Dagblaðið Vísir - DV - 05.04.2000, Blaðsíða 14

Dagblaðið Vísir - DV - 05.04.2000, Blaðsíða 14
14 MIÐVIKUDAGUR 5. APRÍL 2000 MIÐVIKUDAGUR 5. APRÍL 2000 27 Útgáfufélag: Frjáls fjölmiðlun hf. Stjórnarformaöur og útgáfustjóri: Sveinn R. Eyjólfsson Framkvæmdastjóri og útgáfustjóri: Eyjólfur Sveinsson Ritstjórar: Jónas Kristjánsson og Óli Björn Kárason Aöstoöarritstjóri: Jónas Haraldsson Auglýslngastjóri: Páll Þorsteinsson Ritstjórn, skrifstofur, auglýsingar, smáauglýsingar, blaðaafgreiösla, áskrift: Þverholti 11,105 Rvík, sími: 550 5000 Fax: Auglýsingar: 550 5727 - Ritstjórn: 550 5020 - Aðrar deildir: 550 5999 Græn númer: Auglýsingar: 800 5550. Áskrift: 800 5777 Stafræn útgáfa: Heimasíða: http://www.skyrr.is/dv/ Vísir, netútgáfa Frjálsrar fjölmiðlunar: http://www.visir.is Ritstjórn: dvritst@ff.is - Auglýsingar: auglysingar@ff.is. - Dreifing: dvdreif@ff.is Akureyri: Strandgata 25, sími: 462 5013, blaöam.: 462 6613, fax: 4611605 Setnlng og umbrot: Frjáls fjölmiölun hf. Filmu- og plötugerö: ísafoldarprensmiöja hf. Prentun: Árvakur hf. Áskriftarverö á mánuði 1950 kr. m. vsk. Lausasöluverð 180 kr. m. vsk., Helgarblað 250 kr. m. vsk. DV áskilur sér rétt til að birta aðsent efni blaðsins í stafrænu formi og I gagnabönkum án endurgjalds. DV greiðir ekki viðmælendum fyrir viðtöl við þá eða fyrir myndbirtingar af þeim. Skynsamleg sameining Sameining íslandsbanka og Fj árfestingarbanka at- vinnulífsins, FBA, er bæði eðlileg og skynsamleg. Eig- endur, stjórnendur og starfsmenn íslandsbanka geta einnig þakkað sínum sæla að hugmyndir um samruna íslandsbanka og Landsbanka urðu ekki að veruleika. Hugmyndir um hagræðingu á islenskum fjármála- markaði hafa á síðustu misserum gengið út í öfgar og á stundum virðist sem menn hafi ekki séð annað en til- búin reiknilíkön um hverju hin eða þessi sameiningin skilar. í leiðara DV 22. mars síðastliðinn sagði um þetta meðal annars: „Enginn deilir um að hægt sé að ná fram miklum sparnaði með sameiningu fjármála- stofnana hér á landi eins og annars staðar. Það eru gömul sannindi og ný. Hins vegar verður að setja spurningu við það hvort hagstætt sé að íslandsbanki og Landsbanki renni saman í einn gríðarlegan stóran og öflugan banka með yfirburðastöðu á fjármálamark- aði.“ Og nokkru síðar sagði: „Öll rök hníga að því að miklu skynsamlegra sé fyrir viðskiptaráðherra og rík- isstjórnina að hraða einkavæðingu bankakerfisins en að ýta undir sameiningu eins ríkisviðskiptabankans og íslandsbanka. Hér skiptir litlu hvort reiknilíkön fjár- málamanna sýni griðarlegan sparnað af sameiningu og samruna fjármálafyrirtækja, sem eigendur og við- skiptavinir fá að njóta. Þróunin verður að gerast á markaðslegum forsendum en ekki með stefnuyfirlýs- ingu frá opinberum aðilum.