Dagblaðið Vísir - DV - 09.03.2000, Page 33
FIMMTUDAGUR 9. MARS 2000
37
1
I
!
:
\
DV
Sigtt á sjókajökum í Jökulfjöröum
Litskyggnur frá fjögurra daga ferö um Jökulfirði veröa sýndar í Ráöhúsinu í
kvöld ásamt því aö sjókajakar veröa kynntir.
Ævintýraferð á sjókajökum í myndum:
Sautján ár
á kajak
- Róbert Schmidt kennir á sjókajaka
„Ég hef í sautján ár stundað róð-
ur á sjókajökum og veit ekki
skemmtilegri íþrótt. Ég bæði fer
ferðir mér til skemmtunar og einnig
nota ég kajakann í veiðiferðir," seg-
ir Róbert Schmidt, sölustjóri hjá
Sportbúðinni Títan ehf., en hann
mun sýna myndir frá mikilli ævin-
týraferð um Jökulfirði á sjókajök-
um, sem verður í Ráðhúskaffi, í
Ráðhúsi Reykjavíkur í kvöld kl. 20.
Sýnir Róbert litskyggnur úr fjög-
urra daga ferð sem hann ásamt sex
öðrum Vestfirðingum fór í fyrra-
sumar. Reru þeir frá Hesteyri um
Jökulfírði og alla leið inn í Skutuls-
fjörð síðastliðið vor. Einnig verður
kynning á sjókajökum frá Títan og
farið yfir útbúnað og fylgihluti. í
lokin verður Félag íslenskra sjóka-
jakveiðimanna kynnt en það verður
formlega stofnað á næstu dögum.
„Ástæðan fyrir ferð okkar í vor
var einfaldlega sú aö okkur langaði
til að fara á kajökum á þessar slóð-
ir. Við erum aUir Vestfirðingar svo
það lá næst að sameina áhugamál
okkar, sigla á sjókajökum og kanna
okkar heimaslóðir. Þetta heppnaðist
svo vel að við ætlum aðra slíka ferð
I sumar, nú munum við sigla frá
Homi og norður fyrir og niður
Strandirnar. Við tókum einn nýliða
með okkur í ferðina um Jökulfirði
og hann lærði mikið af okkur hin-
um sem komnir eru með mikla
reynslu og er hann nú kominn með
góða þekkingu á íþróttinni. í ferð-
inni tók ég einar fimm hundruð
ljósmyndir og mun í kvöld sýna eitt-
hvað um tvö hundruð."
Að sögn Róberts er sjóhæfni sjó-
kajakanna mikil: „Við lentum í mis-
jöfnu veðri og þá kemur reynslan til
góða. Síðasta daginn var mjög gott
veður og þá rerum við yfir allt ísa-
fjaröardjúpið. Fyrstu dagamir voru
aftur á móti ekkert sérstakir með
rigningu og einum sex sjö vindstig-
um en segja má að veðrið hafi farið
batnandi eftir því sem leið á túr-
inn.“
Róbert segir að vaxandi áhugi sé
á þessari íþrótt: „Ég hef kennt á
sumrin i Nauthólsvík og ég finn fyr-
ir miklum og auknum áhuga hjá
krökkum, allt niður í tíu ára, og
fullorðnu fólki.“ -HK
meyr og bragðfín með bragðlausum
graslauk og djúpsteiktum tómati í
deigi. Ennfremur Capri-salat með
nokkrum lögum þunnra sneiða af
tómati, mozzarella og rochet-salati.
Lakari var bragðsterk sjávarrétta-
súpa með reyktri ýsu, kræklingi og
grænmetisþráðum.
Sushi og sashimi staðarins var
verksmiðjulegt, gervikrabbi úr
surimi, fjórar fisktegundir á hrís-
grjónabollum, bragðsterkar og
bragðvondar kryddpylsur í hrís-
grjónarullu, allt framleitt löngu
fyrir framreiðslu. Lambahryggur-
inn skartaði rifium út í loftið og
glæsilegum beikonfána og bjó yfir
rósrauðu og ágætlega meyru, en
bragðdaufu kjöti, sem hvarf í
skugga sósu með beikonbragði og
bakaðs klatta úr kartöflum og
beikoni.
Kartöfluklattar eru vinsælir í eld-
húsinu. Blandaður spínati var slík-
ur klatti undir hæfilega eldaöri en
ekki nógu ferskri rauðsprettu
steiktri, með miklu af perlulauk og
dálitlu af ætiþistlum. Harður kart-
öfluklatti, var undir graskersmauki,
sem fylgdi rósrauðri og seigri anda-
bringu. Betri aðalréttur var afar
næmt grillaður lax, með brenndri
skorpu og meyr að innan, í for með
bragðdaufum þráðum af pasta og
grænmeti og svokallaðri austur-
lenzkri kryddsósu bragödaufri.
