Dagblaðið Vísir - DV - 28.02.2000, Blaðsíða 8
26
MÁNUDAGUR 28. FEBRÚAR 2000
Sport
i>v
Hafliöi Halidórsson er kominn aftur í Víöidalinn. Hér stendur hann viö hliöina á hinum fræga Valíant.
DV-mynd PÖK
Undirbúningur fyrir landsmót kominn á fullt skrið:
- Hafliði Halldórsson mætir til leiks með Nælu og Valíant
Will Covert heimsmeistari í
slaktaumatölti og unnusta
hans Ásta Dögg Bjarnadóttir
taka þátt í sterku hestamóti í
Arizona í Bandaríkunum um
miðjan mars og verða þau m.a.
með Blœ frá Sigluvík og Dyn
frá Ytra-Skörðugili sem Will
varð heimsmeistari á í Rieden
í Þýskalandi á síðasta ári.
Mörg önnur hestakyn verða
á þessu móti og verða því
keppnisgreinarnar nokkuð
mismunandi eftir hestakynj-
um. Meðal dómara frá íslandi
verður Hörður Hákonarson
en hann mun eingöngu dæma
íslenskar keppnisgreinar.
Quarter-hestar eða kúreka-
hestar eru sjálfsagt vinsælasta
hestakynið í Bandarikjunum
og er meðal annars keppt á
þeim í snörun kálfa. Það er
tímalengdin sem ræður úrslit-
um frá því að kálfinum er
sleppt í gerði, hann snaraður
og bundinn á öllum löppum.
Jííhaa!!!!!!
Will Covert segir að íslenski
hesturinn veki ávallt mikla
hrifningu á slíkum mótum og
fyrirspurnum rigni yfir hann
og móður hans en þau hafa
verið ötul við að kynna hestinn
í Kaliforníu og fleiri ríkjum
Bandaríkjanna.
Atli Guðmundsson hefur
verið á ferð og flugi að undan-
fornu. Þó ekki á hestbaki eins
og hann er þekktastur fyrir
heldur við námskeiðahald m.a.
í New York fylki þar sem ört
vaxandi áhugi er fyrir íslenska
hestinum.
Nokkuð góðar líkur eru fyrir
því að Óður frá Brún verði af-
kvæmasýndur á Landsmótinu í
Reykjavík. Auðunn Kristjáns-
son, heimsmeistari í fimm-
gangi, mun sjá um þjálfun
klársins í vetur. Sagt er að
Óður sé i feiknaformi. Eina
vandamálið er að hann nuddaði
nánast allt fax af sér í haganum
svo prúðleiki til makkans er
ekki mikill.
Trausti Þór Guðmundsson,
sem dvalið hefur undanfarin ár
í Þýskalandi við tamningar og
þjálfun hrossa, er kominn
heim og hefur fest sér jörðina
Kirkjuferjuhjáleigu í Ölfusi.
•Þar hefur hann innréttað hest-
hús og meðal hesta þar er hinn
margrómaði stóðhestur Svartur
frá Unalæk.
Safir ffá Viövik sem er í eigu
Ásgeirs Svans Herbertssonar
verður þjálfaður upp í vetur með
keppni í huga hvað svo sem síðar
verður. Tölthryssan Orða frá
Sveinatungu undan Orra er komin í
eign Ásgeirs og er sterkur kandídat
ásamt fimmgangshryssunni Brá frá
Undirbúningur hestamanna fyrir
komandi stórmót keppnistímabilsins er
kominn á fullt skrið. Smærri mót hjá
hinum ýmsu félögum eru þegar hafin og
segja má að hver helgi sé setin af hesta-
mannamótum fram í september.
Það er ljóst að mikið verður um nýja
efnisgripi sem koma fram og menn eru
famir að spá um hvaða hestar standi
efstir á komandi landsmóti sem er há-
punktur keppnistímabilsins. Leitað var
hófanna hjá nokkmm þekktum knöpum
sem stunda þjálfun á hestum sínum á
mótssvæði Fáks þar sem landsmótið fer
fram, 4.-9. júlí.
Hafliði Halldórsson er aftur kominn
á fyrri slóðir eftir að hafa hætt sem
skólastjóri reiðskólans á Ingólfshvoli
sem frægt er orðið. Hafliði er kominn
með hina þekktu tölthryssu Nælu en
þau vom sigursæl fyrir nokkrum árum.
Öömm töltsnillingi ætlar Hafliði að
tefla fram en það er Valíant, marg-
reyndur klár sem hefur ekki sýnt sitt
allra besta að undardornu en verður ör-
ugglega framarlega í klárhestaflokkn-
um. Von frá Bakkakoti, undan Ófeigi
frá Flugumýri, sem varð efst í 4. vetra
flokki á siðasta landsmðti, ætlar Hafliði
að beita í A-flokknum og í kynbótadóm.
Þrjár Sæludætur mun hann einnig
reyna með í kynbótadóm en þær þykja
bera sterkt svipmót móðurinnar. Síðan
ber að nefna efnilegan stóðhest sem
varð efstur í 5 vetra flokki stóðhesta á
síðasta fjórðungsmóti á Egilsstöðum en
það er Frakkur frá Mýnesi, undan Gusti
frá Hóli.
Sigurður Matthíasson, sem telst til
hinna ungu knapa þrátt fyrir mikla
reynslu á keppnisvellinum og að vera
fyrrverandi heimsmeistari, er með
margt spennandi hrossa. Þar ber
kannski hæst Tífar frá Kjartansstöðum
sem fer í kynbótadóm og e.t.v. í gæð-
ingakeppni. Tvær gríðarlega efnilegar
Kveiksdætur, en móðir þeirra er hin
landsfræga hryssa Venus frá Skarði.
