Dagblaðið Vísir - DV - 02.06.2000, Qupperneq 8

Dagblaðið Vísir - DV - 02.06.2000, Qupperneq 8
„Þátturinn hefur gengiö vonum framar. Lykill- inn aö því er að það er alltaf góð stemning þegar við förum að taka upp. Síðan er ekki verra að hafa ísleif, einn helsta vélaspek- úlant landsins, að sjá um efnissöfnun. Við höfum fengið góð viðbrögð og ekki klúðrað neinu alvarlega enn þá,“ segir Dagbjört Reginsdóttir, sjónvarpskona og sálfræði- nemi, um gerð þáttarins Mótors sem er á dagskrá SkjásEins. Þessi með bílaþáttinn Dagbjört er búin að vinna að þætt- inum í tæpt hálft ár en segist ekki enn vera orðin alfræðiorðabók inn vélar. „Það sem ég hef einna helst lært á þessu er „easy come - easy go“. Þetta tækifæri, að vinna að þættin- um, bauðst skyndilega og á eflaust eftir að hverfa á sama hátt. í fram- tíðinni eru mestu líkumar að ein- hveijir segi: „Æ, já, þessi sem var með bílaþáttinn." Hvenær það verð- ur veit ég ekki. Ég býst við að þátt- urinn eigi eftir að halda áfram í lengri tíma,“ segir Dagbjört og lýsir starfi umsjónarmanns Mótors sem draumi í dós. „Það er frábært að fá tækifæri til að gera hluti sem maöur myndi ann- ars aldrei fá að gera. Það sem stend- ur einna hæst upp úr í vetur er þeg- ar við fórum á torfærukeppni og ég fékk að prófa einn bílinn. Menning- in í kringum þessa keppni er ótrú- leg. Gauramir voru allir mjög hress- ir og tóku okkur vel. Að sjálfsögðu barst talið að tímanum sem þeir eyða í tryllitækin. Þá kom í ljós að flestir þeirra voru fráskildir eða makamir flognir burt. Þeir voru að gera grín að öllu saman en líklega sjá flestir þeirra eftir makanum," segir Dagbjört og bætir við að hún myndi ekki velja sér áhugamál sem stæli miklum tíma frá sambandi. Af hverju velja karlmennirnir sér alltaf áhugamál sem konurnar vilja ekki taka þátt í? „Það em bara fordómar. Við stelp- umar gefum áhugamálum karlanna ekki séns. Samfélagið stimplar mis- mun kynjanna inn í okkur frá fæð- ingu. Stelpur fá barbídúkkur og strákamir bíla. Þessar einfoldu lexí- ur bamæskunnar þróast út í það að karlamir sjá bUa sem tól og mæla þá út í hestöflum og ventlafjölda. Þeir myndu aldrei fá sér flottan bU með lélegri vél. Á meðan hugsar konan hins vegar um hvort leðurá- klæðin passi við pelsinn eða hvort það sé ekki örugglega hægt að skrúfa rúðuna aUa leiö niður fyrir pæjuleikinn." Hálfur Færeyingur Dagbjört er færeysk í aðra ættina en segist þó aldrei hafa stigið fæti á eyj- amar, hvaö þá hlustað á Jimmy Olsen. „Ein helsta tengingin við Færeyjar í mínu lífi er Biblían og Jesúmyndirnar sem ég lá yfir þegar ég var krakki. Þetta var aUt á færeysku og þ.a.l. missti þetta hálfpartinn marks, var bara þrælfyndið, því eins og flestir vita er færeyskan svolítið skrýtin. Síðan er það færeyska matargerðin. Skerpikjöt og hvalspik eru oft á borðum heima." Dagbjört er í sálfræðinámi í Háskólg íslands og segist kunna vel við sig þar. „Þó ég hafi óbUandi áhuga á sálfræð- inni er frábært tækifæri að fá að vinna svona skemmtUega vinnu með skólan- um. Síðan er ég líka að fara að kenna sálfræði næsta vetur í gamla skólanum mínum, Verzlunarskólanum." Er stefnan þá tekin á þaö aö kukla í vesalingum sem álpast í sófann til þín? „Ég er ekki spennt fyrir því að vinna við klíníska sálfræði. Það heUlar mig ekki að rekja garnimar úr fólki sem liggur í sófa við hliðina á mér. Mér fmnst miklu skemmtUegra að tala sjálf.