Dagblaðið Vísir - DV - 12.04.2000, Blaðsíða 8

Dagblaðið Vísir - DV - 12.04.2000, Blaðsíða 8
8 Viðskipti_____________________________________________ Umsjón: Viðskiptabia&ið Jákvæð afkomu- viðvörun frá FBA - hluthöfum og starfsmönnum boöiö að kaupa hlutabréf í deCODE samhliða skráningu á Nasdaq Rekstur FBA gekk umtalsvert betur á fyrsta ársfjórðungi en áætlanir gerðu ráð fyrir. Þá kemur fram í frétt frá FBA að hluthöfum bankans verði boðið að kaupa hlutabréf félagsins, samtals 625 þúsund hluti, í deCODE genetics Inc. í tengslum við skráningu á NASDAQ. Þá hafa höfuðstöðvar FBA við Ármúla verið seldar en sölu- hagnaður vegna þeirra er 77 milljónir króna. Óendurskoðað árshlutauppgjör FBA fyrir fyrstu þrjá mánuði ársins 2000 verður birt 2. maí nk. f rekstrar- áætlun bankans fyrir yfirstandandi rekstrarár var gert ráð fyrir að heild- arhagnaður ársins fyrir skatta yrði um 1.763 milljónir króna. Rekstur bankans á fyrsta ársíjórðungi gekk umtalsvert betur en gert var ráð fyrir í rekstaráætluninni og er útlit fyrir að afkomutölur fyrsta ársfjórðungs muni endurspegla það mjög vel. Rétt er að benda á að tekjur félagsins eru háðar ytra umhverfi og sveiflur í ytri skil- yrðum geta valdið snöggum breyting- um á afkomu bankans, bæði jákvæð- um og neikvæðum. Olíuframleiðsla: Annar ekki eftirspurn Alþjóðlega orkustofnunin segir í mánaðarskýrslu sinni að 7% aukning olíuframleiðslu sem samþykkt var af OPEC-ríkjunum í mars nægi ekki til að vinna upp vöxt eftirspurnar eftir olíu. Stofnunin spáir því að á seinni hluta ársins verði eftirspum eftir olíu meiri en framleiðsla komi ekki til frekari framleiðsluaukningar. Ef sú verður raunin er hætt við að olía haldi áfram að hækka í verði á seinni hluta ársins. einangrunarglers fyrir íslenskar aðstæður. Glerborgargler er framleitt undir gæðaeftirliti Rannsóknastofiiunar byggjngariðnaðarins. GLERÐORG Dalshrauni 5 220 Haíharfiiði Sími 565 0000 Dísilvélar Loftkældar dísilválar frá Yanmar. Stærðir: 3,4-10 Hö m/án rafstarts. ■■■ wam mm Fjárfestingarbanki atvinnulífsins Reksturinn hefur gengiö betur en gert var ráö fyrir. Nú er búiö að selja þessa fasteign viö Ármúla og nemur söluhagnaður 77 milljónum króna. Sala hlutabréfa FBA í deCODE Síðastliðiö sumar keypti FBA ásamt fleiri innlendum aðilum helm- ingshlut upphaílegra áhættufjárfesta í deCODE genetics Inc, móðurfélagi fs- lenskrar erfðagreiningar. Var tilgang- ur kaupanna að færa umtalsverðan hlut bréfanna í hendur íslendinga. Einnig átti bankinn fyrir eignarhlut í félaginu. Á fundi stjórnar FBA 3. febr- úar sl. var ákveðið að stefna að því að selja eignarhlut FBA í deCODE. Mun salan fara þannig fram að hluthöfum FBA mun gefast kostur á að kaupa hlutabréf bankans í félaginu. Hluthöf- um FBA mun standa til boða að kaupa hlutabréfin í samræmi við eignarhlut sinn í bankanum, sam- hliða skráningu hlutabréfa deCODE á NASDAQ, og er þá bankinn laus við markaðsáhættu sína af bréfunum. Bókfært verð hlutabréfa bankans í deCODE er nú um 15 dollarar hver hlutur en söluverð verður það útboðs- gengi sem boðið