Dagblaðið Vísir - DV - 12.04.2000, Síða 9

Dagblaðið Vísir - DV - 12.04.2000, Síða 9
9 MIÐVIKUDAGUR 12. APRÍL 2000__________________________________________________ DV Fréttir Fíkniefnaneytendur sprauta sig á almannafæri: Sprautur í hrúgu í kirkjugarðinum - lítum þetta alvarlegum augum, segir forstjóri Kirkjugaröa Reykjavíkur DV-MYND S Notaðar sprautur liaeia á víöavangi í Fossvogskirkjugaröi Tatsvert hefur fundist afsprautum í kirkjugarðinum upp á síðkastið. Kirkjugarðsyfirvöld líta málið alvarlegum augum. Vegfarendur hafa fundið notaðar sprautur fíkniefnaneytenda liggj- andi á víðavangi bæði á Selfossi og í Reykjavík á seinustu dögum. Á laugardaginn fann maður sem var að vitja leiðis ástvinar í kirkju- garðinum í Fossvogi talsvert af sprautum í hrúgu í kirkjugarðinum. Hann lét yfirvöld kirkjugarðarins vita af þessu. Þórsteinn Ragnarsson, forstjóri Kirkjugarða Reykjavíkur, sagði að undanfarin ár hafa alltaf öðru hvoru fundist sprautur í garðinum í Fossvogi. Sprauturnar sem fundust nýverið voru fleiri en venjulega, eða um 10 sprautur í allt, sagði Þórsteinn. „Það fundust hérna nokkuð marg- ar sprautur á sama stað, á tveimur stöðum í garðinum og lítum við það mjög alvarlegum augum því það er ákveðin hætta af þessu fyrir börn og aðra sem kynnu að stinga sig á þessu,“ sagði Þórsteinn. Hann bætti því við að sjaldan fyndust sprautur í öðrum kirkjugörðum bæjarins. Sprauturnar fundust á bílastæði við vesturhlið Foggsvogsgarðsins sem og á göngustíg í garðinum. Þórsteinn sagði að það liti út fyr- ir að sprauturnar væru notaðar í bílum á planinu á nóttunni en mest hefur einmitt fundist af sprautum við bílastæði í garðinum. „Það er eins og fólk sé að koma sér í skjól, og sprauta sig svo og síð- an losa sig við sprautumar bara út um bílgluggann," sagði Þórsteinn. Þórsteinn sagðist nú samt ekki telja að það færu fram skipulögð fikniefnaviðskipti á planinu. Kirkjugarðar Reykjavíkur eru að bíða eftir reglugerð sem muni heim- ila að loka görðunum fyrir bilaum- ferð á nóttunni sem Þórsteinn sagð- ist vona að yrði til þess að sprautu- notendur hættu að nota garðinn. En það er ekki bara í Reykjavík sem sprautur liggja á víðavangi. Hafsteinn Steindórsson var á göngu á fjölfarinni göngugötu á Sel- fossi á sunnudagskvöldið þegar hann fann sprautu liggjandi í mal- arkanti götunnar. „Þetta er gata þar sem mikið fer af krökkum í barnaskólann og ung- lingaskólann. Það er mikið gengið eftir þessari götu,“ sagði Hafsteinn sem hefur búið á Selfossi í 30 ár. „Þetta er alvarlegt fyrir börnin sem labba fram hjá og taka kannski nál eða sprautu frá smituðu fólki. Þetta er mjög alvarlegt mál.“ Hafsteinn, sem er fangavörður á Litla Hrauni, fór með sprautuna til lögreglunnar á Selfossi. Þegar komið er með sprautur tii lögreglunnar þá fara þeir með þær á Sjúkrahús Suðurlands þar sem sprautunum er eytt á öruggan hátt. Lögreglan á Selfossi sagði að það væri ekki alltaf sem sprautur sem finnast svona á víðavangi hefðu ver- ið notaðar undir fikniefni - stund- um nota sykursýkissjúklingar sprautur og fara ekki eins varlega með þær og skyldi. -SMK 25. Andrésar andar leikarnir settir á Akureyri: Leggjum meira í þetta en áður — segir Gísli Kr. Lórenzson formaður DV, AKUREYRI:_______________________ „Það er auðvitað erfitt að toppa eitthvað sem hefur gengið í 25 ár og gert sig vel, en við munum í tilefni þess að þetta eru 25. leikarnir leggja meira í þetta en venjulega og krakk- arnir fá að njóta þess“ segir Gísli Kr. Lórenzson formaður Andrésar andar nefndarinnar á Akureyri, en nefndin sér um framkvæmd Andrésar andar leikanna sem nú verða haldnir í Hlíð- arfialli í 25. skipti. Þátttakendur í Andrésar leikunum að þessu sinni verða um 770 talsins, sem er svipaður fjöldi og verið hefur undanfarin ár, og sá fjöldi sem hægt er að sinna með góðu móti. Mótssetn- ing verður í íþróttahöllinni annað kvöld eftir skrúðgöngu frá KA-heimil- inu. Keppnin sjálf stendur yfir frá fimmtudegi til sunnudags og að kvöldi keppnisdagana er efnt til verð- launaafhendihgar i íþróttahöllinni og þar verður ýmislegt fleira um að vera. „Við gerum meira fyrir krakkana en venjulega í tilefni af þessum tíma- mótum, verðum