Dagblaðið Vísir - DV - 19.05.2000, Blaðsíða 8

Dagblaðið Vísir - DV - 19.05.2000, Blaðsíða 8
 Elín verður á Broadway í kvöld. bóksölunnar í skólanum og er alltaf að safna sér. Hún á nú um 200 þús- und kall inni í banka og stefhir að því að fara í eitthvað geggjað ferða- lag eða kaupa sér ibúð en þegar hún er spurð að því hvort hún eigi hluta- bréf svarar hún því neitandi. En í hverju myndiröu kaupa ef þú tœkir 200 þúsund kallinn og fœrir til veröbréfasala? „Íslandsbanka-FBA og kannski is- lenskri erfðagreiningu," svarar skutlan og fer að undirbúa sig undir kvöldið. Gestir Fókusvefsins á Vísí.is hafa eytt vikunni í að velja sína stúlku úr hópi keppenda í Ungfrú ísland 2000. Rétt áður en Fókus fór í prentun var niðurstaða kosningarinnar sú að Elín Málmfríður Magnúsdóttir fékk flest atkvæði netverja. Ungfrú ifókus - á 200 þúsund kall inni í banka „Nei, ég býst ekkert við því frekar en hinar, það er alltaf 1 á móti 24, en auðvitað geri ég mitt besta,“ segir hin 19 ára Elin Málmfríður Magn- úsdóttir, aðspurð um það hvort hún muni ekki bara vinna keppnina rétt eins og þegar hún tók Ungfrú Vestur- land með trompi og varð þar að auki Elle-stúlka Vesturlands. Vill búa á bóndabæ En er eitthvaö hœgt að gera sitt besta í fegöuröarsamkeppni, er ekki aöalmálið að vera bara sæt? „Nei, maður verður að standa sig. Bera sig vel og koma vel fram,“ út- skýrir Elin og þakkar um leið fýrir nýjasta titilinn: Ungfrú Fókus. Elín er alin upp á Eystri-Leirár- görðum 2 en þar eru um 70 nautgrip- ir í fjósi, 300 kindur, hundur, köttur og nokkrir hestar. Og það sem meira er: Elínu langar ekkert sérlega til að fLytja í bæinn. Sem eru tíðindi því yf- irleitt er talað um að unga fólkið á landsbyggðinni sé á leið í bæinn. „Ég vil alla vega búa á bóndabæ í framtíðinni," segir Eltn og bætir því við að Reykjavík sé ekki paradís í hennar augum. „Það eru alger for- réttindi að fá að alast upp í sveit og ég vil síður ala mín böm upp í bæn- um.“ Og hvaö œtlaröu aö eignast mörg börn? „Þrjú til fimm,“ svarar Elín þó það sé auðvitað ekki alveg ákveðið en hins vegar er hún alveg ákveðin hvað karlefni varðar. „Ég er trúlofuð Valþóri Ásgrímssynl og bý hjá hon- um héma á Akranesi. Ég er í fjöl- brautaskólanum héma og vinn á Hróa hetti en hann er útskrifaður og er að vinna til að geta hafið nám í há- skólanum næsta haust.“ Myndi kaupa í íslands- banka-FBÁ „Ég leit alltaf upp til Hófí og þeirra þegar ég var stelpa og því er þetta eitthvað sem mig hefur alltaf dreymt um að gera,“ segir Elín og er ekkert að fela aðdáun sína á fegurðardrottn- ingum fyrri ára. Annars stefhir Elín á nám tengt viðskiptum enda er hún gjaldkeri „Tónlistin á þessarri plötu verð- ur ekki eins og tónlist Ununar því ég reyni að endurtaka mig ekki,“ segir Ragnheiður Eiríksdóttur, betur þekkt sem Heiða í Unun um sína fyrstu sólaplötu sem er nú í burðarliðnum og er áætluð að komi á markað í haust. Hvað plötugerðina varðar þá hljóp held- ur betur á snærið hjá Heiðu um daginn því hún var ein þeirra fjög- urra tónlistarmanna sem hlutu 500 þúsund króna styrk frá Félagi tónskálda og textahöfunda fyrir skömmu. í heimspeki í Háskólanum Hvað sólóplötu Heiðu varðar þá segir hún að þar verði pottþétt rokk að finna ásamt ýmsu öðru. Lög og textar eru öll eftir hana og líkt og hjá Unun er ástin áberandi yrkis- efni. „Já, það eru einhverjar ástar- sorgir þarna," játar Heiða sem sem- ur eingöngu á íslensku.