Dagblaðið Vísir - DV - 20.05.2000, Síða 24

Dagblaðið Vísir - DV - 20.05.2000, Síða 24
LAUGARDAGUR 20. MAÍ 2000 I>V 24 liniiiili»*H|i í S L A N D ▲ BRAVO 150S • 150x100x35 • 500 kg -Kr. 89.000,- ▲ BRAVO 2055 • 202x112x35 • 500 kg -Kr. 119.000,- ▲ BRAVO 225 • 225x145x30 • 746 kg -Kr. 145.000,- AÁI1205 N/TT-203x128x30 • 500 kg • Kr. 158.000,- A BRAVO 310 TB ■ 310x168x30 • 1.600 kg • Kr. 295.000, A £-750 stór og sterk • 260x130x40 • Kr. 189.000,- A Alhli8aflutningsvagn • 400x180x24 • 2.400 kg A Ekta bíÍQfiutningavagn • 2.500 kg A Mótorhjólavagn fyrir 1-2 hjól DALAVEGUR 16B • KÓPAVOGI SIMI 544 4454 Smáauglýsingar vísir.ls Helgarblað Grái markaðurinn: Þar sem „blöðruveldin“ blómstra - vinsældir miklar en áhættan gríðarleg Kári Stefánsson Fá fyrirtæki hafa verið eins eftirsótt á gráa markaðnum eins og deCode. Gengið er nú um 22 en fór hæst í 60. Það er fátt eða ekkert eins óum- ræðilega „cool“ á íslandi í dag eins og að kaupa hlutabréf. Fermingarbörn kaupa bréf í deCode eða FBA fyrir fermingaraurana frá ömmu og afa og gengi hlutabréfa er vinsælasta um- ræðuefnið á öllum mannamótum. AII- ir fjölmiðlar flytja reglulegar fréttir af gengi hlutabréfa og alvöruþrungnir spámenn vart af bamsaldri sitja í sóffum sjónvarpsþátta og ráðleggja um hlutabréfakaup. Það eru allir með i leiknum því það er ekki hægt að tapa. Síðustu 2-3 árin má segja að gengi hlutabréfa í öllum fyrirtækjum á ís- lenskum markaði hafi verið á uppleið með örfáum undantekningum. Margt ungt fólk sem spilar með í leiknum hefur aldrei séð annað en stígandi gengi og hlær þess vegna að vamað- arorðum gamalla refa sem nöldra um áhættu og þess háttar leiðindahugtök. Þegar loftið fer úr blöðrun- um DV þekkir nokkur dæmi um kom- ungt fólk sem hefur lagt allt sitt spari- fé í hlutabréfakaup og tekið bankalán að auki til þess aö bæta við. Meðan gengi bréfanna stígur og stígur er engin ástæða til að selja en óskaplega freistandi að fá fjármagn að láni tii að kaupa hluti út á væntanlegan gróða. Gengið þenst út og hækkar eins og blaðra sem er blásið í og blaðran stíg- ur alltaf hærra og hærra. Það hendir að loftið sígur úr blöðr- um. Gengi í Stoke Holding mun vera nú um 1 en margir bundu vonir við að það myndi rísa yfir 2 eða jafnvel hærra. Loftið seig úr þeirri blöðm þegar Stoke tapaði fyrir Gillingham á miðvikudag og situr áfram í annarri deild. Gengi bréfa í deCode er um þessar mundir ca. 22 en fór hæst í 60. Hvaö er grátt? Á hlutabréfamarkaði ganga kaup- um og sölum bréf í tvenns konar fyr- irtækjum. Annars vegar eru það fyr- irtæki sem eru skráð á Verðbréfa- þingi eða sambærOegum mörkuðum. Þessi fyrirtæki lúta ströngum reglum um upplýsingaskyldu og allt sem við- kemur rekstri þeirra og öll viðskipti með hlutabréf i þeim skulu vera opin og öllum ljós. Hins vegar er það sem kaUað er grár markaður sem er íslensk þýðing á „over the counter". Þarna er um að ræða viðskipti méð bréf í félögum sem ekki eru skráð á verðbréfaþingi og lúta því engri upplýsingaskyldu en reiða sig því meira á orðspor, frétta- flutning og ímynd. Þarna er að finna nokkur þau fyr- irtæki sem hvað mest hafa verið í tísku undanfarin misseri eins og tölvufyrirtækið Oz, Islenska erfða- greiningu og Íslandssíma, svo fáein séu nefnd. Engin leið er að