Dagblaðið Vísir - DV - 31.05.2000, Qupperneq 18

Dagblaðið Vísir - DV - 31.05.2000, Qupperneq 18
34 MIÐVIKUDAGUR 31. MAÍ 2000 JCJ<\T Velkomin(n) í Jötunheima - Hummer í fyrsta skipti í reynsluakstri á íslandi Snjór, drulla og spól og Hummerinn er eins og heima hjá sér. Hægt er aö stjórna þrýsting dekkjanna innan úr ökumannshúsinu sem kemur sér vel þegar ekiö er viö breytilegar aðstæöur. falds olíúkælikerfis. 159 lítra olíu- tankur og 64 lítra aukatankur fyrir olíu tryggja gott úthald á fjöllum. Sjálfskipting er svo af GM 4L80E gerð með yfir 21 lítra af olíu og er með sér kæli fyrir sjálfskiptinguna. Heljarjeppi aö burðum Þegar Hummer er ekið verður maður fyrst hissa á því að hann virk- ar ekki nærri eins breiður í akstri og ætla mætti. Hann er stöðugur í stýri en samt er vökvastýrið létt, einnig imdir álagi. I öllum almennum akstri er þægilegast að keyra hann í yfir- gímum og líklega eyðir hann minni olíu þannig heldur en í hinni hefð- bimdnu „Drive“ stillingu, ólikt mörg- um öðrum. Þegar komið var að því að reyna hann í torfærum fór fyrst að verða ljóst hvílíkt tæki er hér á ferð- inni. Þótt fjöðrunin sé stutt slær hún aldrei saman, jafnvel þótt hressilega væri tekið á honum. Samspil fjöðrun- ar og þyngdarpunkts gerir hann mjög stöðugan í hliðarhalla en þar sem bíllinn er um þrjú tonn þarf að passa hann þar sem laust er undir. í raun og veru nýtur hann sín best í „act- ion“ og þegar búið var að yfírstíga feimnina við þetta tryllitæki ætlaði maður aldrei að geta hætt að finna stærri og stærri brekkur og prófa að- eins meira. Einnig vakti það athygli hversu vel hann réð við að fara fram af háum bökkum og ofan í skominga sem flestum myndi óa við. Það var því með hangandi hendi sem haldið var heim úr Jósefsdalnum um kvöld- ið. -NG Hummer HardTop Vél: 6.5 lítraV8 dísilvél með for- þjöppu. Hestöfl: 195. Gírkassi: Fjögurra þrepa sjálfsk.ipting. Bremsur:Tvöfaldir kældir bremsudiskar framan og aftan. Drif: Aldrif með læsingu á milli- kassa og tregðulæsingu að fram- an og aftan. Bremsur: Diskar framan og aftan með hemlalæsivörn. Rafall: 124 amper. Stýri:Vökvastýri. Yfirbygging: Úr áli, með flugvélahnoðum. Lengd: 4770 mm. Breidd: 2190 mm. Hæð: 1920 mm. Hæð undir lægsta punkt: 410 mm fullhlaðinn. Beygjuradíus: 8.6 metrar á innri hring. Þyngd: 3020 kíló. Bensíntankur: 159 lítra. Aukatankur: 64 lítra. Eyðsla í blönduðum akstri: 15-18 lítrar. Dekk:37 tomma, 16,5 x 12,5 Verð: 8.440.000* Umboð: Hummer-umboðið. *Aukabúnaður eins og forþjappa, loftkæling, rafmagnsrúður og fleira seldur sem staðalbúnaður. Einn með öllu Ssangyoung Musso '96 ekinn 68 þús. km, 3,2 bensín, 38“ dekk, léttmálmsfelgur, auka millikassi.loftlæsingar framan og aftan, spilfestingar, CD, CP-talstöð, aukabensfntankur, þjófavörn og fjarstart. Bíll í toppstandi. Verðhugmynd 2.600 þús. Uppl. f sfma 694 3308. Umhverfi ökumanns minnir einna helst á herflugvél og þótt plássiö virðist mikiö eru að- eins sæti fyrir fjóra, sitt f hvoru horni innanrýmisins. Þrátt fyrir það er útsýniö gott á alla kanta. Það kannast eflaust flestir