Dagblaðið Vísir - DV - 25.02.2000, Qupperneq 9

Dagblaðið Vísir - DV - 25.02.2000, Qupperneq 9
FÖSTUDAGUR 25. FEBRÚAR 2000 9 DV Útlönd Svarta ekkjan tekin af lífi Betty Lou Beets, 62 ára gömul langamma, var tekin af lífi í Huntsville-fangelsinu í Texas í Bandaríkjunum i gær. Bæöi hæsti- réttur og George Bush, ríkisstjóri Texas, höfðu hafnað beiðni Betty Lou um að aftökunni yrði frestað. Betty Lou, sem átti níu bama- börn og sex langömmubörn, var kölluð Svarta ekkjan þar sem hún var grunuð um að hafa myrt tvo síð- ustu af fimm eiginmönnum sínum. Lík þeirra fundust í garðinum ut- an við húsvagn Betty Lou I Gun Barrel City í Texas 1985 eftir vís- bendingu frá óþekktum aðila. Mennimir höfðu báðir verið skotnir í höfuðið. Betty Lou var ákærð fyrir bæði morðin en réttar- höld fóru einungis fram vegna ann- ars morðanna. Betty Lou var einnig dæmd 1972 fyrir að hafa skotið á og sært eiginmann sinn númer tvö. Mál Betty Lou hefur vakið gríð- armikla athygli í Bandaríkjunum þar sem ýmis mannréttindasamtök og kvenréttindasamtök bentu á að það hefði aldrei komið fram í rétt- arhöldunum að allir eiginmenn TEXAS DEPARTMENT OF CRIMINAL JUSTICE 0 Ö.U.8 1.0. 3- 2 4-98 Pessi mynd af Betty Lou var tekin í fangelsinu fyrir tveimur árum. Símamynd Reuter Betty Lou Beets hefðu beitt hana of- beldi. Lögmenn hennar reyndu fram á síðustu stund að fá dauða- dóminum yfir henni breytt í lífstíð- arfangelsi. Betty Lou neitaði að hafa myrt eiginmenn sína en börn hennar báru vitni gegn henni. Ákæruvald- ið sagði hana hafa myrt fimmta eig- inmann sinn til að fá greidda líf- tryggingu hans. Börn fómarlamba Betty Lou, sem vom viðstödd þegar hún fékk eitur- sprautu í gær, sögðu við fréttamenn að hún hefði logið þegar hún full- yrti að hún hefði verið beitt ofbeldi. „Faðir minn var slökkviliðsmaður í Dallas í 26 ár, það var köllun hans að bjarga fólki en ekki meiða það. Það var rangt af henni að sverta nafn hans,“ sagði James Beets. Alls hefur 121 verið tekinn af lifi í Texas frá því að George Bush, rík- isstjóri í Texas, komst til valda 1995. Aðeins einu sinni hefur Bush breytt dauðadómi í lífstíðarfangelsi. Á þessu ári hafa þegar níu manns verið teknir af lifl í Texas en alls hafa 208 aftökur farið þar fram frá því að dauðarefsingar voru teknar upp á ný 1982. Ljósagmngni ZO-OD/o afsláttur af ljósum Halogenljós • 5x20W • Spennubreytir • Perur fvleia 4.950 kr. &99Q- HÚSASMIÐJAN Sími 525 3000 • www.husa.is Ætii Bill Bradley veiti nokkuð af almennilegum boxhönskum ef hann ætlar sér að verða forsetaefni Demókrataflokksins í kosningunum í haust. Bradley er þessa dagana í Washingtonríki þar sem hann keppir um hylli kjósenda við Al Gore varaforseta. Forkosningar verða í Washington á þriðjudag en í fjöl- mörgum öðrum, þar á meðal Kaliforníu, viku síðar. Innlausnarverð vaxtamiða verðtryggðra spariskírteina ríkissjóðs Hinn 10. mars 2000 er 29. fasti gjalddagi vaxtamiða verðtryggðra spariskírteina ríkissjóðs í 2. fl. B 1985. Gegn framvísun vaxtamiða nr. 29 verður frá og með 10. mars nk. greitt sem hér segir: Vaxtamiðimeð 50.000 kr. skírteini = kr. 5.124,50 Ofangreind fjárhæð er vextir af höfuðstól spariskírteinanna fyrir tímabilið 10. september 1999 til 10. mars 2000 að viðbættum verðbótum sem fylgja hækkun sem orðið hefur á lánskjaravísitölu frá grunnvísitölu skírteinanna. Athygli skal vakin á því að innlausnarfjárhæð vaxtamiða breytist aldrei eftir gjalddaga. Innlausn vaxtamiða fer fram gegn framvísun þeirra í afgreiðslu Seðlabanka íslands, Kalkofnsvegi 1, Reykjavík og hefst hinn 10. mars 2000. Reykjavík, 25. febrúar 2000 SEÐLABANKIÍSLANDS Albarkar. Bensíndælur. Bensfnlok. Bensfnslöngur. Mjólalegur. Hosuklemmur. Kúpllngar, Kúpllngsbarkar og undirvagnsgormar. Rafmagnsvarahlutir. Topa vökvafleygar vlgtabúnaður. Tímareimar. Vatnshosur og strekkjarar. Purrkublöð. Kúplingar ofl Verslun full af nýjum vörum! BOSCH Kerti varahlutir ...i míklu únvali Þjónustumiðstöð í hjarta borgarinnar Lágmúla 9 • Sími: 530 2800 • Fax: 530 2820 BOSCH verkstæðið aðkeyrsla frá Háaleitisbraut

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.