Dagblaðið Vísir - DV - 05.05.2000, Page 18

Dagblaðið Vísir - DV - 05.05.2000, Page 18
í f ó k u s Við vitum öll að pönkið er í fókus eins og sést greinilega hér á síðunni við hliðina. En þaö kom inn um það leyti sem Andrea Róberts kynnti okkur sftt að aftan tískuna. Hún er auð- vitaö komin úr tísku og Andrea búin að breyta um hárgreiðslu. Og nú er kamburinn sjálfur kominn í fókus. Já, þó þið trúið því varla þá þykir kúl að raka á sig hanakamb, bera á sig pönkarailm og smella næiu f nefiö. Þetta er V tískan í dag. Og það eru allir að þessu. Jafn- vel íslensku boy-böndunum þykir svalt að vera pönkuð. Sem er auðvitað sorglegt sé horft til þess fýrir hvað pönkið stóð á sínum tíma. En svona er þetta í blússandi góöæri. Þá vilja all- ir feika sig sem fátæk götubörn og láta sem þau eigi enga framtíð fyrir sér í þessu landi tækifæranna. ú r f ó k u s Gullsól er eitt einkennilegasta fyrirtæki lands- ins. Það hóf auglýsingaherferð fyrir nokkrum vikum. Fyrst fékkstu bækling heim með eró- ' kalla klám) af Rósu á Spotlight og fleiri góðum gell- um. Þær voru eitt- hvað að bogra yfir Ijósabekkj- um og fleira í þeim dúr. Síðan skók herferðin sjónvarp og bíó. í sjón- v a r p i n u birtist allsber (eða er hún f narfum?) stúlka dansandi f stúdfói. Hún er að auglýsa Gullsól. En I bíó er skjáauglýsing af Rósu haldandi utan um ber brjóstin á sér. Og auövitað eru einhverjir sem halda að Gullsól sé klámbúlla en svo er ekki. Þetta er hárgreiðslustofa og Ijósastofa sem býöur börnum afslátt af klipp- ingunni gegn framvísun heimsends miða. Rccbdk Um þetta leyti í fyrra spáði Fókus í sumarið 1999 og hafði nærri því rétt fyrir sér um hvað yrði í gangi. Við spáðum því til dæmis að Selma yrði í þriðja sæti í Eurovision og að söngleikur sumarsins yrði Vinstri fóturinn. í ár kveður við annan tón og kannski að sumum þyki spáin eilítið svartsýn en öðrum kann að þykja hún raunsæ. Pólitík Ólafur Ragnar Grfmsson giftist Dorrit Moussa- ieff á Menningarnótt R-listans f sumar. Hann fetar þar f fótspor Helga Hjörvars (sem verður forseti eftir sextán ár). Annars stendur grfsinn f ströngu fram eftir sumri þar sem Guðmundur Rafn Geirdal, Ástþór Friður 2000 og kellingin f Vestmannaeyjum bjóða sig öll fram gegn hon- um. Þau taka að vísu bara sitt hvert prósent- ið og ótti Óla því ástæðulaus. Og meira af Einari Ágústi. Hann mun, rétt eins og Páll Óskar á sínum tfma, stórgræða á því að floþpa í Eurovision. En eins og allir vita er pönk- ið að komast f tfsku og Skftamórall flaggskip pönksins á íslandi. En Einar er einmitt einn af forsprökkunum þar ásamt honum Adda Fannari sem er kominn með hanakamb. Já, þeir piltar í Móralnum munu slá f gegn f Skandinavíu og munu túra um Norður-Evrópu ásamt sænsku piltunum f Vikingarna. Svo eru það blessaðar kvenpersónur Vinstri grænna. Þær eru ekki að fíla gagnkynhneigðu strákana sem vilja rakaðar kvensur og stór- skála brjóst. Þær kljúfa sig þvf úr flokknum og stofna Stormsveit réttlætisins sem mun bjóða fram í næstu alþingiskosningum með bók- stafnum X. Annars verðum við heima bara að pönkast á sveitaböllum í sumar. Hreimur í Landi og son- um lætur raka á sig hanakamb f Þórsmörk og Bjarni móhíkani fagnar byltingunni með les- endabréfi. mórals o iHdHRi Poppið Telma og Einar Ágúst floppa big time I Svfþjóð þrátt fyrir að þau skapi okkur mikla athygli. Þau lenda f neðsta sæti, án stiga, og veðbankarnir segja ástæðuna vera: „Alt for mye pdnk," og taka ekkert tillit til þess aö lagið sé nánast sama lag og Sigga og Grétar sungu I tjullpilsun- um sínum um árið. Söngleikir Baltastar Kormákur leikstýrir söngleiknum Soffía, sem byggður er á máli Soffíu Hansen þó þeir Loftkastalamenn þræti fyrir það. Margrét Eir leikur Sofffu en hlutverk Halims er f höndum Ólafs Darra og það er Balti sjálfur sem leikur Sigurð Pétur. Sumarsmellurinn veröur lagið Halim Al, Halim Al, þvf þarft'að láta svona? Bíó Engin íslensk mynd kemst á Cannes þetta árið og vekur það ákveðnar