Dagblaðið Vísir - DV - 05.05.2000, Blaðsíða 12
vikuna
4.5-11.5 2000
18. vika
Finnsku töffararnir í Bomfunk
MC’s gefa sig út fyrir að vera •
rosalega hardkor en eru ekkert
nema popparar. Lagið
Freestyier hefur notið mikilla
vinsælda út um alla Evrópu og
virðist ætla sér 1. sæti hér hjá
okkur.
Topp 20 (Of) Run The Water Live
(02) Freestyler Bomfunk MC’s
(03) Fool Again Westlife
(04) You Can Do It lce Cube
(05) Tell Me Einar Ágúst & Telma
(06) He Wasn’t Man Enough Toni Braxton
(07) 1 Wanna Mmmm The Lawyer
(08) Orginal (órafmagnað) Sálin Hans Jóns Míns
09 Say My Name Destiny’s Child
(70) Never Be The Same... Mel C & Lisa Left Eye
(Jlj The Ballad of Chasey... Bloodhound Gang
(72) Mama Told Me Tom Jones & Sterephonics
(73) Freistingar Land og Synir
(74) Don’t Wanna Let You Go Five
(75) Mambo Italiano Shaft
(76) American Pie Madonna
(77) There You Go Pink
(78) Freakin’lt Will Smith
(79) Oops 1 Did it Again Britney Spears
(20) Thong Song Sisqo
Vikur $
álista:
Sætin 21 til 40
0 lopp/ag vikunnar
J hástökkvari
<* w'kunnar
nytt a lístanum
íoí stendur i stað
yf, hækkarsigfrá
i s/ðjstu viku
i. lækkar sig frá
'' siðrstu viku
? fall vikunnar
© 9
^ 5 ’
4, 5
61
* 4|
/4 7
vir 5
/4.13
4,10
8
21. Ex-Girlfriend No Ooubt
22. In Your Arms Nu Generation
23. My Heart Goes Boom French Affair
24. Vertu hjá mér Á móti sól
25. Music Non Stop Kent
26. Búinn að fá nóg Buttercup
27. Waste Smash Mouth
28. Are You Still... Eagle Eye Cherry
29. Bingo Bango Basement Jaxx
30. Billie Jean Bates
31. You Sang to Me Marc Anthony
32. Toca’s Miracle Fragma
33. Never Let You Go Third Eye Blind
34. Lucky Star Superfunk
35. Fill Me In Craig David
36. Sunshine Reggae Laid Back
37. Still Macy Gray
38. Who Feels Love? Oasis
39. Just Around The Hill Sash
40. Feel The Same Triple X
5
6
1
6
5
7
3
3
1
9
3
2
9
5
1
1
Ifókus
f Ó k U S 5. maí 2000
Gömlu hasshausarnir í Cypress Hill voru að senda frá sér
sína fimmtu plötu. Trausti Júlíusson skoðaði ástandið á
þessum margreyndu súperstjörnum vestur í L.A.
sem DJ Muggs,
-Real, SenDog
og Bobo
Lagið Rock Superstar með Cypress
Hill er búið að vera vinsælasta lagið
á X-inu undanfarnar vikur. Lagið er
af nýju Cypress Hill plötunni „Skull
& Bones" sem er tvöfóld; - fyrri disk-
urinn „Skull“ er rapp í anda þeirra
félaga en sá seinni „Bones“ er
rokkrappdiskur.
Það finnst sumum að með því að
skella sér út í rokkrappið sé hljóm-
sveitin að reyna að nýta sér vel-
gengni hljómsveita eins og Korn og
Limp Bizkit. Það má vel vera en stað-
reyndin er samt að þeir félagar hafa
lengi verið að grauta í rokkinu. Þeir
tóku t.d. upp tvö rokkrapp-lög fyrir
Judgement Night sándtrakkið árið
1992, annað í samvinnu við Sonic
Youth og hitt með Peral Jam. Þeir
hafa líka mikið spilað með rokkbönd-
um. Rage Against the Machine hitaði
upp fyrir þá á tónleikaferðalagi 1992
og svo voru þeir aðalnúmerið á
Lollapalooza 1995, spiluðu þá með
Hole, Sonic Youth og Jesus Lizrad,
svo einhverjir séu nefndir. Svo er
Sen Dog búinn að vera meðlimur í
metalíonk bandinu SX-10 síðan 1995.
Kitlaði í rokkfingurna
Síðasta plata Cypress Hill, IV, sem
kom út árið 1998 og þótti í daufara
lagi, var svolítið rokk-skotin. Þeir
ákváðu þess vegna að þróa næstu
plötu enn meira út í rokkið. Plötuút-
gáfan þeirra tók það ekki i mál í
fyrstu og þess vegna gerðu þeir heila
plötu af ekta Cypress rapp-efni. Það
er fyrri diskurinn af „Skull & Bones“.
Þeir voru samt enn hungraðir í að
rokka og þegar þeir spiluðu fyrir 40
þúsund manns á tónleikum í San
Bernandino seint i fyrra þá tóku þeir
stóran hluta af settinu með rokk
hljóðfæraskipan. Eftir það gat ekkert
stoppað þá og þeir fóru í stúdíó með
Dino Cazarres og Christian Olde
Wobles úr Fear Factory, Brad Wilde,
trommara Rage Against the Machine,
Andy Sembrano og Jeremy Hiner úr
SX-10 og Roy Lazano úr Downset og
tóku upp lögin 6 sem mynda seinni
diskinn af „Skull & Bones“. Fyrst var
hugmyndin að gefa út tvær plötur,
rappplötu og rokkplötu, en niðurstað-
an varð að gefa frekar út eina tvö-
falda.
