Dagblaðið Vísir - DV - 12.04.2000, Qupperneq 2

Dagblaðið Vísir - DV - 12.04.2000, Qupperneq 2
2 MIÐVIKUDAGUR 12. APRÍL 2000 DV Fréttir Ásdís Jenna Ástráðsdóttir, 30 ára, lamaðist og varð spastísk af fyrirburagulu: Bíðum spennt og von- umst eftir kraftaverki - segir faðirinn eftir rafskautaaðgerð sérfræðings frá Oxford sem kom til íslands „Við erum auðvitað mjög spennt og vonumst eftir kraftaverki. Það er búið að bíða eftir því allt lif stúlkunnar. En þaö má vissulega ekki gera sér óraunhæfar vonir,“ sagði Ástráður Hreiðarsson, læknir og faðir Ásdísar Jennu, sem hefur verið lömuð og spastísk frá fæðingu þar sem hún kom í heiminn fyrir tímann og fékk alvarlega fyrirbura- gulu á sjúkrahúsinu á Akureyri fyr- ir rétt um 30 árum. Fjölskylda Ásdísar og reyndar nokkurra annarra sjúklinga með mismunandi sjúkdóma hér heima biða nú eftir að sjá árangur af að- gerðum heila- og taugaskurðlæknis- ins Titu Aziz frá Oxford og Garðars Guðmundssonar á heila- og tauga- deild Landspítalans I Fossvogi. Komi til verkfalls: Áhrifanna mun gæta víða „Komi til verkfalls mun áhrif- anna gæta víða og þau koma fljótt fram,“ segir Snær Karlsson hjá Verkamannasambandi íslands, en svo kann að fara að verkfall VMSÍ á landsbyggðinni skelli á á mið- nætti í kvöld. Bein áhrif verkfallsins verða ekki mikil á höfuðborgarsvæðinu þar sem Flóabandalagið samdi fyrir hönd verkalýðsfélaganna í Reykjavík, Hafnarfirði og á Suð- urnesjum, en áhrifanna mun strax fara að gæta á landsbyggð- inni. Þannig leggst fiskvinnsla t.d. strax niður um allt land og starfsemi lamast í afurðastöðvum, s.s. mjólkur- og kjötiðnaöarstöðv- um, og ræstingar leggjast af viða. Allir flutningar á landi leggjast niður og verkfallið mun hafa áhrif á flug á einhverjum stöðum. Bensín verður ekki afgreitt eftir aö birgðir á bensínstöðvum þrjóta en þangað til geta menn keypt bensín í sjálfsölum. -gk DVJilYND ÞOK Veðurhorfur á Alþingi Snarpar og heitar umræöur uröu á þingi í gær um þingsályktunartillögu Kristjáns Pálssonar þar sem gert er ráö fyrir aö gömul, íslensk veöurheiti fái aö halda sér en víki ekki fyrir nýjum alþjóölegum mælieiningum sem Veðurstofan hef- ur tekiö upp. Kristján sést hér á miöri mynd viö hlið Péturs Blöndal en aö bakl þelm sitja framsóknarráöherrarnir Ingi- björg Pálmadóttir, en yfír henni viröist lægö, Páll Pétursson, sem lítur allhvasst til suöausturs, og Halldór Ásgrímsson sem er eins og logniö sjálft. 70 prósent líkur á bata En hverjar eru batavonir Ásdísar Jennu og hvemig á slíkt sér stað? Ástráður faðir hennar segir að nú- tíma læknavísindi hefðu gert kleift - með réttum tækjum og viðeigandi rafskautstækni og þekkingu - að ákveðnar stöðvar í heila fólks séu örvaðar í þeim tilgangi að láta vöðva fólks slaka á, t.a.m. hjá fólki sem er með Parkinsonveiki á háu stigi. Leiðslur og vírar gera raf- örvunina mögulega með tækni sem afar vandasamt er aö framkvæma. Ástráður segir að hér sé í raun um að ræða myndgreiningu í þrívídd. Áður en aðgerðin var fram- kvæmd á Ásdísi Jennu, á höfði og brjóstkassa, taldi læknirinn frá Ox- ford að 70 prósent líkur væru á að hún fengi bata. Batinn kemur hins vegar ekki í ljós að fullu fyrr en