efasemd- ir hjá þjóðinni um íslandshæpið sem á víst að vera að kollríða öllu úti f hinum stóra heimi. Enda er ekkert klám f íslenskum myndum en frægð þjóðarinnar runnin undan rifjum lauslætis. Að vísu er undantekning á þessari reglu og sú undantekning er leikstjórinn Hrafn Gunnlaugsson enda mun hann slá I gegn I Bandarikjunum 12. ágúst og fær þann vafasama heiður aö leikstýra næstu mynd Pamelu Anderson. Fjölmiðlar Tvíhöfði verður að sjálfsögðu aðalþátturinn f sumar. Mælist með þriggja pró- senta hlustun og slær þar með út alla útvarpsþætti frjálsu útvarpsstöðvanna. En auðvitað mun messan á Rás eitt halda áfram að vera vinsælasti útvarps- þátturinn á Islandi í dag. Og til tföinda dregur hjá rfkisstyrkta skyldu- áskriftarsjónvarpinu þeir byrja með daglega þáttinn *Farðu. Þetta er þáttur sem byrjar tveim mínútum áður en *Sjáðu byrjar. Hann fjallar að sjálf- sögðu um það hvað er um að vera í menningar- og skemmtanalífinu. Þátturinn er f umsjón Pepsfdrengsins og Telmu Evróvisjónfara. Verslunarmannahelgin Halló Akureyri veröur haldin á Húsavík vegna hollustuyfirlýsinga þeirra við nauðg- ara. En eins og allir vita eru verslunar- mannahelgar gósentfð nauðgara og ekki skemmir fyrir ef stelpurnar þora ekki að kæra. Aðalhátíð sumarsins verður samt Eyjabakkastuð sem Jakob Frf- mann Magnússon sér um ásamt Stuðmönnum og Julian Lennon. Þetta verður sannkölluð fjölskylduhátíð þó mikið beri á ölvuðu fólki. Enda Islendingar þekktir fýrir að halda góð partí þó ungabörn séu með í för. Hátíðin endar með sögulegum sættum á milli Stuðmanna og Valgeirs Guðjónssonar. hverjir voru hvar meira á.r www.visir.is Á Sportkaffi var klikkuð helgi og stuðið ógleymanlegt. Það var Þór Bæring sem stjómaði tónlistinni og dansgólfið var í flottum gír alla þrjá dagana. Þar voru meðal ann- ars íslandsmeistarar Hauka að stíga sigurdansinn. Kalli barþjónn var með stelpunum á b a r n u m , Maggi Bess og Ottó stór- kokkur litu inn og ekki má gleyma tónlistarpar- inu Birgittu úr Irafári og Hannesi úr Skítamóral. Þá sást til Jóns spjót- kastara og Rut Reginalds. Á Skuggabamum Vctr að venju mikið fjör um helgina og meðal þeirra sem mættu ff voru: Skjár einn eins og hann leggur sig og þar á meðal Dóra Takefusa og Mr. RA, ofurkvendið Díana Dúa, Pétur Ormslev, fót- boltakappi til margra ára, Gummi Torfa, líka fótboltakappi til margra ára, Anna Skuggdrottning lét ekki deigan síga, Þurí Onyx- pæja, Þórir Hanz töffari, Stafiið frá Kaupþingi kíkti í Gyllta salinn og spáði í mark- aðinn, Gunnar Vammen, olíu- kóngur frá Nor- ge, Ásta og Keli úr Stundinni okkar, Sverrir Sverris bolta- strákur, Kjartan Gullsólargreifi, Siggi dans tók nokkur spor áður en hann flaug til Karíba- hafsins, Viggi, módel frá íslenskum karl- mönnum, Sæmi Andrés h n y k 1 u ð u vöðvana til skiptis, Lilja Nótt, módel og megabeib, Anna Sigurðar Planet Pulse beib og hennar gæi Gunnar Már, Rósa Spotlight, Simbi klippari, Laugi Aerobik sport og Fínn Miðill og fullt fullt af fleira fólki. Geirmundur Valtýsson hélt uppi stuðinu á Álafossfot bezt í Mosfellsbæ á laugardags- kvöldið við góð- ar undirtektir. Þar mátti m.a. sjá Agnar byssusmið í Nanoq ásamt frú, Davfð Jóhannsson hjá Atl- anta og Kristin Tóm- asson frá Bílaleigu Akureyrar. Hjörtur útgerðarmaður frá Sandgerði leit inn ásamt konu sinni Est- er og það sama gerðu Bjarni Kristjánsson og Laufey Oddsdótt- ir frá Eskifirði. Á Skothúsinu í Keflavík á laugar- dagskvöldið gerði Páll Óskar gjör- samlega allt vitlaust. Aðalskvísum- ar i Keflavik voru mættar á svæðið til að berja kallinn augum en fyrir þá sem ekki vita þá teljast Sólveig Lilja, ÞórhaUa, Adda og Maddý til þessa hóps. Fleiri skvísur voru á svæðinu því Linda P og stöllur úr Baðhúsinu mættu á svæðið sem og ofurgellan Jóna úr Grindavík. Einnig sást til Gunnars Grétars- sonar og Óskars Haraldssonar á Skarðskletti sem er ein aflahæsta trilla landsins. f Ó k U S 5. maí 2000 18

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.