Dagblaðið Vísir - DV - 19.05.2000, Blaðsíða 12

Dagblaðið Vísir - DV - 19.05.2000, Blaðsíða 12
-I- I * vikuna 18.-25.5 2000 20. vika Toni Braxton er “one fine look- ing woman”. Titilinn á laginu hennar, He Wasn’t Man Enough fær karlmenn hvaðanæva úr heiminum til að stökkva upp og öskra: “Toni, ég er það. Ég er það!” Topp 20 Uilnir (01) Tell Me Einar Ágúst & Telma VlflUf á lista © 6 (02) Freestyler Boomfunk MC’s <P* * @ The Ballad Of Chasey L. Bloodhound Gang 4 <P* ^ (04) Run To The Water Live 4^ 11 (05) He Wasn't Man Enough Toni Braxton ^ 9 06) Ex-Girlfriend No Doubt ^ 10 (07) Thong Song Sisqo / 4 08) I Wanna Mmmm The Lawyer X 7 (09) Say My Name Destiny's Child ^ 12 (lO) You Can Do It lce Cube 4- 8 ílj) Fool Again Westlife 4 7 (12) Freakin'lt Will Smith 9 (73) Are You Still Having Fun Eagle Eye Cherry ■X 9 (74) Mama Toid Me.. Tom Jones&Sterephonics 4- 6 (75) Never Be The.. Melanie C&Lisa Left Eye (16) Oops 1 Did It Again Britney Spears 4 5 (77) Orginal (órafmagnað) Sálin Hans Jóns Míns 4 15 (78) There You Go Pink <*>* 4 <P* (79) My Heart Goes Boom French Affair 4 7 (20) Búinn Að Fá Nóg Buttercup t 8 Sætin 21 til 40 © topplag vikunnar J hdsldkkvari vikunnar 21. Mambo Italiano Shaft 4 5 22. Don't Wanna Let You Go Five 4/ 8 23. Dirty Water Made In London t 2 )( nýtl á listanum 24. Lucky Star Superfunk « 6 25. Vertu Hjá Mér Á Móti Sól t 8 'W' slendurístað <F?s 26. Bingo Bango Basement Jaxx t 5 /k hækkar sig frá 1 sfflislu viku 27. Just Around The Hill Sash t 3 28. Sunshine Reggae Laid Back t 4 J lækkarsiafrá siðjstu viku 29. Music Non Stop Kent 4r 3 30. American Pie Madonna 4- 13 fallvikunnar 31. You Sang to Me Marc Anthony U 3 32. Waste Smash Mouth 4 7 33. Fill Me In Craig David t 5 34. Toca s Miracle Fragma 4/ 4 35. Feel The Same Triple X t 3 36. Freistingar Land og Synir 4 14 37. Billie Jean Bates 4 5 38. Now Or Never Tom Novy & Lima X 1 39. Shackless Mary Mary t 2 40. Everything Vertical Horizon X 1 % Superfunk ásamt Ron Carroll - bera nafn með rentu. Dimitri from Paris er nýfarinn og Laurent Garnier er á leiðinni. Bæði Daft Punk og Air senda frá sér plötur sem mikið er beðið eftir, en eins og Trausti Júlíusson komst að þá er engin ástæða til þess að láta sér leiðast á meðan beðið er. Ekkert lát á frá Frakklandi Mlrwais. Tekur vlö af William Or- blt á tökkunum hjá Madonnu. Laurent Garnler: mætir með sex manna sveit í Skautahöllina. Franskt popp og rokk var lengi talið eitthvað það hallærislegasta sem til var. Fyrir utan nokkra snill- inga eins og t.d. Serge Gainsbourg og rapparann MC Solaar þá var hlegið að þeim. Frakkar virtust bara engan veginn skilja út á hvað þetta gekk. (Man einhver eftir rokkhljóm- sveitinni í kvikmyndinni Subway?). En þetta átti eftir að breytast. í byrj- un árs 1997 kom út platan „Homework" með franska house- dúóinu Daft Punk. Platan sló ræki- lega (og verðskuldað) i gegn bæði austan hafs og vestan. Ári seinna kom svo „Moon Safari" með Air og alla tíð síðan hefur gæðatónlistin streymt frá París með jafn reglulegu millibili og ostamir og rauövínið. Nokkrar af bestu plötum síðasta árs komu frá Frakklandi. Þetta voru t.d. plötur með Cassius, Alex Gopher, Rinocerose og Kojak. Árið 2000 byrjaði með marglofaðri plötu Laurent Garnier „Unreasona- ble Behaviour", en síðan eru komn- ar margar fleiri áhugaverðar franskar plötur. Kíkjum á nokkrar þeirra. Hið ofurtæra powerdiskó, Superfunk Hljómsveitin Superfunk er skipuð þeim Fafa Montego, Mike 303 og Stephane B frá Marseille. Þeir gera tónlist sem er einhverskonar sam- bland af house, funk og diskó með hip hop og elektró-innskotum. Þeir ólust upp við jafnólíka hluti og Supertramp, Giorgio Moroder, Earth Wind & Fire, Donnu Summer og „Heroes“ með Bowie. Þeir gáfu m.a. út efni undir nafninu „Dealers de funk“ áður en þeir stofnuðu Superfunk. Superfunk fóru til Chicago til þess að upplifa fæðingarstað house- tónlistarinnar og var hvarvetna tek- ið opnum örmum. „Það er örugglega út af Daft Punk,“ segja þeir. Platan „Hold