vita hve mikil viðskipti fara fram með bréf í þessum félögum né heldur hvaða verðmæti liggja að baki því gengi sem bréfin eru boðin á. Verðbréfafyrir- tæki hafa miUigöngu um viðskipti með bréf á gráa markaðnum og hafa jafnan á reiðum höndum upplýsingar um kaup- og sölugengi. Yfirleitt er meiri munur á kaup- og sölugengi bréfa á gráum markaði en á hinum opna og viðurkennda og helgast það af mun meiri áhættu. Seljum en kaupum ekki DV ræddi við Þórð Pálsson, ráð- gjafa hjá Kaupþingi, sem kvaðst hafa tU sölu bréf í mörgum óskráðum fyr- irtækjum en sagði um flest þau fyrir- tæki sem nefnd voru að Kaupþing vUdi ekki kaupa bréf í þeim og fáir vUdu selja. Af hans orðum mátti ráða að flestir eigendur bréfa í deCode t.d. héldu um þessar mundir að sér hönd- um og biðu eftir því hvað framtíðin bæri í skauti sér. Þannig vUdi Þórður selja en ekki kaupa i Oz, deCode, Islandssíma, Stoke Holding, Vindorku og Softís en vUdi bæði kaupa og selja í fyrirtækj- um eins og EJS og Flögu þótt þau væru bæði á gráum markaði. Þetta er í samræmi við þá spá Kaupþings að Mutabréfamarkaður sé á leið í lægð á íslandi. Skúli Mogensen, forstjóri Oz Fyrirtæki hans er i háu gengi á gráa markaönum. „En það er eins og margir geri sér enga grein fyrir áhœttunni sem felst í því að versla þar og eins og búið er að vara við því er varla hœgt að vorkenna þeim sem tapa fé á slíkum viðskiptum. Þama em menn að taka mikla áhœttu og ég tel það að- eins tímaspursmál hvenœr óprúttnir aðilar fara að notfœra sér það í meira mœli en gert hef- ur verið.“ Trúin flytur fjöll og hækkar gengi Það sem flest fyrirtækin á gráa markaðnum eiga sameiginlegt er að gengi þeirra byggist ekki á þeim ár- angri eða ávöxtun sem þau hafa sýnt heldur á þeirri trú sem fjárfest- ar hafa á því að fyrirtækin eigi eft- ir að blómsta. Þama getur orðið tU sérstætt misræmi miUi afkomu, tekna og framreiknaðs verðmætis. Þannig getur t.d. ungt fyrirtæki sem veltir aðeins um 100 milljónum á ári og er á öðru starfsári verið metið á 9-11 mUljaröa eins og tilfellið mun vera um Íslandssíma. Rósant Torfason, sérfræðingur hjá Íslandsbanka-FBA, sagði að gengi bréfa á gráa markaðnum hreyfðist mjög mikið og tæki oft á rás upp þegar jákvæðar fréttir birt- ust af fyrirtækinu í blöðum eða hviksögur heyrðust um aukið hluta- fé, stóra samninga eða eitthvað í þeim dúr. Margeir Pétursson verðbréfamiðlari Hann hefur ítrekað varað við áhætt- unni sem felst í því að kaupa hluta- bréf í óskráðum félögum. „Það er doði á þessum markaði eins og er en hann er gríöarlega hreyfanlegur. Við miðlum þessum bréfum og kaupum þau ef okkur þykir ástæða til en getum hætt því fyrirvaralaust. Það eiga aUir að vita að það er miklu meiri áhætta á þessum markaði en í hefðbundnum viðskiptum þar sem aflt er sýni- legt.“ Alger svínastía Annar ráðgjafi hjá verðbréfafyrir- tæki, sem reyndar vUdi ekki láta nafns síns getið, var talsvert harðorð- ur um gráa markaðinn. „Þessi markaður er alger svínastía þar sem stórir hluthafar stunda það í stórum stU að koma af stað hviksög- um og leka fréttum i blöðin tU þess eins að þeir geti selt bréfin sín á sem hæstu verði. Þannig virðast menn geta talað upp verð á hlutabréfum eins og þeim sýnist."

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.