Dagblaðið Vísir - DV - 17.03.2000, Qupperneq 7
Þegar horft er á árangur íslenskra hljómsveita úti í heimi er alltaf einblínt á þær sem hafa eitthvaö verið
í sviðsljósinu hérna heima. Það hendir hins vegar að neðanjarðarsveitirnar laumi sér yfir landsteinana og
landamæri annarra landa og sái einhverjum fræjum í eyru erlendra aðila. Ein þessara sveita er
hljómsveitin Sólstafir en hún er nú komin með plötusamning hjá þýsku hljómplötufyrirtæki.
■ mm ■
sianr tyrir
3 ætur
„Við sendum út demó-spólu til
tímarita og fleiri aðila þarna úti.
Upp úr því fór að koma hellingur
af bréfum frá fólki sem vildi vita
meira og innan um þessi bréf
leyndist eitt frá þýska útgáfufyrir-
tækinu Ars Metali,“ segir Svavar
Austmann Traustason, bassaleik-
ari í Sólstöfum.
Hljómsveitin hóf feril sinn í
kringum ‘93-’94 og hefur verið
starfandi síðan. Hún gaf út disk
árið 1996 sem ber heitið TO Val-
hallar og hefur sá diskur nú selst í
1500 eintökum. Á plötunni sem nú
er í vinnslu verður gamalt en end-
urunnið efni, auk tveggja nýrra
laga, og er stefnt á að diskurinn
komi út í sumar en engin ákveðin
dagsetning er enn komin.
Þjóðverjar elska íslenskt
Aðspurður segir Svavar að það
sé stefnan að reyna að halda þessu
öllu sem islenskustu. „Við höfum
ekki breytt nafninu á neinn hátt
og það eru ekki nema í mesta lagi
svona fimm prósent af textunum
sem eru ekki á íslensku.“
Kemur ykkur þaö ekkert illa?
„Nei, nei. Það vill nú svo til að
Þjóðverjar virðast elska allt það
sem íslenskt telst og þar af leið-
andi þurfum við ekkert að vera
standa í þessu þýða-allt-dæmi.“
Þessi þýska ást á menningu okkar
hjálpar strákunum einnig því að
Svavar segir þá drengi spila rokk
sem er rammíslenskt og með skír-
skotanir I okkar gömlu trú, ása-
trúna.
Kveikjum ekki í kirkjum
Svavar segir að tónlist þeirra
hafi verið að þróast svona smám
saman i gegnum tíðina. „Tónlistin
var einu sinni argasti metall en
við erum búnir að vera að slípa
þetta aðeins til og gera þetta að-
eins snyrtilegra, ef svo má að orði
komast." Þegar hann er spurður
hvort þeir hafi haft eða hafi enn
einhverja tengingu við geðsjúk-
lingana frændur okkar í Noregi,
sem framleiða metal-hávaða, neit-
aði Svavar því alfarið: „Nei, við
erum ekki að standa í því að
kveikja í kirkjum." Guðhræddir
íslendingar ættu því að geta andað
léttar.
Ekkert er ákveðið um opinbert
spilirí á næstunni en fólki er bent
á að hafa augun opin því alltaf
gæti eitthvað dottið inn.
Þeir Aðalbjörn Tryggvason gítarleik-
ari, Guðmundur Óli Pálmason
trommuleikari og Svavar Austmann
búa sig undir innreið í þriðja ríkið að
boða fagnaðarerindi Ásanna.
poppað samband með
Newman's Own
Framleitt í USA
17. mars 2000 f Ó k U S
7