Dagblaðið Vísir - DV - 09.03.2000, Side 16
16
FIMMTliDAGUR 9. MARS 2000
Skoðun
I>V
Borðarðu saltkjöt og baunir
á sprengidaginn?
Rósa Björk Sigurgeirsdóttir, 12 ára:
Já, og mér finnst þaö mjög gott.
Lilja Dís Sigurgeirsdóttir, 9 ára:
Já, þaö geri ég.
Jakobína Sigurgeirsdóttir, 11 ára:
Já, mér finnst þaö mjög gott og
boröa mikiö af því.
Ragnheiöur Guðjónsdóttir,
heimavinnandi:
Nei, þaö er ofsaiega óhollt og vont.
Ég er á móti salti.
Inga Rós Júlíusdóttir hárnemi:
Já, en ekki mikiö.
Olíuflutningar um
Reyk j anesbraut
Nýlega sá ég
grein á „visir. is“
um fyrirspum
þingmanns til ráð-
herra vegna flutn-
inga eldsneytis um
Reykjavnesbraut.
Þar kom fram, aö
þessir flutningar
eru of miklir. Ég
hef margsinnis -
einmitt á þessum
vettvangi - minnst
á að koma þurfi upp löndunarbún-
aði í Helguvík, þar sem NATO er
með aðstöðu I bestu höfn landsins.
Þar er dýptin, mengunarvarnir og
mannvirki. Varnarliðið notar þessi
mannvirki mjög lítið, og mér hefur
verið tjáð, að skip komi þarna u.þ.b.
fjórum sinnum á ári á vegum þess.
Ég las í Mbl. sl. haust, að Flugleið-
ir hf. hafi gert samning við Shell um
geymslu og flutning á eldsneyti úr
Örfirisey til Keflavíkurflugvallar.
Flugleiðir flytja greinilega eldsneyti
„Núverandi ástand erfá-
ránlegt, ástandið á Reykja-
nesbraut er slœmt og þessir
olíuflutningar eru ekki til
að bœta það. Gott vœri fyr-
ir Suðurnesin að fá elds-
neytisbirgðastöð á svceðið. “
sitt inn sjálfar. En koma þyrfti upp
birgðastöð á Miðnesheiði fýrir allt
landið. Þar er landrými nóg og að-
staeður allar hinar bestu. Geyma úr
Örfirisey og Hafnarfirði má fytja sjó-
leiðis til Helguvíkur.
Núverandi ástand er fáránlegt og
ástandið á Reykjanesbraut er slæmt
og þessir olíuflutningar eru ekki til
að bæta það. Gott væri fyrir Suður-
nesin að fá eldsneytisbirgðastöð á
svæðið. Með tilliti til skatta og at-
vinnutækifæra er þetta líka æski-
legt. Frá þessu svæði mætti svo
flytja eldsneyti sjóveg til hinna
ýmsu hafna landsins.
Fyrsta skrefið er nýveitt leyfi til
Irving Oil Co. í Kanada og því ber að
fagna. Lokatakmarkið er hins vegar
að íslensku olíufélögin komi einnig
með sína aðstöðu í Helguvík. Þessi
starfsemi á ekki heima í höfuðborg-
inni.
Að endingu vil ég koma á fram-
færi fyrirspum til góðs vinar,
Hjálmars Ámasonar alþm. sem hef-
ur unnið vel fyrir Suðumesin sem
þingmaður. - Hvenær ætlar hann að
leggja fram frumvarp á Alþingi um
flutning Landhelgisgæslunnar í
Keflavíkurhöfn og flugvélar Gæsl-
unnar í flugskýli 885 á Keflavíkur-
flugvelli? Báðir þessir staðir em
vannýttir eftir að Flugleiðir reistu
sitt eigið skýli. svo og höfnin, eftir
að Njarðvikurhöfn var byggð. - Og
svo gæti Gæslan yfirtekið rekstur
flugbjörgunarþyrlna varnarliðsins
(sem ekki virðist mega nota í dag,
aöeins þyrlur Gæslunnar) í verk-
tökuformi.
