Dagblaðið Vísir - DV - 12.04.2000, Blaðsíða 28
Opel Zafira
FRÉTTASKOTIÐ
SÍMINN SEM ALDREI SEFUR
Hafir þú ábendingu eða vitneskju um frétt,
hringdu þá í síma 550 5555. Fyrir hvert
fréttaskot, sem birtist eöa er notað í DV,
greiöast 3.000 krónur. Fyrir besta fréttaskotiö
í hverri viku greiöast 7.000. Fullrar nafnleyndar
er gætt. Viö tökum við fréttaskotum allan
sólarhringinn.
550 5555
Flugvirkjadeilan:
Allt getur
gerst
Samninganefndir flugvirkja og
Flugleiða höfðu í morgun setið á rúm-
lega sólarhringslöngum samninga-
fundi í Karphúsi
sáttasemjara og
freista þess að
koma í veg fyrir
verkfall flugvirkja
sem taka á gildi
klukkan 11 í
fyrramálið. Flug
innanlands og til
útlanda myndi
stöðvast sam-
stundis.
Geir Gunnars-
son vararíkis-
sáttasemjari sagði í samtali við DV í
morgun að viðræður væru í fullum
gangi og í rauninni gæti allt gerst.
,„Það getur slitnað upp úr þessu, það
getur verið að menn stöðvi fund og
fari heim að hvíla sig og það getur
verið að það verði samið á næstunni.
Þetta er á mjög viðkvæmu stigi,“
sagði Geir. -gk
Geir Gunnarsson
„Allt getur
gerst. “
Reyk j avíkurskákmótið:
Hannes vann
Sokolov og er
> orðinn efstur
Hannes Hlifar Stefánsson er orðinn
einn í 1. sæti á Reykjavíkurskákmót-
inu með 6 vinninga eftir 7 umferðir.
Hann sigraði Sokolov í gær. Stórmeist-
aramir Nigel Short og Viktor Kort-
sjnoj, sem voru jafnir Hannesi Hlífari
fyrir þriðju síðustu umferðina í gær
(voru þá allir með 5 vinninga), tefldu
innbyrðis og gerðu jafhtefli. Þeir eru
nú í 2.-4. sæti með flmm og hálfan
vinning ásamt 14 ára pilti frá Kína,
stórmeistaranum Xiangzhi Bu. I 5.-10.
sæti með 5 vinninga eru sex erlendir
brother P-touch 1200
Miklu merkilegri merkivél -
5 leturstærðir
9 leturstillingar
prentar i 2 línur
borði 6, 9 og 12 mm
Rafoort
Nýbýlavegi 14 Sími 554 4443
Veffang: www.if.is/rafport
LEITAR HANN
ERFÐARÉTTAR SÍN6?
DVtvlVND KK
Innbrotstllraun
Lögreglan í Reykjavík handtók mann sem var aö reyna aö brjótast inn í verslunina Vínberiö viö Laugaveg kl. 5 í morgun. Honum hafði ekki tekist
aö komast inn í búöina. Maöurinn var settur í gæsluvaröhald í nótt.
Ernir Snorrason stefnir deCODE Genetics fyrir dómstól í Bandaríkjunum:
Ernir segir hlutabréf
„hafa veriö tekin af sér“
Emir Snorra-
son læknir, einn
af stofnendum
íslenskrar erfða-
greiningar, sagði
við DV í morgun
að hann teldi að
íslensk erfða-
greining brjóti
ótvirætt
Helsinkisáttmál-
ann. Hann segir
stórar erlendar fréttastofur hafi
hringt í sig á síðustu dögum vegna
málsóknar hans á hendur deCODE
Genetics, móðurfélagi ÍE í Banda-
rikjunum, hann hafi hins vegar
ekki ljáð máls á viötölum. Emir,
sem átti 35 prósent hlutabréfa í
upphafi, eins og Kári Stefánsson,
sagði við DV að hlutabréf heföu
„verið tekin af honum“ af þeirri
ástæðu að hann hefði bæði varaö
við og væri á móti gagnagrunnin-
um. Hann kveöst nú eiga aðeins 1
prósent hlutabréfa.
