Dagblaðið Vísir - DV - 19.05.2000, Blaðsíða 16

Dagblaðið Vísir - DV - 19.05.2000, Blaðsíða 16
Þorsteinn Guömundsson e og ég fylgdist meö Eurovision- keppninni um síðustu helgi og ég verð að segja að ég er ekki alveg að ná þessu, komið þið blessuð og sæl. Það sem ég skil ekki er af hverju Kýpur lenti svona neðarlega. Var þetta ekki stórflnt lag hjá þeim? Þetta er kristið fólk (ekki eins og sumir helvítis guðleysingjar sem ég mun aldrei hleypa inn í himna- ríki), textinn var auðskilinn og lag- ið grípandi þannig að maður fór að dilla sér með því. Þetta var svona lag eins og Eurovisionlög eiga ... Annars var þetta stórskemmtileg dagskrá. Ég ætlaði að pissa á mig af hlátri þegar unga konan sem kynnti dagskrána sneri blaðinu sinu á hvolf í byrjun. Hvílíkt grín, ha, ha, ha. Og þetta var nú ekki allt vegna þess að þegar lögin voru búin og komið að stigagjöfinni þá rugluðust kynnamir aftur og töl- uðu eins og útsendingin væri búin og þökkuðu fyrir sig. Það þurfti svo að kalla í þau í heymartækin til þess að minna þau á að stiga- gjöfin væri eftir. Hvílíkt ótrúlegt grín. Þetta er sænskur húmor eins og hann ... ... gerist bestur. Sænska lagið var líka rosalega melódískt. Hrafn Gunnlaugsson söng það með miklum töktum og svo hafa þeir fengið að nota búninga úr búningasafninu hans fyrir dans- arana sem stóðu sig alveg með prýði. Mér finnst nú eiginlega að Hrafn ætti að pæla í því hvort hann ætti ekki frekar að leggja sönginn fyrir sig en alltaf að vera að gera þessar bíómyndir sem allir em bara hálfhræddir við. Þetta er nú bara ... ... svona hugmynd íslenska lagið var alveg skit- sæmilegt. Það var ágætlega sungið og það var gaman að sjá Eyjólf Kristjánsson í bakröddunum. Hann er i sérstöku uppáhaldi hjá mér. Telma er voða sæt stelpa en þó að ég sé alveg að fíla pilsið sem Einar Ágúst var í þá setur maður smáspumingarmerki við öll þessi tattú sem hann er með á hand- leggnum og hálsinum. Hann minnir dálítið á pennaveski sem er búið að krota æðislega mikið á. En kannski er ég bara svona... ... gamaldags Ég er hins vegar alveg á móti dönsku körlunum sem unnu. Hvað á það að þýða að vera að syngja „óð til þroskaðra kvenna“? Síðan hvenær er það málið að fara að eltast við gamlar konur? Ég er hræddur um að innlögnum á fæðingardeild Landspítalans myndi fækka mjög mikið ef karlmenn væru alltaf á eft- ir eldri konum. Það á ekki að syngja óð til eldri kvenna. Ég skap- aði þær til þess að passa böm svo að ungar konur gætu farið meira út að skemmta sér og búið ... ... til börn! Svo voru þeir feitir, með svo ótrúlega stuttar lappir að þeir eiga sjálfsagt í erfiðleikum með að stíga yfir þröskulda (það má hugsanlega skrifa það á minn reikning), gráhærðir og sungu eins og sambland af Willie Nelson og Cher. Það er ekki alveg blandan sem maður átti von á í vandaðri keppni eins og þessari. Jæja, ég vona bara að næsta keppni verði sanngjarnari og ... já, munið að trúa á mig. Bæ, bæ. Guð. PS. Já, svo var það kona úti á landi sem er búin að vera að biðja til mín að lækna manninn sinn af krabbameini. Sorry, ég get voða lítið gert í því. Ég er eiginlega alveg hættur i þessum svokölluðu kraftaverkum. 