Dagblaðið Vísir - DV - 17.03.2000, Qupperneq 14
fókus á Vísir.is
og Asíuferð
Það er alltaf fullt að gerast á
Fókusvefnum á Vísir.is. í vik-
unni byrjaði ný umferð í Gettu
enn betur og þessa vikuna er
hún helguð kvikmyndinni
Hurricane og fullt af miðum í
boði á þá ræmu, að sjálfsögðu.
Getraunin er hrikalega erfið
nú eins og alltaf og varla hægt
að segja að hún sé fyrir við-
kvæma. Henni lýkur á mánu-
daginn og þá hefst að sjálf-
sögðu ný umferð
og auk þess fer
nýr vefur í gang
á Fókusvefnum á
mánudaginn.
Hann heitir Ei-
ríkur og Hrund í
Asíu en þau
voru að hefja ferðalag um
Austurlönd fjær og voru rétt í
þessu að lenda í Delhí á Ind-
landi. Smellið ykkur á Fókus á
Vísir.is og fylgist með ferðum
Eiríks Sigurðssonar líffræðings
og Hrundar Lárusdóttur dýra-
læknis um Asíu.
Annars er Fókus á vefnum
eitt mesta veftímaritið fyrir
ungt fólk á íslandi. Þar get-
/ urðu tekið próf og fengið úr-
skurð um það hvort þú sért
fífl, ólétt(ur), upplýsingafíkill,
kominn yfir þrítugt og margt
fleira. Svo er tvífarabankinn
líka á vefnum og allar upplýs-
ingar um það sem þú þarft að
vita um menningar- og
skemmtanalífið og miklu meira
til er á vefnum. Log on!
„Þar sem ég er textílhönnuður
þá legg ég aðaláherslu á efnin og
litina fremur en sniðin. Það
eru frekar einfold form á fot-
unum hjá mér og ég nota
mikið náttúruleg efni,“ segir
hin 28 ára gamla Berþóra
Guðnadóttir sem ætlar að
halda tískusýningu í kvöld,
fostudag, í vöruskemmu á bak
við Kassagerðina. Þetta er fyrsta
tískusýning Bergþóru en fötin
hennar hafa þó verið tU sýnis í
versluninni Aurum, Laugavegi 27,
frá því í desember, en verslunina
rekur hún ásamt guUsmiðnum og
skartgripahönnuðinum Guðbjörgu
Kristínu Ingvarsdóttur. „Við höf-
um aðeins verið að vinna saman.
Til dæmis hefur Guðbjörg hannað
nælur á fotin hjá mér sem halda
flíkunum saman í staðinn fyrir
„Það er svo miklu auðveldara að
gera eitthvað fríkað og ónothæft
heldur en smekklegt og nothæft,"
segir hönnuðurinn Bergþóra Guðna-
dóttir sem vill að fólk geti gengið í
fötunum sem hún hannar en hún
hannar föt á bæði kynin.
Ðergþóra Guðnadóttir er ungur fatahönnuður í Reykjavík sem leggur meiri áherslu
á efni og liti en form og snið. Hún sýnir hönnun sína í kvöld á tískusýningu í
vörusl^pimu í Reykjavík.
i
4
16.-1 9. MARS
Taktu forskot á vorsæluna!
Fáðu fallegar vorvörur á frábæru verði,
njóttu Ijúfra veitinga og þiggðu góða
þjónustu á Kringlukasti.
Fylgstu vel með sérkjörunum!
Nokkrar verslanir og þjónustuaðilar
veita dag hvern 15% viðbótarafslátt
af sérvaldri vöru eða þjónustu
ofan á Kringlukastsafsláttinn.
í dag koma þessar verslanir þér á óvarf:
SKÍFAN
BYGGT OG BÚIÐ
TEKK VÖRUHÚS
nm
NYJAR VORUR
m e ð sérsfökum afslcetti
20%-50%
föstudagur
laugardagur
sunnudagur
Uppiýsingar i síma 588 7788
hefðbundar tölur og rennilása,"
segir Bergþóra sem útskrifaðist úr
textíldeild Myndlista- og handíða-
skólans síðastliðið vor. Fyrir utan
að þæfa og þrykkja á efnin sem
hún notar samnar hún einnig öll
fötin sjálf og segist hafa lært
saumaskapinn af bókum og einnig
af ömmum sínum. „Ég sauma
einnig mikið út í fötin, ekki endi-
lega myndir heldur ýmis form sem
undirstrika t.d. saumana," segir
Begþóra sem býður fólk velkomið í
skemmuna um hálfníuleytið. Undir
tískusýningunni verður spiluð lif-
andi tónlist.
heimasíöa vikunnar
Heimasíða vikunnar er:
www.dullmen.com
leiðinlega
Loksins er komin heimasíða fyr-
ir leiðinlega karlmenn. Klikkaðu
þig inn á www.dullmen.com og at-
hugaðu hvort þú fellur inn í þenn-
an hóp með því að taka próf sem er
á síðunni. Ef þú stenst prófið get-
uröu rúllað i gegnum síðuna og
notið góðs af öllum þeim ráðum
sem þar er að finna - ráð fyrir þig
sem hefur áttað þig á því að þú ert
ekkert sérstaklega spennandi karl-
maður. Á síöunni geta leiðinda-
seggir komist í samband við aðra
leiðindaseggi og deilt sínum leiðin-
legu áhugamálum. Þar er einnig að
finna leiðinlega brandara, ömur-
Irarl m aki n
imii iiiiwiiii
Duil Men’s Club
—'
* —
-— ~
!SfflMT
legar mataruppskriftir og annað
leiðinlegt efni. Síðan sjálf er einnig
alveg ferlega óspennandi upp sett,
lítið af myndum og öðru skrauti
þannig að hún virkar eiginlega frá-
hrindandi við fyrstu sýn.
14
f Ó k U S 17. mars 2000