Dagblaðið Vísir - DV - 06.03.2000, Blaðsíða 4

Dagblaðið Vísir - DV - 06.03.2000, Blaðsíða 4
22 MANUDAGUR 6. MARS 2000 Sport Deildabikarinn: Arnór skoraði fimm mörk Arnór Guöjohnsen- 5 mörk. Deildabikarkeppni KSÍ hófst um helgina og í fyrsta skipti er leikið innandyra eöa í hinni nýju glæsilegu Reykjaneshöll. Arnór Guðjohnsen gerði sér lltið fyrir og skoraði 5 mörk í gær þegar Valsmenn burstuðu Breiðablik, 6-2. Fjögur marka Arnós komu úr vítaspyrnum. A-riðiU: Leiftur-Víðir.............2-1 Heiðar Gunnólfsson, Hlynur Jó- hannsson - Guömundur Einarsson. Haukar-Fylkir............0-5 Gylfi Einarsson 2, Hrafnkell Helga- son, Björn Ásbjörnsson, Jón B. Her- mannsson. B-riðiU: Þróttur R-Afturelding......4-1 Páll Einarsson 2, Hermann Festilijo, Hans Sævarsson - Geir Birgisson. Sindri-Grindavík..........0-2 Sverrir Sverrisson, Sinisa Kekic. C-riðUl: KR-Njarðvík .............5-1 Sigþór Júlíusson 2, Jóhann Þórhalls- son, Þórhallur Hinriksson, Guð- mundur Steindórsson - Guðni Er- lendsson. FH-Fram................2-2 Ásmundur Arnarson, Ingvar Ólason - Jón G. Gunnarsson, Hörður Magnús- son. D-riðUl: Skallagrímur-KÍB .........»-1 Ingi Þ. Rúnarsson, Stefán Arnalds- son, Gunnar M. Jónsson - Pétur G. Svavarsson. Selfoss-ÍA...............1-9 Hallgrímur Jóhannsson - Hálfdán Gíslason 3, Alexander Högnason 2, Jóhannes Harðarson, Haraldur Hin- riksson, Hjörtur Hjartarson, Baldur Aðalsteinsson. Stjarnan-Fjölnir ..........4-1 Veigar P. Gunnarsson 4 - Steinar Ingimundarson. E-riðUl: Valur-BreiðabUk..........6-2 Arnór Guðjohnsen 5, Daði Árnason, Bjarki Pétursson 2. Hamar/Ægir-HK..........1-0 Guðjón Hálfdánarson. F-riöiU: Keflavlk-ÍR..............4-2 Hjálmar Jónsson 2, Zoran Ljubicic, Sævar Gunnarsson - Geir Brynjólfs- son, Jón A. Sigurgeirsson. Bruni-Leiknir ............0-4 Ágúst Guðmundsson 3, Guðni Ingvars- son. -GH Auðvelt - hjá KA gegn Fylki KA-menn áttu ekki í vandræðum með að vinna botnlið Fylkis í Árbæ en lokatölur urðu 15-27 eftir að munurinn í leikhlé var bara þrjú mörk. Fylkismenn héngu í norðan- mönnum í fyrri hálfleik enda bar- áttan góð hjá heimamönnum en í síðari hálfleik skildu leiðir. KA- menn, sem voru hálf daufir i fyrri hálfleiknum, spýttu í lófana. Þeir þéttu vörn slna og Reynir Reynis- son fann sig vel á mUli stanganna. Örvar Rúdólfsson markvörður var besti maður Fylkismanna en hann varði 3 vítaköst 1 leiknum. Hjá KA átti Reynir góða innkomu í markið og þeir Lars Walhter og Bog Stage áttu góöa spretti. -ESÁ Haukarnir á siglingu - frábær fyrri hálfleikur tryggöi Haukum sigur á ÍR Haukar unnu fjögurra marka sigur, 28-24, á ÍR-ingum 1 gærkvöldi. Sigurinn var reyndar tóluvert öruggari en tölurn- ar gefa tU kynna en Haukar gerðu nánast út um leikinn í fyrri hálfleik með frábær- um leik. Haukar hafa verið á góðri sigl- ingu og eru eina taplausa liðið á árinu i Nissan-deildinni. Framan af var reyndar jafnræði með liðunum og sóknirnar nokkuð vel nýttar. í stöðunni 8-6 small hins vegar allt sam- an hjá Haukum. Vörnin var grimm, Magnús náði sér á strik í markinu og sóknin með Bamruk og