“ Það voru einmitt markaðslegar forsendur sem réðu ferðinni þegar forráðamenn íslandsbanka og FBA ákváðu að ganga saman í eina sæng. Og þegar drif- krafturinn er markaðurinn sjálfur ganga hlutirnir fjótt og örugglega fyrir sig. Ekki skemmdi sú staðreynd fyr- ir forráðamönnum íslandsbanka og FBA að fyrirtækin smella saman eins og flís við rass - svo notað sé orða- lag úr daglega lífinu - hvort heldur er litið til uppbygg- ingar eða kúltúrs og starfsmanna. Hjónaband íslandsbanka og FBA kallar hins vegar ekki á einhverjar róttækar aðgerðir stjórnvalda og allra síst á þvingaða sameiningu Búnaðarbanka og Landsbanka. Vera kann að reiknimeistarar geti sýnt fram á hagræðingu af sameiningunni en dregið skal alvarlega í efa að raunveruleikinn sanni niðurstöðu meistaranna. Mesta skynsemin er að gefa sparisjóðunum kost á því að taka þátt í þeirri miklu gerjun sem fram undan er á fj ármálamarkaðinum. En til þess verður að finna leið til að breyta sparisjóðunum í hlutafélög. Samein- aðir sparisjóðir og Búnaðarbanki auk Kaupþings gæti orðið öflug eining sem keppt gæti á jafnréttisgrunni við íslandsbanka - FBA og Landsbankann. Með því yrðu til þrjú stór fyrirtæki af svipaðri stærð á fjár- málamarkaðinum. Telji ráðamenn það nauðsynlegt að styrkja stöðu Landsbankans með einhverjum hætti má renna Nýsköpunarsjóði atvinnulífsins inn í bankann, enda sjóðurinn nokkur tímaskekkja. Samhliða þessari uppstokkun á ríkisstjórnin að skera upp íbúðalánakerfið og færa alla daglega um- sýslu inn í einkarekið fjármálakerfið sem hefur alla burði til að taka yfir starfsemi íbúðalánasjóðs, sem fyr- ir löngu er orðinn að nátttrölli í samtímanum. Óli Björn Kárason I>V Skoðuní- Illa rökstuddur dómur Formaöur Dómarafélags- ins fann að því á dögunum, að ég hafði gagnrýnt Vatn- eyrardóminn fræga. Taldi hann enga ástæðu til að ætla, að dómarinn i málinu hefði dæmt gegn betri vitund. Ég vona svo sannarlega, að for- maðurinn hafi rétt fyrir sér um það. Við verðum að geta treyst því, að dómarar dæmi eftir lögum, ekki eftir kosti á stundarvinsældum eða hugs- anlegum viðtökum i vinahóp. Mér blöskraði hins vegar, hversu illa dómurinn var rökstuddur, og skal ég nú bæta örfáum orðum við það, sem ég sagði hér fyrir skömmu. Hvers vegna áttu mennirnir ekki kvóta? Málið, sem lá fyrir dómaranum, var þetta: Menn, sem áttu skip, en ekki kvóta, töldu jafnræðisreglu stjórnar- skrárinnar brotna með því, að aðrir hefðu kvóta og ekki þeir sjálfir. Hvers vegna áttu mennirnir ekki kvóta? Aimaðhvort vegna þess að þeir höfðu selt kvóta sinn eða vegna þess að þeir Hannes Hólmsteinn Gissurarson prófessor höfðu ekki tilskilda veiði- reynslu, þegar kvótum var fyrst úthlutað í árslok 1983. Ef þeir höfðu ekki tilskilda veiðireynslu, þegar kvótum var fyrst úthlutað, þá gátu þeir haldið því fram, að regl- an um upphaflega úthlutun eftir veiðireynslu bryti gegn jafnræðisreglu stjórnarskrár- innar. Eðlileg mismunun í fyrri grein minni hér í blaðinu leiddi ég rök að því, að reglan um upphaflega út- hlutun eftir veiðireynslu bryti ekki gegn jafnræðisreglu stjómarskrárinn- ar, því að löggjafínn yrði vitaskuld að taka meira tillit til þeirra manna, sem hætt hefðu fjármunum sínum og af- komumöguleikum i því skyni að stunda fiskveiðar, en til hinna, sem ekki hefðu nýtt sér aðganginn að fiski- miðunum, á meðan hann var óheftur. Sú mismunun, sem ætti sér stað með úthlutun kvóta eftir veiðireynslu, væri efnisleg og eðlileg. Þar sem kvótarnir væru framseljanlegir, úthlutuðu þeir sér síðan sjálfir á frjálsum markaði, „Málið, sem lá fyrir dómaranum, var þetta: Menn, sem áttu skip, en ekki kvóta, töldu jafnrœðisreglu stjómar- skrárinnar