Dagblaðið Vísir - DV - 14.04.2000, Blaðsíða 15

Dagblaðið Vísir - DV - 14.04.2000, Blaðsíða 15
Einn af holdgervingum kúlsins í rokkinu er hinn fúllyndi meistari Lou Reed. Þessi þvældi og rúnum risti rokkhundur var að senda frá sér plötuna Ecstacy og því þótti Dr. Gunna við hæfi að skoða karlinn nánar. Á sama hátt og hægt er að vera risanúmer í smátíma en hafa engin varanleg áhrif á söguna er hægt að hafa mikil áhrif til frambúðar án þess að selja mikið. Tónlist, textar og persóna Lou Reed hafa haft slík áhrif á gang rokksins að karlinn væri enn í góðum málum þó hann hefði hætt að gefa út plötur eftir 1975. Túlkun hans á öfgafullum til- finningum og háttalagi mann- skepnunnar, með svalri ljóðrænni fjarlægð, var óþekkt fyrir hans tíð. Með frábærum textum og lögum bjó hann til imynd af sjálfum sér sem gallhörðum strætisnagla með óræðar kynlífslanganir. Hann flýg- ur í annála kúlsins án þess nokkum tímann að leiða hugann að því hvemig tónlistin legðist I lýðinn - sumar plötur hans hafa beinlínis storkað hlustendum með fífldirfskunni. Alltaf á skjön Lou verður 58 ára á þessu ári - fæddist í úthverfi á Long Island 1942. Þar ólst hann upp við listænt dundur og hlustaði á rokkið fæðast í útvarpinu. Hann var verulega erf- iður unglingur og svo uppreisnar- gjam að foreldrunum þótti upplagt að senda hann í rafstuðsmeðferð á geðsjúkrahúsi þegar hann var 17 ára. Foreldrunum til mikillar gremju kom Lou bara í helmingi meira uppreisnarstuði af spítalan- Stjörnukerfi ifókus ★ ★ ★ ★ * Gargandi snilld! ★ Notist í neyð. ★ ★★ ★ Ekki missa af þessu. 0 Tímasóun. ★ ★ ★ Góð afþreying. ^Skaðlegt. ★ ★ Nothæft gegn leiöindum.*®* plötudómar um og þá gáfust þeir upp. Lou fór í menntaskóla og kynntist mönnum sem áttu eftir að stofna með honum hljómsveitina Velvet Underground 1965. Lou var aðalmaðurinn þar - söng og spilaði á gítar - en yfirgaf sveitina 1970. Velvet Underground var húsband í listahópi Andy War- hol i New York. Tónlist sveitarinnar var svo á skjön við bítla- og hippatónlistina og tíðarandann að það liðu mörg ár þar til bandið hlaut þann heiðurs- sess í rokkinu sem það átti skilið. Þegar Lou yfirgaf hljómsveitina lognaðist hún út af á nokkrum árum en hann kom endurfæddur með tvær plötur 1972 eftir hrikaleg sukkár í glamúrræsum stóra eplis- ins. Fyrst kom Lou Reed, sem inni- hélt sætari tónlist en hann hafði áður gert, með safaríku poppsándi og soul-söngkonum. Skömmu síðar kom meistarverkið Transformer sem David Bowie var með puttana í. Þar eru klassísk lög, eins og Per- fect Day og Walk on the Wild Side, um kátan klæðskipting, en það hlýtur að teljast frægasta lag Lou. Með plötunni varð Lou nokkuð stórt númer. Það er til marks um sjálfseyðingarhvöt Lou og and- styggð á aðdáendum sínum að hann fylgdi plötunni eftir ári síðar með plötunni Berlin, mjög erfíðri plötu tónlistar- og textalega séð. Árið 1974 kom tónleikaplatan Rock ‘N’ Roll Animal, þar sem frekar silalegt band spilaði undir á meðan stífmálaður Lou söng smellina í hálfgerðum kabarettfíling. Hann átti þó eftir að ganga enn lengra í rokkgeðveikinni með tvöfoldu plöt- unni Metal Machine Music sem kom út 1975 og innihélt lítið annað „Ecstacy er eitt af mínum bestu lögum og platan er öll um alsælu í hinum ýmsu myndum,“ segir meistari Lou Reed. en pirrandi gitar-„fíddbakk“. Inni á milli komu poppaðri plötur, eins og Coney Island Baby (1976) og Street Hassle (1978), og Lou hafði vakandi auga með pönkbylgjunni sem skall á á seinni helmingi 8. áratugarins. Traustur textasmiður Hinn uppreisnargjami ungling- ur varð sér- og fúllyndur með aldr- inum. Þegar sló í brýnu með útgef- anda í lok 8. áratugarins notaði Lou tækifærið og hellti sér yfir hann á tónleikaplötu. Auðvitað hafði Lou ástæðu til að hafa and- styggð á niðurdrepandi borgaraleg- um gildum (foreldrar hans sendu hann jú í raflost) en þegar hann giftist Sylviu Morales í byrjun 9. áratugarins fór mesti pönkbrodd- urinn úr attitjútinu. Við tók hnign- un. Fullt af ágætum plötum, svo sem og m.a.s. kombakk hjá Velvet Underground (hálfmisheppnað), en ekkert komst í hálfkvisti við fyrri snilld. Nýja platan slagar kannski ekki upp í allra mestu snilldina - enda ósanngjamt að fara fram á það - en hún sýnir Lou í ansi góð- um gír miðað við nærri því sextug- an mann. Plötuna tróð hann út með 14 lögum, þ.