Ýmis ber með múskat-krapís
voru borin fram í hafsjó af jaröar-
berja-dósasafa. Sérstaklega smart
voru þrjár tegundir af créme brúlée
skorpubúðingi og plómumauk í fiór-
um litlum skálum. Svokallað
espresso-kaffi var bragðdauft, en
venjulegt kaffi var nothæft.
Apótekið er einkum fyrsta
flokks hönnun og markaössetning,
ímynd og umbúðir fremur en inni-
hald.
Jónas Kristjánsson
Tilvera*'
Nýr starfsvettvangur:
Laddi selur
sumarhús
Laddi er farinn að selja sumar-
hús á Spáni. Býður hann hús af
öllum stærðum og gerðum en
bendir sérstaklega á skemmtileg
raðhús með tveimur herbergjum
og sólbaðsaðstöðu uppi á þaki sem
kosta aðeins 3,5 milljónir. Einnig
er hægt að fá einbýlishús á 20
milljónir ef menn óska.
„Ég hef aUtaf verið mjög hrifmn
af Spáni og þess vegna fór ég út í
þetta. Ég er umboðsaðUi fyrir
spænska fasteignafyrirtækið
Atlas Intemational í Tor-
revieja sem er umsvifamik- Jp
ið á þessum slóðum en ég
Laddi fasteignasali:
„Ég hef alltaf veriö
mjög hrifinn af Spáni
og þess vegn° fAr
ég út í þetta.
er að stíga mín fyrstu spor á þessu
sviði,“ sagði Laddi sem verður
með kynningarfund á Hótel Sögu
um helgina þar sem hann kynnir
paradísina og húsin á Spáni.
„Það er loftslagið sem dregur
mig tU Spánar. Ég var þarna í
febrúar að skoða staðhætti og þá
var 25 stiga hiti. Ég ætla að kaupa
mér hús þarna sjálfur um leið og
ég er búinn að selja
nógu mörg til að
efni á
Fær
maður
húsbréf til
kaupanna?
„Nei, en
það eru
einhver
spænsk
bankalán í
boði. Þetta er
ekkert mál,“
sagði Laddi.
-EIR
* --
Halldór Guömundsson útgáfustjóri
Hann mun fjalla um tengsl dr.
Jakobs Benediktssonar og Máis og
menningar í Reykholti á morgun.
Snorrastofa: ♦
Fær bókasafn
Formleg afhending á bókasafni
dr. Jakobs Benediktssonar mun fara
fram i Reykholtskirkju á morgun kl.
20.30. Þessu mikla safni hefur verið
fundinn staður í Snorrastofu í Reyk-
holti fyrir miUigöngu bókaforlags-
ins Máls og menningar.
Boðið verður upp á fiölbreytta
dagskrá þar sem blandað verður
saman stuttum erindum og tónlist.
Bjami Guðmundsson, formaður
stjórnar Snorrastofu, mun stýra
samkomunni. Fyrst mun Bergur
Þorgeirsson, forstöðumaður Snorra-
stofu, ávarpa samkomuna, þá mun t
Sverrir Tómasson, sérfræðingur á
Stofnun Árna Magnússonar, ræða
fræðistörf dr. Jakobs Benediktsson-
ar og að lokum mun HaUdór Guð-
mundsson, útgáfustjóri Máls og
menningar, fiaUa um tengsl Jakobs
og Máls og menningar. Að erindum
loknum veröur Snorrastofu afhent
bókasafn Jakobs með sérstöku
gjafabréfi. Tónlist verður Uutt miUi
dagskrárliða af þeim Auði Haf-
steinsdóttur fiðluleikara og Guðríði
Sigurðardóttur píanóleikara.
bitt heimili á
Costa Blanca
kr. 3.426.400
Nýtískulegt parhús
með 2 svefnherb.,
húsgögn!!
ATLAS
international
Hluti af Atlashópnum sem hefur verið í
Torrevieja í 20 ár.
Höldum sýningu á fasteignum
á sólarströnd Costa Blanca.
rl
KR . 3.426.400
Nýtískuleg parhús með 2-3
svefhherb.,annars vegar jarðhæð
með garði eða hæð með svölum
og þakverönd. Sameiginleg
sundlaug, húsgögn.
Kr. 4.283.000
Mjög fallegt raðhús með
tveimur svefnherb., garði,
verönd og þaksvölum,
nánast við bæinn.
Þessi raðhús eru með öllum
húsgögnum.
Verð frá kr. 4.283.000
íbúðir í blokk nálægt miðbæ
Torrevieja.stutt á ströndina
og í alla þjónustu.
Þessar íbúðir eru með 2-3
svefnherb. Flísalagtbað og
svalir. Sameiginleg sundlaug.
VIÐ BJÓÐUM YKKUR
HJARTANLEGA VELKOMIN
Á KYNNINGARFUND
UM HELGINA
Laugardag-sunnudag 11.-12. mars
Á HÓTEL SÖGU v/Hagatorg,
kl. 11.00-17.00. Frítt inn.
Sími 896-2047, LADDI
Hringdu og fáðu frían bækling.