með flugeldasýningu við mótssetninguna, allir þátttakend- Andrésar-andar leikarnir — eru með allra fjölmennustu íþróttahátíðum sem haldnar eru hér á landi. ur fá bakpoka með ýmsum gjöfum í, og verðlaun verða veglegri en venju- lega. Við reynum að hafa þetta eins flott og huggulegt og við geturn," seg- ir Gísli Kr. -gk Enn um bréfaástir Ólafar og Þorsteins Málin skýrast Bréfaástir. Kápumynd Margrét Magnúsdóttir Fyrir mistök birtist ekki mynd af bók Þórönnu með fréttinni á mánudag. DV sagði frá því í fyrradag að tvær bækur hefðu verið gefnar út með bréfaskiptum skáldanna Ólafar á Hlöðum og Þorsteins Erlingssonar. Nokkur hula hvildi yfir því þá hvern- ig annar útgefandinn, Þóranna Tóm- asdóttir Gröndal, hefði komist yfir bréfin, en nú hefur málið skýrst. Á umbúðum bréfanna reyndist vera rit- hönd þáverandi ritara þjóðminja- varðar og er helst talið að eigandi bréfanna, ÁsthOdur Erlingsdóttir, hafi látið ljósrita þau fyrir sig þar á stofnuninni, handa Þórönnu, en bréf- in sjálf voru aldrei afhent safninu, hvorki frumeintök né ljósrit. Varðandi BA-ritgerö Þórönnu, sem varðveitt hefur verið á Háskólasafni síðan 1991, þá var hún fyrir hand- vömm á safninu skráð þannig að hún var ekki leitarbær eftir efnisorðum. Þessu var ekki kippt í liðinn fyrr en í febrúar í ár en fram að þeim tíma þurfti sá sem leitaði að vita nafn höf- undar eða ritgerðarinnar til að finna hana en gat til dæmis ekki fundið hana undir nöfnum skáldanna sem hún fjallaði um. Eftir sem áður er óleyst úr spurn- ingunni um hvort Þórönnu leyfðist að gefa bréfm út án leyfis núverandi eiganda þeirra, Helgu Guðrúnar Jón- asdóttur varaþingmanns og starfs- manns Jafnréttisráðs. il| BORGARSKIPULAG REYKJAVÍKUR I H BORGARTÚN 3-105 REVKJAVlK • SlMI 563 2340 • MYNDSENDIR 562 3219 ^Auglýsing um breytingar á Aðalskipulagi Reykjavíkur og deiliskipulag í Reykjavík Gufuneskirkjugarður/Hallsvegur ( samræmi við 21. gr., sbr. 18. gr. skipulags- og byggingarlaga nr. 73/1997 er hér með auglýst til kynningar tillaga að breytingu á Aðalskipulagi Reykjavíkur 1996-2016. Breytingin felur í sér að útivistarsvæði til sérstakra nota (Gufuneskirkju- garður) er stækkað til suð-vesturs um u.þ.b. 2,5 ha. Undirgöng stofnstígs við Hallsveg færist um 300 m. til austurs. Þá er í samræmi við 25. gr. skipulags- og byggingar- laga auglýst til kynningar tillaga að deiliskipulagi þessa sama svæðis. Einnig eru gerðar þær breytingar aó felld er niður bráðabirgðatenging Halls- vegar og Gagnvegar um Þverveg, felld niður undir- göng undir Hallsveg á þessum stað og sýnd fyrir- huguð aðkoma að Gufuneskirkjugarði frá Hallsvegi. Hjarðarhagi 45-47-49 í samræmi við 25. gr. skipulags- og byggingarlaga nr. 73/1997 er hér með auglýst til kynningar tillaga að breytingu á deiliskipulagi lóðarinnar Hjarðarhagi 45- 47-49. Með breytingunni er verið að stækka verslunar- og þjónustuhús á lóðinni og lóðin stækkar um 40 m2 til norð-vesturs. Tillögurnar liggja frammi í sal Borgarskipulags- og Byggingarfulltrúa, Borgartúni 3, 1. hæð, virka daga kl. 10:00 - 16:00 frá 12. apríl til 10. maí 2000. Ábendingum og athugasemdum skal skila skriflega til Borgarskipulags eigi síðar en 24. maí 2000. Þeir sem ekki gera athugasemdir við tillögurnar innan tilskilins frests, teljast samþykkir. www.brimborg.is notaðirbílar «N>brimborgar Volvo S70 2,5, 03/97 4 d., grár, ek. 44 þús. km, framdrif. Verð 2.190.000 Ford Explorer, 4,0,10/96 5 d., grænn, ek. 47 þús. km, 4x4. ssk. Verð 2.730.000 Ford Puma 1,4,04/99 5 g., 3 d., silfurl., ek. 15 þús. km, framdr. Verð 1.590.000 Opel Astra 1,6, 10/98 ssk., 5 d., vínr., ek. 14 þús. km, framdr. Verð 1.490.000 VW Passat 1,8, 04/98 5 g., 4 d., svartur, ek. 30 þús. km, framdr. Verð 1.680.000 Ford Focus Ghia 1,6, 06/99 5 g., 4 d., beige, ek. 4 þús. km, framdr. Verð 1.580.000 Ford Mondeo 2,0,11/97 Volvo S40, 07/98 ssk., 5 d„ grænn, ek. 27 þús. km, framdr. ssk„ 4 d„ rauður, ek. 22 þús. km, framdr. Verð 1.590.000 Verð 1.860.000 <Sr brimborg Reykjavlk • Akureyrl Opið laugardaga 11-16 Brimborg Reykjavík, Bíldshöfða 6, sími : 51 5 7000 Brimborg Akureyri, Tryggvabraut 5, sími. 462 2700

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.