16 19. maí 2000 Lettland tók í fyrsta skipti þátt í Eurovision í ár og tók upp á þeirri skemmtilegu nýbreytni að senda skemmtOegt og ferskt léttrokk í slaginn. Þetta skilaði góðum ár- Emgri því Brainstorm varð í þriðja sæti með lagið My Star. Það er eft- ir söngvarann Renars Kaupers sem semur flest lög sveitarinnar. Saga Brainstorm hófst í bænum Jelgava árið 1989. Þá heyrði hinn 13 ára Renars í Depeche Mode og fannst upplagt að stofna hljóm- sveit. Hann fékk fjóra skólafélaga til liðs við sig og boltinn byrjaði að rúlla. Fyrstu árin fóru í að ná tök- um á hljóðfærunum. Strákarnir æfðu stíft í húsnæði bæjarskrifstof- . unnar þar sem þeir fengu inni j og urðu vinsæl- ir í bænum i með taumlausu l spiliríi. Sveitin 1 kallaði sig j Patra Vetra í byrjun og fyrsta stóra platan kom út 1993. Lettneskir blaðamenn líktu efninu þar við Simple Minds, U2 og R.E.M og platan gerði bandið umsvifa- laust að einni vinsælustu sveit Lettlands. Flugrán í Moskvu Næsta plata, Winter, kom 1994 og þar gerðist Brainstorm þyngri, not- aði m.a. selló og trompet. Hljóm- sveitin kíkti á rokkfestivöl út fyrir landsteinana en heima fyrir gengu þyngslin illa í fólk. Hljómsveitin dustaöi því rykið af gömlu stuð- lagi, Aeroplanes og gaf út á smá- skífu ‘95. Sú varð best selda smá- Jæja, þá er Eurovision-keppnin búin. Einar Ágúst og Telma stóöu sig ágætlega og Olsen-bræður veröa öruggl.ega á Broadway innanjíöar. Þaö var þó eitt banc^í ý * sem stakk í euro-stúfinn í ár og þaö voru kúl gaurarnir í lettnesk bandinu Brainstorm skífa í Lettlandi til þessa og Brain- storm notaði vinsældimar til að safna lausnargjaldi fyrir lettneska þotu sem var í gíslingu i Moskvu. Nú var sveitin komin til að vera. Fram á þennan dag hefur sveitin gert þrjár plötur til viöbótar sem allar hafa selst betur en sú síðasta. Lettneski markaðurinn er vitan- lega ekki stór og bandið hefur alltaf stefht út fyrir landsteinana. Strákarnir hafa spilað hjá ná- grönnum sínum í hinum Éystra- saltslöndunum, oft spilað í Rúss- landi og öðrum austanlöndum, ver- ið á festivölum á Norðurlöndunum og hitaði m.a.s. upp fyrir Supergrass á tvennum tónleikum i Danmörku i fyrra. Plötumar hafa verið á lettnesku nema sú síðasta, „Among the Suns“, sem snúið var á ensku. Strákamir hafa líka snúið nöfnunum sínum yfir á ensku til að eiga meiri séns í meikið. Renars kallar sig nú Reynard Cowper. Erfitt að vera Letti „Að vera frá Lettlandi er eins og að vera í bandi frá Keníu eða Tanz- aníu,“ segir hann. „Þetta er land sem enginn þekkir og því þurfum við að leggja helmingi meira á okk- ur til að kynna okkur.“ Góður árangur í Eurovision kyndir nú vonandi undir sigur- göngu Brainstorm. Það er vonandi ekki langt í að efni með þeim félög- um verði fáanlegt íslenskum plötu- búðum en þangað til ættu áhuga- samir að kíkja á heimasíðuna þeirra þar sem hægt er að hlusta á lög og panta plötur (www.micrec.lv/eng- lish/artists/brainstorm/brain- storm.htm). Áfram Brainstorm! Dr. Gunni heimasíöa vikunnar Heimasíða vikunnar að þessu sinni er www.betra.net. Útlitið á síðunni er kannski ekkert sérstak- lega spennandi - frekar dökkt yfir- bragð á öllu, og síðan mætti vera meira myndskreytt en innihaldið er þess i stað þeim mun betra. Hér er nefnilega að finna stórsniðugt próf þar sem stelpur geta tékkað á því hvemig gæinn þeirra stendur sig í rúminu. Pör geta einnig tékk- að á því hvort þau passi virkilega saman og einnig er hægt að komast aö því hver og hvar maður var í fyrra lífi. Daglega stjörnuspá er einnig að finna á síöunni og svo getur maður spreytt sig á gáfna- prófi. Síðan á ættir sínar að rekja til Selfoss en það eru þau Þorsteinn Gunnarsson og Helga Auðunsdóttir sem standa á bak við hana. Á síð- unni má einnig komast að ýmsum nýtilegum upplýsingum um sjálfan sig ef maður tekur sjálfskoðunar- prófið. Vert er að kikja á þessa síðu.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.