Dagblaðið Vísir - DV - 17.03.2000, Qupperneq 11
f Ó k U S 17. mars 2000
r # ? .
*»• "yfeí
E#1 A|i
CM Cl
(iJ () n: ■ ©9 ©r sjentilmaður*
Wr wttW'
„Það fer svolítið í taugarnar á mér að
vera allt í einu kominn í þá stöðu að þurfa
að verja mig og ég veit ekki hvað ég hef
gert til að koma mér í þessa stöðu,“ segir
Davíð Þór Jónsson, ritstjóri, leikstjóri,
gamanleikari, skemmtikraftur og margt
fleira.
En engu aö slöur ertu oröinn aö eins
konar Larry Flint íslands?
„Ég hristi nú höfuðið fyrst þegar ég
heyrði þessa líkingu og trúi því eiginlega
ekki að ég sé Larry Flint Islands," segir
Davíð en bætir þvi við að honum hafi
fundist þetta pínusniðugt í fyrstu. „Málið
er bara að ég réð mig ekkert í klámiðnað-
inn. Ég réð mig til að ritstýra tímariti um
kynlíf og það er ekkert öðruvísi ritstjóm
en á hverju öðm tímariti, fyrir utan að
umfjöllunarefnið er aðeins'þrengra."
Togað í typpi
Engu aö síöur, hvort sem þér líkar betur
eöa verr, ertu oröinn klámkóngur íslands
og því ekki úr vegi aö spyrja þig
. hvenœr þú haflr séö klám í fyrsta
sinn?
„Ég veit það ekki alveg
en ég sá ekki klám-
mynd fyrr en ég
var fullra sextán
ára. Þetta var
áður en videoið
varð aUsráðandi
og líka fyrir net-
væðingu landans. Og
myndin sem ég sá var
einmitt klassíkin Debbie
Does Dallas sem ég keypti
mér einmitt seinna.“
En ertu ekki bara dóni?
„Nei, ég er ekki dóni, ég er sjentilmað-
ur. En ég hef orðið var við að fólk telur
Omig dóna og hef svo sem ekkert verið að
gera lítið úr því. Þegar við í Radíus vor-
um að byrja með standup-in vorum við
með dónabrandara rétt eins og Eddie
Murphy, Andrew Dice Clay og fleiri.
Þetta var bara málið þá. Rétt eins og það
þýddi ekkert fyrir rokkgrúppur að spila
eingöngu á blokkflautur þýddi ekkert fyr-
ir okkur að tala um bamauppeldi."
Annað kvöld hefjast svo sýningar á eró-
tískum þáttum í leikstjóm Davíðs Þórs
eftir handriti hans og Barða Jóhanns-
sonar Bang Gang manns. Þessir þættir
hafa vakið umtal að undanfömu og þá sér-
staklega leikstjórinn sem fékk reynslu
sína af því að stýra myndaþáttum fyrir
Bleikt og blátt. En um daginn var einmitt
sýnt frá einni slíkri myndatöku í sjón-
varpsþætti um klám á íslandi. Sá þáttur
vakti mest umtal vegna þess að Davíð tog-
aði í typpið á karlmódeli til að sýna kven-
módeli hvernig hún ætti að bera sig að
þegar hún þóttist sjúga liminn.
„I fyrsta lagi var ég bara að reyna að út-
skýra fyrir lettneskri konu hvemig hún
„Radíus átti bara að vera
sumarvinnan mín af því
að félagshyggjumaðurinn
Össur Skarphéðinsson
setti vexti á námslánin
og ég sá fyrir mér, með
tilliti til byrjunarlauna
presta, að ég myndi greiða
afborganir af lánunum
alla ævi án þess að
snerta við höfuðstólnum."
ætti að þykjast vera að sjúga hann á þessu
gæja og sýndi henni það í einhverjum
galsa,“ útskýrir Davíð. „Þetta var mjög
góður og skemmtilegur dagur og við vor-
um bara að flflast. En þeim ágæta maðnni
Eggert Skúlasyni fannst þetta fréttnæmt
og gerði frétt um þetta og titlaði mig guð-
fræðing en það er ég ekki. Og það hefði
verið hægt að misskilja þetta á þann veg
að guðfræðingurinn Davíð Þór misnotaði
aðstöðu sína til að fá að koma við typpið
á karlmönnum."
Leikarinn oq
skemmtikrárturinn
En Davíð er ekki bara ritstjóri og leik-
„Ég sá ekki klámmynd fyrr
en ég var fullra sextán ára.
Þetta var áður en videoið
varð allsráðandi og líka fyrir
netvæðingu landans.
Og myndin sem ég sá var
einmitt klassíkin Debbie
Does Dallas sem ég keypti
mér einmitt seinna.“
stjóri, hann er líka leikari og skemmti-
kraftur. Leikur meðal annars eitt af aðal-
hlutverkunum í Óskabömum þjóðarinnar
eftir Jóhann Sigmarsson en hún verður
væntanlega frumsýnd í sumar. Svo er
hann þekktur sem annar Radíusbræðra
og er án efa sá leikari sem næst hefur
komist því að ganga í Leiklistarskóla ís-
lands án þess að hefja þar nám. Davíð fór
þrisvar í sextán manna úrtakið í inntöku-
prófunum.