brotna með því, að aðrir hefðu kvóta og ekki þeir sjálfir. “ svo að eftir upphaflega úthlutun ætti sér ekki stað nein mismunun. I því sambandi hefur sú athyglisverða stað- reynd komið fram nýlega, að 81% kvót- anna hafa skipt um hendur, frá því að þeim var upphaflega úthlutað. Sú athyglisverða staðreynd, að 81% kvótanna hafa skipt um hendur, merk- Sorphirðuáætlun Umhverfisráðherra hefur sett af stað umfangsmikið starf til þess að vinna sorphirðuáætlun fyrir landið. Hún hefur skipað nefnd um endur- nýtingu úrgangs. Nefndinni er ætlað að vinna tillögur að aukinni flokkun og endumýtingu úrgangsefna. Við þetta starf þarf að hafa í huga skuld- bindingar íslands vegna samninga um Evrópska efnahagssvæðið. Ljóst er að EES mun gera mjög strangar kröfur um gassöfnun frá urðunarstöðum. Þær kröfur geta haft talsverð áhrif á urðun hérlend- Kaiiaisawrt - Kjallari ■ GETUR ÞAÐ VERiÐ AÐ BIÐR0ÐIN SEM ÞÚ ERT EF TIL VILL í NÚNA „Flokkun úrgangs er viðamikið verkefni á nœstu ámm þannig að tryggja megi að kröfum verði fullnœgt í hverjum flokki. Umhverfisráðherra hefur bmgðist vel við og nú er að láta hendur standa fram úr ermum. “ Með og á móti Á eftir öðrum Evrópuþ j óðum J „Jarðgangagerð . er gríðarlega mik- ■j£, ilvæg í þá átt að 1 ~~j, viðhalda byggðum landsins og íslendingar þurfa að veita mun meira fjármagn í jarðgangagerð til að bæta samgöngur hér á landi. Reyndar erum við langt á eft- ir öðrum Evrópuþjóðum hvað varðar fjármagn sem veitt er í landsamgöngur, is. Gasmyndun á urðunar- stað fer mjög eftir hitastigi í urðunarbing, sem aftur er háð stærð hans. Litlir urð- unarstaðir munu eiga erfitt með að uppfylla þessar kröf- ur auk þess sem lágt um- hverfishitastig hér norður hjá okkur dregur úr hraða gasmyndunar. Jafnframt er ljóst að svo- nefnd brennslutilskipun EES mun hafa áhrif á sorp- brennslu hér þar sem mjög __________ auknar kröfur eru gerðar til hreinsunar reyks frá brennsluofnum. Kröfur um mæling- ar á útblæstri mengandi efna eru og harðar og nauðsynlegur búnaður til þess að uppfylla þessar kröfur er dýr. Minnkandi urðun Kröfur eru gerðar um minnkandi urðun. Hertar kröfur eru um endur- nýtingu úrgangs og endurnotkun. Krafa um endumotkun (reuse) felur einfaldlega í sér að úrgangur verði notaður aftur, en endumýting (recovery) getur falið í sér bæði end- urvinnslu (recycling) og orkuvinnslu og jarðgerð. Það háir okkur við end- urnýtingu til orkuvinnslu að mest af úrgangi fellur til á svæðum sem hafa hitaveitur, tiltölulega lágan hitunar- kostnað. Til greina kemur að flytja sorp til kaldra svæða og brenna þar, nýta hitaorkuna til upphitunar vatns og koma þannig upp varmaveitum. Þannig vinnst tvennt, kröfum EES yrði fullnægt um endurnýtingu og orkuframleiöslan kæmi að gagni. Guðmundur G. Þórarinsson verkfræöingur Verulegur varmi fæst við t.d. brennslu hjólbarða og ýmiss konar plastafurða s.s. bændaplasts. í flestum tilvikum er brennsla mun dýrari en urðun, en sala varma getur minnkað óhag- ræðiö. Sorpa vinnur veru- legt magn af metangasi á sínum urðunarstað og er nú senn að flytja inn bíla sem nota gasið sem orku- gjafa. Það ætti að flokkast sem endurnýting sam- kvæmt kröfum EES. Kröfur og magn Á íslandi falla