Dagblaðið Vísir - DV - 05.05.2000, Page 15
„Núna dreymir
mig um að fá mér
mótorhjól, kross-
ara. Ef ég ætti
bara nægan pening
þá væri það næst
á dagskrá."
ann en þeim skiptum fer fækkandi,"
segir Heiða og bætir við að það sé svo
margt annað skapandi hægt að gera.
Hún dundaði sér t.d. í tvö ár við að
gera skartgripi og selja þá. „Ég býst
samt ekki við því að gera Nikita-
skartgripi. Það yrði bara asnalegt,"
segir hún og hlær. „Ef ég geri eitt-
hvað meira verður það lítil, sæt
skólína til að stækka Nikita-konsept-
ið auk þess sem ég er skósjúklingur."
Dreymir um krossara
„Ég djammaði ekki mikið sem
unglingur en æfði allar iþróttir sem
ég komst í: frjálsar íþróttir, skíði og
fótbolta. Ég var meira að segja í
boltanum þar til ég var 23 ára göm-
ul. Þegar ég hætti var ég búin að
spOa eitt ár með KR i 1. deild. Það var
bara einum of mikið brjálæði."
Iþróttalífi Heiðu lauk þó ekki þann
daginn enda lýsir hún sjálfri sér sem
sportfíkli. „Ég þarf að setja bremsu á
sjálfa mig til að fara ekki yfir um.
Þær tvær íþróttir sem ég stunda helst
í dag eru snjó- og brimbrettareið. Ég
renni mér á snjóbretti allt árið og
sörfa á sumrin. Síðan stíg ég einstaka
sinnum á hjólabretti, svona til mála-
mynda. Þá renni ég mér á „mini-
rampi“. Það var mjög svekkjandi að
missa Dúmuna, rampinn sem var fyr-
ir aftan Týnda hlekkinn í fyrrasum-
ar. Ég gat alltaf laumað mér á hann
til að æfa mig á brettinu þegar fáir
voru að fylgjast með,“ segir Heiða og
bætir ákveðin við: „Núna dreymir
mig um að fá mér mótorhjól, kross-
ara. Ef ég ætti bara nægan pening þá
væri það næst á dagskrá."
Það er greinilegt að það vefst ekki
margt fyrir Heiðu, enda er hún
ákveðin og með metnaðinn í lagi. „Ef
ég tek mér eitthvað fyrir hendur verð
ég að vera góð í því, annað þýðir
ekki. Dúllerí virkar ekki. Ég verð að
fara alla leið...“
„Það er mjög
takmarkað að reka
verslun á íslandi.
Maður vex ekki
og þroskast með
búðinni eins og
gæti gerst annars
staðar. Ég er orðin
þreytt á því að
standa fyrir innan
afgreiðsluborðið."
Allar kvikmyndabækur
með 20% afslætti
Ef þú ótt ekki heimangengt er www.boksala.is
einföld og örugg feið til oð panta bækurnar.
Einnig má nálgost þær á www.visir.is.
50 fyrstu kaupum fylgja 2 bíómiðar á kvikmyndina
„Being John Malkovich" sem sýnd er í Háskólabíó.
Gerðu góð kaup á kvikmyndabókum!
bók/*i&. /túdevvt*.
Stúdentaheimilinu við Hringbraut • Sími 5700 777
PÓSTURINN HASKOLABIO
15
Ur kvikmyndinni Metropolis (1927). Leikstjóri: Fritz Lang