Hvernig tilfmning var aö fara þrisvar í
sextán manna úrtakiö í inntökuprófum viö
Leiklistarskólann?
„Vá, hvað það var svekkjandi i þriðja
skiptið. Þess vegna greip maður líka tæki-
færið þegar manni bauðst að gerast
skemmtikraftur og gamanleikari og hætti
í guðfræðinni. Það hefði orðið einum of að
vera prestur úti á landi einhvers staðar
vitandi það að maður hefði gloprað tæki-
færinu," segir Davíð en hann var einmitt
í námi vorið ‘92 þegar Radíusboltinn byrj-
aði að rúlla.
„Radíus átti bara að vera sumarvinnan
min af því að félagshyggjumaðurinn Öss-
ur Skarphéðinsson setti vexti á náms-
lánin og ég sá fyrir mér, með tilliti til
byrjunarlauna presta, að ég myndi greiða
afborganir af lánunum alla ævi án þess að
snerta við höfuðstólnum. Ég ákvað síðan
að fresta guðfræðináminu og njota þess að
hafa peninga á milli handanna þegar Rad-
íusbræðrum gekk eins vel og raun bar
vitni. En þeir urðu fljótlega að þessari
blöðru eða bólu sem er kannski ekki
sprungin enn heldur orðinn að eins konar
vörtu sem við losnum ekki við,“ útskýrir
Davið en Radíus er á Radíó alla laugar-
daga.
Trúir á Guð
í dag er Davíð fráskilinn þriggja barna
faðir en býr einn og á kærustu. Tvö börn
á hann með fyrrum konu sinni og svo á
hann eina sextán ára dóttur sem hann
eignaðist áður en hann kynntist henni.
„Ég tek virkan þátt í uppeldi barnanna
minna og geri það í fullu samráði við fyrr-
verandi konu mína. Við vinnum stundum
saman og erum mjög góðir vinir,“ útskýr-
ir Davíð en fyrrum kona hans er förðun-
arfræðingur og stUisti svo leiðir þeirra
liggja saman við vinnslu á Bleiku og bláu.
Þau eru með sameiginlegt forræði yfir
börnunum.
Trúiröu á Guð?
„Já. Ég hefði ekki farið í guðfræðina ef
ég tryði ekki á Guð. Ég leyfi mér samt að
stórefa að einhver starfandi kirkjudeUd
hafi einkaleyfi á Guði. Ég fer þvi ekki í
kirkju en bið bænir með börnunum min-
um og fer þá eftir því sem Jesú segir þeg-
ar hann kennir okkur Faðirvorið. Hann
sagði að við skyldum ekki reyna að sigra
Guð með mælsku okkar því Guð þekkir
bænarefni okkar betur en við sjálf og
hann vUl heldur ekki að við gerum eins
og faríseamir og biðjum bænir á götum
úti tU að aUir sjái hversu trúuð við
erum.“
En hvernig leggst klámumrœöan í þig
sem ábyrgan fööur?
„Auðvitað eiga böm ekkert að horfa á
klám og þegar ég er með klámefni heima
hjá mér held ég því frá þeim rétt eins og
brennivini og hreinsUegi. Bömin mín vita
annars alveg að ég ritstýri tímariti um
kynlíf en þetta er bara eitthvað sem þau
hafa engan áhuga á. Börn hafa ekki áhuga
á kynlífi. En þessi rök um klám og böm
em hvort eð er bara þau að hér eiga börn
helmingi auðveldara með að nálgast klám-
efni vegna þess að það er selt á svörtmn
markaði og án eftirlits. Erlendis á sá sem
selur efnið hættu á að missa leyfið tU þess
selji hann börnum klám.“
Og hvernig skilgreinir Davíð Þór klám?
„Fyrst er það hardcore-klám þar sem
fólk er sýnt hafa samfarir með þeim hætti
að ekki fari á miUi mála að um ekta sam-
farir sé að ræða. Svo er það mUda klámið
sem við stundum hér heima. En þar eru
myndir af fólki sem þykist vera að hafa
kynmök eða er myndað í erótískum
steUingum. Bæði efnin fást aUs staðar
og eiga auðvitað að vera leyfð undir
efitrliti. Við verðum að horfast í
augu við raunveruleikan og hann
er að það er ekki hægt bæði að
eiga kökuna og éta hana. Þetta
er líka spuming um ritfrelsi.
Frumvarp
gegn Davíð Þór
Tveir þingmenn Vinstri-
grænna, þær Kolbrún
Halldórsdóttir og Þuríð-
ur Backman, hafa lagt
fram frumvarp sem
hljómar eitthvað á þá
leið að aUt sem tengist
klámi verði bannað.
