Dagblaðið Vísir - DV - 12.04.2000, Blaðsíða 22
66
MIÐVIKUDAGUR 12. APRÍL 2000
I>V
Ættfræði__________________
Umsjón: Kjartan Gunnar Kjartansson
90 ára_________________________
Helga J. Daníelsdóttir,
Kleppsvegi 64, Reykjavík.
85 ára_________________________
Guömunda Halldórsdóttir,
Skólabraut 5, Seltjarnarnesi.
80 ára_________________________
Hólmfríöur Siguröardóttir,
Furulundi 3b, Akureyri.
75 ára_________________________
Halldór Grétar Guöjónsson,
Melabraut 26, Seltjarnarnesi.
70 ára_________________________
Herbert Gránz,
Mánavegi 4, Selfossi.
Kaino A. Hjálmarsson,
jf- Bogahliö 24, Reykjavík.
Margrét Siguröardóttir,
Hólmi, Höfn.
60 ára_________________________
Arndís Magnúsdóttir,
Eyjabakka 2, Reykjavík.
Ása S. Björnsdóttir,
Reynimel 88, Reykjavík.
Hermann Albert Jónsson,
Hraunbraut 14, Kópavogi.
Hrönn Árnadóttir,
Leynisbrún 9, Grindavík.
Kristín J. Magnúsdóttir,
Rauöarárstíg 41, Reykjavík.
Matthildur Jóna Ágústsdóttir,
Hlaöbrekku 4, Kópavogi.
Unnur Hlín Guðmundsdóttir,
Skipholti 28, Reykjavik.
50 ára_________________________
Auöur Hauksdóttir,
Breiövangi 66, Hafnarfirði.
Borgþór Arngrímsson,
Brekkugötu 18, Hafnarfirði.
Margrét Hannesdóttir,
Miövangi 112, Hafnarfirði.
Margrét Jónsdóttir,
Fitjum, Húsavík.
Sigfús Guðbrandsson,
Skaftahlíö 7, Reykjavík.
Soffía Kristjánsdóttir,
Laugavegi 7, Varmahlíð.
Sveinn Sigurbjörnsson,
Gyöufelli 6, Reykjavík.
<- Sæmundur Sæmundsson,
Skólatúni 2,, Bessastaöahreppi.
Þorbjörg Einarsdóttir,
Faxastíg 39, Vestmannaeyjum.
40 ára__________________________
Guöjón Valdimarsson,
Sílakvisl 15, Reykjavík.
Guömundur Guöbrandsson,
Bergsstööum, Blönduósi.
Halla Einarsdóttir,
Stekkjargeröi 14, Akureyri.
Leópold Sveinsson,
Furulundi 8, Garöabæ.
Málfríður Waage,
Bjarnarvöllum 18, Keflavík.
Olga Kryjhanivska,
Heiömörk 23, Hverageröi.
j Ragnheiöur G. Sumarliöadóttir,
Stakkhömrum 13, Reykjavík.
- Særún Karen Valdimarsdóttir,
Njaröargötu 5, Keflavík.
Viöar Pétursson,
Þórufelli 20, Reykjavík.
aukaafslátt af
smáauglýsingum
DV
Smáauglýsingar
Halldór Bachmann, Grænumörk 5,
Selfossi, lést mánudaginn 10.4.
Baldvina Magnúsdóttir, Hraunbæ 96,
Reykjavík, andaöist í Landspítalanum,
Fossvogi, laugardaginn 8.4.
---------------------
> IJrval
góður ferðafélagi
- til fróðleiks og
skemmtunar á ferðalagi
> eða bara heima í sófa
EaEsai
Stefán L. Stefánsson
Stefán Lárus Stefánsson sem í gær tók viö embætti forsetaritara.
Eins og ýmsir aðrir starfsmenn utanríkisráðuneytisins hóf Stefán störf við
fjöimiðla. Þá klæddist hann svona. Núna er hann mun virðulegri.
forsetaritari
Stefán Lárus Stefánsson, fyrrv.
aðalræðismaður íslands í New York
og varafastafulltrúi hjá Sameinuðu
þjóðunum, tók í gær við embætti
forsetaritara.
Starfsferill
Stefán fæddist i Reykjavík 6.3.
