Dagblaðið Vísir - DV - 25.02.2000, Page 2

Dagblaðið Vísir - DV - 25.02.2000, Page 2
2 FÖSTUDAGUR 25. FEBRÚAR 2000 Fréttir Tugir hrossa vanfóðraðir að Skíðsholtum á Mýrum: Eigandinn krafinn um úrbætur - fær frest til 1. mars - annars gripið til aðgerða Fóðrun á tugum hrossa í Skíðs- holtum á Mýrum er verulega ábóta- vant. Hrossin eru í aflögn, folöld ganga undir hryssunum og heyforði er ónógur. Jörðin er í eyði, leigjandi hennar býr annars staðar, en hefur sjálfur farið í vetur og gefið hross- unum heyrúllur. Héraðsdýralæknir og ráðunaut- ur, sem fóru á vettvang, ásamt eig- anda hrossanna fyrr í vikunni, hafa skrifað skýrslu um ástand hross- anna. Hún hefur verið send til eig- andans, sveitarstjóra, yfirdýralækn- is og sýslumannsembættisins í Borgarnesi. Þar er farið fram á úr- bætur og eiganda gefinn frestur til 1. mars. „Það þarf að taka frá folöld og trippi og koma þeim í sérstaka fóðr- un annars staðar,“ sagði Stefán Kalmansson sveitarstjóri við DV. „Eigandinn þarf að útvega sér meira hey og tilnefna tilsjónar- mann. Honum er geflnn frestur til 1. mars. Ef þetta verður ekki komið í lag þá verður gripið til ráðstafana. Þetta mál er komið í fulla vinnslu" í skýrslunni segir að hrossunum hafi hrakað frá því að þau voru síð- ast skoðuð í byrjun febrúar. Greini- lega þurfi að fá fá betra hey handa þeim, - segir, að þau séu í aflögn. „Þau hafa raunar fengið síld nú síðustu dagana og hafa húsaskjól," sagði Stefán. „Það er ekki séð að fella þurfl neina skepnu þarna, en það er reyndar alltaf spurning með hross þegar þau eru orðin svona af- lögð hve skynsamlegt er, fiárhags- lega séð, að halda upp á þau.“ Stefán sagði að forðagæslumenn færu í skoðun á alla bæi og yrði henni lokið um miðjan mars. Þá lægi fyrir hvort fóðrun væri ábóta- vant á fleiri bæjum. Fylgst yrði með þeim bæjum eftir því sem ástæða væri til. -JSS Hreinsað út á Hverfisgötu 68a: Baðherbergið kringlótt af kóngulóarvef - þrír 20 feta gámar fylltir af sorpi úr kjallaraíbúðinni Hreinsunarmaður að störfum í kjallaranum á Hverfisgötu 68a. DV-mynd GVA „Ég leit þarna inn og á bágt með að lýsa því sem ég sá. Baðherbergið var til dæmis orðið kringlótt af kóngulóarvef og það sást ekki i sal- ernið fyrir sorpi. Kóngulærnar skiptu tugum, voru áberandi stórar og þrýstnar og ein hafði lagt undir sig sturtuhausinn og spunnið þar listilega þykkan vef,“ sagði Guð- mundur Hjartarson, íbúðareigandi á Hverflsgötu 68a og nágranni kon- unnar í kjallaranum sem flutt var nauðug úr íbúð sinni á meðan hreinsunarmenn mokuðu þar út sorpi sem hún hafði sankað að sér. Að sögn hreinsunarmanna þarf tvo til þrjá 20 feta gáma til að koma öllu sorpinu brott. Þegar því verki lýkur verður kjalfaraíbúðin sótthreinsuð og máluð. „Þetta var bersýnilega sorp úr nærliggjandi tunnum og pitsukass- ar skiptu hundruðum. Eldvarnaeft- irlitsmaður sem ég hitti þarna sagði mikla eldhættu hafa stafað af sorp- inu því þegar það myglar hitnar í því og þá getur auðveldlega kviknað í,“ sagði Guðmundur Hjartarson en Hverflsgata 68a er timburhús á steyptum kjallara. Að sögn geðlækna er ekkert sjúk- dómsheiti til innan geðlæknisfræð- innar sem lýsir þeirri áráttu fólks að safna sorpi og bera inn á heimili sin. Þeir benda hins vegar á að stuðningsþjónusta Geðhjálpar hafi í mörgum tilvikum reynst geðfótluðu fólki vel í heimahúsum þó óvíst sé hvort sú þjónusta hefði komið að nokkru gagni í tilviki konunnar í kjallaranum við Hverfisgötu. -EIR Ríkið sýknað af kröfum Kios Ríkið var sýknað af öllum skaða- bótakröfum stefnanda, Kios Alexand- ers