Dagblaðið Vísir - DV - 28.02.2000, Side 10

Dagblaðið Vísir - DV - 28.02.2000, Side 10
28 MÁNUDAGUR 28. FEBRÚAR 2000 Sport unglinga DV Islandsmót innanhúss í 2. flokki kvenna: Blika sneri 0-2 stöðu í úrslitaleiknum í sigur annað árið í röð 2. flokkur Breiðabliks vann Islandsbikarinn í innanhússknattspymu annað árið i röð á dög- unum er liðið lagði Stjörnuna að velli, 4-3, í bráðskemmtilegum og æsispennandi úrslitaleik þar sem úrslitin réðust ekki fyrr en í framleng- ingu. Blikar sýndu mikinn karakter i þessum leik, líkt og árið áður, en í báðum úrslitaleikj- um hefur liðið verið 0-2 undir en komið aftur og tryggt sér sigur. Blikastúlkur hafa verið sigursælar í 2. >V * . . * tlokki kvenna á ís- landsmótinu í inn- anhússknatt- Erna Björk Sig- urðardóttir (til vinstri) og Bjarn- veig Birgisdóttir skoruðu báðar tvö mörk í 4-3 sigri Blika í úr- slitaleik ís- landsmóts 2. flokks kvenna í innanhúss- knattspyrnu dögun- um. ■ / spyrnu og eru nú að elta met sitt frá 1994 er þær unnu þennan titil flmmta árið í röð en bikarinn hefur komist í hendur Blikastúlkum i sjö skipti frá árinu 1990. Stjarnan var sterkari framan af úrslitaleikn- um og kom það nokkuð á óvart þar sem Breiða- blik vann leik liðanna í riðlinum, 5-0. Sigrún Anna Snorradóttir skoraði tvö mörk fyrir Stjörnuna á fyrstu 4 mínútum leiksins, það seinna eftir frábæra sendingu Elfu Erlingsdótt- ir, besta leikmanns vallarins. Stjarnan leiddi síðan allt þar til fjórar og hálf mínúta voru eftir er Erna Björk Sig- urðardóttir minnkaði muninn eftir góðan undir- búning Helgu Vigfúsdóttur og aðeins 17 sekúnd- um fyrir leikslok jafnaði Bjarnveig Birgisdóttir með skoti beint úr aukspymu og því varð að framlengja. Elfa Erlingsdóttir einlék í gegnum Blikavörnina og kom Stjömunni aftur yflr en innan 40 sekúndna var Bjarnveig búin að jafna aftur er hún stal boltanum og skoraði. Sigurmarkið kom síðan 11 sekúndum fyrir lok framlengingar er Erna Björk stakk sér í gegnum Stjörnuvömina og tryggði titilinn í Kópavog með sínu öðru marki í leiknum. Erna Björk hefur reynst afar vel í þessum tveimur úrslitaleikjum liðsins því í fyrra gerði hún tvö mörk í 3-2 sigri á Val. Þær Ema og Bjarnveig, sem skiptu mörkun- um fjórum á milli sín, vom kátar í leikslok. „Við vorum kannski orðnar þreyttar eftir marga leiki og byrjuðum illa en við náðum að snúa þessu viö. Það var erfitt en gaman, ég var orðin mjög þreytt í lokin en varð bara að gera eitthvað, við ætluðum að vinna þennan leik,“ sagði Ema sem fann í pokahominu aukakraft til að stinga sér í gegnum Stjörnuvömina og skora sigurmarkið. Blikastelpumar unnu ekki leik á fyrsta inn- anhússmótinu í vetur (Jólamóti Kópavogs) en tóku sig síðan heldur betur á og unnu alla leikina fjóra með markatölunni 20-5. Bjamveig á möguleika á að vinna bikarinn þriðja árið í röð á næsta ári og hún átti erfitt með að leyna tilfmningum sínum þegar sigur- hm var i höfn. „Þetta er það besta en við eram ekki hættar og ætlum að vinna tvöfalt í sum- ar,“ sagði Bjamveig að lokum. -ÓÓJ Sigrun Oiof Ingólfsdóttir, fyrirliði 2. flokks Breiðabliks, lyftir hér tii hægri íslands- bikarnum hátt á loft.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.