1957 og ólst þar upp. Hann lauk
stúdentsprófi frá MR 1977 og emb-
ættisprófi í lögfræði við Hí 1986.
Stefán var blaðamaður við DV
1984 og 1985, fréttamaður við ríkis-
sjónvarpið 1986, varð sendiráðsrit-
ari hjá utanríkisráðuneytinu 1987
og var sendiráðsritari í Washington
frá 1987 og í Moskvu frá 1990, starf-
aði í utanríkisráðuneytinu í Reykja-
vík frá 1993, var sendiráðunautur og
síðan sendifulltrúi í New York frá
1997 og aðalræðismaður íslands í
New York og varafastafulltrúi ís-
lands hjá Sameinuðu þjóðunum
1997-2000 en tekur nú við starfi for-
setaritara.
Fjölskylda
Stefán kvæntist 17.10. 1987 Guð-
rúnu Bryndísi Harðardóttur, f.
23.12. 1956, förðunarmeistara og
snyrtifræðingi. Hún er dóttir Harð-
ar Húnfjörð Pálssonar, f. 27.3. 1933,
bakarameistara á Akranesi, og k.h.,
Ingu Þóreyjar Sigurðardóttur, f.
12.7. 1933, húsmóður.
Synir Stefáns og Guðrúnar Bryn-
dísar eru Hörður Páll, f. 19.3. 1988;
Stefán Lárus, f. 20.6. 1992.
Systkini Stefáns eru Guðmundur
Jóhann, f. 4.6. 1951, vélstjóri hjá
Eimskipafélagi íslands; Sigríður, f.
26.3. 1955, hjúkrunarfræðingur á
Hofsósi; Björn, f. 26.3. 1955, fom-
leifafræðingur í Reykjavík; Stein-
grímur Páll, f. 7.10. 1961, líffræðing-
ur við rannsóknarstörf í Maryland í
Bandaríkjunum.
Foreldrar Stefáns: Stefán Páll
Bjömsson, f. 8.1. 1919, d. 22.12. 1999,
læknir í Reykjavík, og k.h., Ásta
Lára Guðmundsdóttir, f. 23.12. 1921,
hjúkrunarfræðingur.
Ætt
Stefán Páll var sonur Björns, bú-
fræðings og kaupmanns í Reykja-
vík, bróður Helga, kaupmanns í
Reykjavík, og Jóhanns Péturs, sjó-
liðsforingja í danska sjóhernum og
fyrsta skipherrans á íslensku varð-
skipi. Bjöm var sonur Jóns, b. á
Reykjum í Lundarreykjadal, Guð-
mundssonar, b. á Iðunnarstöðum í
Lundarreykjadal, Ásmundssonar.
Móðir Jóns á Reykjum var Guðrún
Jónsdóttir. Móðir Björns var Þórdís
Björnsdóttir, b. á Möðruvöllum,
bróður Sólveigar, langömmu Guð-
rúnar, móður Bjarna Benediktsson-
ar forsætisráðherra, föður Björns
menntamálaráðherra. Bróðir
Björns var Einar, langafi Salome
Guðrúnar, móður Guðmundar
Magnússonar, forstöðumanns Þjóð-
menningarhúss. Bjöm var sonur
Korts, b. á Möðruvöllum og ættföð-
ur Kortsættar Þorvarðarsonar.
Móðir Þórdísar var Helga Magnús-
dóttir.
Móðir Stefáns Páls var Sigríður,
hálfsystir, samfeðra, Sólveigar,
móður Einars Olgeirssonar alþm.
Sigríður var dóttir Gísla, b. á Völl-
um og á Grund í Svarfaðardal, bróð-
ur Kristínar, móður Páls Einarsson-
ar, fyrsta borgarstjórans í Reykja-
vík, og Jórunnar, langömmu Þuríð-
ar Pálsdóttur óperusöngkonu, Ein-
ars Pálssonar, fræðimanns og skóla-
stjóra, og Jórunnar Viðar tónskálds,
móður Katrínar Fjeldsted, læknis
og alþm. Gísli var sonur Páls, pr. og
sálmaskálds á Völlum, Jónssonar,
og Kristínar Þorsteinsdóttur. Móðir
Sigríðar var Margrét Einarsdóttir,
snikkara á Laugalandi, Ólafssonar,
og Sigriðar Halldórsdóttur, b. á
Krossastöðum Jónssonar.
