Dagblaðið Vísir - DV - 12.04.2000, Blaðsíða 7

Dagblaðið Vísir - DV - 12.04.2000, Blaðsíða 7
MIÐVIKUDAGUR 12. APRÍL 2000 J>V 7 Fréttir Víkingaskipiö Islendingur er nú í slipp þar sem þaö veröur olíuboriö og maökvariö. Áætlaö er aö siglingin til New York taki um fjóra mánuði. Víkingaskipið íslendingur í slipp í Njarðvík: Verður varinn fyr- ir vatni og maðki - áhöfnin að mestu skipuð sjómönnum úr Eyjum Víkingaskipið íslendingur er nú í slipp í Njarðvík þar sem verið er að undirbúa það undir siglinguna miklu til New York. Verið er að ol- íubera skipið og dytta að því, að sögn Gunnars Marels Eggertssonar skipstjóra. „Það er verið að gera hann flottan og flnan fyrir sigling- una,“ sagði Gunnar. „ Auk þess er verið að setja á hann botnfarva sem hrindir frá alls konar kvikindum, eins og maðki sem vill leggjast á tirnbur." Gunnar Marel sagði að nú væri búið að ákveða hverjir yrðu í áhöfn- inni í siglingunni til New York. Sam- tals yrðu það níu manns. Kjarninn í henni yrði sjómenn frá Vestmanna- eyjum sem væru búnir að vera meira og minna saman til sjós í 25 ár. Þeir eru: Gunnar Marel skip- stjóri, Jóel Gunnarsson stýrimaður, Elías V. Jensson, Herjólfur Bárðar- son, Hörður Guðjónsson, Hörður Ad- olfsson, Pálmi Ásgeir Magnússon og Stefán Geir Gunnarsson. Þá yrði ein kona í áhöfninni, Ellen Ingvadóttir. „Áhöfnin var valin með tilliti til þess að menn þekktust vel og hefðu unn- ið saman,“ sagði Gunnar Marel. íslendingur mun leggja upp frá Reykjavík 17. júní næstkomandi. Siglt verður til Bröttuhlíðar í Græn- landi og þaðan til Nýfundnalands. Þar verður komið við á einum tíu stöðum. Síðan verður haldið frá Saint JohnYs á Nýfundnalandi, yfir til Halifax, Boston, New Port og New York. -JSS ittahllð. Reykjavík Hudsonflói L'Amse-Aux-Meadows Halifax Mikiö landbrot við Vík frá áramótum: Tugir metra hafa tapast DV, VIK I MYRDAL: „Upp úr áramótum virð- ist landbrot hafa verið mikið hér. Ég hef engar tölulegar upplýsingar um hversu mikið það er, við höfum ekki enn haft tök á að mæla það,“ sagði Sveinn Pálsson, verkfræð- ingur Víkurhrepps, í sam- tali við DV í gær. Sam- kvæmt heimildum DV hafa nokkrir tugir metra af melkollum orðið sjón- um að bráð á þessum harkalega vetri. Sveinn segir að menn hafi vissulega áhyggjur af hvar landrofið endar. „Þegar menn horfa til baka og sjá hvar strand- lengjan lá um aldamótin fyrir síðasta Kötlugos þá er hún komin skuggalega nálægt núverandi byggð,“ sagði Sveinn. Upp úr 1990 fóru menn að velta fyrir sér vörnum en þær eru enn ekki komnar á áætlunarstig. Þær munu kosta mikla fjármuni. „Það hefur verið landrof hér meira og minna frá 1970. Sjórinn hefur tekið úr fjörunni og heldur fór þá að hallast á ógæfuhliðina. Upp úr 1990 varð aftur mikið landrof hér DV-MYND SIGURÐUR HJALMARSSON Landið hverfur burt Þorbergur Einarsson, gamall bæjarstarfsmaöur í Vík, skoöar ummerkin eftir landbrotiö frá áramótum. Attmargir metrar lands hafa tapast. Myndin er tekin viö Bás, suövestur af þorpinu sem sést í baksýn. Bratthóll sést beint upp af kirkjunni. fyrir framan. Líklega hafa hefð- bundnar vindáttir ekki rikt á þeim