hægt er að hleypa rafstraumi á stöðvarnar sem eiga að láta vöðvana slaka á. Slíkt vilja lækn- amir hins vegar ekki gera fyrir en sárin eftir aðgerðina á höfði og brjóstkassa eru gróin. -Ótt Miklar vonir eru bundnar við aðgerðimar. Stórkostlegt að fá lækninn „Það er stórkostlegt að þessi læknir og viðeigandi tæki séu komin hingað til lands," sagði Ástráður. Saga Ásdísar Jennu er sú að hún fæddist fyrir tímann árið 1970 á Akureyri og fékk fyr- irburagulu sem skaðaði heilastöðvar hjá henni. Hún varð lömuð og spastísk og hefur ekki haft stjórn á vöðvum. Einnig er hún heyrnarskert og fékk t.a.m. heyrnartæki þegar hún var aðeins þriggja mánaða. Ás- dís Jenna hefur ekki getað gengið og heldur ekki náð að stjóma handleggjum sem oftast eru á mikilli hreyfmgu. Hún hefur náð að stjóma sér í rafmagns- hjólastól með því að þrýsta hökunni á takka og blæs í munnstykki svip- að og leikarinn frægi Christofer Reeves, fyrrum Superman. Engin DV-MYND TEÍTUR Var í aðgerð - árangurs beðið Ásdís Jenna liggur nú á Borgarspítalanum. Læknir segir 70 prósent líkur á bata. lyf hafa virkað vel á þau vandamál sem Ásdís Jenna hefur átt við að stríða. Hún nemur guðfræði við Háskóla íslands. Sambýlismaður hennar er Heimir Karlsson nemi. Enn um launaóreiðu í Iðnskólanum í Reykjavík: Deildarstjórar eiga um 11 milljónir inni - skipulagið vitlaust og ýmsir vanhæfir, segir trúnaðarmaður Ljóst er að Iðnskólinn í Reykjavík þarf að greiða flestum af 25 deildar- stjórum skólans umtalsverðar fjárupp- hæðir vegna vangreiddra launa frá upphafl ráðningar þeirra á miðju ári 1998. Þetta er ljóst orðið í framhaldi af sátt sem náðst hefur um málefni deild- arstjóra milli Kennarasambands ís- lands annars vegar og fjármála- og menntamálaráðuneytis hins vegar. Samkvæmt heimildum DV er upphæð- in áætluð ríflega 11 milljónir króna. Áður hafði komið í ljós, að vangreidd laun til kennara skólans vegna prófa- vinnu fyrir vor 1999 námu a.m.k. 4 milljónum króna. Er þá enn eftir aö endurskoða fjórar annir af sömu ástæðu. Samkvæmt þessu má gera ráð fyrir að allar leiðréttingar á launum deildarstjóra og kennara IR nemi vel á þriðja tug milljóna króna. Upphaf „deild- arstjóramálsins" má rekja til þess að Kennarasam- band íslands höfðaði mál fyrir félagsdómi. Mál- ið snerist um vangreiðslu á launum til deild- arstjóra. Þá hafði áheymarfulltrúi kennara í skóla- nefnd sent menntamálaráð- Enn eru að koma fram í dagsljósiö leiöréttingar sem IR þarf aö gera vegna vangoldinna launa til kennara og deildarstjóra skólans. Þá hefur komiö í Ijós að deildarskipulagiö í skólanum er meira eöa minna vitlaust og ýmsir deildarstjórar vanhæfir. herra • erindi með fyrirspurn um deildaskipu- lag og faglegt hæfi deildar- stjóra. Síðan náðist sátt í mál- inu og mennta- málaráðuneytið og fjármálaráðu- neytið sendu skólanum skýr- ingar við lög, reglugerðir og kjarasamninga. Þar kemur fram að málið varðar alla framhalds- skóla í landinu en engan skóla þó með jafhafgerandi hætti og Iðnskólann í Reykjavík. Auk leiðréttinga á vangreiddum launum er skólanum gert að ráða bót á öllum ráðningarmálum deildarstjóra nú í vor. „Bréf menntamálaráðuneytisins staðfestir