Dagblaðið Vísir - DV - 14.04.2000, Blaðsíða 10

Dagblaðið Vísir - DV - 14.04.2000, Blaðsíða 10
□d- DUULHB3- Nafn: Elva Dögg Árnadóttir Aldur: 19 ára Hæð: 167 cm Hver ertu? Ég er nemandi á markaðsbraut í Fjöl- brautaskólanum í Breiðholti og lýk námi vorið 2001. Með skólanum er ég að vinna á Café Paris en mér flnnst skemmtilegast að vera til á sumrin og ég elska að feröast. Einnig hef ég mikinn áhuga á leiklist og lék m.a. í The full Monty. Hvað er það skrýtnasta sem þú hefur borðað? Rskur með súkkulaöisósu. Hefurðu lent í slag? Þegar ég var í 4. bekk slóst ég viö Heiöu, bekkjarsystur mína, en viö vorum hinar mestu óvinkonur. í dag erum við hins vegar mjög góðar vinkonur. Uppáhaldsfyrirsæta? Tvímælalaust Liz Hurley, hún er fullkomin. Nafn: Ester Birna Hafþórsdóttir Aldur: 16 ára Hæð: 173 cm Hver ertu? Ég hef mikinn áhuga á fýrirsætu- störfum og dýrum en er alls ekkert fyrir íþrótt- ir. Hvað er það skrýtnasta sem þú hefur borðaö? Rjúpur. Þaö var ógeöslegt. Hvaða land langar þig mest til þess að heim- sækja? Flórída eöa Spán. Ég var svo lítil þeg- ar ég fór þangað aö ég man ekkert eftir þvi og því hefur mig alltaf langað til þess aö fara þangaö aftur. Hvað þykir þér vænst um í lífinu? Mér þykir vænst um paþþa minn því ég sé hann svo sjaldan. Nafn: Agla Sigríður Egilsdóttir Aldur: 18 ára Hæö: 168 cm Hver ertu? Ég er meyja og Seltirningur, skíöa- kona og ballettdansari sem er mjög furðuleg blanda. Einnig hef ég áhuga á ferðalögum og því aö umgangast vini mína. Hvar viltu búa í framtíöinnl? Ég vil helst búa á íslandi en mig langar til þess að verða kokkur þannig að Frakkland kemur þá mjög til greina. Hvað heldurðu aö þú hafir verið í fyrra lífi? Ég held ég hafi lifaö síðast á Gone with the Wind- tímabilinu. Ég hef alltaf hrifist af þeirri kvik- mynd og lifað mig inn í hana. Ef þú værlr gæludýr hvaða gæludýr myndiröu vilja vera? Þar sem ég er mjög ráðrík mann- eskja þá myndi ég vilja vera Ijón því þá fengi ég aö ráða öllu. Nafn: Eva María Hallgrimsdóttir Aldur: 18 ára Hæð: 177 cm Hver ertu? Ég er nemi í Verslunarskólanum. Ég er trúlofuö og bý meö kærastanum í Kópa- vogi. Ég er á viöskiptabraut og hyggst verða lögfræðingur í framtíðinni. Hvar viltu búa í framtíöinni? Á tslandi. Heima er best, það veit ég af því aö ég hef búiö víöa erlendis og finnst best aö vera hér. Uppáhaldsfyrirsæta? Cindy Crawford Ef þú værir gæludýr hvaða gæludýr myndiröu vilja vera? Köttur því þaö er svo góöur félags- skapur. Nafn: Ólöf Dómhildur Jóhannesdóttir Aidur: 19 ára Hæð: 174 cm Hver ertu? Ég er nemandi í Fjölbrautaskólan- um I Breiðholti á myndlistarbaraut. Ég elska aö feröast og stefni á að fara til Barcelona í 3 mánuöi næsta sumar. Hvað þykir þér vænst um í lífinu? Ástina, fjöl- skylduna og vini mína. Hvenær veröa skór svo stórir að þeir hætta að vera kvenlegir? Verða skór einhvern tím- ann ókvenlegir ef konan er kvenleg? Hvaða land langar þig mest til þess að heim- sækja? Ég væri til í aö heimsækja vinkonu mína í Japan til þess aö skoöa menninguna. Nafn: Hildur Axelsdóttir Aldur: 16 ára Hæð: 172 cm Hver ertu? Ég hef áhuga á tísku, fýrirsætustörf- um og dansi. Hvað er hræringur? ís meö nammi út í. Hvaða iand langar þlg mest tll að heimsækja? Suöur-Afriku til aö sjá hvernig fólk lifir þar. Hvar viltu búa í framtíöinni? Á íslandi en eiga sumarhús á Benidorm. Nafn: Laufey Friða Guömundsdóttir Aldur: 16 ára Hæð: 173 cm Hver ertu? Ég er í 10. bekk Snælandsskóla I Kópavogi. Ég ólst upp á Blönduósi og á þrjár systur sem allar eru eldri en ég. Ég fer I lík- amsrækt eöa tæbó í Baöhúsinu og á mér þann draum aö verða læknir. Hvaða land langar þig mest til þess að heim- sækja? Grikkland, þar eru svo fallegar eyjar. Hvað er það skrýtnasta sem þú hefur borðað? Sniglar, sushi og hræringur (úr hafragraut og skyri). Uppáhaldsfyrirsæta? Helena Christiansen og Islandsvinurinn Claudia Schiffer. Nafn: Bryndís Rut Logadóttir. Aldur: 20 ára. Hæð: 174 cm. Hver ertu? Það er erfitt að segja. Ég er líklega allt það sem þú ert ekki, sem sagt léttskrýtinn einstaklingur. Hvað þykir þér vænst um í lífinu? Mat og fynd- iö fólk. Hvað er það skrýtnasta sem þú hefur borðað? Nine Lifes kattamatur. Hefurðu lent í slag? Bara hugsanlega T fyrra lifi en ég get ímyndað mér aö þá hafi ég verið Ninja. Nafn: Áslaug Dögg Karlsdóttir Aldur: 16 ára Hæð: 173 cm Hver er ég? Ég er nemi á fyrsta ári í Menntaskól- anum viö Sund. Ég bý í Grafarvogi og áhugmál mín eru þolfimi, feröalög til útlanda og aö vera meö vinum mínum og kærasta. Hvað er þaö skrýtnasta sem þú hefur borðað? Paella úti á Spáni en sá réttur samanstendur af hrísgrjónum, kræklingum og þangi blandaö sam- an. Bragðast eins og því hafi verið skóflaö beint upp úrflörunni. Hvaða land langar þlg mest tll þess að heim- sækja? Mig langar mest til þess að heimsækja Egyptaland því ég hef mikinn áhuga á aö skoöa píramídana og fleiri fornsöguleg fyrirbæri. Hvað gerirðu verst? Ég spila fótbolta verst því ég kann ekki reglurnar og skil ekki út á hvaö hann gengur. 10 f Ó k U S 14. apríl 2000

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.