á m. Like a Poss- um sem er 18 mínútur og minnir á drungann í Sister Ray, enda segist Lou hafa verið að springa af hug- myndum. í textagerðinni er Lou traustur, sjáðu bara þetta dæmi: „I’ve got a hole in my heart the size of a tmck. It wont be filled by a one-night fuck.“ Með Lou leika karlar sem hafa verið með honum lengi en auk þess nýja kærastan, fjöllistakonan og sellóleikarinn Laurie Anderson. „Ég setti flæðið á oddinn á þessari plötu,“ segir Lou, „líkamlegt, gáfu- legt og tilfinningalegt flæði. Ég veit að fólk hlustar ekki lengur á plötur í réttri röð en það er ástæða fyrir því hvemig lögunum á plötunni var raðað upp, það er upphaf, miðja og endir.“ Lou er ánægður með plötuna og sérstaklega titillagið: „Ecstacy er eitt af mínum bestu lögum og plat- an er öll um alsælu í hinum ýmsu myndum.“ Lou fer í tónleikaferð til að fylgja plötunni eftir og mun einnig lesa úr bókinni Pass Thru Fire, tæplega 500 bls. bók sem nýverið kom út. Þar er safnað saman á einn stað öllum textiun Lou frá fyrstu plötu Velvet Underground til nýju plöt- unnar - sumu af því albesta sem í rokkinu hefur birst. smar eigin leiðir Söngvari Rage Against the Machine, Zack de la Rocha, fer í hljóðver í New York í næsta mánuöi til að hefja upptökur á sinni fyrstu sól- óskífu. Zack gerði óskaiista yfirfólk sem hann vildi vinna með og , _ f.r ' hefur nú feng- ið þann > sem var efstur á listan- um til a ð vi n n a með sér f j ö g u r lög. Það er El-P úr neðan- jarðar-rappsveitinni Company Flow. Sveitin var að spila í Japan þegar fréttirnar bárust og þá var Japansferðin stytt svo El-P gæti farið til New York til að leggia á ráðin með Zack. Aörir sem hafa verið nefndir sem samstarfsaðilar Zacks eru Roni Size, DJ Premier og Mos Def. Sama fyrirtæki og gefur út RATM mun gefa þessa sólóplötu út, en ekkert hefur verið sagt um hvenær má eiga von á henni. Fækkar í PsoíWq'J Leeroy Thornhill er hættur í Prodigy. Hann hafði þann starfa að dansa í sveitinni. Eftir eru því aðalkallinn Uam Howlett og söngvar- arnir Keith Rlnt og Maxim. Leeroy fékk aldrei aö synga svo þaö er kannski ekki að furða þó hann hafi veriö orðinn gagnslítill. Liam sagöi: .Brotthvarf Leeroys hefur augljóslega engin áhrif á tónlistina. Við höfðum áhuga á mis- munandi hlutum og höfðum verið að þróast f misjafnar áttir, en ég virði hann og óska hon- um alls hins besta. Sjálfur sagði Leeroy: „Ég er búinn að vera f Prodigy í níu frábær ár en nú vii ég einbeita mér að bandinu mínu sem heit- ir Flightcrank." Næsta Prodigy-plata gengur undir nafninu „Always Outnumbered, Never Outgunned" en mun ekki koma út fyrr en á næsta ári. ★★★★ Hljómsveitin: Idjut BoyS piatan: Saturday Nite Live Útgefandi: Nuphonic / Japis Lengd: 70,30 mín. ★★★★ Hijómsveitin: Hilmar Orn Hilmarsson og Sigur Rós piatan: Englar alheimsins Útgefandi: Krúnk Lengd: 46,36 mín. ★ Hljómsveitin: Valur Og Regnúlpurnar piatan: Reykjavík er köld - Cohen á íslensku Útgefandi: Slátur Lengd: 41,12 mfn. ★ ★★★ Hljómsveitin: CMnÍC Platan: Clinic Útgefandi: Domino / Hljómalind Lengd: 25,28 mfn. hvaöf Þetta er mixplata meö breska plötu- snúöadúóinu Idjut Boys. Þeir eru þekktir fýrir eðal-house-settin sín. Þessi plata, sem inniheidur m.a. lög frá McSultan, Femi Kuti, Syrup og Isolée, sannar færni þeirra í aö búa til þétt og hrffandi mix. Þetta er tónlistin úr kvikmynd Frið- riks Þórs Friðrikssonar, Englar al- heimsins. Á plötunni eru 15 stykki eftir Hilmar