Dagblaðið Vísir - DV - 31.05.2000, Qupperneq 20

Dagblaðið Vísir - DV - 31.05.2000, Qupperneq 20
-» 36 MIÐVIKUDAGUR 31. MAÍ 2000 ijtD'V" * Reynsluakstur Land Cruiser 70 Traustur Brettabreikkanirnar falla vel að einföldum línum bílsins. Stjórntækin er þægilega staðsett og innan seilingar. Rofar eru stórir og auö- velt að ná gripi á þeim. Traustur er orðið sem kom upp í hugann þegar Toyota Land Cruiser 70 var prufuekið. Um er að ræða bE sem verið hefur í framleiðslu í meira en tvo áratugi þó svo að hann hafi ekki verið í boði hér á landi. Þó munu margir kannast við gripinn í sjón því hann hefur ver- ið vinsælt tæki hjá Alþjóða Rauða krossinum og Sameinuðu þjóðunum og mikið notaður í Afríku og Asíu. En þessar heimsálfur eru frægar fyr- ir ýmislegt annað en vanþróað vega- kerfi. Bíllinn er því gjaman í sjón- varpsfréttum þar sem hörmungar og strið koma við sögu. Það segir mikið um hvemig farartæki er hér á ferð- inni. Einfaldur að byggingu Toyotaumboðið P. Samúelsson er að hefja innflutning á þessum bílum til landsins og mun hann fjölga valkost- um þeirra sem kjósa, eða þurfa að nota öflugan jeppa sem farartæki. Land Cmiser 70 billinn er einfaldur að allri uppbyggingu og laus við allt pijál. Víð hönnun hans hefur verið lögð meginá- hersla á styrk og endingu. í Land Cm- isernum er fátt sem ekki er nauðsyn- legt og má ætla að þeir hjá Toyota hafi haft í huga orð Henrys Ford sem hann viðhafði um T Modelið. „Því fleiri hlut- ir sem við sleppum að setja í bílinn, því færri geta bilað.“ Notagiidi í fyrirrúmi Útlit bílsins er einfalt og tekur frem- ur mið af notagildi en fegurðarsjónar- miðum. Það sama má segja um bílinn að innan. Þar ræður einfaldleikinn og notagildið ríkjum. Ökumannssætið er þægilegt og styður vel við ökumann- inn. Veltistýrið sem er í Land Cm- isemum auðveldar ökumanninum að koma sér í þægilega stellingu við akst- urinn. Öll stjómtæki em vel innan seilingar, þægilega staðsett og auðveld í notkun. í Land Cruisemum er afl- stýri sem gerir aksturinn átakalausan, jafnvel í urð og grjóti. Gírskiptirinn Toyota Land Cruiser 70 Almennar upplýsingar: Vél: 4164 cc, stjörnuolíuverk. Afl: 96 hestöfl við 3800 snúninga á mín. Tog: 285 Nm við 2200 snúninga á mín. Drif:4x4, 100% driflæsing að fram- an og aftan. Gírar: 5 gíra beinskiptur. Lengd: 4995 mm. Breidd: 1690 mm. Hæð: 2075 mm. Hæð undir lægsta punkt: 230 mm. Eigin þyngd: 2200 kg. Verð: Pallbíll: 2.490.000 kr. Bíll með húsi: 2.790.000 kr. Farangursrýmiö er mjög stórt og því hentar bíllinn vel fyrir ýmsa atvinnu- starfsemi sem krefst mikilla flutninga. 44“ breyting með gormum og 22 cm færslu á afturhásingu: Um það bil 1.350.000 kr. þægilegur, fer vel í hendi og auðvelt var að skipta fimm gíra kassanum. Ljósa- og þurrkurofar eru á stýris- stönginni og auðveldir í notkun. Rofi fyrir fjórhjóladrifið er staðsettur neð- arlega á mælaborðinu, vinstra megin við stýrirsstöngina og rofi fyrir driflæsingar hægra megin. Ökumaður- inn þarf að teygja sig aðeins til að ná til þessara rofa en telja verður það kost. Litlar líkur eru á þvi að reka sig óvart í þessa rofa og oftast eru þeir not- aðir þegar bíllinn er stöðvaður eða á lítilli ferð. Mælaborðiö er einfalt en í því er hraðamælir, vatnshitamælir og 33“ breyting: Innifalið er aurhlífar, álfelgur, brettakantar, 33“ dekk, og sér- skoðun ásamt slökkvitæki og ýmsu nauðsynlegu. Pakkaverð 417.600 kr. Fullbreyttur er Toyota Land Cruiser billinn óstöðvandi og á vafalaust eftiraö reynast þeim vel sem þurfa á sterku og öruggu tæki að halda. DV-myndir JAK Undirvagn Land Cruiser 70 er sérlega sterkbyggður og geröur fyrir mikil