til um 230.000 tonn af úrgangi á ári. Talið er að um 60.000 tonn af því séu ýmiss konar umbúðir. Samkvæmt kröfum EES skulu eftir 1. júlí 2001 minnst 50% af umbúðum, eftir þyngd, vera endur- nýtt. Af heildarumbúðaúrgangi skulu 25-45 % vera endurunnin á þessum tíma og minnst 15% af um- búðaúrgangi í hverjum flokki, en umbúðir eru flokkaðar í 7 flokka. Þetta dæmi sýnir hve ítarlegar þess- ar kröfur eru. Nú er sérstaklega til skoðunar hvemig ná megi þessum mörkum fyrir pappafernur sem eru drykkjar- vöruumbúðir og notaðar utan um ýmsa matvöm. Flokkun úrgangs er viðamikið verkefni á næstu árum þannig að tryggja megi að kröfum verði fullnægt í hverjum flokki. Um- hverflsráðherra hefur brugðist vel við og nú er að láta hendur standa fram úr ermum. Guðmundur G. Þórarinsson Stöðva ekki landsbyggðarflóttann Jón Kristjáns- son, alþingis- maöur Fram- sóknarflokksá Austurlandi. jarðgöng, brýr, þjóðvegi o.þ.h. Ef við viljum standa jafnfætis þessum þjóðum verðum við að taka okkur á. Einhverjir segja að lands- byggðarflóttinn stöðvist ekki með jarðgöngum en ég vil taka það fram að það þarf fleiri þætti til að halda aftur af honum - ekki bara jarð- göng.“ r„Sem gamall landsbyggðarmaður er ég náttúrlega ekki að setja mig upp á móti bættum samgöng- um. Ég er fylgjandi jarðganga- gerð fyrir austan sem ég tel vera lykilatriði fyrir stóriðju en hins vegar er ég mjög á móti nýjum jarðgöngum fyrir norð- an, t.a.m. um Siglufjörð og Ólafsfjörð. Á meðan suðvestur- Gunnar I. Birg- isson alþingis- maöur Sjálf- stæöisflokks á Reykjanesi. homið er svelt fjárhagslega og menn setja fyrir sig tvöfóldun Reykjanesbrautar fyrir 2 millj- arða er verið að tala um að setja 35 milljarða í jarðgöng. Það hefur sýnt sig að jarðgöng stöðva ekki landsbyggðarflótt- ann, fólk heldur áfram að fara og ég tel að fjármununum væri betur varið í þróun á upplýs- ingatækni og bætta útgerð á þessum stöðum.“ -KG á landsbyggðinni Fyrirætlanir um stórfellda útgjaldaaukningu til jarðgangageröar á íslandi hafa falliö í misgrýttan jaröveg. Andstæöingar benda á kostnaöinn sem þessu fylgir um leiö og brýn samgöngu- verkefni á suövesturhomi landsins sitji á hakanum. Aörir segja loksins, loksins, og fagna því aö íslendingar hafi ákveðiö aö standa jafnfætis öörum Evrópuþjóöum í landsamgöngumálum. Efég verð kosinn œtla ég að sjá til þess að ungir afbrotamenn... ir tvennt. í fyrsta lagi hafa margir selt kvóta sinn og hætt veiðum. Það var einmitt það, sem stefnt var að í upp- hafi. Þetta hefur gerst í sæmilegri sátt, menn verið keyptir út af íslandsmið- um, ekki hraktir út. Og í öðru lagi hafa langflestir þeir, sem hafa nú kvóta, greitt eitthvað fyrir hann. Hvers vegna kaupa eigendur Vatneyrarinnar ekki kvóta eins og þeir? Aðaiatriðíð Ævar R. Kvaran, lögfræðingur og leikari, sagði eitt sinn, að hann hefði gleymt öllu þvi, sem honum hefði ver- ið kennt i lagadeild, en hann iðraðist síður en svo laganámsins, því að hann hefði þar lært að greina í milli aðal- atriða og aukaatriða. Frá sjónarmiði dómara í Vatneyrar- málinu er aðalatriðið ekki, hvort kvótakerfið sé gott eða vont eða hvort menn græði of mikið eða lítið á þvi, heldur hvort brotið hafi verið á eigend- um Vatneyrarinnar