Dagblaðið Vísir - DV - 12.04.2000, Blaðsíða 12

Dagblaðið Vísir - DV - 12.04.2000, Blaðsíða 12
Dagfari MIÐVIKUDAGUR 12. APRÍL 2000 Skoðun DV Seðlabankastjórar og jepparnir Siguröur skrifar: Það er með ólíkindum þegar seðlabankastjórarnir, sem alla tíð hafa verið úti að leika á stærstu og dýrustu jeppunum, skuli nú, þegar lækka á verð þeirra, bera fram mót- mæli þegar hillir loks undir að al- múgamaðurinn geti keypt sér jeppa. Nú er það skyndilega þjóðhagslega óhagkvæmt og þensluhvetjandi ef menn kaupa sér jeppa. Hvað ætla þeir nú að gera? Dugir þeim minna en Rolls sérsmíðaðir eða verða pant- aðar prívat-þyrlur svo þeir skeri sig örugglega úr fjöldanum? Greinilegt að þessir menn vilja vera sér á báti og ýta undir stéttaskiptingu í land- inu. Hver skyldu viðbrögðin verða ef laxveiðigjöld lækkuðu stórlega? Ófeðruö eða föðurlaus inn í nýja öld? - Gæti leitt til færri „afvegaleiddra" einstaklinga í þjóðfélaginu. Kristín Bjarnadóttir afgreiðsludama: Nei, þaö er alveg fráleitt. Sigurður Antonsson framkvæmdastjóri: Nei, þaö er ósanngjarnt. Lisa Anne Libungan rannsóknarstarfsmaöur: Nei, verkfaiiiö ætti ekki aö hafa áhrif á fargjöid farþega. Ný jafnréttisólög Halla iónsdóttir skrifar: Það er heldur óhugnanlegt að lesa og heyra umræðuna um jafnrétt- islögin nýju, sem taka á væntanlega fyrir á Alþingi á næstunni. Önnur eins ólög og mismunun gagnvart einstaklingum tel ég vera fátíð. Það er sorglegt til þess að vita að stjórn- málamenn skuli geta veitt því brautargengi á nýrri öld að nýfædd- um börnum skuli mismunað á svo ógeðfelldan hátt sem frumvarpið boðar. Þau börn sem ekki eru feðruð og þau sem eru svo ólánsöm að feður þeirra látast áður en þau fæðast munu ekki fá að njóta mæðra sinna í orlofinu í stað feðra, þannig að þeirra réttur til að vera með foreldri á sama tíma og beggja foreldra barna kemur ekki til greina. Þvílík hneisa! Ég hlustaði á stjómmálamann af eldri kynslóðinni tala i sjónvarpið „ísland er fúmennt og við höf- um ekki efni á að líta niður til fólks. Við bjóðum einstak- lingum ekki slíka niðurlœg- ingu árið 2000 nema við vilj- um auka óréttlœtið alveg sér- staklega með tilstuðlan lög- gjafarsamkundunnar. “ um að þeim þætti þetta „ágætt frumvarp", og ef til vill gæti það leitt til þess að minna yrði um „af- vegaleidda" einstaklinga í þjóðfélag- inu. Það veröur ekki glæsilegt á ts- landi að fæðast inn I nýja öld ófeðr- aður eða föðurlaus. Þeirra bíður ekki glæsileg framtíð. Þetta eru sannarlega skammarleg lög, þar sem hópur manna undir flaggi jafn- réttis mismunar herfilega nýfædd- um einstaklingum, til þess eins að koma körlunum í orlof. Þetta er langt frá því að vera í lagi, því börnin eiga að hafa sama rétt til jafnlangs samverutíma fyrsta árið með foreldri sínu hvort sem þau njóta aðeins móður, föður eða beggja foreldra. ísland er fá- mennt og við höfum ekki efni á að líta niður til fólks. Við bjóðum ein- staklingum ekki slíka niðurlægingu árið 2000 nema við viljum auka óréttlætið alveg sérstaklega með til- stuðlan löggjafarsamkundunnar. Einhvern tíma hefði þetta þótt saga til næsta bæjar hjá krötum sem komu á skattlögðum barnabót- um til allra, svo að ekki myndaðist stéttaskipting og mismunun. En nú ber nýrra við og senn snýst við spakmæli Njáls forðum: Með lögum skal land byggja o.s.frv. Hér á því við: Með ólögum skal land byggja og lögum eyða. Skyldi