Örn og tvö lög með Sig- ur Rós: Bfum bfum bambaló og Dánarfregnir og jarðafarir. Þessi plata er einhvers konar æösta stig stjörnudýrkunar, en á henni syngur Valur Gunnarsson eig- in þýðingar á 10 Leonard Cohen lögum. Sér til fulltingis hefur hann lið hljóðfæraleikara og söngkvenna. Clinic er hrár rokkkvartett frá ensk- um bftlaslóðum. Hann hefur verið að vekja athygli og mun eflaust koma sterkur inn þegar fýrsta al- vörupiatan kemur út. Þessi er nfu- laga safnplata með lögum af þrem fýrstu smáskffum sveitarinnar. fyrir hvernf Þetta er svona léttleikandi organískt house, að mestu djúpt og instrúm- ental, með smá-dub-áhrifum, smá- diskó-, smá-fönkf djassgrúvi og fullt af áslætti. Það er með öllu ómögu- legt að sitja kyrr undir þessari tón- list. Þetta er plata fýrir alla unnend- ur gæðadanstónlistar. Auk þess að höföa til unnenda kvik- myndatónlistar ætti þessi plata að vera velkomin I safn þeirra sem kunnu að meta plötu Sigur Rósar frá því f fýrra, Ágætis byrjun. Miðaö við sölutölur og úrslit íslensku tón- listarverðlaunanna þá eru þeir ekki fáir! Þessi plata á lítið erindi til þeirra sem hafa áhuga á að kynna sér tónlist Leonards Cohen - uppruna- legu útgáfurnar eru bara svo miklu betri. Það má helst ímynda sér að platan höfði til mjög langt leiddra Cohen-manna og erlendra plötusafn- ara. Clinic er fyrir aödáendur Velvet Und- erground, 22 Pistepirkko, Cramps, Suicide, The Stooges og annarra sveittra síxtfspönkara. Þótt rokkið minni á gamla tíma kfkja stundum inn nýmóðins taktar og glænýjar hugmyndir. skemmtilegar staöreyn air Þó að þeir Dan Taylor og Connie McDonnell séu aðallega þekktir sem plötusnúðar þá hafa þeir Ifka gefið út sfna eigin tónlist, t.d. plöt- una „Life...The Shoeing You Deser- ve“, á Glasgow Underground í fýrra. Allur frágangur og umgiörð þessarar útgáfu er til fyrirmyndar. í bæklingrv um sem fýlgir plötunni eru tilvitnanir í samnefnda bók Einars Más, ein fyrir hvert lag. Þær setja tónlistina f samhengi við viðfangsefnið og minna mann á senur úr myndinni. Valur hefur eytt heilmiklum tíma með átrúnaöargoðinu því að allir textarnir eru þýddir (og oft staö- færöir) af honum. Ef hægt er að tala um persónulegt framlag, þá er það falið í tilraun Vals til þess að færa stemninguna f lögunum til ís- lands. Hljómsveitin vildi vernda sinar per- sónuupplýsingar, meðlimirnir komu fram með læknagrímur og lengi vel var ekki vitað hverjir voru f bandinu. Eftir eitthvert giggiö var grímunum stolið og síðan hefur sveitin neyðst til að sýna sitt rétta andlit. niöurstaöa Þessi plata er samfelld sæla, allt frá grúvf bræðingi Keith Mansfield frá '77 til Francois K. remixins af Sorry Sorry með Femi Kuti. Hámarkiö er samt Beau Mot Plage með Isolée, eitt besta lagiö I fyrra, hér í frábærri út- gáfu. Saturday Nite Live festir Nuphonic-útgáfuna f sessi sem gæða- merki. Trausti Júliusson Eins og myndin f heild er þessi plata mjög er vel heppnuð. Verk Hilmars eru i senn falleg og áhrifamikil og út- gáfur Sigur Rósar á Bíum, bíum og dánarfregnastefi Jóns Múla eru í sama gæðaflokki og aðrar þeirra af- urðir undanfarið, sambland af klóku spilirii og dramatfk sem hrffur sam- stundis. Trausti Júliusson Þetta er frekar vond plata. Ef ein- hver tilraun hefði verið gerð til þess að túika tónlistina, með t.d. nýjum útsetningum, þá hefði þetta kannski virkað, en þegar meira að segja söngvararnir reyna að hljóma alveg eins og i upprunalegu útgáfunum þá finnst manni þetta tilgangslaust. Trausti Júlíusson Þetta er ferskasta rokkplatan i lengri tfma - tæpur hálftími af frfsk- um gusti. Rokkið er einfalt og mið- að við enskt rokk er hér meiri frum- kraftur á ferðinni en siðan maður man ekki alveg hvenær. Tvö, þrjú lög eru þó greinilega uppfýllingarefni og það dregur heildina niður. Dr. Gunni 14. aprfl 2000 f ó k u s 15

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.