átök. eldsneytismælir. Auk þess voru þar aðvörunarljós fyrir oliuþrýsting, raf- hleðslu, háu ljósin og fjórhjóladrifið. Ef eitthvað vantar í mælaborðið væri það helst snúningshraðamælir til að fylgj- ast með vélinni. I akstri, með útvarpið á eðlilegum styrk, heyrðist lítið í vél- inni og því hefði snúningshraðamælir komið sér vel við gírskiptingar. Útsýni úr ökumannsætinu er mjög gott fram fyrir bílinn og til hliðar. Hins vegar sést ekki eins vel aftur fyrir bílinn í baksýnisspeglinum. Hliðarspeglamir eru hins vegar stórir og gefa gott sjón- arhom aftur og til hliðar. Þeir bæta þetta því að nokkm leyti upp. Jeppi með marga eiginleika Einn af stærstu kostum bílsins er hversu rúmgóður hann er að innan. Bíllinn er seldur fimm sæta og er vel rúmt um farþegana. Aftan við aftur- sættn er stórt farangursrými. Það er reyndar svo stórt að bíllinn flokkast sem sendiferðabíll og lendir einungis i 20% tolli. Þetta mikla innan rými ger- ir bílinn mjög fjölhæfan og ætti hann því að höfða til margra. Auðvelt er að ijölga sætaröðum í honum þannig að fleiri farþegar komast í bílinn. Þá væri Að innan er bíllinn vel rúmur. t.d. einnig auðvelt að innrétta hann sem húsbíl. Kram í yfirstærðum í Land Cruisemum er 4164 cc dísil- vél. Reif hún bílinn vel af stað í 1. gír en fyrsti gírinn var greinilega mjög lágur. í hinum gírunum var billinn þyngri á sér en þess ber að geta að bíll- 35“ breyting: 50 mm hækkun.álfelgur, 35“ dekk, kantar, hemlabreyting, ryðvörn og fleira sem fylgir. Pakkaverð: 598.700 kr. Vélarhús Land Cruiser 70 bílsins er vel rúmt og auð- velt er að þjónusta vélina. inn sem prófaður var var á 38“ dekkj- um með óbreytt driíhlutfóll. Með lægra drifi yrði hann snarpari og ef túrbínu væri bætt á vélina myndi hest- öflunum fjölga úr 96 í vel yfir hundrað. „Þá færi Eyjólfur að hressast." Heil hásing er undir Land Craiserum að ffaman og era á henni gormafjaðrir. Að aftan era blað- Öaðrir sem gerðar era fyrir mikinn burð. Bíllinn er því frekar stífur og hastur þegar honum er ekið tómum á ósléttum vegi. Þeir hjá Toyota era hins vegar búnir að hanna gormafjöðrun umdir bilinn að aftan sem mun gera hann mun mýkri og henta vel fyrir þá sem þurfa ekki alveg eins mikinn burð. Undir Land Cra- isemum era diskabremsur að framan og skálar að aftan. Bremsumar era, eins og flest annað i bílnum, i yfir- stærð og gegna ágætlega hlutverki sínu, að stöðva bílinn sem vegur vel á þriðja tonn. 38“ breyting án færslu og gorma 100 mm hækkun, álfelgur, 38“ dekk, kantar, breyting á aðalijós- um, breyting á pústi, 38“ dekk, stigbretti og fleira. Pakkaverð 793.800 kr. Góöur í breytingar Búið er að hanna brettakanta á Land Cruiserinn til að hægt sé að setja stærri dekk undir hann. Þessir bretta- kantar era mjög snyrtilegir og falla vel 38“ breyting með gormum: Sama og í hinni 38“ breytingunni nema gormafjöðrun Toyota í stað fjaðra að aftan: Pakkaverð: Um 860.000 kr. Mælaborðið er einfalt með stórum og skýrum mælum. Þar heföi gjarn- an mátt vera snúningshraöamælir að stíl bílsins. Þá mun jeppabreytinga- deild Toyota, Arctic Trucks, bjóða ýmsar breytingar á Land Craiser 70 bílnum og mun ætlunin vera að sýna hann í fimm mismunandi útfærslum þegar nýr sýningarsalur og verslun verður opnuð á Nýbýlaveginum í byrj- un júní Einn helsti kostur bílsins, og það sem vafalaust á eftir að gera hann vin- sælan, er hversu auðvelt er að breyta honum. Þar á sköpunargleði manna eftir að fá að njóta sín og eftir nokkra mánuði munum við vafalaust sjá þenn- an bíl í ýmsum útfærslum á götunum, eða ættum við frekar að segja á jöklun- um. -JAK

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.