Skarphéðinn
Einarsson
skrifar:
Launamálin og samstöðuleysið
Hrafnkell Dantels
skrifar:
Það hvarflar að mér núna, þegar
umræður um launamál eru komnar af
stað, af hverju lítið sem ekkert heyrist
um þau mál í fjölmiðlum. Rétt að
greint sé frá fundum þá sjaldan þeir
eru haldnir. Kannski er ástæðan sú að
allir eru að hneykslast á launum
bankastjómar FBA eða er öli umræða
þögguð niður?
Það hefur reynst mér erfiðara með
hverju árinu að afla mér tekna til að
geta staðið straum af daglegum kostn-
aði við rekstur heimilis ásamt því að
„Maður fœr kosningaseðil
frá verkalýðsfélaginu um
það hvort maður vilji
scetta sig við 3% launa-
hœkkun á þessu ári!“
borga niður lán sem maður hefur
þurft að taka. Og þessar bráðfyndnu
skattalækkanir undanfariö samnings-
tímabil - hvíllkt plott af hálfu stjórn-
valda!
Svo fær maður sendan heim kosn-
ingaseðil frá verkalýðsfélaginu um
það hvort maður viiji sætta sig við 3%
launahækkun á þessu ári. - Reyndar
er fólk hvatt til þess að samþykkja!
Greinilegt er að verkalýðsfélögin eru
ekki að gera sínu fólki neinn greiða
með svona vinnubrögðum.
Það sem skortir á hjá verkafólki er
algjör samstaða og að láta ekki svona
aðferðir yfir sig ganga lengur. Verka-
fólk á líka sinn rétt til að lifa af sínum
launum og hafa möguleika á að láta
suma af sínum draumum rætast, en
ekki þurfa að horfa á þá sem skýja-
borgir allt sitt líf eins og staðreyndin
er orðin núna.
Dagfari
Forsætisráðherralegur í framan
Viö Gullfoss
Viljum viö virkja Gullfoss
eöa Dettifoss?
Islensk náttúra
og vetni
S.J,
skrifar:
Umræðan um vetnissamfélag á Is-
landi er á villgötum. Nokkrir stuðn-
ingsmenn þessa máls eru á góðri leið
með að hafa mörg hundruð milljónir
af skattgreiðendum í þetta tilrauna-
vetnisverkefni. Virkja þarf gríöarlega
mikið til að framleiða það vetni sem
þarf til að leysa oliuna af hólmi. Vilj-
um við fórna náttúruperlum fyrir
það? Viljum við virkja Gullfoss eða
Dettifoss? Aðrar þjóðir þurfa að
brenna olíu og kolum til að framleiða
vetnið og við það minnkar mengun
ekki. Vetnið er auk þess margfalt dýr-
ara en olía svo og vetnisbilar dýrari
en heföbundnir bílar. Aðrar þjóðir
munu því ekki fara þessa leið. - Al-
gjörlega óraunhæft dæmi.
Góður ráðherra
Vilhjálmur Affreðsson
skrifar:______________________
Fyrir nokkrum árum var sá góði
siður við lýði að spyrja almenning
hvaða ráöherra
væri vinsælastur.
Þessi siður hefur
nú verið aflagður
um nokkurt skeið.
Hann mætti að
skaðlausu taka upp
á ný. Ég ætti þá
sjálfur að byrja á að
lýsa yfir hvaða ráð-
herra mér væri
best að skapi. Það
er Guðni Ágústsson
landbúnaðarráð-
herra sem er afar
jákvæður maður og sannur islensk-
ur þjóðemissinni. Gangi þér ætíð
vel, Guðni minn.
Guöni
Ágústsson
Jákvæöur maö-
ur og sannur
íslenskur þjóö-
ernissinni.
Óþarft vetrarfrí
Gunnhildur
skrifar.
Mér finnst ótækt hvernig skólarn-
ir leyfa sér að gefa krökkunum svo-
kallað vetrarfrí um háannatímann.
Raunar veit ég ekki hvort hér er um
að ræða fri fýrir krakkana eða kenn-
arana. En sama, þetta er til þess eins
að kalla fram leti og slugs hjá krökk-
um. Þeim veitir sannarlega ekki af
fullum skólatima, svo stuttur sem
hann er. Ekki er grímuballsbúning-
urinn betra uppátæki, og orðið
skylda að láta krakka mæta í þess-
um búningi. Mér finnst agaleysið
vera að keyra úr hófi fram.