með upphaflegri úthlutun kvótanna. Ég fæ ekki séð, hvernig það hafi verið gert. Dr. Hannes Hólmsteinn Gissurarson Ummæli Rýrnandi fag- mennska „Undanfarin ár hefur fjölgun mat- reiðslu- og þjóna- nema í Hótel- og veitingaskólanum staðið í stað eða þeim jafnvel farið fækkandi ef eitthvað er. Er skólinn þó með frábæra aðstöðu fyrir kennslu í þessum greinum... Á nánast hvem einasta matsölustað og hótel í borginni og úti á landsbyggð- inni vantar faglærða matreiðslumenn og þjóna. Fer ástandið sifellt versn- andi með fjölgun staðanna sem margir hverjir hafa brugðið á það ráð að ráða til sín ófaglært fólk í stöðurnar." Jakob H. Magnússon matreiðslu- meistari, í Mbl. 4. april Þrælabúðir nektar- dansmeyja „Svona samningur er engum bjóðandi og greinilegt á honum að þessir erlendu nektardansarar eru að koma hingað til lands í algerar þræla- búðir... Mér finnst lika athyglivert að sérstaklega sé getið um að vændi sé bannað og virðist nektarstaðurinn þama vera að tryggja sina stöðu. Aftur á móti virðist mér erfitt að sjá hvar mörkin liggja milli vændis og þeirrar þjónustu sem á sér stað í þessum sérstöku VIP-klefum.“ Ásta Ragnheiöur Jóhannesdóttir alþm., í Degi 4. apríl. Alvarlegt umhugs- unarefni „Kjarasamningur Flóabandalagsins og Samtaka atvinnulífsins var sam- þykktur með 26 atkvæða meirihluta í atkvæðagreiðslu... Það er athygli vert, hve naumur meirihlutinn fyrir samn- ingunum er, og ef til viil bendir hann til þess, að fólk hafi gert sér meiri vonir um kjarabætur í þvi góðæri, sem ríkt hefur. En áhugaleysið er alvarlegt umhugsunarefni." Ónafngreindur leiöarhöfundur, í Mbl. 4. apríl. Slakir samningar? „Ég tel samning okkar í Flóabandalag- inu góðan, hann veit- ir okkar fólki launa- bætur og einnig er hægt að opna hann að ári ef verðbólga minnkar ekki eða ef aðrir hópar fá meiri launahækkanir en okkar fólk.“ Siguröur T. Sigurösson, form. Verka- mannafél. Hlífar, í Degi 4. apríl. fái sömu meðferð og áóma og fullorðnir. ) Afhverju? Glœpum unglmga er þegar farið að fækka. Þá megum við engan tíma missaU ‘T Koltvísýringur - auðlind á villigötum Loftslag jarðar gæti verið að breytast af mannavöld- um. Það stafar af uppsöfnun svokallaðra gróðurhúsaloft- tegunda í andrúmsloftinu. Koltvísýringur (C02) er langveigamestur gróður- húsalofttegimdanna eða um tveir þriðju hlutar þeirra. Styrkur þess í andrúmsloft- inu hefur aukist um 30% á síðustu 200 árum, fyrst og fremst vegna bruna elds- neytis úr jörðu og land- hnignunar, einkum skó- geyðingar og jarðvegsrofs. Með sama áframhaldi myndi magn C02 tvöfald- ast til ársins 2100, auk þess sem magn annarra gróðurhúsaloft- tegunda mun einnig aukast. Afleiðingar gætu orðið uggvænleg- ar. Öfgar í veðurfari myndu aukast, lægðir dýpka, loftslagsbelti færast til, eyðimerkurnar stækka, og líf- fræðilegum fjölbreytileika yrði ógn- að. Spár gera jafnvel ráð fyrir hrað- ari loftslagsbreytingum en nokkru sinni fyrr á síðustu 10.000 árum. Áhrif á samfélag þjóðanna yrðu mik- U. Greiðum koiefnisskuldina við landið Aukinn styrkur koltvísýrings í andrúmslofti er ógn við framtíð jarð- arbúa. En það má einnig líta á koltvísýringinn sem auðlind á villi- götum. Við ljóstillífun tekur gróður- inn til