Dagblaðið Vísir - DV - 19.02.2000, Síða 5

Dagblaðið Vísir - DV - 19.02.2000, Síða 5
JL>"%;r LAUGARDAGUR 19. FEBRÚAR 2000 bílar 39 m m ■ Pessi mynd er tekin fyrir framan Tryggvaskáia á Selfossi upp úr 1935. Gaman væri aö vita hvort einhverjir lesendur þekkja einhvern í hópnum. Ættfræði gamalla mótorhjóla Þessi mynd er frá 1920 e&a þar um bil. Þekkir einhver barnið á myndinni? Segja má að mótorhjólasaga íslands sé eitt af áhugamálum annars blaða- manns DV-bíla og hægt og bit- andi er að verða til bók um sögu mótor- hjólsins hér á landi. Stór hluti af því verki er söfhun gamaUa mynda og heimilda um efnið og vill undirritaður því fá að misnota að- stööu sina og leita til lesenda DV- bíla um hvort þeir kannist við að eiga slikt efni heima hjá sér á háa- lofti eða í gömlu albúmi. Sá sem kann að luma á slíku mætti gjarn- an hafa samband við Njál Gunn- laugsson, blaðamann hjá DV-bíl- um, í síma 550 5723 eða skrifa hon- um tölvupóst á njaU@ff.is og hjálpa þannig til við að gera drauminn að veruleika. Fyrsta mótorhjólið var flutt til landsins árið 1905, aðeins ári á eftir fyrsta bílnum, og vantar sérstaklega efni frá þeim tíma til ca 1930. Útbúinn hefur verið sérstakur gagnabanki yflr skráð mótorhjól á íslandi tii ársins 1975 en mikið af gögnum fyrir þann tíma er glatað. í skránni eru nú um 600 hjól og er velkomið að leita upplýsinga úr henni fyrir þá sem áhuga hafa á því. -NG Frumherjar með drif á öllum hjólum Eins og fram kom í áramótablaði DV-bíla voru það í raim herbílamir, sem komu hingað með erlendum herj- um fyrir tæplega hálfri öld, sem komu íslandi fyrir alvöru inn í bíla- öldina. Einn þeirra var Dodge * tonns sem fyrst kom til skjalanna með ár- gerð 1942, en þeir bílar voru til með ýmiss konar yfirbyggingu á grindina. Bílar eins og sá sem hér sést hétu „Weapons Carrier" og af því hlutu all- ir Dodge * tonns bilamir nafn og vora einfaldlega kallaðir hérlendis Vípon. Eldri gerðin, Dodge * tonns, var til í svipuðum útfærslum en hér á landi fékk hún nafn af þeirri útfærslu sem á ensku var kölluð „Carry-all“ og var kölluð hérlendis Karíól. Dodge var raunar fyrsti framleiðand- inn sem bjó til milli- kassa sem gerði mögulegt að tengja framhjóladrif og af- tengja að vild og hafa þannig í hendi sér að vera með aldrif en nota fram- drifið aðeins þegar það átti við. Þar með varð aldrifið í sjálfu sér nothæft en fram að því hafði það einkum valdið óþarfa eldsneyt- iseyðslu, sliti á dekkjum og drifbún- aði, auk hemlunar við krappar beygjur á fóstu undirlagi sem menn þekkja enn í dag á mörgum aldrifsbílum. Fyrsta aldrifsbílinn með þessum búnaði gerði Dodge fyrir banda- ríska herinn 1934. Uppfinning Dodge hafði það lika í för Þetta er 1942 árger&in af Dodge * tonns sem hér voru kalla&ir Vípon- ar. Þessi sást nýlega í Mabalacat á Filippseyjum og á honum var spjald sem á stóö a& hann væri til sölu. Ugglaust væri einhver hérlendis til í aö slá til ef svona bíll fengist núna á þokkalegu veröi. með sér að hægt var að nota nánast sama drifið að framan og aftan en áður hafði orðið að hafa mismunandi búnað fyrir drif eftir því hvort þau vora að aftan eða framan. Þessi milli- kassi var í upphafi heimsstyrjaldar- innar síðari útfærður fyrir hátt og lágt drif auk framdrifstengingarinn- ar. Þar var að verki framleiðandi að nafni Bantam sem varð svo að horfa upp á að Willy’s og Ford tileinkuðu sér þann búnað og raunar grunnhug- mynd Bantams um nettan, fjölhæfan bíl með drif á öllum hjólum - jeppann eins og við kynntumst honum líka