Svo vitnað sé beint í
frumvarpið: „Ef klám
birtist á prenti skal sá
sem ábyrgð ber á birt-
ingu þess eftir prentlög-
um sæta sektum eða
fangelsi aUt að einu ári.
Sömu refsingu varðar
það þann sem er ábyrgur
fyrir að auglýsa í fjölmiðl-
um eða á opinberum vett-
vangi aðgang að klámi í
hvaða mynd sem það er fram
borið. Sömu refsingu varðar
einnig að búa tU eða ftytja inn í
útbreiðsluskyni, selja, útbýta
eða dreifa á annan hátt út klám-
ritum, klámmyndum eða öðrum
slíkum hlutum eða hafa þá opin-
berlega tU sýnis, svo og að efna tU
opinbers fýrirlestrar eða leiks sem
er ósiðlegur á sama hátt.“ Og þess
ber að geta að skUgreining kvinn
anna á klámi er i þrengra lagi.
„Við erum að tala um lög sem finn-
ast hvergi annars staðar í heiminum
nema löndum eins og íran og Afganist-
an. Og hvernig er staða kvenna í þeim
löndum?“ spyr Davíð og nokkuð ljóst að
honum er ekki skemmt þó hann líti svo á
að frumvarpið sé ekki beinlínis gegn hon-
um og að hann sé þess fuUviss að það
verði ekki samþykkt.
Og út frá þessu frumvarpi hefur umrœð-
an þróast út í aö þú sért að hvetja til kyn-
feröisbrota gegn börnum meö því aö birta
myndir af stelpum sem raka sig aö neðan?
„Þessi hugmynd kemur frá einhverri
útlenskri konu, sem vitnað var í í Mogg-
anum, og þar sagði hún að samkvæmt ein-
hverri könnun verði 40% kynferðisaf-
brotamanna fyrir kynferðislegum æsingi
skoði þeir klámfengið efni og út frá þvi
áætlar hún að klám hvetji tU kynferðisof-
beldis. Þetta er náttúrlega fáránlegt og
það eina sem hægt er að lesa út úr þessu
er að meirihluti kynferðisafbrotamanna
neyti ekki kláms. Og svo þegar þessi kona
er spurð að því hvað sé klám og hvað eró-
tík, henni finnst erótík í lagi, segir hún að
klám sé þegar ljóshærð kona með þrýstin
brjóst sýni á sér líkamann en erótik þeg-
ar „venjuleg" kona geri hið sama. Það er
auðvitað ekki hægt að taka mark á svona
vitleysu."
Rakaðar konur
hvetja barnaníðinga
Og hér í Fókus hefur einmitt birst grein
um rakaöar konur og þar var aðallega
rœtt við svokallaöar „venjulegar" konur
sem raka sig aö neöan?
„Já, og síðan þetta kom fram hjá Kol-
brúnu, þama í þættinum hjá Agli Helga-
syni, hafa fjölmargar konur komið tU mín
og sagst vera stórmóðgaðar. Því það eru
„Konur mega hafa það
vald yfir líkama sínum
að þær geti eytt fóstri
en þær mega ekki
raka sig að neðan
því það hvetur til
kynferðisafbrota."
mjög margar konur sem snyrta sig að neð-
an og raka sig undir höndunum og á fót-
leggjum. En þær eru nú aUt í einu famar
að hvetja bamaníðinga tU að níðast á
stúlkubörnum. Það er alveg fáránlegt að
kvenréttindakonur á íslandi skuli láta
svona vitleysu frá sér. Konur mega hafa
það vald yfir líkama sinum að þær geti **
eytt fóstri en þær mega ekki raka sig að
neðan þvi það hvetur til kynferðisaf-
brota,“ segir Davíð og bætir þvi við að í
Bandaríkjunum séu margar kvenréttinda-
konur famar að líta á klám aUt öðmm
augum en stöUur þeirra hér heima. „Þar
er umræðan komin yfir í það að tala um
klámmyndastjömur sem kvenhetjur sem
brjóti af sér hlekki hefðbundins
kynhlutverk kvenna."
En svona aö lokum. Segjum aö frum-
varpið verði samþykkt, hvaö œtlarðu aö
gera?
„Ætli ég fari bara ekki og klári guö-
fræðina," svarar Davíð og kímir.
I
V
17. mars 2000
Davíð Þór Jónsson þarfnast varla nánari kynningar. En þar til fyrir þrem árum var hann aðallega þekktur sem skemmtikraftur og guðfræðinemi.
Nú er hann hins vegar orðinn að Larry Flint íslands. Holdgervingur klámsins í landinu og jafnvel hættulegur samfélaginu. Mikael Torfason hitti kauða
á Hótel Hoiti og komst að því að hann gengur ekki með Bleikt og blátt upp á vasann heldur Nýja testamentið í blárri kápu. »
Þeir slepptu því þó að ræða það í þaula enda umræðuefni ekki af skornum skammti þegar Davíð Þór Jónsson er annars vegar.
10
11
<4