér var prófaður var sjálfskiptur svo sem hæfir bíl i þessum flokki en af reynslunni frá í fýrra má fullyrða að bíllinn er ekki síður skemmtilegur með 5 gíra handskipt- ingu. Vinnslan er massíf og traust og það fer ekki milli mála að maður er í þægi- legum lúxusbíl. Það fmnst m.a. á inn- anrými sem er með ágætum, hvort heldur er frammi í eða aftur í. Það er Farangursrýmið er allvel aðgengi- legt en fremur lítið fyrir bíl í þessum stærðarflokki: aðeins 430 lítrar. Allar dyr opnast vel með auðvelt inn- og útstig. fyrir framdrifið leggur hann prýðilega á og það tekur ekki merkjanlega í stýr- ið þó lagt sé á og geflð í samtímis, eins og stundum vill verða í framdrifsbil- um. Rover 75 er þýður þó hann sé stinnur og fjaðrabúnaður aftan og framan er á sérstökum örmum sem einangra hann frá mjög stífri yfirbygg- ingunni, án þess að leiða mikið hljóð upp í hana. Vindhljóð er lítið - nema ef menn freistast eins og við til að aka með sóllúguna opna.“ - Við þetta er engu að bæta eftir endumýjuð kynni á íslandi. Rover 75 er nú kominn í sölu á Is- landi og nokkrir bíiar þegar seldir. Verðið er líkt og vænta má fyrir þetta stóran og vel búinn lúxusbíl og þó nýt- ur hann þess að vera ekki með stærri vél að rúmtaki en raun ber vitni og lendir fyrir bragðið ekki í versta vöru- gjaldsflokki. Grunnverðið er 3.748.000, 200 þúsund krónum hærra fyrir sjálf- skiptinguna. -SHH Kostir: Vel búinn, hljóölátur, rúmgóður. Ókostír: Litlir útispeglar Mótorsportsýning MSÍ Gaman að hafa fengið krómið aftur - um tíma þótti það ekki nógu fínt. Vél: V6, 2497 cc, 177 hö. v. 6500 sn. mín., 240 Nm v. 4000 sn. mín. Sjsk.: Viðbragð 0-100 9,5 sek., há- markshraði 215 km. klst. Eyðsla 8,6- 16,9-11,6 I á 100 km m.v. lang- keyrslu-borgarakstur-meðaleyðslu, Handsk.: Viðbragð 0-100 8,8 sek., hámarkshraði 220 km. klst. Eyðsla: 7,2-14-9,7 I á 100 km m.v. langkeyrslu-borgarakstur-meðal- eyðslu. Gír: Val um handskiptingu eða sjálfskiptingu, hvorar tveggja 5 gíra. Læsivarðar diskabremsur aftan og framan. Fjöðrun: MacPherson framan, gormar aftan, jafnvægisstengur framan og aftan, dýfuvörn. Lengd-breidd-hæð: 4745-1970- 1427 mm, hjólahaf 2745 mm. Rúmtak farangursrýmis: 432 I. Eigin þyngd: frá 1445 kg. Hjólastærö: 205/65R15. Verð: frá kr. 3.748.000. Urnboð: B&L

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.