Þeir félagar í Cypress HUl höfðu
annars í nógu að snúast á síðasta ári
því að á milli þess sem þeir tóku upp
fyrri og seinni „Skull & Bones“
diskinn gengu þeir frá safnplötu með
sinum vinsælusti lögum á spænsku.
Textarnir voru endurskrifaðir og
sungnir upp á nýtt. Sú plata, „Los
Grandes Exitos En Espanol" (Sóru
smellirnir á spænsku), kom út í des-
ember. Það hafði lengi staðið til að
gefa út á spænsku, enda bæði B-Real
og Sen Dog ættaðir frá Kúbu. Latino
tónlistarsprengjan á síðasta ári var
kjörið tækifæri til þess að láta gaml-
an draum verða að veruleika.
Rapp/rokk súperstar
Lagið „Superstar" er í tveimur út-
gáfum á „Skull & Bones“. Það er í
rappútgáfu á fyrri disknum undir
nafninu „Rap Superstar" með inn-
skotum frá Eminem og Noriega og í
rokkútgáfu á seinni disknum undir
nafninu „Rock Superstar" með inn-
skotum frá Everlast og Chino úr
hljómsveitinni Deftones. Lagið hefur
fengið gríðarlega spilun bæði austan-
hafs og vestan og er t.d. mest spilaða
Cypress lagið í Bandaríkjunum síðan
það almagnaða „Insane In The
Brain“ kom út áriðl993. Lagið er
ádeila á hvemig plötufyrirtæki fram-
leiða stjörnur eingöngu með peninga-
von í huga. „Hér áður fyrr þegar
menn voru að byrja í bransanum þá
voru þeir að þessu af því að þeir fíl-
uðu tónlistina, segir B-Real, ef þeir
hittu á það rétta kom svo frægðin,
sviðsljósið og peningarnir. Krakkam-
ir i dag hafa engan áhuga á tónlist-
inni sem þeir era að búa til, þeir hafa
bara áhuga á þvi að græða peninga
og verða stjömur."
Vantaði ögrun
Cypress Hill em um það bil að
leggja af stað í tónleikaferð með Limp
Bizkit, Limpdependence-túrinn, sem
verður ókeypis í boði Napster-netsíð-
unnar. Þeir Cypress Hill félagar hafa
lofað því að prógrammið hjá þeim
verði enn rokkaðra á tónleikunum
heldur en á plötunni. „Okkur fannst
við þurfa eitthvað nýtt til að takast á
við,“ segir B-Real. „Einhverja ögmn.
Hip hop er það sem við eigum auð-
veldast með að gera en við höfum
líka lengi haft áhuga á að rokka þetta
upp.“ Og við þá sem era ósáttir við
þessa rokkþróun hljómsveitarinnar
segir DJ Muggs: „Við erum bara að
fara aðra leið að sama takmarki.
Okkur er alvega sama hvað öðrum
fmnst. Ég geri bara tónlist fyrir mig.
Ef ég fila hana þá er hún í góðu lagi.“
Popparar geta enda-
laust fundið sér ástæður
til að drita fúlyrðum hvor
á annan og er orðahríð
Liams og Robbie bara
toppurinn á ísjakanum.
Aðallega gengur skothrið-
in út á að segja að einn sé
„lákúruleg markaðsvara"
og um leið gefur sá í skyn
sem þetta segir að hann
sé „þvottekta listamaður".
Litum á dæmi. Rapparinn
Eminem er nýbúinn að
gefa út fyrsta lagið af
næstu plötu sinni. Það
heitir „The Real Slim Shady" og skýt-
ur föstum skotum á r&b-ungann
Christina Aguilera og lina kexið
minem
Fred Durst.
Fred tekur
þessu létt en
Christina er
reið og móðguð.
Sjálfur sagði
Eminem nýlega
á tónleikum í
London, „Þið
gætuð hafa
heyrt eitthvað í
fjölmiðlum um
mig og eina
smáp**u. Ég vil
bara segja ykk-
ur að það er allt
í góðu á milli mín og litlu kun****ar.“
Beck fannst ástæða nýlega til að
nefna hið augljósa, aö tónlist Britney
Spears og N’sync sé ekkert annað en
markaðsvara og tóku margir það
nærri sér. Nýlega fannst svo eldgamla
stuttbuxnadrengnum Angus Young í
AC/DC upplagt að nefna það að hon-
um fyndist það einstök kurteisi að
kaUa Oasis hljómsveit. „Ef við ættum
að spila með Oasis þyrftu að vera ansi
mörg núll á tékkanum," sagði hann í
óspurðum fréttum því ekki voru
Gallagher-bræðurnir að falast eftir
honum.
Það er því alltaf nóg að gerast í
popparalandi og spuming hvað gerist
næst. Það læðist stundum að manni sá
grunur að yfirlýsingamar séu undir-
búnar á auglýsingastofu og auðvitað
með það í huga að selja meira. Þetta
gengur jú út á það, ekki satt?