Dagblaðið Vísir - DV - 19.05.2000, Blaðsíða 7

Dagblaðið Vísir - DV - 19.05.2000, Blaðsíða 7
DIESEL FOR SUCCESSF Ul LIVING ££ ■ ðinn eins og hjá Monty Python .Dauðinn er umræðuefni sem maður forðast að fara inn á og er ekkert sem tekið er upp si svona í partíum," segir leikarinn Felix Bergson sem féllst þð á að tala aðeins um dauöann við Fókus. Felix hefur haft einhver kynni af dauðan- um og mætt bæði I kistulagningar og jarðarfar- ir. „Það er ekkert ógeðfellt við það að sjá lík, ekki af manneskju sem manni hefur þótt vænt um, enda er gott að fá tækifæri til þess að kveðja þann sem maður hefur elskað," segir Felix sem játar að hann lesi stundum minn- ingargreinar f Morgunblaðinu um fólk sem hann þekkir ekki neitt. „Minningargreinarnar eru sérstakt íslenskt fyrirbrigöi og eru f raun saga almúgans. Það er reyndar orðið skrýtið hversu mikinn þátt þær spila þegar einhver deyr, því það virðist enginn lengur vera maður með mönnum nema hann fái minningar- grein um sig,“segir Felix. Hann hefur ekki mikið spáð f sfna eigin jarðarfór annað en að hann myndi ekki vilja láta fara fram f kirkju og hann myndi hafa hana á fjörugri nótunum. En geta jarðarfarir einhvern tímann skemmtiiegar? „Já, ég sá t.d. jarðarför f bfómynd með Monty Python. Sú jarðarför var mjög skemmtileg og Ijúfsár. Lagið „Always Look at the Bright Side of Life" var leikið og ég væri alveg til f að láta spila það í minni eig- in jarðarför," segir Felix sem vill endilega lifa sem lengst og fagnar því öllum þeim tækninýjungum sem til eru f dag sem hugs- anlega gætu lengt Iffið. Heru Bjarkar ÞórhallsdóUur t. 29.CO.72-d. 30.03.2060 ég get ekki sagt að ég hugsi mikið um dauðann," segir Hera Þórhallsdóttir dag- „En auðvit- hefur maður leitt hugann að dauðanum. Sérstaklega , ;. þegar ungt fólk deyr. Þá fer maður að hugsa um ■ öll þessi erfðamál og „ uftryggingu og svona," itinrim. 4 “ hei(jur Hera áfram en hún er með sín mál á jhreinu. Nú ert þú óvenju söng- eisk, hvað á að syngja í ' jarðarförinni? „Já, Til þfn drottinn, hnatta og heima eftir Þorkel Sigurbjörnsson, að mig minnir," svarar Hera en hún óttast ekki dauðann sem slfkan þó hún vilji að sjálfsögðu fá tíma til að gera allt það sem hún á eftir að gera. En á móti kemur að hún getur ekki hugsað sér að lifa börnin sfn. „Það er eitt- hvað sem manni finnst hræðilegt. En einu sinni lét ég spá fyrir mér. Það var kona sem las það út úr Ifflínunni f lófanum mfnum að ég væri ódrep- andi en ég held að það kunni ekki góðri lukku að stýra að segja það. Sjö, níu, þrettán." Hera Björk gæti vel hugsað sér að deyja 30. mars á þvf herrans ári 2060, þá áttatíu og átta ára gömul. „Þá verð ég búin að gera allt sem ég ætla mér og þar á meðal að vera helvíti skemmti- leg gömul kona," útskýrir Hera og bætir því við að þessi óskadagsetning sé fundin út frá því að aGÍnn áður I I 1 I I V/ v4 1 hún á afmæli daginn áður og gæti því haldið gott kveðjuþartí daginn áöur en hún hyrfi úr þessum heimi. Og hvernig iegstein viltu? „Ef ég verð búin að safna fyrir honum sjálf vil ég hafa gylltan engil ofan á honum, maður vill nú ekki setja afkomendur sína á hausinn út af ein- hverjum legsteini. En ég vil ekki að það standi „Hér hvílir" því ég er viss um aö ég muni ekkert hvílast. Svo væri ég til f að það stæði einhver ódauðleg setning sem ég hefði sagt á steininum. Einhver svona „Vér mótmælum allir'-setning en það eina sem ég get eignað mér f dag er „Hera rúllar þokkalega" og sú setning lýsir mér ágæt- lega og ég læt hana bara standa þar til ég segi eitthvað betra." „Þegar ég var lítil var ég mjög hrædd við dauð- ann en með aldrinum hefur sú hræðsla sjatn- að. Það má eiginlega segja að barnæska mfn hafi verið ein standandi jarðarför því ég var alltaf að jarða einhver dýr, allt frá flugum til lamba, og því fýlgdu miklar serimónfur," segir leikkonan Margrét Vilhjálmsdóttir. Hún hefur að sjálfsögðu spáð eitthvað f dauðann en þó ekki gert upp við sig hvað hugsanlega taki við eftir hann. „Vonandi svffur maður um í ham- ingjukasti á hvftum" skýjum eða lendir í sveittu hitabeltispartfi." Henni finnst áhuga- vert hversu mikil dauðadýrkun er f rauninni f heiminum í dag. Víða erlendis tíðkast að tekn- ar séu helgrímur af látnu fólki og þær svo hengdar upp á vegg sem skraut. „Þetta fyllir mann óhugnaði en um leið lotningu. Einnig finnst flestum beinagrindur vera ógeð- felldar en hér á landi hefur það samt lengi tfðkast að börn leiki sér með bein af dýrum," segir Margrét sem finnst fólk oft gleyma þvf að það er jaröneskt og að það þurfi oft svo lítið til þess að þessi jarðneski Ifk- ami rotni. Má gera grín að dauðanum? „Já, algjörlega, enda verjum við okkur þannig fyrir áföllum f lífinu. Læknastéttin verður t.d. að nota húmor í sfnu starfi sem snýr mikið að dauðanum. En auðvitað er ekki viðeigandi að gera grfn að dauðanum við einhvern sem er nýbúinn að missa einhvern nákominn," segir Margrét. Hvernig myndir þú vilja hafa þína eigin jarðar- för? „Ég er nú svo hjátrúarfull að ég þori varla að tala um það. Ég er nefnilega alls ekki tilbúin að deyja strax. Ég held samt að ég myndi vilja hafa gott partí þar sem öll uppáhaldslögin mfn yrðu spiluð," segir Margrét sem er þó ekki far- in að leggja fyrir vegna jarðarfararinnar, enda vonast hún til að verða álfka gömul og langamma henn- gallerisautján Kringlunni Laugavegi 568 9017 511 1717 19. maí 2000 fÓkUS 7

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.