árum, meira suðvestlægar áttir sem hafa gert landbrotið meira,“ sagði Sveinn Pálsson. Landbrot hefur staðið þarna allt frá síðasta Kötlugosi árið 1918. Stöðugt hverfur úr melkantinum og landið minnkar, mismikið eftir vindáttum. Eftir Kötlugos færist flaran á Mýrdalssandi mikið út og í hefðbundinni suðaustlægri átt fær- ist sandurinn til vesturs af Reynis- fjalli og bætir við landið. -SKH Landssöfnun til styrktar Svavari Guðnasyni: Er sjálfur að safna - og genginn í Frjálslynda flokkinn Svavar Guðnason, útgerðarmað- ur á Patreksfirði, neitar að gefa upp hversu mikið fé hefur safnast á bankareikning sem hann sjálfur stofnaði á eigin kenntölu í Búnaðar- bankanum í Garðabæ sjálfum sér til styrktar í baráttunni fyrir breyttu kvótakerfi. Aðilar sem Svavar hefur nefnt sem aðstandendur landssöfn- unarinnar þvertaka fyrir að eiga þar hlut að máli. „Ég kem ekki nálægt þessu og hef aldrei gert,“ sagði Jóhannes Egg- ertsson skipamiðlari sem Svavar hafði nefnt sem forsvarsmann landssöfnunar sinnar. „Svavar er kunningi minn og það var ég sem seldi honum Vatneyrina á sinum tíma. En ég er ekki að safna peningum fyrir hann,“ sagði Jóhannes. „Fólk þarf ekki að halda að ég ætli að nota þessa peninga fyrir salti í graut- inn. Ég hleypti þessari landssöfnun af stað fyrir áeggjan fjölmargra stuðn- ingsmanna og mun gera grein fyrir öllum útgjöldum Svavar Guðnason Peningarnir fara ekki í salt í grautinn. þegar þar að kemur,“ sagði Svavar Guðnason sem er staddur í Reykjavík í erind- rekstri tengdum Vatneyrar- dómnum svo og til að sækja fund hjá Frjálslynda flokknum um kvótamál en Svavar er nýgenginn í flokkinn: „Frjálslyndi flokkurinn er flokkur fyrir mig og ég styð hann heils- hugar í baráttunni fyrir breyttu fiskveiðistjórnun- arkerfi," sagði Svavar Guðnason. -EIR 'eica KUCHEH TECHMIK Tilbo&sverö kr. 38.700, Litaval: Hvítt eða dökkt Heimilistæki - 3 í setti Vönduð vnrn á frábæru verÖi stgr. Gufugleypir Tub 60 • 3ja hraða með Ijósi • sog 325 m2 á klst. Helluborð E60,1 • 4 steyptar hellur með áföstu takkaborði Innbyggður ofn HT410 • undir- og yfirhiti • 4 eldunaraðgerðir grill litur stál, hvítt eða dökkf mótordrifinn grillteinn Tilbo&sverö kr. 72.400,- stgr. Litaval: Hvítt eða dökkt '*-v - : -■ Gufugleypir Tub 60 • 3ja hraða með Ijósi • sog 375 m2 á klst. Keramikhelluborð VTC-M • 4 High Light hraðhellur með áföstu takkaborði Innbyggður ofn HT610 • fjölvirkur blástursofn • 3 hitaelement • 8 eldunaraðgerðir • sjálfhreinsibúnaður • mótordrifinn grillteinn • forritanleg klukka Tilbo&sverð kr. 83.900,- stgr. Litaval: Burstað stál Gufugleypir Tub 60 • 3ja hraða með Ijósi • sog 325 m2 á klst. • króm f.______— , Keramikhelluborð VTC-M • 4 High Light hraðhellur með áföstu takkaborði Innbyggður ofn HT635 • fjölvirkur blástursofn • 3 hitaelement • 8 eldunaraðgerðir • sjálfhreinsibúnaður • mótordrifinn grillteinn • forritanleg klukka • innbyggð kælivifta INNRETTINGAR JfcTÆKL HEILK&UpttfUNIN Vi& Fellsmúla Sími 588 7332 www.heildsoluverslunin.is OPIÐ: Mánud. - föstud. kl. 9-18, laugard. kl. 10-14

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.