verður þegar skrán- ing fer fram á NASDAQ. Liklegt er því að umtalsverður söluhagnaður myndist þegar bankinn selur bréf sín. Um er að ræða 625.000 hluti í deCODE genetics Inc. Fyrir hverjar 10.240 krónur sem hluthafí á að nafn- verði í FBA býðst honum að kaupa 1 hlut af hlutabréfum í deCODE. Þeim sem eiga minna en 10.240 krónur að nafnverði í FBA mun bjóðast að kaupa 1 hlut. Við söluna verður mið- að við hluthafaskrá bankans í lok mánudags, 10. apríl. Verði þátttaka hluthafa FBA almenn gæti hluthöfum í deCODE íjölgað um rúmlega fjögur þúsund. Samhliða sölu til hluthafa verður starfsmönnum FBA einnig boðið að kaupa eignarhlut í deCODE. Tilboðið um sölu hlutabréfanna er með fyrirvara um að bankaráð FBA telji útboðsverð hlutabréfa deCODE samhliða skráningu á NASDAQ vera viðunandi. FBA hefur selt helming eignarhluta síns í fasteigninni að Ármúla 13a sem verið hafa höfuðstöðvar bankans. Hagnaður af sölu fasteignarinnar er um 77 milljónir króna og tekjufærist á öðrum ársfjórðungi þessa árs. BskyB kaupir hlut í LetsBuylt.com - íslenskir fjárfestar meðal hluthafa Breska fjölmiðlafyrirtækið BskyB, sem að stærstum hluta er í eigu fjölmiðlakóngsins Ruperts Murdoch, hefur keypt hlut í sænska Internetfyrirtækinu LetsBuyIt.com fyrir 10 milljónir sterlingspunda, eða um 1,2 milljarða króna. Meðal hluthafa LetsBuyIt.com eru íslensk- ir fjárfestar og íslenski fjárfesting- arsjóðurinn Arctic Ventures. Við- skiptavefurinn á Vísi.is greindi frá i gær. LetsBu- ylt.com er internetfyrir- tæki sem tengir saman kaup- endur að vörum með það að markmiði að ná sem hag- stæðustum inn- kaupum. Fyrir- hugað er að Rupert Murdoch. taka upp samstarf við BskyB mn þróun nýrrar vefsíðu innan Inter- netverslunarsíðu BskyB. í frétt Bloombergs um kaupin seg- ir að LetsBuyIt.com hafl að undan- fornu unnið að því að afla fjár- magns til að fjármagna vöxt inn á 14 nýja markaði í Evrópu. BskyB til- kynnti í febrúar síðastliðnum að fyrirtækið ætlaði að verja um 250 milljónum sterlingspunda til fjár- festinga í internetfyrirtækjum. Siðareglur vegna hlutabréfaviðskipta Fréttastofa Stöðvar 2 og Bylgjunn- ar hefur sett sér siðareglur sem lúta að hlutabréfaeign og hlutabréfavið- skiptum fréttamanna. í fréttatil- kynningu frá Stöð 2 og Bylgjunni eru nýju starfsreglurnar kynntar en þær eru þessar: Starfsmenn frétta- stofu mega ekki fénýta sér, svo sem með kaupum eða sölu á verðbréfum, fjármálalegar upplýsingar sem þeir starfa sinna vegna öðlast fyrir opin- bera birtingu þeirra. Sömuleiðis er þeim óheimilt að miðla til annarra slíkum upplýsingum áður en þær birtast almenningi. Fréttamenn mega hvorki kaupa né selja, hvorki beint né óbeint, fyr- ir milligöngu þriðja aðila, hlutabréf eða önnur verðbréf sem þeir hafa í starfi sinu fjallað um nýlega eða vita til að þeir munu fjalla um bráð- lega. Eigi fréttamaður, maki, sambýl- ingur eða börn hans hlutabréf að markaðsvirði 200 þúsund krónur eða meira i einstöku Islensku fyrir- tæki ber honum að upplýsa frétta- stjóra um slíka eign. Hlutabréfakaup eru að verða æ algengara