við tor- færutröllið Hummer en vita kannski minna um hvað býr undir klossuðu útlitinu. í raun og veru minnir hann meira á blöndu af skriðdreka og vöru- bíl á fjórum hjólum heldur en þá jeppa sem við eigum að venjast. Samt er óbreyttur Hummer fyilúega sam- bærilegur við mest breyttu jeppana í dag nema kannski í verði enda segj- ast framleiðendurnir ekki vera með hann í samkeppni við aðra jeppa heldur til að sinna ákveðnum mark- aðshluta sem vill ekkert nema svona bíla. Upphaflega aöeins fyrir herinn Það er AM General í South Bend, Indianafylki í Bandaríkjunum, sem framleiðir Hummer og herútfærsluna sem kölluð er Humvee. Yfir 150.000 eintök hafa verið framleidd og end- ingartíminn fyrir kröfuharðasta við- skiptavininnn, sem er Bandaríkjaher, langur. Sem dæmi má nefna að Hummer þarf að gangast undir sama ryðmyndunarpróf og flugvélar Banda- ríkjahers og þola 22 ár án ryðs. Allir þeir Hummer-bílar sem seldir eru hér á landi eru með sama líftíma á því. Efnis- og hitameðhöndlað ál úr flug- vélasmíðinni er notað og sérhert stál á rétta staði gerir Hummer að öruggu og þægilegu farartæki. Upphaflega var Hummerinn aðeins ætlaður fyrir herframleiðslu en þegar ákveðnir að- ilar fóru að sýna honum áhuga varð yfirmönnum AM General ljóst að hugsanlega væri möguleiki fyrir þá á því að selja hann á almennum mark- aði. Einn þessara aðila var Amold Schwarznegger sem lét þá ekki í friði fyrr en hann eignaðist einn slíkan. Hann á nú fjóra Hummer og segist vilja hafa bíla sem hann þurfi ekki að draga upp úr festum ef einhverjir vin- ir hans heimsækja hann í bústaðinn, þegar skroppið er í veiðitúra eða laut- arferð. Stöðugleikinn í fyrirrúmi Þaö sem skiptir mestu máli í stöð- ugleika ailra jeppa er að hafa þyngd- arpunktinn eins neðarlega og hægt er, til að auka getuna til torfæruakst- Hér sést vel loftdælikerfiö fyrir hjól- barðana, neöst til vinstri á mynd- inni. Lengst til vinstri er mælirinn sem sýnir þrýsting þeirra dekkja sem stillt er á, framan eöa aftan, en þvi er stýrt meö takkanum til hægri. Dælt eöa hleypt úr meö takkanum þar á milli. urs. Þar ræður miklu að ná fram há- markshæð undir lægsta punkt ásamt léttri og lágri yfirbyggingu. Hætt er við að þegar búið er að breyta jeppum fyrir 38-44 tomma dekk færist þyngd- rólegur inni í bíl meðan þrýstingur dekkjanna er stilltur eftir þörfum. Þetta kom sér vel fyrir blaðamanninn þegar kom að því að skila bílnum. Um morguninn varð ljóst að sprungið Sterklegt byggingarlag og kraftmikil vélin þýöa að Hummerinn nýtur sín best í „látum" og skiptir þá litlu hvaö er fyr- ir honum. Þótt fjöðrunin sé stutt sló hún aldrei alveg saman, ekki einu sinni í þessu stökki hérna. DV-myndir TÞ Skyldi hann nú hafa þessa brekku? Hér er hann kom- inn ofarlega í ca 50 metra langri brekkunni. Jú, hvaða, hvaöa. Hvað skyldi nú annars vera hinum megin? var á einu afturdekki og allt loft farið úr því. Á þremur mínútum var hann búinn að dæla nægu lofti í dekkið til að hægt væri að keyra án vandræða og þurfti því undirritaður ekki að hafa áhyggjur af því meir. Auöveldur