Dagblaðið Vísir - DV - 12.04.2000, Blaðsíða 11

Dagblaðið Vísir - DV - 12.04.2000, Blaðsíða 11
11 MIÐVIKUDAGUR 12. APRÍL 2000_____________________________________________________________________________________________ ÐV Útlönd Kóngar í veislu Margrétar Konunglegir gestir og forsetar frá átta Evrópu- löndum hafa til- kynnt þátttöku sína í sextugsaf- mæli Margrétar Danadrottningar á sunnudaginn. At- hygli vekur að hvorki Elísabet Englandsdrottning né Karl prins sonur hennar verða í veislunni. Filippus prins, eiginmað- ur Elísabetar, verður fulltrúi Eng- lands. Serbar myrtu 800 börn Serbneskir hermenn myrtu að minnsta kosti 800 böm undir fimm ára aldri í stríðinu í Kosovo. Þetta kom fram í leynilegri rannsókn inn- an hersins. Kraftaverkapilla gegn fitu Norskur prófessor, Rolf Kristian Berge, hefur fundið upp pillu sem virkar gegn offitu og ýmsum fylgi- kvillum hennar. Pillan lækkar kól- esterólmagn og blóðþrýsting og stjórnar insúlínmagni auk þess sem hún veldur því að fólk léttist. Hvetja til verkfalls Stærstu verkalýðssamtök Bólívíu hvöttu í gær til allsherjarverkfalls í dag til að mótmæla neyðarástands- lögum sem sett voru í kjölfar átaka vegna fyrirhugaðrar verðhækkunar á vatni. Neyðarástandslögin eiga að gilda í 90 daga. Vísa ákærufrétt á bug Talsmaður Hvíta hússins í Was- hington, Joe Lock- hart, vísaði í gær á bug frétt um að rannsóknarmenn íhuguðu að ákæra Bill Clinton Banda- ríkjaforseta fyrir meinsæri og fyrir að hindra fram- gang réttvísinnar til að reyna að fela samband sitt við Monicu Lewinsky, fyrrverandi lærling í Hvíta húsinu. Pakkaferöir barnaníðinga Danskir barnaníðingar skipuleggja pakkaferðir til Póllands, Rúmeníu og Eystrasaltslanda. Er flugfar, gisting og afnot af börnum innifalið í verðinu, að því er samtökin Bjargið börnunum í Danmörku fullyrða. Andvígir refsingu Leiðtogar íhalds- manna í Noregi, Sví- þjóð og Danmörku eru reiðubúnir að stöðva refsiaðgerðir gegn Austurríki jafnvel þó önnur lönd vilji það ekki. Leiðtogarnir segj- ast frá upphafl hafa verið andvígir því að Austurríki yrði refsað vegna stjórnarþátttöku flokks Jörgs Haider, Frelsisflokksins, í Austurriki. Kreppa í Zimbabwe Kreppa er nú í Zimbabwe þar sem svartir hafa yfirtekið búgarða hvítra. Mugabe forseti er nú á leiðtogafundi á Kúbu. Andstæðingar hnattvæðingar komnir til Washington: Hert eftirlit til að afstýra stjórnleysi Lögreglan í Washington, höfuð- borg Bandaríkjanna, er við öllu bú- in til að koma í veg fyrir að and- stæðingar Alþjóðagjaldeyrissjóðsins og Alþjóðabankans hleypi öllu í bál og brand eins og þeir gerðu í Seattle í fyrra. Fjöldi friðsamlegra mótmælaað- gerða var farinn í Washington í gær til að fordæma neikvæð áhrif sívax- andi hnattvæðingar efnahagslífsins. Fleiri mótmælaðgerðir eru fyrir- hugaðar alla vikuna vegna fundar gjaldeyrissjóðsins og bankans. Mótmælendurnir líta á þessar tvær stofnanir, svo og Heimsvið- skiptastofnunina (WTO) sem hina vanhelgu þrenningu. Þeir saka bankana tvo um að auka á fátækt í heiminum með því sökkva fátæk- um ríkjum æ dýpra ofan i skulda- fenið. Þeir róttækustu úr hópi andstæð- inga hnattvæðingarinnar hafa sak- að Alþjóðabankann um að bera Mótmæli í Washington Andstæöingar Alþjóöagjaldeyris- sjóösins og Alþjóöabankans standa fyrir mótmælaaðgeröum gegn hnatt- væöingu í Washington alla vikuna. ábyrgð á dauða þrjátíu þúsund manna á degi hverjum með stefnu sinni. Margir sérfræðingar segja aft- ur á móti að mótmælendur hafi beinlínis rangt fyrir sér og bent er á að fátækir séu 40 prósent færri nú en annars hefði verið. Áróðursmeistarar lærlingar hjá CNN Bandaríska sjónvarpsstöðin CNN heimilaði starfsmönnum sálfræði- hernaðardeildar bandaríska hersins að starfa sem lærlingar á aðalrit- stjóm stöðvarinnar á meðan á stríð- inu í Kosovo stóð. Tímaritið Intelligence, sem fjallar um njósnamál, greinir frá þessu í nýjasta tölublaði sínu. Þar kemur einnig fram að sálfræðihernaðarsér- fræðingarnir voru einnig á ritstjórn útvarpsstöðvarinnar NPR sem rek- in er fyrir almannafé og frjáls fram- lög einstaklinga. „Hvort þetta sé pínlegt? Já,“ sagði talsmaður CNN við breska blaðið The Guardian í morgun. ,rÚ Ljosmyndastofa Reykjavíkur Hverfisgötu 105-2. hæð 101 Reykjavík, ; Sími 562 1166 - 862 6636 E-mail: arnah@tv.is Finnbogi Marinósson p. U j i Ljósmyndari I 'ÍÉk M 1 Meðlimur í Ljósmyndarafélagi íslands Blaðamanns minnst Konur kveikja á kertum viö minningarathöfn i Belgrad um biaöamanninn Stavko Curuvija sem var myrtur í apríl í fyrra. Curuvija, sem gagnrýndi serbnesk stjórnvöld, var skotinn til bana fyrir utan heimili sitt eftir aö tofthernaöar Atlantshafsbandalagsins hófst i fyrravor. Monica ætlar að kjósa Hillary Einu sinni ieit Monica Lewinsky, fyrrverandi lærlingur í Hvíta hús- inu, á Hillary Clinton sem keppi- naut sinn. En nú virðist sem Mon- ica ætli að greiða bandarísku for- setafrúnni atkvæði sitt í kosningum til öldungadeildarinnar, að því er bandaríska blaðið NewYork Post greinir frá. Hillary sækist eftir öld- ungadeildarsæti fyrir New York. Sjálf er nú Monica, sem er fyrr- verandi ástkona Bills Clintons Bandaríkjaforseta, flutt frá Los Ang- eles til New York þar sem hún ætl- ar meðal annars að hanna töskur og selja. Fjöldi manns kom á sýningu Monicu á dögunum er hún sýndi hönnun sýna. Monica ætlar einnig að sjá fyrir sér með því að auglýsa vörur fyrir megrunarfyrirtækið Jenny Craig. Fyrrverandi ástkona forsetans Monica Lewinsky styöur nú Hillary Clinton. AÐALFUNDUR Aðalfundur Verzlunarmannafélags Reykjavíkur veróur haldinn miðvikudaginn 12. apríl kl. 20:00 á Grand Hótel Reykjavík. Dagskrá: Venjuleg aðalfundarstörf Verzlunarmannafélag Reykjavíkur StiirfiilHBil HÚSASMIÐJAN Sími 525 3000 • www.husa.is Gustavsberg sturtukleii með sturtusetti og sápuskál Kr. 46.690.-

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.