að deildarskipulagið er meira og minna vitlaust," sagði Baldur J. Baldursson, trúnaðarmaður kenn- ara. „Ýmsir deildarstjórar sem skóla- meistari og skólanefnd hafa ráðið eru vanhæfir samkvæmt úrskurðinum." Fjármálaráðuneytið áætlar að hugs- anlega þurfi að leiðrétta laun í fleiri framhaldsskólum. Það er þó metið svo að ekki sé um að ræða rangfærslur sem komist í hálfkvisti við það sem verið hefur í Iðnskólanum. -JSS Akall til samgönguráöherra Forsvarsmenn sveitarfélaga á Vest- fjörðum hafa sent samgönguráðherra og Álþingi ákall um gerð Vestfjarðavegar. í ákallinu segir að vegurinn skipti miklu því byggðimar séu á jaðarsvæðum og vegna óhag- stæðrar byggðaþróunar á svæðinu undanfarin ár verði hann lifæð þeirra. Stefna Kristnihátíðarnefnd Hilmar Jónsson leikstjóri og Finnur Arnar Amarsson leikmyndateiknari hafa stefnt Kristnihátíðamefnd og ís- lenska ríkinu til greiðslu á rúmlega 340 þúsund krónum vegna vinnu sem þeir inntu af hendi við útfærslu hug- myndar um sérstaka „sögugöngu" á kristnihátíðinni. Dagur greindi frá. Eiliðaey ekki seld Elliðaey á Breiðafirði verður ekki seld heldur fær vitavörðurinn, Ásgeir Ámason, sem undanfarin ár hefur haft umsjón með vitanum sem þar er, nytjarétt í eynni. Málmey á Skagafirði verður ekki auglýst til sölu heldur boð- in sveitarfélaginu til kaups. Siglingar geti aukist Þór Jakobsson, veður- og hafisfræð- ingur hjá Veðurstofu fslands, telur að siglingar geti aukist mögulega norðan Síberíu nokkra mánuði á ári í framtíð- inni vegna bráðnunar og þynningar is- hellunnar á Norður-íshafi undanfama áratugi. RÚV greindi frá. Grófarhúsið Borgarráð samþykkti í gær tillögu um að húsið að Tryggvagötu 15, sem hýsa mun aðalbækistöð Borgarbóka- safns, Borgarskjalasafnið og Ljós- myndasafn Reykjavikur, muni heita Grófarhúsið. Skuld hækkuð Starfshópur sem samgönguráðherra skipaði seint á siðasta ári hefur komist að þeirri niðurstöðu að vegna breyt- inga á efnahagsreikningi Landssímans hefur skuld hans við ríkissjóð hækkað um fjóra milljarða króna. Ekki í varaformann Bryndís Hlöðvers- ■ dóttir hefur ákveðið ■ að gefa ekki kost á ■ sér í varaformanns- & £■ kjöri Samfylkingar- ■ AH innar. Hún segir ■ mikilvægt að alþýðu- A JHB bandalagsfólk komi ^sameinað til stofn- fundar og mótframboð gegn Margréti Frimannsdóttur sé ekki til þess fallið. Áhugi á rafrænni afþreyingu íslendingar hafa tilhneigingu til að vinna iengur en tíu stundir á dag, flest samskipti þeirra em í gegnum farsíma og tölvupóst og þeir em ákaflega áhugasamir um rafræna afþreyingu, allt frá kvikmyndum yfir í vefráp, að því er segir í nýlegri grein á vef banda- ríska dagblaðsins USA Today en grein- in heitir „Iceland warms to the Net“. Mbl.is greindi frá. Sýnir ekki kostina Sverrir Hermanns- son, formaður Frjáls- lynda flokksins, segir skýrslu Halldórs Ás- grimssonar utanrikis- ráðherra ekki sýna kosti þess að ísland gerist aðili að Evrópu- sambandinu. Mynd og efhi Tekið skal fram að mynd af einstaklingi sem birtist með kjallara- grein hér í DV í gær undir yfirskriftinni Klónaðir Qölskyldufeður, tengist e&i kjallarans ekki á neinn hátt. -hdm

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.