Dagblaðið Vísir - DV - 05.05.2000, Síða 16

Dagblaðið Vísir - DV - 05.05.2000, Síða 16
og mig langar að þakka fyrir þær frábæru móttök- ur sem ég hef fengið hjá ís- lensku þjóðinni. Hér líður mér eins og heima hjá mér. Ég hef verið útlendingur í mörgum löndum en af öll- um þeim löndum sem ég hef verið útlendingur i er ísland næstum þvi eitt af þeim löndum sem ég myndi flokka sem vin- gjamleg. Hér er oft talað við mann eins og hvem annan íslending og það eru margir mánuðir síð- an það var síðast hrækt á mig... .. á djamminu Það var eiginlega tilvilj- un að ég flutti til íslands á sínum tíma og hefur ekkert með það að gera að islensk- ar konur eru í mörgum löndum taldar stórfagrar og lauslátar. Ég kom hing- að einfaldlega af því að ég bjó í stríðshrjáðu landi og mig langaði að finna eitt- hvert gott land til þess að vinna í og búa með fjöl- skyldu mina. Okkur líkaði stórvel hérna og innan nokkurra mánaða ákvað ég að sækja um ríkisborg- ararétt. Það tók reyndar sinn tíma, ég þurfti að fylla út alls kyns skjöl, sanna að ég ætti pen- inga og taka mér nýtt nafn (sem ég á erfitt með að bera fram, ha, ha, ha) en ég get fullyrt að það var aflt... .. þess virði Nú hlakka ég bara til sumarsins og Kristnitöku- hátíðarinnar. Hér á landi eru mjög fáir sem hafa þær skoðanir að kynþættir eigi að vera aðskildir (í sum- um löndum eru þeir kall- aðir kynþáttahatarar eða rasistar, ha, ha, ha). Þrátt fyrir að þetta fólk eigi full- trúa sína á Alþingi, i öll- um stærstu stjórmála- flokkunum og hafi nýver- ið opnað sína eigin vef- siðu á Netinu þá tekur þá enginn alvarlega. Enda engin ástæða til. Það er ekkert að þvi að hafa nokkra sérvitringa í þjóðfélaginu á meðan meirihlutinn er nokkurn veginn sáttur við tilvist okkar ... .. útlendinganna Og ekki er það verra að for- setinn sjálfur gengur fram með góðu fordæmi og hefur nú náð sér í bráðfallega gyðinga- konu frá Englandi. Það er okkur öllum útlendingunum mikið gleðiefni. Ég veit að það verður vel tekið á móti henni í Nýbúasamtökunum, hún er velkomin á kökubasar hvenær sem er. Auðvitað á hún mikið verk fram undan að verða alvöru Islendingur. Fyrst þarf hún að læra ís- lensku, vita allt um víkinga- sögumar (vom þetta ekki bara sögur af morðum og nauðgunum, ha, ha, ha, nei, ég er bara að grínast). (Það er kannski þess vegna sem íslenskt fólk skrifar undir stuðn ingslista við dæmda nauðgara, ha, ha, ha, nei, ég er aftur .. bara að grínast) Nú og svo tekur hún sér nýtt nafn. Ég veit að þetta verður erfitt en það er ekki nokkur vafi á því að forsetinn og vinir hans munu hjálpa henni í gegnum þetta. Ég get varla beðið eftir því að þau gifti sig (þau em svo sæt saman). Ég sé það alveg fyrir mér að giftingunni verði sjónvarpað svo við getum öll fylgst með þegar presturinn segir: „Vilt þú, Ólafur Ragnar Grímsson, ganga að eiga Dóru Múladóttur sem hjá þér stendur?“ Ohhh ... ég fæ bara tár í augun, þetta verður svo sætt. Heima er best segir máltækið og þeir sem eiga sína eigin íbúð geta svo sannarlega tekið undir það. Eins og fasteigna- markaðurinn er nú krefst það hins vegar töluverðs átaks að koma sér upp eigin húsnæði. Snæfríður Ingadóttir hafði upp á fjórum ungum íbúðareigendum og forvitnaðist um það hvort það væri eitthvert vit í því að kaupa sér sína eigin íbúð. Drottinn heimilið Plássið er vel nýtt hjá Rósu m.a með fjölda hillna upp við loft. Eldavélin í eldhúsinu er ein af fyrstu rafmagns-eldavélunum sem kom til landsins. Rósa hefur lengi haft mikið dálæti á bleikum lit og gömlu dóti eins og berlega sést á 40 fermetra íbúð hennar. Af öllum þeim fjölmörgu hlutum sem prýða íbúð Rósu finnst henni vænst um rúmið sitt sem er 100 ára gamalt í viktorí- önskum stíl og kemur úr Fríðu 40 fermetra bleikur