Dagblaðið Vísir - DV - 05.05.2000, Side 7

Dagblaðið Vísir - DV - 05.05.2000, Side 7
Bjarni Sigurðsson heldur aö íslenska lagið lendi i einu af 10 efstu sætunum. Flakkferðir á leið til Englands: Peart Jam „Ég er viss um að lagið á eftir að gera það gott í keppninni. Ég gæti trúað að það yrði í einu af 10 efstu sætunum," segir Birgir Sigurðsson um íslenska Eurovisionlagið en hann er maðurinn sem leikur ann- an af hinum furðulegu nágrönnum i íslenska Eurovisionmyndbandinu við lagið Tell me. Þetta er alls ekki frumraun Birgis hvað leiMist varð- ar því hann hefur um árabil bæði leikið með áhugamannaleikfélög- um, leikstýrt og skrifað handrit. Að auki hefur hann leikið í nokkrum bíómyndum og leikur m.a. í kvik- myndinni Ikingut sem verið er að taka um þessar mundir. íslenska lagið grípandi Birgir er fæddur og uppalinn í Mosfellsbænum og hefur búið þar alla sína tíð nema síðustu 7 árin, en hann er 52 ára í dag. Hann fékk snemma áhuga á leiklist og hefur verið viðriðinn svoleiðis starfsemi allt frá því hann var unglingur. „Það hvarflaði oft að mér að leggja leiklistina fyrir mig en mað- ur var einhvern veginn alltaf að stússast í öðru. Ætli maður fari nokkuð héðan af í leiklistarskól- ann,“ segir Birgir sem eyddi heil- um degi í grettur fyrir Eurovision- myndbandið. Hann upplýsir einnig að þessi flotti rauði gangur sem Eurovisionmyndbandið var tekið upp í var smiðaður í Sjónvarps- stúdíóinu og er ekki til í raunveru- leikanum. En hvað finnst þér eiginlega um Eurovision? „Ég hef alltaf haft gaman af því að fylgjast með þessari keppni og býst fastlega við því að ég horfi á hana í ár sem áður. Það á að byrja að sýna hin lögin í þessari viku og það verður spennandi að heyra hvað hinar þjóðimar koma með. Sjálfum fannst mér strax íslenska lagið vera mjög grípandi og flytj- endurnir frísklegir en hvort þetta í íslenska Eurovisionmynda- bandinu er að finna eldri mann sem grettir sig framan í myndavélina og stelur jafnvel sen- unni frá söngvur- unum á köflum. Snæfnður Inga- dóttir hafði uppi á drengnurn og forvitnaðist um hagi hans. lag er betra en lagið sem Selma flutti í fyrra er erfitt að segja. Ég myndi segja að þau væru svipuð, bæði svona hress og minnisstæð,“ segir Birgir sem er orðinn spennt- ur. Aðspurður hvort myndbandið hafi haft mikið að segja hvað frægðina hjá honum varðar svarar hann neitandi og segir að fólk sé ekkert að snúa sér við úti á götu þegar það sjái hann. „Það er helst að maður fái skot frá vinum og vandamönnum sem segja: Hvað, þú ert bara alltaf í sjónvarpinu?" segir Birgir, hlær og bætir við að það hefði örugglega verið gaman að vera í íslensku Eurovisiondóm- nefndinni og sjá keppnina frá öðru sjónarhomi. „Kannski maður skrái sig í dómnefndina eitthvert árið,“ segir Birgir og vonar það besta um gengi íslenska lagsins í Svíþjóð. Flakkferðir efna til hópferðar á tónleika Pearl Jam í Manchester dagana 2.-5. júní. Binaural, ný plata Pearl Jam, kemur út 26. maf og þess- ir tónleikar eru meðal þeirra fyrstu í heimstúr þessara eðalrokkara frá Seattle. Dagskrár ferðarinnar er plönuð svona: Rogið verður frá Keflavík klukkan 6.55 föstu- daginn 2. júnf og lent f London klukkan 10.55. Tilvalið er að nota daginn til að rölta á Oxford street f verslanir, á einhver söfn eða jafnvei f Milleniumhöllina. Klúhbamenningin f London svfkur svo engan á föstudagskvöldi. Á laugar- deginum er svo meiningin að fara f Paintball en það er fastur liður f Londonferðum Flakks- ins enda er þetta ótrúlega skemmtilegt sport sem þvf miður er ekki enn leyfilegt á Islandi. Á sunnudaginn er svo lagt af stað frá London klukkan 14.00 og ekið til Manchester þar sem húsið Manchester Arena verður opnað klukk- an 18.00. Eftir miönættið, þegar fjörið er búið, fer rútan beint á Stansted þar sem Flakkarar geta fengið sér morgunmat og verslað eitt- hvað áður en vélin fer f loftið kiukkan 10.00 mánudagsmorguninn 5. júnf. Allt þetta kostar 34.900 og innifalið I þvf veröi er: flug, gisting I 2 nætur í London með morgunverði , rúta: Stansted-London-Manchester-Stansted, miði á tónleikana, flugvallarskattar, gjöld, og fararstjórn. Það skal tekið fram að þessi ferð er, eins og allar ferðir Rakkferða, vfmulaus og aðeins fyrir 17-25 ára. Nánari upplýsingar á www. flakk.is og flakk@simnet.is. Opnum breytta búð á Laugavegi í dag 5. maí 2000 f Ókus 7

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.