Briggs, í héraðsdómi í gærdag. Kio sat í gæsluvarðhaldi í 263 daga eftir að hafa reynt að smygla rúmlega 2000 e- töflum til landsins árið 1998. í fram- haldi af sýknun fór hann fram á rúm- ar 27 milljónir, auk skaða- og miska- bóta, í bætur. Kröfur hans byggðust á því að hann hefði verið sviptur frelsi að ósekju. í ljósi þess hve mikiö af fikniefnum fannst í fórum Kios féll strax grunur á að hann ætti aðild að innflutningn- um. Varð því ekki hjá því komist að úrskurða hann í gæsluvarðhald. Kio neitaði frá upphafl allri vitneskju um fikniefnin sem fundust í fórum hans, sagði að þeim hafi verið komið þar fyrir án hans vitneskju. í framburöi hans voru veigamikil atriði óljós. í dómsuppkvaðningu skal ríkissjóður greiða lögmanni Kios, Helga Jóhann- essyni, 300.000 krónur í málflutnings- þóknun en málflutningskostnaður milli aðila fellur niður. Hjörtur O. Að- alsteinsson héraðsdómari kvað upp dóminn. -hól Stuttar fréttir i>v Þjarmað að ráðherra Þingmenn Samfylkingar margít- rekuðu í gær kröfu sína um að um- hverfisráðherra gæfi upp hvaða stórframkvæmd- ir væri verið að tryggja með bráðabirgðaá- kvæði nýrra laga um mat á umhverfisáhrif- um og gáfu í skyn að ákvæðið væri inni vegna fyrirhugaðrar Fljótsdals- virkjunar. Ráðherra svaraði andsvörum nokkrum sinnum en forðaðist að nefna ákveðna staði og hamraði á því að ákvæðið væri til að setja eldri framkvæmdum ákveð- in tímamörk. Dæmdar bætur Hæstiréttur dæmdi í gær Flug- afgreiðsluna ehf. og framkvæmda- stjóra hennar til að greiða fyrrum starfsmanni 400.000 krónur með dráttarvöxtum í bætur vegna fjár- hagslegs tjóns vegna uppsagnar og ósannaðra sakargifta sem á hann voru bomar. Skilar ekki hlutverkinu Kvótaþing hefur ekki skilað hlut- verki sínu, að mati Birgis Þórs Run- ólfssonar dósents sem skilað hefur skýcslu til sjávarútvegsráðherra um Kvótaþing, Verðlagsstofu skiptaverðs og takmörkun á flutn- ingi aflamarks. Birgir Þór telur að afnema eigi takmörkun á flutningi aflamarks. Bylgjan greindi frá. Kasparov kemur Heimsmót í skák verður haldið hér á landi 1.-2. apríl næstkomandi. Meðal kepp- enda verða, Kasparov, An- and, Kortsnoj, Solokov og Timman. Hilmir í London Einn af efnilegustu leikurum landsins, Hilmir Snær Guðnason, reynir nú fyrir sér í heimsborg- inni Lundúnum fyrir tilstuðlan þekkts umboðsmanns þar í landi. Bylgjan greindi frá. Fyrir dómi Eggert Haukdal, fyrrum oddviti Vestur-Landeyjahrepps, mætti í gær fyrir héraðsdóm vegna ákæru ríkissaksóknara um fjár- svik og umboðssvik. Eggert sakar sveitunga sina úr röðum fram- sóknarmanna um pólitískar of- sóknir. Bylgjan greindi frá. Vonbrigði Sjávarútvegsráðherra segir að niðurstöður gagnrýninnar skýrslu um reynslu af Kvótaþingi og tak- mörkun á flutningi aflamarks séu vonbrigði. Stöð 2 greindi frá. Jafnréttisáætlun Hafnarfjarðarbær hefur kynnt nýja jafnréttisáætlun sem felur í sér aukinn rétt starfsmanna bæj- arins i fæðingarorlofi og skýrar reglur um hlutfall kynja í nefnd- um og ráðum bæjarins. Til sáttasemjara Kjaradeilu vinnuveitenda og starfsfólks sem vinnur í loðnu- og síldarbræðslum hefur verið vísað til ríkissáttasemjara. Mbl. greindi frá. Til friðargæslu Halldór Ásgrímsson utanríkis- ráðherra átti slðdegis í gær fund með brezka varnarmála- ráðherranum, Geoff Hoon. Halldór sagði I samtali við Morgunblaðið eftir fimdinn að þeir ráð- herrarnir hefðu rætt tvö mál; undirbúning að öryggis- og varn- arstefnu Evrópu og samstarf ís- lands og Bretlands í friðargæslu. Mbl. greindi frá. -hdm

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.