draumur „Ég hafðl átt stúdíóíbúð I kjallara í eitt ár þegar ég keypti þessa íbúð. Ég vildi færa mig hærra upp og eignast heimili með alvöru herbergjum," segir Sigurrós Alice Jóhannsdóttir, afgreiðslustúlka í verslun- inni Friðu frænku, eða Rósa eins og hún er yfirleitt kölluð, um tildrög þess að hún keypti 40 fermetra íbúð við Grettisgötu fýrir ári. „Ibúöin var gjörsamlega ónýt þegar ég keypti hana. Það var ekki ein innstunga sem virkaði, gólfið var fúið og pissufýla á baðherberginu," segir Rósa sem fékk íbúðina á fínum kjörum og með hjálp góðra vina hef- ur hún tekið hana algjörlega I gegn. „Þegar ég keypti mína fýrstu íbúð þá vissi ég afskaplega lítið um þessi mál og fasteignasalinn var alls ekki duglegur við að upplýsa mig og þvf lenti ég f ýmsum vandræðum," segir Rósa og hvetur þá sem eru að kaupa sér fbúð f fýrsta sinn að taka ein- hvern með sér þegar verið er að skoða, helst iðnaðarmann, svo maður kaupi ekki fbúð f einhverju draumaflugi bara út á baðkarið og svo sé allt annað í íbúðinni ónýtt. Rósa segir einnig að þrátt fýrir að maður hafi sem húseigandi stærri ábyrgð að axla en leigjandi þá sé það engin spurning aö maður eigi frekar að kaupa heldur en að leigja. „Það er afskapleg pressa á ungu fólki f dag að kaupa þvf leigu- markaðurinn er svo dýr. Þetta var hins vegar enginn dans á rósum hjá mér með mína fýrstu fbúð. Ég átti ekkert f útborgun og tók allt á lánum," segir Rósa sem ber sterkar tilfinningar til fbúðar sinnar og tekur svo sannarlega undir það aö heima sé best. Enda verður það meö kökk f hálsi sem hún setur fbúðina sína á sölu seinna á ár- inu þegar hún heldur utan til náms. Baðherbergið skartar 100 ára gömlu baökari ættuðu frá Svíþjóð. Sylvía og Jón Teitur með heimiliskettina Öldu og Svanfríði. Húsdraugur og þrjár geymslur „Ég get ekki séð neinar nei- kvæðar hliðar við það að eiga sfna eigin fbúð. Ef fólk hefur ein- hver tök á því að kaupa sér frekar en að leigja þá ætti það að gera það," segir grafíkerinn Jón Teitur Sigmarsson sem keypti sér fbúð fýrir ári á Ásvallagötunni. Þá var hann 25 ára gamall, að koma beint úr foreldrahúsum og vildi alls ekki fara út á leigumark- aðinn. „Þaö er algjör glæpur að leigja eins og leiguverðið er f dag. Plús það að með því að kaupa sér sína eigin fbúð þá ertu ekki að hjálpa einhverjum öðrum við að eignast hluti heldur er þetta fjárfesting fýrir sjálfan þig og þvf fýrr sem þú kaupir þvf betra," segir Jón sem telur það bara þroskandi að taka ábyrgð á sinni eigin fbúð. Það sem Jón féll fýrir við fbúðina sína var það að hún var svo björt, garðurinn gróinn og geymslurnar voru ekki færri en þrjár sem hentaði Jóni einstaklega vel þar sem honum fýlgir mikið af útivistardóti. íbúðinni fýlgdi einnig óvæntur gestur. „Það eru fleiri en ég sem hafa orðiö varir við einhverja hreyfingu í fbúðinni sem er óskilgreind. Þetta er ekki neitt slæmt heldur miklu frek- ar vottur um vinaleika og vernd," segir Jón um húsdrauginn. Ibúðina keypti Jón Teitur á sínum tíma á fimm milljónir en heldur að hann gæti selt hana á milljón meira nú. Hann átti eitthvað f útborgun sjálfur en fékk einnig hjálp frá vinum og ættingjum við kaupin. Nú er það hins vegar kærastan, Sylvía Dögg Halldórsdóttir, sem léttir róðurinn því þau Jón Teitur hafa sameinað krafta sína við fbúðarkaupin. „Mér þykir mjög vænt um dótið hennar Billu,“ segir Jón Teitur sem eignaðist svo að segja alla sína búslóð frá vinkonu ömmu sinnar, Billu, þegar hún fór á elliheimili. er 60 fermetrar í lítið niðurgröfnum kjallara, með stórum gluggum og grónum garði. Jón Teitur flikkaði upp á lúinn dúkinn í sjónvarpsholinu með úrklippum úr tímaritum og lakki. 16 f Ó k U S 5. maí 2000

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.