það vera satt? Tekist á um tittlingaskít Á aðalfundi Seðlabankans. - Jepparnir skyndilega þensluhvetjandi. Kjartan Benediktsson verkfræðingur: Nei, það finnst mér alls ekki. Katrín Ölafsdóttir meðferðarfulltrúi: Af hverju koma þeir bara ekki á móts við flugvirkja? Skaöinn veröur annars svo mikill. Unnur Jónsdóttir skrifar: I Mbl-grein í janúar 1999 ræddi Guðrún Guðlaugsdóttir blaðamaður við Herdísi Dröfn Baldursdóttur. Siðan þá hef ég reynt að koma auga á viðbrögð við þessu viðtali en eng- in séð. - Herdís er við rannsóknir í vinnumarkaðsfræði og stjórnun úti í Bretlandi og tók að sér að kanna hvers vegna ASÍ, sem er svo sterkt félagslega og fjárhagslega, getur ekki skilað styrk sínum til félags- manna sinna. Hún kemst að ískyggilegri niður- stöðu. Nefnilega þeirri að tengsl séu á milli atvinnurekenda og stjórnar „Hún kemst að ískyggilegri niðurstöðu. Nefnilega þeirri að tengsl séu á milli atvinnu- rekenda og stjórnar ASÍ vegna samvinnu þeirra í hinum geysiöfluga lífeyrissjóði ASÍ. “ ASÍ, vegna samvinnu þeirra í hin- um geysiöfluga lífeyrissjóði ASÍ. Hún segir m.a.: „Lífeyrissjóðirnir eru að verða stærstu íjárfestar á hlutabréfamarkaði Islands, en skýr- ar reglur frá opinberum aðilum um hvernig þeir eigi að fjárfesta eru ekki fyrir hendi. Þeir sem eiga sæti í stjórn sjóðanna hafa mjög frjálsar hendur um íjárfestingu. Sömu menn- irnir eiga oft sæti í stjórn sjóðanna: í stjórn hlutabréfafyrirtækjanna og i stjórn atvinnufyrirtækjanna." Herdís sá líka að innan fyrir- tækja á hlutabréfamarkaði eykst miðstýring eignarhalds og stjórnun- ar sem verður til þess að meira vald færist á færri hendur. Og niður- staða Herdísar er því sú að þessi þróun tengist láglaunastefnunni margumræddu. Til þess að fá sem mestan arð af fyrirtækjum sem líf- eyrissjóðir hafa fjárfest í sé einföld leið: Að halda kaupgjaldi niðri. Stór hluti þjóðarinnar er hugsanlega á leið í verkfall á morgun. Þetta er afar und- arlegt ef litið er til þess að Flóamenn sömdu átakalaust um tittlingaskít á dögunum. Þeir uppreisnarseggir sem stýra aðildarfélögum Flóans sáu sem var að ekkert vit var í því að fara í verkfall til þess eins að setja þjóð- arbúið á hausinn fyrir nokkrar skúringa- kerlingar. Það er eðlilegt að launamunur sé verulegur og í því ljósi er ekki óeðlilegt þó nokkrir bankastarfsmenn hafl sem nemur tveimur milljónum króna á mánuði. Það eru nú einu sinni bankarnir sem standa undir þjóðarbúinu og áríðandi að þeir sem þar stjóma hafi bærilega afkomu. Þess vegna hefur verið unnið að því hörðum höndum að undanförnu að ná fram réttlæt- inu fyrir bankastjórana. Og það hefur tekist að nokkru leyti. Það væri óeðlilegt ef fólk sem vigt- ar á ársgrundvelli sem nemur hálfsmánaðar- launum bankastjóranna gengi til þess óhæfu- verks að stöðva hjól atvinnulífsins vegna smá- aura. Á íslandi eru það milljarðarnir sem skipta máli og það er fráleitt að afkomu þjóðarbúsins verði stefnt í voða vegna fólksins sem á allt und- ir bankastjórunum, Þetta sáu forkólfar Flóans sem sömdu um hæfllega upphæð fyrir sitt fólk í Fóstbræður í essinu sínu „Nú hafa þeirgengiö of langt." Óhugnanlegir Fóstbræður Rögnvaldur skrifar: Nú hafa þeir gengið of langt með Fóstbræðraþættina hjá Stöð 2. Þann 5. apríl sl. birtist einn þessara þátta (að vísu var víst tekið fram að þátturinn væri bannaður börnum!) og var hann yfirgengilega