Dagblaðið Vísir - DV - 17.03.2000, Side 3
g f n i
i
íslensku
tónlistar-
verðlaunin
veitt í
sjöunda sinn.
Kvöld
Sigur
Rósar
í gærkvöldi voru íslensku tón-
listarverðlaunin afhent í sjöunda
skipti.
Veislan fór fram á Grand Rokk
og voru flestir popparar landsins
mættir á þessa árlegu uppskeru-
hátíð. Hljómsveitin Sigur Rós stóð
í ströngu því auk þess að spila á
samkomunni þurftu Jónsi og fé-
lagar að fara all oft upp á svið til
að sækja verðlaunakuðunga.
Jónsi og félagar geta hlustað á haflð í víðóma í kuðungunum sínum.
Ekki svo slæm byrjun
Strákamir í Sigur Rós vom til-
nefndir til átta verðlauna en fengu
fhnm.
Platan þeirra, „Ágætis byrjun",
sem kom út í júní sl„ var kosin
hljómplata ársins og kom það
fáum á óvart. Platan fékk æpandi
góða dóma gagnrýnanda þegar
hún kom út. Almenningur var í
þetta skiptið sammála gagnrýn-
inni og gaf plötunni fullt hús stiga
með buddunni sinni. Platan hefur
þegar selst í 7000 eintökum og er
enn að. Sigur Rós var einnig kos-
in hljómsveit ársins og hljóm-
sveitin þótti hafa skarað fram úr í
lagasmíðum og var því kosin laga-
höfundur ársins í heild sinni.
Karlinn í Sigur Rósar brúnni,
hann Jónsi, var svo verðlaunaður
fyrir frammistöðuna og tók heim
kuðung fyrir söng og gítarleik.
Þetta var í fyrsta skipti sem Sig-
ur Rós fær tónlistarverðlaun og
framtíðin er björt. Nýlega kom
lagið „Ný batterí“ út á smáskífu
hjá Fat Cat merkinu í London og
hafa viðbrögðin verið frábær. Á
Englandi hefur ekki verið annað
eins „böss“ í kringum íslenska
hljómsveit siðan Sykurmolamir
voru að stíga sín fyrstu spor, svo
það má fastlega búast við miklu
fjölmiðlafári þegar Fat Cat gefur
út „Ágætis byrjun" í byrjun sum-
ars. Sigur Rós er nú á leið á tón-
leikaferð með kanadíska bandinu
God Speed You Black Emperor! og
verður spilað í Bretlandi. Túrinn
endar á festivalinu All Tomor-
row’s Parties, sem fer fram 7.-9.
apríl. Framundan er svo spilirí
m.a. á Hróarskelduhátíðinni og á
Expo 2000. Hin séríslenska tónlist
sem Sigur Rós flytur verður þar
glimrandi góður fulltrúi okkar.
Þrír með tvo
kuðunga hvor
Alls voru veitt verðlaun í átján
flokkum. Þrir aðilar mættu tvisvar
hvor upp á svið til að sækja kuð-
unga. í fyrra rankaði Sálin hans
Jóns míns við sér og gaf út tvö ný
lög á tónleikaplötu. Annað þeirra,
„Okkar nótt“, var kosið lag ársins
og þá þóttu tónleikarnir sjálfir í
Loftkastalanum vera tónlistarvið-
burður ársins.
Strákarnir í Maus gerðu fina
plötu I fyrra og voru tilnefndir i sex
flokkum. Þeir uppskáru tvö verð-
laun; Danlel trommari var kosinn
trommari ársins og Birgir öm
þótti skara fram úr öðrum í texta-
gerð. Pælingar hans eru oft djúpar
og heimspekilegar, og oftar en ekki
litaðar dapurleika. í „Dramafikli"
söng hann t.d., „Ef stafróið væri
lengra, myndi meining orðanna
dýpka? Þú laugst aldrei að henni,
þú sagðir bara ósatt."
Eyþór Gunnarsson var sigur-
sæll og fékk tvö verðlaun, var kos-
inn hljómborðs- og djassleikari árs-
ins. Ef svona heldur áfram hlýtur
hann að þurfa sérherbergi fyrir
verðlaunin sín þvi hljómborðsverð-
laun hafði hann fengið ljórum sinn-
um áður og djassleikaraverðlaunin
þrisvar sinnum.