Emir hefur höfðað mál fyrir
dómstóli í Delaware í Bandaríkjun-
um þar sem hann krefst viður-
kenningar á upphaflegri eignar-
hlutdeild sinni í félaginu. Emir
heldur því fram að fyrirtækið hafi
reynt að gera að engu rétt sinn á
256 þúsund af 481 þúsund hlutum.
Emir sagði við DV í morgun að
hann vildi alls ekki gera íslenskri
erfðagreiningu neinn óskunda. Á
hinn bóginn gengur málarekstur-
inn í Bandaríkjunum út á væntan-
legan ágreining um hlutabréf sem
deCODE keypti aftur af Emi -
nokkuð sem gert var með sam-
Fjögur ungmenni voru handtekin
á Keflavíkurflugvelli síðastliðinn
sunnudag með 1,5 kg af amfetamíni.
Ungmennin voru að koma frá
Amsterdam og fann fíkniefnadeild
toflgæslunnar amfetamínið innan
klæða á þeim og í farangri þeirra.
komulagi árið 1996, skömmu eftir
að fyrirtækið var skráð í
Fólkið var flutt til yfirheyrslu hjá
fikniefnadeild lögreglunnar í
Reykjavík, sem hefur tekið við
rannsókn málsins. Fólkið var úr-
skurðað í gæsluvaröhald, þrjú
þeirra í tvær vikur, en ein stúlkan í
eina viku.
Delaware. í stefnu fer Emir
fram á skaðabætur auk
þeirrar meginkröfu að upp-
haflegur eignarhlutur hans
verði viðurkenndur. Hann
telur deCode ekki hafa keypt
hlut sinn til baka með lög-
mætum hætti.
Ernir sagði við DV að
helsta verkalýðsfélag Banda-
ríkjanna væri tilbúið að
greiða fyrir sig málskostnað
vestra.
-Ótt
í tilkynningu frá Tollgæslunni á
Keflavíkurflugvelli kemur fram að
söluverðmæti efnisins á götunni
gæti verið 10 til 30 milljónir króna
eftir styrkleika. Efnarannsókn er
ekki að fuflu lokið. -SMK
Ernir Snorrason.
Fjögur tekin með amfetamín
VMSÍ og verkfallið á miðnætti:
Hreyfing á umræöum
Samningaviðræður Verka-
mannasambands íslands og Sam-
taka atvinnulífsins stóðu yfir hjá
sáttasemjara til klukkan tvö í nótt
en var þá frestað til kl. 13 í dag.
Reiknimeistarar sátu hins vegar
við í alla nótt og reiknuöu fram og
til baka hvað tillögur sem fram
komu gætu þýtt i raun. Samkvæmt
heimildum DV eru viðræðumar á
mjög viðkvæmu stigi svo ekki sé
meira sagt og getur brugðið til
beggja vona um
framhaldið.
Þó gerðist það
í gær að viðræð-
ur um sjálfan
launaliðinn
Aðalsteinn
Baldursson:
,,Best aö segja
sem allra minnst. “
um launin
komust aðeins í gang. „Það var
hreyfing á umræðum um launalið-
inn og tillögur gengu á milli manna,
en það er best að segja sem allra
minnst um þetta á þessu stigi,“
sagði Aðalsteinn Baldursson, for-
maður fiskvinnsludeildar VMSÍ, í
morgun.
Takist samningar ekki í dag tek-
ur boðað verkfall gildi á miðnætti
og mun áhrifa þess fara að gæta á
landsbyggðinni strax á morgun. -gk
Leikkvennadeilan:
Lausn fundin
Samkomulag hefur náðst milli
Iðnó og Leikfélags Reykjavíkur í
leikkvennadeilunni. Þær Jóhanna
Vigdís Amardóttir, Edda Björg Eyj-
ólfsdóttir og Sigrún Edda Björgvins-
dóttir fara allar með hlutverk í
Stjömur á morgunhimni sem sýnt er
í Iðnó. Þær leika einnig í Kysstu mig
Kata sem Þórhildur leikstýrir í Borg-
arleikhúsinu. Lausnin felst í þvi að
LR tekur aðrar leikkonur inn fyrir
Sigrúnu Eddu og Eddu Björgu en
Iðnó æfir nýja leikkonu í hlutverk Jó-
hönnu Vigdísar. -JSS