klámfenginn og óhugn- anlegur í alla staði. Þetta var veruleg ógeðsleg hugmynd. Þetta var ekki húmor fyrir fimm aura, heldur ekki efnislega frambærilegt. Þetta getur Stöð 2 ekki boðið fullborgandi áskrif- endum, þótt fullorðnir séu. Burt með óþverrann af Stöð 2 að fullu og öllu. Hvalir og selir óáreittir Vilhjálmur Alfreðsson skrifar: Nú hefur Hæstiréttur kveðið upp sinn dóm í Vatneyrarmálinu. Ég læt hann liggja milli hluta í þetta sinn. En hverjir veiða óáreittir við strendur Is- lands? Jú, hvalir og selir, og íslensk yf- irvöld þora ekki að taka á því vegna er- lendra aðila. Nú er þörf ákveðinnar þjóðernisstefnu í máli hval- og selveiða okkar sjálfra, svo og hinna mikilvirku veiða þessara dýra við landið. Reykjanesbraut verður að breikka Kjósandi í Reykjanesbæ hringdi: Ég heyrði í Árna Johnsen al- þingismanni i há- degisfréttum sl. mánudag þar sem hann ræddi um breikkun Reykja- nesbrautar. Hann Árni Johnsen al- minntist á að hugs- þingismaöur anlega mætti taka - Dreifbýlishags- einhverja kafla munir eiga ekki hennar til að byrja að ráöa. meö, en minntist á árið 2010. Svona tal alþingismanna kann ég ekki við. Reykjanesbrautin verður að hafa for- gang ásamt öðrum samgöngubótum á þéttbýlissvæðinu í og út frá Reykjavík. Þingmenn Reykjaness og Reykjavíkur verða að standa saman. Hér eiga dreif- býlishagsmunir ekki að ráða. IsAMTmiWIM: Lesendur geta hringt allan sólarhring- inn í síma: 550 5035. Eöa sent tölvupóst á netfangið: i gra@ff.is Eða sent bréf til: Lesendasíöa DV, Þverholti 11, 105 Reykjavík. Lesendur eru hvattir til að senda mynd af sér til birtingar með bréfunum á sama póstfang. í Karphúsi sáttasemjara gerist ekki annað en það að afbrýðisamir verka- lýðsleiðtogar rangla á milli herbergja tautandi um tittlingaskít. stað þess að leggja út í vonlausa baráttu sem leitt hefði til gjöreyðingar góðærisins. En Flóa- menn eru ekki einir i verkalýðshreyfingunni sem sjá má af því að öfund annarra verkalýðs- leiðtoga braust út og þeir gerðust þau flóafifl að hafna dúsunni. Nú er allt á hraðri leið til fjandans og stefnir í verkfall. I Karphúsi sáttasemjara gerist ekki annað en það að af- brýðisamir verkalýðsleiðtogar rangla á milli herbergja tautandi um tittlingaskít. Skynsam- ir leiðtogar atvinnurekenda reyna aö koma fyrir þá vitinu en árangur er enginn. Flóafífl- in geta ekki unnt Flóabandalaginu þess að njóta uppskerunnar af hófsömum samningi sem þegar hefur sýnt sig í því að skila næg- um hagnaði til þess að launþegar eigi fyrir sem nemur hálfri bensínhækkuninni. Flóafiflin eru samtök verkalýðsfélaga af landsbyggðinni sem allir vita að er að fara í eyði. Sá háttur fíflanna að etja sínu fólki á foraðið verður til þess að flýta enn hruni dreifbýlisins. Á meðan landsbyggðarfólk streym- ir í verkfall þá hafa Flóamenn syðra sýnt æðru- leysi og stillingu með því að skrifa undir samn- inga vitandi það að launahækkanir skipta ekki öllu máli. Aðalatriðið er að jafna launin þannig að rétt margfeldi verði af launum skúringakon- unnar og bankastjórans. Hlutfallið 24-1 virðist skynsamlegt þegar litið er til mikilvægis á vinnumarkaði. _ n . VAAXAfu rning dagsins Eiga farþegar Flugleiða að bera kostnað af verkföllum flugvirkja? Sigríöur Sigurbjartsdóttir stuönings- fulltrúi (Asgeröur Þráinsdóttir): Nei, þaö finnst mér ekki. I

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.