í stærri breytingar Það þarfnast ekki mikilla breyt- inga að setja Hummer á 44 tomma dekk. Lítið þarf að hækka hann upp eða eiga við drif- eða stýrisbúnað, en hækkunin sem gerð er er minni en breikkun á felgu svo að hann verður stöðugri á 44 tommum en óbreyttur, þessu er öfugt farið með öll önnur far- artæki. Umboðið hefur hannað nýja vélarhlíf með stærri hjólaskálum sem rúma 44 tomma dekk án þess að fjöðrunar- geta eða beygjurad- íus skerðist. Engra breytinga er þörf á hjólaskálum að aft- an sem taka auð- veldlega við 44 tomma hjólbörðum og CTIS-kerfið ásamt affelgunar- vöminni nýtist áfram. Þar sem mikið er fyrir hendi í bílnum sem allajafha fer í mikið breytta jeppa verð- ur aukakostnaður aldrei mikill. 6,5 litra V8 dísil- vélin með forþjöpp- unni er 195 hestöfl og er með hrikalegt tog, 583 Newton- metra við 1800 snúninga. Að gefnu til- efni skal tekið fram að nýverið keypti AM General vélaframleiðslu þessarar vélar frá GM og mun AM General halda áfram að framleiða Hummer- inn. Tvöfaldir kældir bremsudiskar eru að framan og aftan og em þeir uppi við miðjan bíl en ekki úti i hjóla- skálum og eru því vel varðir fyrir hnjaski. Niðurgírun er úti við hjól og tregðulæsingar að framan og aftan og þær verða virkar með því að ýta snöggt á bremsu í háa læsta eða lága læsta drifinu. Einnig er læsing á millikassa. 124 ampera rafall er í hon- um með sérstyrktri reim, auk þre- arpunktur bifreiðarinnar upp, með þeim afleiðingum að stöðugleiki minnkar. Þetta vandamál er ekki fyr- ir hendi í Hummer þar sem bíllinn er hannaður fyrir 37“ dekk frá gmnni. Yfirbygging jeppans er bókstaflega sniðin utan um hjólbarðana, þannig að bíllinn rís ekki hátt og fjöðrunin skerðist ekki. Hæð undir lægsta punkt er 41 sentímetri sem miðast við að bíllinn sé fullhlaðinn. Sökum bygg- ingarlags Hummersins virkar bíllinn breiður miðað við hæð á yfirbygging- unni. Það er því algengt að fólk haldi að Hummerinn sé breiðari en hann er í raun og vera. Breiddin á Hummer er 219,7 sm sem er á milli ytri byrða hurða, mesta breidd á milli hjóla er 213,7 sm. Margir jeppar sem breytt er fyrir 38-44 tomma dekk fara vel yfir 2 metra á breidd. Miöstýrt loftdælikerfi úr öku- mannssæti í Hummer er einstakt kerfi, svo- nefnt CTIS-kerfi (Central Tire In- flation System) sem gerir ökumanni kleift að breyta loftþrýsingi í hjól- börðum með því einu að hreyfa rofa í mælaborði. Gildir einu hvort bíllinn er á ferð eða kyrrstæður og á við hvort heldur sem er eitt dekk eða öll fjögur. Einnig nýtist affelgunarvörnin áfram þrátt fyrir að skipt sé um hjól- barða. Þetta tryggir að ekki er hægt að missa dekk af felgu þótt ekið sé við erfiðustu skilyrði í miklum hliðar- halla. Þægindin af þessu kerfi era líka frábær og þótt springi á einu eða fleiri dekkjum á fjöllum er alltaf hægt að bæta lofti i og komast aftur til byggða. Kerfið býður líka upp á að dæla loft á milli hjólbarða þannig að varaloft er fyrir hendi einnig. Varla þarf að nefna hversu mikil þægindi era af því að geta setið

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.