“Ég vildi gera alíslenska plötu og mér finnst göfugra að semja á íslensku heldur en ensku." Samhliða plötunni er Heiða að skrifa BA-ritgerð í heim- speki en hún áætlar að útskrifast um næstu jól frá Háskólanum. Sumarið hjá Heiðu mun að mestu fara í þaö að taka upp plötuna en það er Birgir Örn Thoroddsen sem er hennar helsti aðstoðarmaður. „Ég verð svo einnig að finna mér einhverja hálfdagsvinnu," segir Heiða sem eins og svo margir lista- menn lifir ekki á listinni einni sam- an og er með augun galopin þessa dagana fyrir sumarvinnu. Fjórir fengu 500 þúsund „Ég lifi á 57 þúsund krónum á mánuði sem nemi í Háskóla íslands þannig að þessi styrkur kemur sér mjög vel,“ segir Heiða ánægð, en styrkirnir frá FTT eru veittir ár- lega. Fyrir utan Heiðu þá fengu Friðrik Karlsson, Sigurður Flosason og Jón Ólafsson einnig styrk upp á hálfa milljón og er því hægt að búast við sólóplötum frá þessu fólki á árinu. Sex til viðbótar fengu minni undirbúningsstyrki: 100 þúsund kall fengu Jakob Frí- mann Magnússon ogTorfi Ólafs- son, fimmtíu þúsund fengu Pétur Stefánsson, Gísli Helgason, Pálmi Sigurhjartarson og Daníel Ágúst Haraldsson. ^að hefur ekki heyrst mikið í Heiðu í Unun að undan- Drnu. Pað gæti þó farið að breytast því stelpan vinnur þessa dagana að sinni fyrstu sólóplötu sem 3r væntanleg í verslanir með haustinu. Heiöa er ein þeirra tónlistarmanna sem fengu styrk í ár frá FTT. í fyrra fengu Eyjólfur Kristjánsson, Jóhann Ásmundsson, Jóhann Helgason og Þórir Baldursson styrklnn. Eyvi og Þórir gáfu báöir út sólóplötu fyrir peninginn og eins áætlar Heiða aö gera viö sína fjárhæð. Fæstir vilja viðurkenna það en við íslendingar höfum lengi lagt okkur í líma við að herma eftir Svíum. Eitt best heppnaða tilvikið er Hrafn Gunn- laugsson. í mörg ár haf menn keppst við að hampa honum í hástert á milli þess sem þeir skoða myndir af Roger Pontare til að athuga hvort hann sé ekki örugglega eins. I ljósi þessa hefur Hrafn fengið að leika lausum hala með sérvisku og pervertisma. í Evróvisjón 1994 var nærri búið að koma upp um okkur þegar Roger keppti í fyrra skiptið fyrir hönd Svíþjóðar. Það að honum var skipað að vera snyrtiiegur bjargaði því. Eftir að Myrkrahöfðing- inn barst til Svía fengu þeir nóg af Hrafni og leyfðu Roger að fara hamfor- um í undarlegheitum í Evróvisjón til að undirstrika hver sé meistarinn. Hrafn Gunnlaugsson íslendlngur. Roger Pontare Svíi. Nú er Haraldur Öm loks kominn heim úr pólforinni og þar með kominn tími fyrir hann að finna sér nýtt markmið. Það sem Harald- ur gleymdi þó í þessari fór sinni var að safna áheitum og styrkja þar með eitthvert gott málefni í stað þess að auglýsa bara fyrirtæki á vonarvöl. En Fókus fyrirgefur honum, eins og öllum öðrum, fyrir þessa yfirsjón og kastar fram hug- myndum um yfirbót: 1. Hanga á fótunum í krana fýrir utan Kringl- una í einn mánuö til styrktar ungum alkóhólist- um og fíkniefnaneytendum undir slagorðinu: Hanglr þurr! 2. Ganga fáklæddur þvert yfir Sahara-eyði- mörkina til styrktar Uppgræðslusjóði Land- græðslu ríkisins. 3. Róa langsum yfir Atlantshafið - frá Islandi til Suðurskautslandsins - til styrktar leikfanga- kaupum barnaspítala væntanlegrar herstöðv- ar NATO í Póllandi. 4. Setja dvalarmet í geimstöðinni MÍR til styrktar MlR - Menningarmiðstöðvar Rúss- lands og íslands. 5. Búa I gleraugnaslöngugryfju í tvær vikur til styrktar Blindrafélaginu. 6. Kafa frá ósum Amazon-fljóts að upptökum þess til styrktar ellilífeyrisþegum. 7. Hlekkja sig viö ísskáp í eitt ár til styrktar baráttu gegn notkun freonkældra ísskápa. Verndum ósonlagið. 8. Búa I sérhannaðri kúlu á botni Þingvalla- vatns I þrjá mánuði til að mótmæla tilveru Sogsvirkjunar undir slagoröinu: Urriðinn á rétt- innl 9. Svifa í kringum hnöttinn á svifdreka til styrktar áframhaldandi flugi til Húsavíkur. 10. Glápa á alla þætti Leiöarljóss - Guiding Light - í maraþonlotu til styrktar Ríkissjónvarp- inu svo efla megi dagskrárgerð þar á bæ. Rccbök f Ó k U S 19. maí 2000

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.