Dagblaðið Vísir - DV - 05.05.2000, Síða 13
1
Loksins ný plata
frá No Doubt eftir
langa ritteppu og
tilvistarkreppu
Gwen Stefani og strákamir í No
Doubt eru komin aftur meö plöt-
una Retum of Satum. Nafngiftin á
sér stjarnfræðilega skýringu því
það tekur Satúrnus 29 ár að snúast
einn hring í kringum sólina. Gwen
er einmitt nýorðin þrítug og telur
erfiðustu gerjunina í eigin lífl að
baki. Platan er stæðilegur popp-
hlunkur, rúmlega klukkutími að
lengd og uppfull af poppaðri
skemmtun, spriklandi ftnum lög-
um sem eru „eitís“ að upplagi og
minna á bönd sem meðlimir No
Doubt hlustuðu á í gelgjunni, ný-
bylgjugrúppur eins og Missing Per-
sons, Go-Go’s, Bangles og The
Cure.
Þrettán ára saga
No Doubt á sér langa sögu. Sveit-
in er frá Anaheim-hverfinu í Los
Angeles og var farin að spila Mad-
ness-legt popp-ska 1987. Með linnu-
lausu spiliríi fékk sveitin samning
við Interscope 1991 og gaf ári síðar
út fyrstu plötuna, No Doubt. Þetta
var í miðju gruggæðinu og platan
gekk illa - svo illa reyndar að
Interscope vildi ekkert fyrir sveit-
ina gera. Meðlimir No Doubt dóu
ekki ráðalausir og gáfu sjálfir út
plötuna Beacon Street Collection,
mun hrárri og pönkaðri plötu en
frumsmíðin. Interscope fékk aftur
áhuga á sveitinni seint á árinu 1994
og upptökur hófust á Tragic
Kingdom, plötu sem átti eftir að
koma No Doubt á kortið með stæl.
Hún kom út 1995 en það tók hana
ár að verða eins vinsæl og raun bar
vitni. 15 milljón eintök seldust að
lokum, stærsti hlutinn í Bandaríkj-
unum.
Gleðirokk No Doubt var tengt
persónu söngkonunnar í hugum
fólks enda voru textamir mjög per-
sónulegir og snerust aðallega um
samband Gwen og bassaleikarans
Tony Kanal, en þau voru nýhætt
saman eftir 7 ára samband. Lög
Stjörnukerfi Ifókus
★ ★ ★ ★ ★Gargandi snilld! ★ Notist í neyð.
★ ★★★Ekki missa af þessu. OTÍmasóun.
★ ★ ★Góð afþreying. V" Skaðlegt.
★ ★Nothæft gegn leiðindum.*“>
eins og Just a Girl, Spiderwebs og
Don’t Speak voru ódulbúnar að-
dróttanir Gwen á hendur Tonys en
hann sýndi einstök karakterein-
kenni, beit á jaxlinn og spilaði með
eins og ekkert væri.
Nýr kærasti = nýir textar
Bandið var á tónleikatúr til 1997
en þá tók við stutt frí. Meðlimimir
komu sér þægilega fyrir með plötu-
gróðann inni á reikningi og fóm að
stimda golf en Gwen ræktaði sam-
bandið við nýja kærastann, Gavin
Rossdale, söngvara Bush.
Það var svo ekki auðvelt að gera
nýju plötuna. Ferlið tók þrjú ár.
Erfiölega gekk að munstra hljóð-
stjórnanda og Gwen þjáðist af
ritteppu.
„Ég gat ekki skrifað eitt einasta
orð - mér lá ekkert á hjarta,” segir
hún. „Þetta var eitt erflðasta tíma-
hil lífs mins og það var mikil utan-
aðkomandi pressa. Allir voru að
bíða eftir að ég semdi eitthvað."
Hjólin byrjuðu loks að snúast
þegar hljóðkarlinn Glen Ballard
kom til sögunnar. Honum tókst
með yfirvegun að fá textana út úr
Gwen. „Hún tönglaðist á að hún
væri ekki lengur sama konan og
samdi Just a Girl,“ segir Glen.