Bróðir Ástu Láru var Friðþjófur,
útvegsb. á Rifi. Ásta Lára er dóttir
Guðmundar, útvegsb. á Rifi á Snæ-
fellsnesi, og Jófríðar Jónsdóttur.
Bjarni Guðmundsson
fyrrv. sérleyfishafi frá Túni
Bjarni Guðmundsson, fyrrv. sér-
leyfishafi, Skarphéðinsgötu 20,
Reykjavík, lést á Landakotsspítala
þriðjudaginn 4.4. Hann verður
jarðsunginn frá Fossvogskirkju, í
dag, miðvikudaginn 12.4., kl. 15.00.
Starfsferill
Bjarni fæddist í Túni í Hraun-
gerðishreppi og ólst þar upp.
Hann hóf ungur að starfa við
akstur og var atvinnubílstjóri i tæp
sextíu ár.
Bjami ók rútubíl frá árinu 1933
og var sérleyfishafi í Gaulverjarbæj-
ar- og Hraungerðishreppi allt til árs-
ins 1980.
Samhliða sérleyfisferðunum fór
hann í fjalla- og öræfaferðir en hann
var í hópi fyrstu bílstjóra sem tóku
að sér slíkar ferðir. Þá tók hann að
sér vöruflutninga.
Fjölskylda
Systkini Bjarna urðu sex talsins:
Guðrún, f. 28.12. 1911, nú látin, hús-
móðir í Hraungerði í Hraungerðis-
hreppi, var gift Sigmundi Ámunda-
syni, f. 12.3. 1910, d. 8.10.1976, fyrrv.
bónda og eignuðust þau fjögur böm;
Guðfinna, f. 3.9. 1912, húsmóðir í
Vorsabæ í Gaulverjabæjarhreppi,
gift Stefáni Jasonarsyni, f. 19.9.1914,
bónda þar og eiga þau fimm böm;
Jón, f. 7.3.1914, nú látinn, bílstjóri á
Selfossi, kværrtur Rut Margret Jan-
sen, f. 10.8. 1934, húsmóður frá
Þýskalandi og eiga þau þrjú börn;
Einar, f. 17.9. 1915, nú látinn, húsa-
smiður i Reykjavík, ókvæntur og
bamlaus; Stefán, f. 14.6. 1919, bóndi
og fyrrv. oddviti í Túni í Hraungerð-
ishreppi, kvæntur Jórunni Jó-
hannsdóttur, f. 1.12. 1920, húsmóður
og eiga þau sjö börn; Unnur, f. 30.7.
1921, húsmóðir í Reykjavík, gift
Herði Þorgeirssyni, f. 15.7. 1917,
húsasmíðameistara.
Foreldrar Bjama voru Guðmund-
ur Bjamason, f. 26.3. 1875, d. 8.6.
1953, bóndi í Túni, Hraungerðis-
hreppi, og Ragnheiður Jónsdóttir, f.
12.5. 1878, d. 4.3. 1931, húsmóðir.
Ætt
Guðmundur var sonur Bjama, b. í
Túni, Eiríkssonar, b. í Túni Bjarna-
sonar, b. í Hjálmholti, Stefánssonar.
Móðir Bjama i Túni var Hólmfríður,
systir Guðmundar í Vorsabæjarhjá-
leigu, langafa Stefáns Jasonarsonar í
Vorsabæ. Hólmfríður var dóttir
Gests, b. í Vorsabæ, Guðnasonar,
langafa Oddnýjar, langömmu Vals
Amþórssonar bankastjóra. Móðir
Hólmfríðar var Sigríður Sigurðar-
dóttir, systir Bjarna Sívertsens ridd-
ara. Móðir Guðmundar var Guð-
finna Guðmundsdóttir, b. í Hróars-
holti, Tómassonar, pr. í Villinga-
holti, Guðmundssonar. Móðir
Guðfinnu var Elín, dóttir Einars, b. í
Hróarsholti, Brandssonar og Vil-
borgar Jónsdóttur.
