Dagblaðið Vísir - DV - 02.06.2000, Qupperneq 6

Dagblaðið Vísir - DV - 02.06.2000, Qupperneq 6
haf 3 Viöar Víkingsson og Leirfinnur. Álfrún Helga Örnólfsdóttir leikur í myndinni og kjaftasagan segir aö hún leiki Erlu Bolladóttur. Guðmundur # \ ff v Vji Geirfinnur jr w # jr i bio Þær fregnir berast úr gargandi grasrót bíóheima íslands að mynd um Guðmundar- og Geirfinns- málið sé að fara í tökur á næstu dögum, svo mikil er gróskan þessa dagana. Lítið er þó enn að frétta úr herbúðum þeirra sem tekið hsifa að sér að gera þörfustu kvik- mynd samtímans. En það er hann Viðar Víkingsson sem leikstýrir og skrifar handritið, eða svo segir sagan, og reynsluboltinn Agnes Johansen er að pródúsera. Viðar sendi okkur umdeildu heimilda- myndina um SÍS og því má búast við alvörumynd með góðum og traustum samsæriskenningum. En það er auðvitað ekki staðfest. Það eina sem vitað er fyrir víst er að tökur eru að fara að hefjast og að hin unga Álfrún Helga Örn- ólfsdóttir leikur líklega, kannski, Erlu Bolladóttur. Það er nokkuð vit i því vali en því miður var ekki komin staðfesting á því hver leik- ur Sævar sjálfan þegar Fókus fór í prentun. Það telst samt líklegt að strákurinn sem lék hann í þáttun- um hans Sigursteins Mássonar leiki hann því þeir eru svo sláandi líkir. Aðdáendur stórmynda frá Hollywood ættu að víta að ekki er allt sem sýnist því brellur verða æ stærri hluti af kvikmyndagerð þar vestra. Færri gera sér kannski grein fyrir að brellur eru í auknum mæli notaðar í íslenskum myndum en einn maður hefur einbeitt sér að gerð þeirra undanfarin ár. Eggert Ketilsson heitir maðurinn en gengur gjarnan undir nöfnum eins og Eddi sprengja, Eddi effekt og Eddi eldur. Fókus tékkaði á brellumeistara íslands. Eldhnöttlir ÍAImannagjá „Þetta er bara eitthvað sem maður hefur lært af reynslunni,“ segir Egg- ert Ketilsson sem starfar sem brellu- meistari í íslenskum kvikmyndum, auglýsingum og myndböndum. Eggert er 41 árs og hefur verið í bransanum um nokkurt skeið. Hann segir að það séu margir sem komi að brellugerð á íslandi en hann sé í raun sá eini sem hafi gert út á þetta. „Ég byrjaði við brellugerð í Viking Saga en hafði áður verið leikmunameistari hjá Sjón- varpinu og það fól auðvitað í sér ein- hverja brellugerð. Svo tók ég að mér leikmuna- og brellugerð í Djöflaeyj- unni og hef verið á fullu síðan og ætli þetta séu ekki orðnar 10-11 myndir í það heila auk auglýsinga og mynd- banda," segir Eddi sem vill ekki alveg kvitta fyrir að við séum komnir á Hollywoodskalann hvað brellurnar varðar. Gat ekki munað textann sinn „Við höfum gert mikið af brellum fyrir erlendar auglýsingar og t.d. gerði ég Audi-auglýsingu fyrir nokkrum árum með breskum aðila þar sem eld- hnöttur var látinn lenda í Almanna- gjá. Það var mjög flott og i Viking Saga þurftum við svo að hjálpa aðal- leikaranum, Ralf Muller, sem nú leikur í Gladiator, þvi hann gat ekki munað textann sinn. Við urðum því að láta varðeld fyrir varirnar hans og svo var talið bara döbbað inn á eftir á,“ segir Eddi. Hann segir að auðvelt sé að framkvæma brellur á hreinlegan hátt og til dæmis hafi hann þrifið stein með tannbursta þegar eldhnött- urinn var látinn lenda í Almannagjá. „Það er hægt að gera stóra hluti á snyrtilegan hátt, jafnvel þó það sé gert á jafn heilugum stað og Almannagjá, sem er nokkurs konar Stonehenge hjá okkur Islendingum." Remote piss-system „Við erum að nota sömu efni og not- uð eru í Hollywood eins og fólk mun sjá í Ikingut þar sem við erum með módelskot og við þau nutum við að- stoðar Martins Gants sem meðal ann- ars hefur unnið við stórmyndir eins og Brazil. Eins og staðan er í dag get- um við gert bæði snjókomu og stór- hríð sem eru eins raunveruleg og tæknin býður upp á í dag, líkt og í Gladiator. I 101 Reykjavík bjuggum við til dæmis til vetur í júlí. Það var mjög gott veður úti en við náðum að búa til stóra senu fyrir framan Hegn- ingarhúsið með snjó,“ segir Eddi. Er ekkert dýrt að leigja brellumeist- ara til aó hjálpa sér? „Ja, ég er alveg sjálfstæður og þetta kostar ekki svo mikinn pening. Ég skaffa sjáifur græjurnar en svo snýst þetta auðvitað mikið um að prófa sig áfram. Svo er ég auðvitað með fina að- stoðarmenn." Hverjar eru svo eftirminnilegustu brellurnar sem þú hefur framkvœmt í íslenskum bíómyndum? „Ætli það sé ekki sprengjuatriðið í Perlum og svínum," segir Eddi og vis- ar til þess þegar Þröstur Leó Gunn- arsson og Ólafur Darri Ólafsson reyndu að bjarga málunum eftir að rafmagniö var tekið af bakaríinu. „Svo má líka nefna atriðið í Stikkfrí þegar litla stelpan pissaði á borðið. Það var svona remote piss-system.“ / l|ɧf| . .8 ÞESSA HELGI FYLGIR SUMARAUKI MEÐ ÖLLUM JAKKAFÖTUM ALLIR SEM KAUPA JAKKAFÖT FÁ SKYRTU, BINDI & SOKKA FYRIR AÐEINS 7 KRÓNUR j NÝ SNIÐ - NÝ EFNI - NÝJAR ÁHERSLUR

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.