Loks tókst Gwen að losna við tepp-
una. Hún las bækur
Sylviu Plath, hlustaði á textana
hjá Joni Mitchell og sambandið
við Gavin reyndist gjöfult fyrir
textageröina. Smellurinn Ex-Girl-
friend er t.d. um það samband og
líka næsti smellur, ballaðan Simple
Kind of Life þar sem söngkonan
tjáir sig opinskátt um það að í raun
vOji hún bara traustan mann, hús
og böm, ekki táfýlu og sukkað
rokkglimmerlíf. Hún verður nú
samt að totta rokkpinnan eitthvað
enn því fram undan er túr og allt
hitt sem þarf að gera þegar plata er
gefin út.
Hún ætti lika að vera orðin vön
þessu eftir þrettán ára hark. „Frá
byrjun höfum við verið rosalega
samheldin, það er næstum því eins
og við búum öll í einum litlum
heirni," segir hún og bætir við
hugsi: „Ef ég ætti að byrja upp á
nýtt og fyndi þrjá gaura og segði:
við eigum eftir að vera saman í
þrettán ár... Ég get ekki séð það
gerast. En einhvem veginn gerðist
þetta samt.“
Dr. Gunni
söngkonunnar;
plötudómar
ChuckD
til varnar
Napster
Napster-umræðan er gífurleg í poppheimum
þessa dagana. Poppararnir skipa sér í tvær ~
abskildar fýlkingar þá sem eru á móti Napster
mp3-sækiforritinu og þá sem styðja það.
Chuck D, söngvari Public
Enemy, hefur löngum ver-
ið hrifinn af möguleik-
um Netsins gegn
gömlum gróðasjónar-
miðum venjulegrar
plötuútgáfu. Hann
skrifaði grein í New
Vork Times um siö-
ustu helgi og varði Nap-
ster. Hann sagði m.a.:
„Fyrirtæki eins og Napster
búa til nýja hlustendur og gera miklu fleiri
listamönnum kost á að koma sér á framfæri,
miklu fleirum en þeim sem stóru útgáfufyrir- *
tækin ákveða að eigi erindi á markaðinn." í
hinu horninu í mp3-rimmunni er svo báknið í
kringum Metallica. Á Napster hafa 92 lög með
Metallica verið fáanleg fritt og þungarokkar-
arnir eru gífurlega óhressir með það. Þeir hafa
nú lagt fram lista með 335.435 notendum
sem hafa vistað Metallica-lög og krefjast þess
að Napster banni þessu fólki aðgang. Mörgum
finnst Metallica hafa gengið allt of langt með
þessu, m.a. gamla Dead Kennedys pönkaran-
um, Jello Biafra: „Til lengri tfma litið á þetta
eftir að skaða orðspor Metallica og plötusöl-
una hjá þeim,“ sagði hann.
Rugludallur
hjálpar
dansara
Sólóferill dansarans Leeroy er kominn á fullt
skrið eftir að hann yfirgaf Prodigy. Smjörþefinn
af hæfni Leeroys má finna þegar fyrsta platan
hans „The Twisted EP“ kemur út 12. júnf.
Leeroy kallar sig nú Flightcrank. Hann fór til
Sviss og hitti gamla raggfrugludallinn Lee
„Scratch“ Perry sem endurblandaði titillag
nýju 4-laga plötunnar. Hin lögin voru tekin upp
í heimahljóðveri Leeroys i Essex. Á plötunni *
nýtur Leeroy einnig aðstoðar söngkonunnar
Diane Charlemaine sem söng á fyrstu plötu
Goldie. En þetta er bara byrjunin hjá Leeroy og
stórrar plötu má vænta frá honum seinna f
sumar. Fyrrum félagar hans í Prodigy verða
hins vegar ekki á ferðinni með stóra plötu fyrr
en fyrsta lagi um næstu jól.
hvaöf fyrir hvernf
★★★ Hljómsveitin: Kent piatan: Hagnesta Hill Útgefandi: RCA / Japis Lengd: 58,28. Sænsku popprokkararnir frá Eskilst- una með sfna fjórðu plötu. Aðeins þessi og sfðasta plata meö þeim hafa komið út utan Svfþjóðar og vöktu þeir fyrst athygli meö þeirri síbustu, „Isola". Eins og lýönum ætti aö vera Ijóst býöur Borgin upp á Kent í júní og því er upplagt aö hita sig upp meö þessari plötu. Hér að neðan er plata sem hæfir markhópnum FM/Mónó. Á sama hátt er Kent hljómsveit sem hæfir markhópnum X-ið/Radfó, enda grimmt spiluð þar. Þetta er sem sagt hvítt og poppað gftarrokk með gripandi melódíum og vælukenndri söngrödd, eins konar sænskum Thom Yorke.