Óskar sem bestu menn raðaði inn mörkunum auk þess sem hraðaupphlaupin voru drjúg. Á þessum kafla skoruðu ÍR-ingar ekki mark i rúmar 12 mínútur á meðan Hauk- ar gerðu 7 mörk í röð og staðan var orð- in 15-6. Munurinn var tíu mörk í leik- hléi, 18-8. Eins og gefur aö skUja var þetta bU of breitt fyrir ÍR-inga að brúa. Þeir komu þó einbeittari tU leiksins og viss skil urðu í leiknum þegar Petr Bamruk fékk rautt spjald eftir 10 mínútna leik í seinni hálfleik. Við þetta varð sóknarleikur Hauka losaralegri og vörnin lét líka nokkuð á sjá. ÍR-ingar nýttu sér það, Hrafn hrökk í gang í markinu og Ragnar lét meira að sér kveða. ÍR-ingar náðu að minnka muninn mest í fjögur mörk en nær komust þeir ekki. Slæmt aö missa Bamrauk „Við erum ánægðir með frammistöðu okkar í fyrri hálfleik en þá gekk aUt upp hjá okkur. Aðalmálið var að fá stigin tvö. Við misstum nokkuð einbeitinguna þegar við vorum komnir með þessa góðu forystu og það er ekki nógu gott. Það var líka slæmt fyrir okkur að missa Bamruk út af á þessum tíma en hann er búinn að spila vel fyrir okkur, bæði í vörn og sókn und- anfarið," sagði Óskar Ármannsson, leik- stjórnandi Hauka, eftir leikinn. Hann og Petr Bamruk léku best sinna manna og eins ber að geta frammistöðu hins 19 ára Vignis Svavarssonar sem var mjög sterkur í vörninni auk þess að skora tvisvar úr hraðaupphlaupum. Hjá ÍR-ingum var Erlendur Stefánsson langbestur og sá eini sem lék eins og mað- ur í ÍR-liðinu í fyrri hálfleik. Ragnar og Hrafn náðu sér svo á strik í þeim síðari. -HI Haukar28(18) - IR24(8) l-O, 3-2, 6-4, 8-6, 15-6, (18-8), 19-11, 21-12, 23-15, 25-15, 25-21, 27-22, 28-24. Jón Karl Björnsson 7/3, Petr Bamrauk 6, Óskar Ármanns- son 5/2, Alaiksandr Shamkuts 3, Kjetil Ellertsen 2, Vignir Svavarsson 2, Sigurður Þórðarson 2, Einar Jónsson 1. Varin skot: Magnús Sigmundsson 11, Bjarni Frostason 3. Brottvísanir: 6 minútur. Rauð spjöld: Bamrauk. Vitanýting: Skorað úr 5 af 5. Áhorfendur: 400. Gœói leiks (1-10): 8. Dómarar (1-10): Gujón L. Sigurðsson og Ólafur Haraldsson (7). Ragnar Óskarsson 10/3, Erlendur Stefánsson 8, Ingimundur Ingimundarson 2, Ólafur Sigurjónsson 2/1, Ragnar Helgason 1, Finnur Jóhannson 1. Varin skot: Hrafn Margeirsson 9, Hallgrímur Jónasson 2. Brottvisanir: 8 mínútur. Rauð spjóld: Engin. Vítanýting: Skorað úr 4 af 6. Maður leiksins: Petr Bamrauk, Haukum. Fylkirl5(9) - KA 27(12) 0-2, 2-2, 2-4, 3-5, 6-6, 7-8, 8-10, 8-12, (9-12), 10-12, 10-17, 12-18, 13-19, 13-26, 15-26, 15-27. fk Eimar Kruger 5, Þorvarður T. Ólafsson 3, Ágúst I Guðmundsson 3, David Kekelija 2, Sigmundur Lárusson 2. / Varin skot: Örvar "Rúdólfsson 11/3 (lf 30/5), Jóhannes Lange 2 (af 8). Brottvísanir: 6 mínútur. Rauð spjöld: Engin. Vítanýting: Skorað úr 0 af 1. Áhorfendur: 60 Gœði leiks (1-10): 2. Dómarar (1-10): Einar Sveinsson og Rögnvald Erlingson (6). Lars Walhter 5, Heimir Árnason 5, Þorvaldur Þorvaldsson 3, Bo Stage 3, Jóhann G. Jóhannsson 2, Guðjón V. Sigurðsson 2, Magnús Magnússon 2/1, Sævar Árnason 2, Halldór Sigúfsson 2/1, Geir Aðalsteinsson X.Varin skot: Hörður Flóki Ólafsson 10 (af 19), Reynir Þ. Reynisson 12/1 (af 2T.)Brottvisanir: 2 mínútur. Rauð spjöld: Engin. Vitanýting: Skorað úr 2 af 5. Maður leiksins: Reynir Þór Reynisson. KA. Jón Karl Björnsson var drjúgur gærkvöldi. liði Hauka eins og undanförnum leikjum og skoraöi 7 mörk gegn ÍR-ingum í DV-mynd E.