sín kolefnishlutann og breytir því í lífræn efni, en skilar súrefninu út í andrúmsloftið. Lífræna efnið er ekki aðeins i gróðri ofanjarðar. Stór hluti af því geymist í jarðveginum og er grundvöllur að frjósemi lands og þar með undirstaða landkosta um heim allan. Hvað okkur íslendinga varðar eig- um við stóra kolefnisskuld að gjalda við landið vegna gróður- og jarð- vegseyðingar. Talið er að ígildi allt að 1,6 milljarða tonna af CÖ2 hafi glatast úr vistkerfum landsins á síð- ustu 1100 árum. Til samanburðar nemur „losun“ gróöurhúsaloft- tegunda af manna völdum hér á landi „aðeins" rúmum 3 milljónum tonna á ári. Með landgræðslu og skógrækt er unnt að binda mikið kolefni, þ.e. skila því aftur til jarðar og endur- heimta um leið frjósemi landsins, þjóðinni allri til hagsbóta. Slík kolefnisbinding er jafnframt afar hagkvæmur valkostur við að mæta þeim markmiðum loftslagssáttmál- Andrés Arnalds fagmálastjóri Land- græöslu ríkisins ans að halda styrk gróður- húsalofttegunda í lofthjúpn- um innan hættumarka svo áhrif manna á loftslag jarð- ar verði sem minnst. Kolefnisbinding er hagkvæm leið Ríkisstjórnin hefur á undanfórnum árum variö 450 milljónum kr. til sér- staks átaks í landgræðslu og skógrækt. Markmið þess er að á þessu ári hafi tekist að auka bindingu koltvísýr- ings um 100 þúsund tonn miðað við 1990. Verkefnið hefur gengið ákaf- lega vel og er nú þegar ljóst að ár- angurinn er langt umfram vænting- ar. Það stafar annars vegar af meiri afköstum við landgræðslu og skóg- rækt en reiknað var með, hins vegar af því að kolefnisbinding í jarðvegi er óvenjumikil hér á landi miðað við önnur lönd. í „Átakinu" hefur allur stofn- kostnaður verið að fullu greiddur samhliða framkvæmdum. Það veld- ur því hins vegar að ýmsum hefur virst að kolefnisbinding sé mjög dýr leið til að koma í veg fyrir aukningu koltvísýrings í andrúmsloftinu. Svo er ekki. Þessi stofnkostnaður skilar mikilli kolefnisbindingu um áratuga skeið og árlegur kostnaður er því lít- iil. Nefna má sem dæmi til að skýra þetta betur að kolefnisbinding vegna „Átaksins" nægi að mæta aukinni mengun vegna fjölgunar bíla 1990 til 2000, og reyndar gott betur, næstu áratugina. Kostnaðurinn er jafn- framt aö fullu greiddur. Ef uppgræðslukostnaði er deilt niður á 50 ár og reiknað með 5% vöxtum á upphaflega fjárfestingu verða kostnaðartölurnar lágar, eða á bilinu 400 til 700 kr. á hvert tonn CÖ2 eftir bindingarhraða. Þetta eru sambærilegar tölur við það sem er algengt við góðar aðstæður erlendis. Þjóðhagslegt gildi kolefnisbinding- ar með landgræðslu og skógrækt er mikið, t.d. vegna hagkvæmari land- búnaðar, skóga, skjóls gegn vindum og skafrenningi og bættrar vatns- miðlunar. Það væri þvi æskilegt aö y „mengunarvaldar", stjómvöld og all- ir aðrir sem hagsmuna eiga að gæta standi saman að verkefnum við kolefnisbindingu, stórum sem smá- um, samhliða því að leitað verði leiða til að draga úr losun gróður- húsalofttegunda. Andrés Amalds „Þjóðhagslegt gildi kolefnisbindingar með landgrceðslu og skógrœkt er mikið, t.d. vegna hagkvœmari landbún- aðar, skóga, skjóls gegn vindum og skafrenningi og bœttrar vatnsmiðlunar. “

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.