Ragnheiður var dóttir Jóns, b. á
Skeggjastöðum í Flóa, Guðmunds-
sonar, b. á Skeggjastöðum, bróður
Björns, langafa Ágústs Þorvaldsson-
ar, alþm. á Brúnastöðum. Guð-
mundur var sonur Þorvalds, b. í
Auðsholti, Björnssonar, bróður
Knúts, langafa Hannesar þjóðskjala-
varðar, Þorsteins hagstofustjóra og
Jóhönnu, ömmu Ævars Kvarans.
Móðir Ragnheiðar var Guðrún
Bjarnhéðinsdóttir, b. i Þjóðólfshaga
i Holtum, Einarssonar, og Guðrúnar
Helgadóttur, b. á Markaskarði,
Þórðarsonar, bróður Tómasar,
langafa Tómasar, föður Þórðar,
safnvarðar í Skógum. Móðir Guð-
rúnar var Ragnheiður Árnadóttir,
b. í Garðsauka, Egilssonar, pr. í Út-
skálum, Eldjámssonar, bróður Hall-
gríms, langafa Jónasar Hallgríms-
sonar skálds og Þórarins, langafa
Kristjáns Eldjáms forseta.
Afmælisgreinar í páskablað
Upplýsingar vegna afmælisgreina sem
eiga að birtast í páskablaði DV þurfa að
hafa borist ættfræðideild DV eigi síðar
en föstudaginn 14. apríl.
Merkir íslendingar
Asa Guðmundsdóttir Wright fæddist 12.
apríl 1892. Hún stofnaði verðlaunasjóð
1968 sem við hana er kenndur og er í
vörslu Vísindafélags íslendinga. Úr
sjóðnum eru veitt verðlaun árlega til ís-
lendings sem unnið hefur veigamikið
afrek i þágu lands og þjóðar. Þá stofn-
aði hún sjóð, í vörslu Þjóðminjasafns-
ins, sem greiðir kostnað vegna er-
lendra fyrirlesara um þjóðminjar.
Ása var dóttir Guðmundar Guð-
mundssonar, læknis í Laugardælum og
Stykkishólmi, og Arndísar Jónsdóttur.
Hún fór ung til Reykjavíkur og var hjá
móðursystur sinni, Þóru, og manni henn-
ar, Jóni Magnússyni forsætisráðherra. Það-
an fór hún til Englands og lærði hjúkrun. Á
Ása Guðmundsdóttir Wright
leiðinni til íslands kynntist hún ungum lög-
fræðinema, Newcom Wright, sem þá var að
ljúka doktorsnámi. Þau giftu sig og sett-
ust að í Cornwall í Suður-Englandi þar
sem þau höfðu umsjá með miklum land-
og fasteignum. í lok stríðsins fluttu þau
til Trinidad í Karíbahafinu, keyptu þar
landsvæði og starfræktu plantekru. Er
maður Ásu lést stofnaði hún Ásu
Wright Nature Center, friðaði land sitt
fyrir fugla og önnur dýr og lét starf-
rækja þar gistiheimili fyrir fuglaskoð-
ara og aðra náttúruunnendur. Tekjur
þessarar stofnunar urðu síðan stofnfé
sjóðanna tveggja.
Ása þótti mikill héraðshöfðingi og kven-
skörungur í Trinidad. Hún lést 6. febrúar 1971.
Þorsteinn Helgason PhD, prófessor í
verkfræði, Hvassaleiti 87, Reykjavík,
veröur jarðsunginn frá Fossvogskirkju
fimmtudaginn 13.4. kl. 13.30.
Kristinn Jón Árnason frá Skeiði, Svarf-
aðardal, Neöstaleiti 5, Reykjavík, verður
jarösunginn frá Fossvogskirkju miðviku-
daginn 12.4. kl. 13.30.
Bjarni Guömundsson bifreiðarstjóri, frá
Túni, Skarphéðinsgötu 20, Reykjavík,
verður jarösunginn frá Fossvogskirkju
miðvikudaginn 12.4. kl. 15.00.
Ernst P. Sigurðsson, Grænumörk 3, Sel-
fossi, sem andaðist miðvikudaginn 5.4.,
verður jarðsunginn frá Selfosskirkju
laugardaginn 15.4. kl. 13.30.
Hjörleifur Jónsson, Miötúni 84, Reykja-
vík, sem andaðist á Landspítalanum
mánudaginn 3.4. veröur jarðsunginn frá
Háteigskirkju fimmtud. 13.4. kl. 15.00.