ÓL ^sak. IMI5SANJ . deild karla Afturelding 19 14 i 4 490-447 29 Fram 19 12 2 5 495-157 26 KA 19 10 3 6 495-430 23 Haukar 19 9 4 6 504-475 22 Stjarnan 19 10 1 8 447-438 21 Valur 19 9 2 8 427-419 20 IBV 19 8 4 7 44fr446 20 HK 19 9 1 9 473-463 19 FH 19 8 3 8 426-125 19 [R 19 6 4 9 451-471 16 Víkingur R. 19 3 5 11 449-512 11 Fylkir 19 1 0 18 404-524 2 Ekkert verður leikið fyrr en á sunnudag þar sem landsliðið er á leið til Svíþjóðar í vikunni og leikur tvo leiki gegn Evrópumeisturum Svía. Næsta umferö í deildinni fer fram á sunnudagskvöld en þá leika: ÍR-Valur FH-Fylkir ' KA-Haukar Afturelding-Fram IBV-HK Víkingur-Stjarnan Fram34(2Ú) - Víkingur 23 (11) O-l, 1-3, 3-3, 4-3, 9-6, 12-8, 16-9, (20-11), 24-12, 26-16, 30-19, 33-23, 34-23. fjHll% Róbert Gunnarsson 10, Njörður Árnason 5. Gunnar B. ¦ Viktorsson 5/4, Vilhelm S. Sigurðsson 4, Vilhelm G. ^^P Bergsveinsson 3, Oleg Titov 3, Guðjón Drengsson 2, Guðmundur H. Pálsson 1, Kenneth Ellertsen 1. Varin skot: Magnús Erlendsson 12, Sebastian Alexandersson 3. Brottvisanir: 8 mínútur. Rauð spjöld: Engin. Vitanýting: Skorað úr 4 af 5. Áhorfendur: 170. Gceöi leiks (1-10): 5. Dómarar (1-10): Stefán Arnaldsson og Gunnar Viðarsson (7). Þröstur Helgason 8/7, Hjalti Gylfason 3, Ingimundur Helgason 3/1, Leó Ö. Þorleifsson 3, Valgarð Thoroddsen 2, Björn Guðmundsson 1, Sigurbjöm Narfason 1, Hjalti Pálmason 1, Karl Grönvold l.Varin skoU HlynurMorthens 11. Brottvísanir: 6 mínútur. Rauð spjöld: Engin. Vitanýting: Skorað úr 8 af 9. Maöur leiksins: Róbrt Gunnarsson, Fram. Víkingur á niðurleið - sjöundi sigurinn hjá Fram í röð Víkingar eru komnir með annan fótinn í 2. deUdina eftir stórt tap gegn Fram í Safa- mýrinni í gær. Framarar, sem voru að inn- byrða sjöunda sigur sinn í röð í deUd og bikar, höfðu mikla yfirburði og gátu leyft sér að hvíla lykilmenn í leiknum. Víkingar léku 3-3 vörn sem leikmenn Fram virtust vera mjög vel undirbúnir að mæta. Eftir jafnar upphafsmínútur stungu nýkrýndir bikarmeistarar hreinlega af. Vörn Víkinga var eins og gatasigti. Fram- arar röðuðu inn mörkum af línunni í fyrri hálfleik auk þess sem þeir voru iðnir við að skora mörk úr hraðaupphlaupum. Ró- bert Gunnarsson lék vel fyrir Fram en þessi sterki línumaður skoraði 10 mörk í leiknum. Magnús Erlendsson, markvörð- urinn ungi, átti einnig góðan leik en Framarar þurftu annars ekki að hafa mikið fyrir þessum sigri. Andleysi í herbúöum Víkings Mikið andleysi var ríkjandi í herbúðum Víkings og engu líkara en að leikmenn liðs- ins séu búnir að sætta sig við faU í 2. deild. Leikur liðsins var i molum í fyrri hálfleik og Framarar gátu leyft sér að slaka á í þeim síðari og gefa yngri leikmönnunum í liði sínu tækifæri á að spreyta sig. -BB

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.