Bubbi heiðraður
Sjö aðilar fengu einn kuðung
hvor. Síðasta Eurovision-keppni
hefur geymst vel í minni þjóðar-
innar og því var Selma Björns-
dóttir kosin flytjandi ársins fyrir
afrek sitt. Emilíana Torrini var
hins vegar kosin söngkona ársins
í þriðja sinn. Aðeins hún og
Björk hafa fengið þessi verðlaun.
Emilíana fékk kuðung fyrir gey-
sigóðan flutning á sólóplötunni
„Love in the Time of Science".
Bassaleikarinn Guðni Finns-
son halaði inn kuðung fyrir
fingrafimi og þétta spilamennsku.
Hann var ekki sérlega áberandi í
fyrra en mun láta ljós sitt skína í
ár með Ensími sem hann er ný-
genginn til liðs við.
Básúnaleikarinn Samúel J.
Samúelsson fékk blásturskuðing-
inn í ár, enda búinn að vera áber-
andi síðstu árin, fyrst með
Casino, en með Jagúar á síðasta
ári. Samúel blæs einnig með
Funkmaster 2000 og hefur sýnt
faglega takta sem strengja- og
blásturhljóðfæraútsetjari.
Múm rétt marði aðrar sveitir
og var kosin bjartasta vonin.
Hljómsveitin gaf út hina frábæru
plötu „Yesterday was Dramatic,
Today is OK“ og á eflaust eftir að
blómstra á þessú ári, enda grass-
erar frjó leikgleði innan bandsins.
íslensku tónlistarverðlaunin
eru fyrst og fremst popphátíð, en
Verðlaun eru einnig veitt fyrir
klassíska plötu. Sinfónían hlaut
þau verðlaun í ár fyrir upptökur
af þrem verkum Sibelíusar sem
Petri Sakari stjórnaði öruggum
höndum. Á plötunni lék Sinfóni-
an „Finlandia", frægasta verk
Sibelíusar, og tvær svítur. Hið al-
þjóðlega merki Naxos gaf plötuna
út, en fyrirtækið sérhæfir sig í út-
gáfu á ódýrum klassískum disk-
um.
Árlega hafa heiðursverðlaun
verið veitt og nú var röðin komin
að kónginum sjálfum, Bubba
Morthens. Hann bætist í hóp
heiðursverðlaunahafa sem flestir
eru enn í jafn fullu fjöri og Bubbi.
Úrslit íslensku tónlistarverðlaunanna árið 2000
Hljómsveit: Sigur Rós .
Hljómplata: Ágætis byrjun (Sigur Rós)
Flytjandi: Selma Björnsdóttir
Lag: Okkar nótt (Sálin hans Jóns míns)
Söngvari: Jón Þór Birgisson
Söngkona: Emilíana Torrini
Hljómborösleikari: Eyþór Gunnarsson
Bassalelkari: Guöni Finnsson
Trommuleikari: Daníel Þorsteinsson
Gftarleikari: Jón Þór Birgisson
Blásturshljóöfæraleikari: Samúel J.
Samúelsson
Lagahöfundur: Sigur Rós
Textahöfundur: Birgir Örn Steinarsson
Bjartasta vonin: Múm
Klassísk hljómplata: Rnlandia meó
Sinfóníuhljómsveit íslands
Djassleikari: Eyþór Gunnarsson
Tónlistarviöburöur: Sálin hans Jóns míns
á tónleikum í Loftkastalanum
Heiöursverölaun: Bubbi Morthens
íslenskur áhættuleikari: a
Stökk í sjóinn fyrir H
Fíaskó
Fyrsta ís-
lenska sci fi-
myndin:
íslenskar
geimverur
íþróttafrétta-
mennirnir
vegnir og metnir
Svona eru
sumar-
skórnir
10-11
Davíð Þór
Jónsson:
ȃg er
ekki dóni“
tl i f i ö
Snióbretti á Arnarhóli
Glæsileq skautasvninq
Jimi Tenor á Thomsen
Ókeypis á Summer of Sam
Kynbeyqlukvöld á Spotliqht
f ókus
fylgir DV á
föstudögum
Forsíöumyndina tók Teitur af Sigur
Rós.
17. mars 2000 f ÓkuS
3