Sigurður er með systur Glampa frá
Vatnsleysu en hún er 4 vetra, undan
Albinu og Jarli frá Búðardal og er hún
með svipaðan fótaburð og bróðirinn.
Sveinn Ragnarsson hefur veriðsigur-
sæll á undanfómum ámm en það sem
skilur hann frá þeim knöpum sem að
framan er getið og vel flestum öðrum
sem eru í fremstu röð er að hann er
ekki atvinnuknapi. Sveinn nefnir
Reykjvíkurmeistarann frá 1998 í
fimmgangi, Brynjar frá Árgerði. Hann
segir klárinn í mjög góðu standi og nú
sé hægt að gera meiri kröfur til hans en
Brynjar er 9 vetra. Hringur frá Húsey,
sem komst í úrslit í tölti á íslandsmót-
inu í fyrra, er hestur sem gæti komið á
óvart. Sveinn segir hestinn vera mun
öflugri nú en þá þar sem hann hafi al-
gerlega verið óreyndur. Sveinn segist
leggja mesta áherslu á A-flokkinn og
skeiðið fyrir komandi tímabil og nefnir
í framhaldi af því skeiðhryssuna Fram-
tíð en hún hefur farið 250 m skeið á 22,2
sek.
Kóngarnir tveir og „öldungarnir",
þeir Sigurbjöm Bárðarson og Gunnar
Amarson, era að vanda með mikið af
efnishrossum sem þeir ætla með inn á
landsmót eins og undanfarin ár og má
segja að þeir séu orðnir fastir liðir sem
allir vænti mikils af enda góðir knapar.
Þó að hér sé stiklað á stóru um þann
Qölda knapa sem ætlar sér annað eins
og að ofan er talið er það alveg ljóst að
komandi Landsmót í Reykjavík verður
gífurlega öflugt. Á næstu vikum mun-
um við forvitnast um hestakost þekktra
knapa á öðrum hesthúsavæðum á land-
inu. -HÓ
Valur 24 (11) - Víkingur 14 (10)
1-0, 1-2, 2-3, 4-3, 5-4, 6-5, 6-6, 8-6, 8-7, 9-7, 9-8, 11-8, (11-10), 14-10,
14-11, 15-12, 17-12, 17-13, 21-13, 21-14, 24-14.
Markús Máni Michaelsson 8/1 (12 skot, 4 stoðsendingar), Daníel
Ragnarsson 6 (9 skot), Ingvar Sverrisson 4, Geir Sveinsson 2 (2
skot, 2 fiskuð víti, 6 varin skot), Einar Öm Jónsson 2, Bjarki
Sigurðsson 1, Kári Guðmundsson 1 (4 stoðsendingar).Varin
skot: Axel Stefánsson 15/3 (af 29/4, 52%), Stefán Hannesson 1 (af 1,
100%). Brottvisanir: 10 mínútur. Vitanýting: Skorað úr 1 af 2.
Áhorfendur: 300
GϚi leiks (1-10): 5.
Dómarar (1-10): Guðjón L.
Sigurðsson og Ólafur Haraldsson (8).
Þröstur Helgason 9 (22 skot, 7 mörk í fyrri hálfleik), Hjalti
Gylfason 3, Ingimundur Helgason 1/1 (10/3 skot), Hjörtur
Amarson 1.
Varin skot: Hlynur Morthens 10 (af 31/1, 32%), Amar Freyr Reynisson
l(af4, 25%).
Brottvisanir: 4 mínútur. Vitanýting: Skorað úr 1 af 6.
Maður leiksins: Axel Stefánsson, Val.
Valsmenn unnu sinn frnimta heimaleik í röö á föstudagskvöldið:
Endurbyggt á Hlíðarenda
- aðeins 4 mörk Vikinga i seinni hálfleik og 28% skotnýting í leiknum
Valsvömin lamaði Vík-
ingssóknina svo um munaði
á fóstudagskvöld og lagði
grunninn að fimmta heima-
sigri liðsins í röð ásamt Axel
Stefánssyni markverði.
Víkingar gerðu aðeins
íjögur mörk í seinni hálfleik
og nýttu þá aðeins 14 af 50
skotum sínum í leiknum sem
gerir skelfilega 28% skotnýt-
ingu hjá liðinu í leiknum en
hún var grátbrosleg, 17 %, í
seinni hálfleik (4 af 24).
Falldraugurinn er farinn
að sníkja sér far í Víkings-
rútunni og var þegar farinn
að láta til sin taka í þessum
leik því heil átta skot Vík-
inga lentu á tréverkinu i
leiknum.
Valsvörnin með Geir
Sveinsson tók líka önnur tíu
en Geir sá um sex sjálfur og
gaf tóninn með því að verja
tvö skot á fyrstu minútu
leiksins.
Valsmenn voru í byrjun
nóvember aðeins búnir að
vinna einn af síðustu 11
deildarleikjum sínum á Hlíð-
arenda en Valsmenn hafa nú
endurbyggt vigið og skilað
fimm heimasigrum í röð og
liðið hefur náð í 10 af síðustu
14 stigum í deildinni.
Axel Stefánsson lék mjög
vel í Valsmarkinu og eins
voru ungu skytturnar, Mark-
ús og Daníel, sterkir og
gerðu samtals 14 mörk úr 21
skoti þar af sjö fyrir utan.
Hjá Víkingum var Þröstur
Helgason allt i öllu og gerði 9
af 14 mörkum liðsins en allir
leikmenn liðsins þurfa að
gleyma seinni hálfleiknum
sem allra fyrst ef ekki á illa