Dagblaðið Vísir - DV - 31.05.2000, Side 8
24
MIÐVIKUDAGUR 31. MAÍ 2000 DV
Vel heppnað-
ur breytinga-
Þessi breyting á Discovery hentar vel tii allra sumarferöa og árbakkar
standa ekkert í honum. DV-myndir TÞ
pakki
B&L hefur látið breyta einum
Discovery-jeppa fyrir 35 tommu dekk
og var það SS Gíslason, Smiðshöfða 11,
sem annaðist þær. Discovery er mest
seldur með 2,5 lítra dísilvél sem er 137
hestöfl og togar 340 Newtonmetra. Vél
og drif í þessum bíl eru óbreytt fyrir
utan að kominn er í hann tölvukubb-
ur. Þannig þolir beinskipti bílinn
breytinguna mjög vel enda togið í vél-
inni mikið en sjálfskipti myndi líklega
líða fyrir það. Umboðið hefur þó feng-
ið driflækkanir í hann sem geta farið í
þá sjálfskiptu sem fara munu í breyt-
ingar.
Rásfesta söm og fyrr
Til þess að breyta bílnum fyrir 35
tommur þurfti að hækka hann upp um
12 sentímetra og færa afturhásingu aft-
ur um 6 sentímetra. Einnig þurfti að
færa framhásingu aftur um 1 sentí-
metra. Þá þurfti að smíða nýjan hring-
arm á stýrismaskínu en hann er ekki
hægt að fá frá framleiðanda og einnig
var bætt við tvöfóldum lið á afturdrif-
skaft. Hins vegar kemur Discovery
með tvöfóldum lið á framdrifskafti frá
ffamleiðanda. Þótt þetta sé nokkur
breyting frá upphaflega bílnum kemur
það mjög lítið niður á bílnum í hefð-
Akstur í vatni og ám er eins og hver annar sunnudagsrúntur á þessum bíl og disilvélin þolir vel bleytuna. Þó væri
gaman að sjá hvernig strompur fyrir loftinntakiö tæki sig út á honum.
Meö 35 tommu breytingunni er hér hinn verklegasti jeppi á feröinni.
Gabriel höggdeyfar
fyrir fólksbila, jeppa og vörubiia
QSvarahlutir
HMMRSHÖFBA1 S. 687 6744 Fax 667 S768
bundnum akstri og rásfesta hans því
sem næst söm og fyrr. Þar sem undir-
vagni var breytt nokkuð á milli 1998-9
árgerðanna tU að fá lægri setu þurfti
að hækka nýja bílinn meira en þann
sem er með gamla laginu. Dekkin sem
fóru undir hann eru af gerðinni Trail
Climber og eru 35/12,5 R15. Þau eru
nokkuð mjúk og hafa ágætt grip en eru
um leið hljóðlát á malbiki og möl.
Góður frágangur
Það eina sem kalla má amerískt í
bílnum eru stigbrettin sem eru úr áli.
Þau koma tilbúin þannig að aðeins
þarf að sníða þau til fyrir bílinn.
Brettakantar eru steyptir hjá Gunnari
Ingva Hrólfssyni og fara bilnum mjög
vel. Umgengni eftir breytmgar er bara
hin þægilegasta, sérstaklega að framan
og gott að stiga upp á stigbrettið til að
setjast upp í hann. Framhluti aftur-
brettakanta er á hurðunum þannig að
kanturinn er ekkert að flækjast fyrir
þeim sem þarf að komast inn og út úr
honum þar. Veglegasta kastaragrind
er komin á bílinn og búið að koma fyr-
ir tveimur aukaljósum og þolir hún
vel að bætt sé við þar. Auk þess er stigi
á afturhlera upp á þak bílsins sem
munar öllu þegar toppgrind er komin
á hann. Athygli vekur að góður frá-
gangur er á ollu í hvívetna.
Hvaö má bæta?
Þar sem þetta er frumeintak með
Breytum öllum gerðum
jeppa eftir þörfum
hvers og eins.
BREYTIR
Jeppabreytingar
Súðarvogi 26,
104 Reykjavík
Sími 568 6471
Ekki þarf aö hafa mikla áhyggjur á grjóti og urö í árfarvegum þvi aö hátt er
upp undir hann eftir breytinguna.
Hátt aö- og fráfallshorn gerir það að verkum aö bakk-
ar og steinar eru honum litil fyrirstaöa.
Gormafjöörun á öllum hjólum er ótvíræöur kostur
sem tryggir grip og þar sem hátt er undir hann má
bjóöa honum ansi úfiö undirlag.
þessari breytingu er alltaf eitthvað
sem menn vilja breyta og bæta. Þegar
lagt var að fúllu á stýrið nartaði hom
framdekksins örlítið í rúðupisskútinn
og þarf því að taka aðeins úr honum til
að komast fyrir það. Þar sem búið er
að flytja afturhásinguna til eykst
þyngdin á framhluta bflsins og þvi vill
breytingaraðfli setja slaglengri gorma
í hann að framanverðu. Millikassinn
kemur þannig búinn frá framleiðanda
að aðeins þarf að bæta við stöng og
takka inn í bílinn til að hægt sé að
læsa millikassanum. Ætlunin er að
koma þannig útbúnaði fyrir í næsta bíl
en þegar hann er virkur slær spólvöm-
in sjálfkrafa út.
hefm- helst vilja loða
við óbreytta bflinn
er hversu fljótur
hann er að taka
niðri á afturstuðar-
anum. Þegar hann
slær honum niður
klemmast ijósin í
honum saman og
þvi ekki óalgengt að
þau brotni. Með
þessari breytingu er
þessi hætta aldrei
fyrir hendi. Einnig
er aðfaflshom hans
að framan mjög gott
og klifur og klór í
þröngum skoming-
um engin fyrirstaða.
í heildina má þvi
segja að breytinga-
pakki þessi hafi
komið vel út og fari
bflnum ágætlega.
Hann dugar í flestar
þær ferðir sem hægt
er að leggja fyrir sig
og ekki þarf að bæta
miklu við svo hann
verði notadrjúgur á
fjöllum að vetri.
Verðið er líka nokk-
uð gott eða 590.000
kr. fyrir þessar
breytingar þrátt íyr-
ir að sérpantaðar
felgur fyrir Land Rover-hásingar séu
aðeins dýrari en algengari felgur. -NG
Breytingapakki
SS Gíslason
Land Rover Discovery
Dekk: 35/12,50 RI5.
Felgur: 15x10 tommur.
Upphækkun: 12 sentímetrar.
Afturhásing færð aftur:
6 sentímetra.
Driflækkun:
Nei, aðeins í sjálfskiptum.
Stigbretti: Úr áli, amerísk.
Brettakantar:
Hátt undir bílinn
Eins og áður sagði var afturhásing
færð aftur og með hækkuninni eykst
fráfaflshom bflsins til muna. Það sem
Gunnar Ingvi Hrólfsson.
Aukahlutir:
Kastaragrind, kastarar, þokuljós,
þakstigi.
Verð: 590.000 kr.