Up“ sem nýlega kom út hjá Fiat Lux merkinu er tekin upp í þar í borg. Fyrsta lagið sem sló í gegn af henni heitir „Lucky Star“ og er sungið af gömlu Chicago-kempunni, Ron Carroll. Þar er samplað úr laginu „Josephine“með Chris Rea. Eðal-house frá Demon Maðurinn á bak við Demon-nafnið er hinn 22 ára gamli Parisarbúi, Jérémie Mondon. Hans bakgrunnur er fyrst og fremst hip hop. „Wu Tang Clan, Mob Deep, Gangstarr og Black- moon er það sem mótaði mig,“ segir harm. Hann gerði samning við plötu- útgáfuna 20000ST sem er rekin af kunningjum hans. „Þeir héldu að ég væri að gera hip hop“. Þegar hann sendi frá sér 12 tommuna „Atypique“ árið 1997 kom hins vegar í ljós að þetta var ekta franskt house. Stóra platan hans „Midnight Funk“ sem kom út í byrjun ársins er klassískt Parísar-house. Pottþétt tónlist, en minnir á köflum kannski aðeins of mikið á Etienne de Crécy (Motorbass og Superdiscount). Nýi Madonnu-strákurinn, Mirwais Tónlistarmaðurinn Mirwais Ahmaezai er fæddur 1 Afganistan, en alinn upp í París. Hann hefur verið lengi í bransanum, því að hann hóf ferilinn í lok áttimda ára- tugarins í dúóinu Taxi Girl, sem var tilraun til þess að sameina pönk, diskó og raftónlist í anda Kraftwerk. Eftir það var hann í mis- vonlausum popphljómsveitum og vann sem upptökumaður og -stjóri. Hann sendi seint á síðasta ári frá sér lagið „Disco Science" sem hefur verið lýst eins og „Flat Eric í Studio 54“. Það samplar hið ágæta rokklag „Cannonball" meö The Breeders. Madonna heyrði lagið og hringdi í Mirwais sem í framhaldi af því símtali var ráðinn til að vinna að næstu plötunni hennar. Plata hans sjálfs „Production" er nýkomin út. Á henni eru 9 lög sem flest eru ein- hverskonar diskó- skotið house í anda Daft Punk og er nokkuð vel heppnuð. Eitt laganna á plöt- unni „V.I.“ er unnið upp úr meistara- stykkinu „Cargo Cul- te“ með Serge Gains- bourg. í öðru laganna „Paradise" syngur Madonna. A Reminiscent Drive og vísindamaðurinn Jay AT- anski Ef Mirwais og Superfunk eru í ætt við Daft Punk, þá er A Remin- iscent Drive meira í takt við Air. A.R.D. er listamannsnafn Parísar- búans Jay Alanski. Fyrsta platan hans „Mercy Street“ kom út árið 1997. Á henni var mjög róleg og næstum draumkennd tónlist. Það er ekki óeðlilegt að Alanski semji ambient og oft mjög myndræna tón- list því að hann er líka ljósmyndari og kvikmyndagerðarmaður. Hann er undir áhrifum frá jafn ólíkum hlutum og brasilískum ryþmum, indverskri og Norðm--Afrískri þjóð- lagatónlist og tónskáldum eins og Debussy, Ravel og Satie. A Reminiscent Drive hefur nýver- ið sent frá sér sína aðra plötu. Hún heitir „Ambrosia" og kemur, eins og fyrri platan út hjá plötufyrirtæki Laurent Garnier, F-Commun- ications. Ólíkt fyrri plötunni þá not- ar Alanski tölvur við gerð þessarar plötu. Hann bjó til 65 lög, lét útgáf- una hafa 35 og þeir völdu svo þau 13 sem eru á plötunni. „Ambrosia" hef- ur víðast hvar fengið mjög góða dóma, en þó eru einstaka gagn- rýnendur sem þola hana alls ekki. Áhugavert sem sagt, en ekki allra. Og svo líka þetta... En það er langt frá því að listinn sé | tæmdur með þessum nöfnum. Plata trip hop gúrúsins DJ Cam „Loa Project" er rétt ókomin, Hljómsveitin Micronauts gaf nýlega út plötuna „Bleep to Bleep“ sem víðast hefur fengið góða dóma og ný plata St. Germain „Tourist" sem kemur út á hinu margrómaða djassmerki Blue Note þykir ekkert minna en meist- araverk. Svo er von á nýrri Phunky , Data plötu í júni og þannig mætti lengi halda áfram. Svo við segjum enn og aftur: „Allez la France!" Nokkrar flotlar franskan Laurent Garnler-Unreasonable Behaviour (F Communications/Japis) Demon-Mldnlght Funk (20000ST/Japis) Superfunk-Hold Up (Rat Lux/Skifan) Dlmltrl from Parls-A Nlght At The Playboy Manslon (Virgin/Skífan) A Remlnlscent Drlve-Ambrosla (F Communications/Japis) Mirwals-Productlon (Epic/Skífan) DJ Cam-Loa Project (Columbia/Sklfan) Alr-Vlrgln Sulcldes (Virgin/Skífan) f Ó k U S 19. maí 2000 -L

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.