á stríðsárunum. En það er önnm- saga. -SHH Eldri gerö af Dodge-herbílunum var au&kennd sem * tonns en hér á landi kölluö samheitinu Karól. Þessi bíll er á safni vestanhafs en þessi útfærsla var kölluö Command Car á ensku. Bflasýningin íTokyo: Mikil þróun í leiðsögukerfum fyrir bíla - veita upplýsingar um umferðartafir og laus bflastæði Leiðsögukerfi fyrir bíla hafa ver- ið i örri þróun á liðnum árum og þykja sjálfsagður hlutur í nýrri bíl- um. Yfirleitt byggjast þessi kerfi á staðsetningarkerfi (GPS) og korta- grunni og á þann hátt er ökumanni leiðbeint rétta leið. Önnur kerfi eru flóknari því til viðbótar kortagrunni og staðsetn- ingu bílsins hverju sinni era komn- ar leiðbeiningar um umferð, lokaða vegi vegna framkvæmda eða slysa eða annarra ástæðna. Þróun slíkra kerfa hefur verið hvað örust í Japan og þar hafa leigubifreiðarstjórar getað nýtt sér upplýsingar um greiöar akstursleið- ir í nokkur ár. Á bílasýningunni í Tokyo á dög- ununi mátti sjá á mörgum stöðum hve mikla áherslu menn þar eystra leggja á þróun þessara kerfa og er greinilegt að þróunin hefur verið mikil á þeim tveimur árum sem lið- in eru frá síðustu sýningu i Tokyo. Eitt þeirra nefhist VICS (Vehicle Information and Communication System) en þetta kerfi gengur enn lengra en þekkst hefur áður í upp- lýsingagjöf til ökumanna. Frá upplýsingamiðstöð eru send- ar út upplýsingar um ástand vega, þéttleika umferðar og laus bíla- stæði, svo dæmi sé tekið um upplýs- ingar. Upplýsingamar koma úr þremur áttum: frá lögregluyfirvöldum, frá Efri skjámyndin sýnir þegar velja á leiö á milli fjarsta&a i borg en sú neðri nákvæmari sta&setningu gatna. Rau&u örvarnar sýna mjög þunga umferö, e&a umferð sem er nánast stopp, í ákve&na akstursstefnu og þær appelsínugulu umferö sem gengur hægt. Full bílastæði eru sýnd meö rau&um lit en laus meö bláu. umferðaryfirvöldum og japanska umferðarupplýsingaráðinu sem er samstarfsaðili í umferðarmálum, ekki ósvipað Umferðarráðinu hér á Islandi. Öllum þessum upplýsingum er safnað saman og sendar út til bíl- anna sem taka á móti upplýsingun- um bæði sem töluðu máli í útvarpi og sem upplýsingum á skjá. Innrauðir skynjarar hafa verið settir upp á öllum þekktum vanda- málastöðum í umferðinni og á þann hátt er hægt að fylgjast með þéttleika umferðar, umferðarhraða og eins hvort bílastæði séu laus. Á skjá í bílnum birtast þessar upplýsingar sjónrænt. Til dæmis sýnir rauður litur á viðkomandi götu að umferð sé stopp, þung um- ferð er sýnd með appelsínugulum lit og vegaframkvæmdir með haka á gulum grunni og tafir vegna fram- kvæmda með gulum tígli með rauð- um röndum. Þegar velja á leið á milli staða birtist kort í stærri mælikvarða á_ skjánum í bílnum og þar leggst yfir viöbótarkort með lituðum örvum sem sýna umferðarþunga og á þann hátt getur ökumaðurinn valið sér leið við hæfi. Laus bilastæði eru sýnd með bláum lit og full með rauðum. Þeir sem þróað hafa VlCS-kerfið eru þess fullvissir að þessi lausn á upplýsingakerfum fyrir ökumenn eigi eftir að koma i öllum löndum, spumingin sé bara um tíma. Þyngstu umferðarsvæðin í kringum stórborgimar í Ameriku og Evrópu verði fyrst tekin fyrir en síðar munu landskerfi bætast við. Kostir kerfa á borð viö þetta eru augljósir. Ökumaður sem leggur af stað ofan úr Breiðholti gæti á auga- bragði séö hvort það myndi borga sig að fara frekar Sæbrautina en Miklubraut í átt að miðbænum og eins hvort stæði sé laust þar sem hann hyggst leggja bílnum.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.