Krati formaður
Össur Skarphéðinsson er strax far-
inn að tala sem flokksformaður. Auð-
heyrt er á þingmanninum að hann tel-
ur formannskosninguna í Samfylking-
unni í maíbyrjun aðeins formsatriði.
Keppinautar hans um formannsstólinn
hafa hingað til aðeins verið taldir tveir,
Guðmundur Ámi Stefánsson og Jó-
hanna Sigurðardóttir. Líklegt verður að
telja að Guðmundur Ámi skelli sér í
slaginn enda æskilegt að gamli um-
hverfisráðherrann og urriðadoktorinn
verði ekki sjálfkjörinn. Meiri óvissa
ríkir um Jóhönnu. Hún hefur kvartað
undan leikreglunum í formannskjör-
inu. Það er því óvíst að hennar tími sé
kominn.
Það er opinbert leyndarmál að Margrét tals-
maður Frímannsdóttir styður Össur til for-
mennsku í Samfylkingunni. Margrét hefur leitt
hjörðina undanfarin misseri og því er ekki að
neita að hún er þunnskipaðri en sameiningar-
sinnar á vinstri vængnum vonuðu. Margrét
tekur á sig ábyrgðina á þeim fylgisflótta og
býður sig því ekki fram til formennsku. Hún
hefur hins vegar lýst yfir áhuga á varafor-
mannsembættinu og er sjálfkjörin í það. Úti-
Krataflokkur á, sem hluti fjórflokksins, aöeins eitt
nafn hér á landi. Því veröur Alþýöuflokkurinn
endurvakinn í maí.
lokað er að nokkur eigi séns í Margréti í það
embætti, jafnvel þótt einhverju gáfnaljósinu
dytti í hug að reyna. Margrét mun því verða
varaformaður össurar á vordögum. Það trygg-
ir henni stöðu í forystusveitinni með von um
væn embætti þótt síðar verði.
Össur tekur við Samfylkingunni við
kjöraðstæður nýs formanns. Fylgið er
nefhilega hruniö af henni. Ástandið á
þeim bæ getur varla versnað, enda er
fylgiö komið niður i það sem aöeins
annar A-flokkanna sætti sig við meðan
báðir báru nafn og númer. Fylgi Sam-
fylkingarinnar getur því ekki annað en
tosast upp. Þaö getur Össur því þakkað
sér og raunar, af örlæti sinu, leyft Mar-
gréti að njóta með sér. Hann er nefni-
lega ekki aðeins kominn í formanns-
stellingar heldur og orðinn forsætisráð-
herralegur í framan. íslendingar hafa
nefnilega vanist því undanfarin ár að
sá sem því embætti gegnir sé bæði
kotroskinn og búlduleitur.
Brýnasta verkefni nýja formannsins verður
þó ekki innra starf flokksins og stefnumörkun
heldur að finna flokknum bærilegt nafn. Sam-
fylkingin mun aldrei selja. Það veit Össur
mætavel og Margrét hefur lært það biturlega.
Krataflokkur á, sem hluti fjórflokksins, aðeins
eitt nafn hér á landi. Þvi verður Alþýðuflokk-
urinn endurvakinn í maí.
Kjósandi á Suöurnesjum
hringdi:
Þaö síðasta sem maður heyrir úr
formannsslag hjá Samfylkingunni er
að ungur maður, Vilhjálmur að nafni,
vilji að Guðmundur Árni Stefánsson
falli frá formannshugleiöingum. Ég
trúði varla mínum eigin eyrum. Aö
jafnaðarmaður til margra ára eins og
Guðmundur yfirgefi framvarðarsveit
jafnaðarmanna? Útilokað að mínu
mati og líklega flestra annarra krata
hér í kjördæminu. Eða hvað myndu
Hafnfirðingar segja? Það yrði rothögg
fyrir Samfylkinguna yrði krati ekki
formaður, heldur allaballi.
Lesendur geta hringt allan sólarhring-
inn í síma: 550 5035.
Eöa sent tölvupóst á netfangiö:
gra@ff.is
Eöa sent bréf til: Lesendasíða DV,
Þverholti 11, 105 ReyKjavík.
Lesendur eru hvattir til aö senda mynd
af sér til birtingar meö bréfunum á
sama póstfang.