★★ Hljómsveitin: PINK piatan: Can't Take Me Home Útgefandi: Arista / Japis Lengd: 54,18 mfn. Söngkonan Pink (eöa Pink eins og það er skrifaö) er nýjasta stjarnan á LaFace merkinu. Hún er 19 ára og ólst eiginlega upp á klúbbasenunni í Philadelphiu. Hún byrjaði aö syngja bakraddir f rapphljómsveit 14 ára. Lagið hennar „There You Go“ hefur verið tðluvert spilað að undanförnu. Þetta er svona poppað r&b ætlað þeim sem kunna að meta svoleiðis tónlist. Þetta er plata fyrir aðdáend- ur TLC, Destiny’s Child og Whitney Houston. Ætti að passa vel fyrir þá sem hlusta á Mono og FM.
★★★★ Hljómsveltin: Femi Kllti piatan: Sjoki Remixed Útgefandl: Barclay / Skífan Lengd: 138,11 mín. (2 diskar) Þetta er safn af remixum á lögum af Shoki Shoki, plötu Femi frá þvf I fyrra. Á meðal þeirra sem endur- vinna lögin eru: Masters At Work, Joe Claussel, Kerry Chandler, Francois K, Da Lata, Seven Dub, Sofa Surfers, Mateo & Matos og Gilb’r & l:Cube. Femi þykir ná að magna upp svip- aða stemningu og faðir hans geröi en „hann er samt ekki Fela". Þessi plata er fyrir Fela-aðdáendur og aöra afró-fönkara en eins og sjá má á remix-listanum er þetta líka plata fyrir alla þá sem hafa gaman af flottri danstónlist.
skemmtilegar
staöreyndir
niöurstaöa
í Eskilstuna var lítið hægt að gera
annaö en að sniffa lím eða stofna
hljómsveit. Þessir peyjar stofnuðu
band 1990 og kölluðu það Jones &
Giftet. 1992 voru þeir búnir að vinna
hæfileikakeppni og breyta nafninu í
Havsángiar. Ári síðar fluttu þeir til
Stokkhólms, byrjuðu að ganga í jakka-
fötum og breyttu nafninu í Kent.
Plnk er hvft og helsta útlitseinkenni
hennar er skærbleikt hárið. Þegar
maður sér hana þá dettur manni í
hug að eftir að Eminem (hvftur rapp-
ari) gekk svona vel þá sé nú verið
aö reyna aö búa til hvfta r&b
stjörnu. Plötuútgáfu gimmikk eða
hvað?
Femi Kuti er sonur afró-beat snill-
ingsins Fela Kuti. Hann stjórnaði
hljómsveit fööur síns þegar hann
var fangelsaður af nfgerískum
stjórnvöldum árin 1984-86. Hann
stofnaði síðan sfna eigin hljómsveit
og hefur sent frá sér nokkrar plötur
en Shoki Shoki var sú fyrsta sem
dreift var út um allan heim.
Kent er enn ein sönnunin um að
Svíar eru slungnir í poppgerð. Lfkt
og Abba, Cardigans og jafnvel
Wannadies er tónlist Kent ekki gerð
af hungri og ástríðu heldur einhvers
konar yfirvegun og samkvæmt út-
reikningi. Það þarf vitanlega ekkert
að vera verra, sjáið bara velgengni
Ikea! dr. gunni
Þetta er frekar óspennandi plata.
Tónlistin er of fyrirsjáanleg. Textarnir
eru flestir einhvers konar sjálfstæð-
isyfirlýsingar ungrar konu (“Hell With
Ya“,“You Make Me Slck", „Can't
Take Me Home“). Það er kannski
hollari boðskapur en stundum áður
hjá r&b söngkonum en verður fljótt
þreytandi eins og þessi plata al-
mennt. Trausti Júliusson
Með efnivið eins og þennan og rem-
ix-ara I þessum gæöaflokki er lítil
hætta á því að eitthvað fari úrskeiö-
is. Þó að Shoki Shoki hafi verið
ágæt plata þá finnst mér þessi
plata ennþá flottari. Það er búið að
spæsa frumútgáfurnar upp og bftin
eru orðin ennþá magnaöri.
Trausti Júlíusson
*
5. maí 2000
f ó k u s
13