sparnaðarform hjá al- menningi hér á landi, og þá væntan- Fréttamenn Stöðvar 2 og Bylgjunnar. lega ekki siður meðal fréttamanna en annarra. Það er hins vegar höfuðnauðsyn fyrir fréttamiðla og fréttamenn að þeir njóti trausts og séu t.d. hafnir yfir grun um að fréttaflutningur þeirra stjórnist með einhverjum hætti af persónulegum hagsmunum. Því hefur fréttastofan sett sér þessar reglur og eru þær í samræmi við hliðstæðar reglur sem tiðkast víðs vegar í heiminum - ekki síst Evrópu og Bandaríkjun- um. MIDVIKUDAGUR 12. APRÍL 2000 DV HEILDARVIÐSKIPTI 445 m.kr. - Hlutabréf 266 % - Húsbréf 115 % MEST VIÐSKIPTI I Q FBA 57,4 % íslandsbanki 47,0 % Össur 44,7 % MESTA HÆKKUN i O Fiskiðjusamlag Húsavíkur 9,49 % O Skýrr 6,25 % O Auðlind 3,22 % MESTA LÆKKUN O ísienski hugbúnaðarsjóð. 3,68 % O SÍF 3,23 % o Hraðfrystistöð Þórshafnar 2,91 % ÚRVALSVÍSITALAN 1806 stig ; - Breyting Q 0,38 % FBA lækkaði Það vekur óneitanlega at- hygli að hluta- bréf FBA lækk- uðu á VÞÍ í gær. í gær sendi bankinn frá sér jákvæða afkomuviðvörun þar sem skýrt er frá þvi að hagnaður fyrstu mánuði þessa árs verði meiri en gert var ráð fyrir. Lækkunin nam 1,67% og mikil viðskipti voru að baki þessum viðskiptum. Ekki er í fljótu bragði hægt að skýra þessa lækkun því hækkun hefði verið eðlilegri hreyfmg á VÞÍ í gær m.v. að jákvæð viðvörun var send út. pssuismaL síöastliöna 30 daga . islandsbanki 1.268.760 FBA 1.047.737 Landsbanki 1.043.818 Össur 905.423 :j Opin kerfi 507.215 fl’.UAfHHHIffllP siöastliöna 30 daga o ísl. hugb.sjóðurinn 48% O Delta hf. 40% o Ehfélag Alþ.bankans 35% O íslenskir aðalverktakar 21% O Pharmaco 20% É1 ii /.4feO síbastliöna 30 daga O ísl. hugb.sjóðurinn 48% O Delta hf. 40 % o Ehfélag Alþ.bankans 35% O íslenskir aðalverktakar 21% O Pharmaco 20 % Nasdaq á niðurleið Hlutabréf hafa verið á niðurleið víða síðustu daga. Mest hefur lækkunin verið á Nasdaq-vísitölunni en á mánu- daginn lækkaði hún um 5,8%. Þegar markaðir voru opnaðir í gær vestra hélt vísitalan áfram að lækka en tók við sér er líða tók á daginn og var lítt breytt við lokun. Talið er að yfirvof- andi vaxtahækkun í Bandaríkjunum sé helsta ástæða lækkunarinnar. PT^rrrrof J-L. Ai.La.i4 S^DOW JONES 11287,08 W 0,90% :l • Inikkei 20833,21 O 1,51% Is&p 1500,59 O 0,26% fREÍNASDAQ 4055,90 O 3,16% ÉÉIftse 6425,10 O 0,72% P^DAX 7488,39 O 0,61% I JCAC 40 6300,59 0,63% ______________12.4.20001«. 9.15 KAUP SALA | Dollar 73,380 73,760 i Pund 116,440 117,030 1*1 Kan. dollar 50,020 50,330 | EBI Dönsk kr. 9,4350 9,4870 ; SS Norsk kr 8,5980 8,6450 1EJS Sænsk kr. 8,4900 8,5360 H—1R. mark 11,8191 11,8901 B B Fra. franki 10,7130 10,7774 1 B Belg. franki 1,7420 1,7525 i Sviss. franki 44,6000 44,8500 : ^3 Holl. gyllini 31,8885 32,0801 ; Þýskt mark 35,9300 36,1459 i t lít- líra 0,03629 0,03651 : 1 [313 Aust. sch. 5,1069 5,1376 Ei B Port. escudo 0,3505 0,3526 ”]spá. peseti 0,4223 0,4249 ! | > |jap. yen 0,69560 0,69980 : i írskt pund 89,228 89,764 SDR 98,57000 99,16000 | gECU 70,2729 70,6952 ■æessíæsM'KaawsMKSij

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.