“ Gervigreind eða klónun? „Það sem heUlar mig mest við sál- fræðina er mannvæðing tölvunnar og þáttur sálfræðinnar í þeim geira, þ.e. þróun gervigreindar. Þar eru pening- amir. Ef maður lítur á heUdarmynd- ina þá byrjaði hin almenna tölvuvæð- ing á MS-DOS sem lagði línumar fyrir það sem hefur komið í kjölfarið. Helsta breytingin, fyrir utan línulega þróun, er innkoma sálfræðinnar í tölvumar. Hún hjálpar tölvum að skUja þarfir fólks. Tölvan verður mannlegri með hverjum deginum sem líður og á end- anum eigum við eftir að greina lítinn mun.“ Dagbjört heldur áfram með róman- tískar hugmyndir um forritaða heima- hjálp sem kaupir í matinn og fmnur spennandi ferðir til útlanda fyrir mann í sumarfríinu. Þá er erfitt að sneiða hjá kenningum vísindarithöf- unda um sjálfstætt hugsandi tölvur sem snúast gegn manninum þegar þær öðlast meðvitund. Óttastu ekki upprisu tölvanna þegar þú og hinir sálfrœöingarnir eruö búin aö kukla nógu mikið í gervigreindinni til aö hún öölist lif? „Tölvur munu aldrei öðlast líf þó svo að þær verði t.d. nógu fullkomnar til að læra af mistökum. Þær munu heldur aldrei fá að taka stórar ákvarð- anir vegna þess að þær skortir heil- brigða skynsemi. Ég hef ekki áhyggjur af því að tölvur komist i ráðuneyti og ákveði að stjórnleysi sé skynsamleg- asti kosturinn. Það sem ég óttast frek- ar er þróun erfðavísindanna. Klónun er t.d. mjög eldfimt mál. Þar eru menn komnir út á hálan ís sem gæti brostið þá og þegar." Geisladiskurinn „Þennan disk meö Digable Planets er ég búin aö hlusta nær stanslaust ð I 8 ár. Digable Planets eru svo rosalega svöl og hafa þar aö auki margt merki- legt aö segja. Lagiö Rebirth of Slick er í algjöru upp- áhaldi hjá mér. Þaö skiptir engu máli í hvernig skapi ég er, það slær alltaf í gegn. Ég hafði gaman af rappi á sínum tíma en varö fljótt leiö á þvi. Þaö skiptir ekki máli hversu gömul ég verð. Ég mun alltaf halda upp á þau.“ Bíliinn „Fyrir ári ákvað ég að vera ótrúlega sniðug og kaupa mér eins ódýra druslu og ég gat fundið til aö eiga út sumariö. Ég keypti þennan Volvo af kunningja mínum (sem ég ráölegg engum að gera) og hefur hann væg- ast sagt verið hausverkjavaldur upp á dag síðan. Þaö er allt búiö aö bila I honum sem bilað getur: handföngin brotnuöu af, innsogiö er ónýtt, miö- stöðin virkar ekki, Ijósin og rúöuþurrk- urnar dóu og nýlega er hann útataöur í hvítum slettum sem ég hef ekki hug- mynd um hvaöan komu og í dag er hann hljóðkútslaus með öllu tilheyr- andi. Hann má nú eiga þaö að hann hefur sál, blessaður, en ég ætla samt aö láta hann í bílapressu á næst- unni.“ Stelpur fá barbídúkkur og strákar bíla llmvatnið „Ástæðan fyrir þvl aö ég keypti mér þetta ilmvatn, Romance frá Ralph Lauren, er sú aö auglýsingaherferðin er einfaldlega ein sú besta sem ég hef nokkurn tímann séö. Auglýsingarnar eru ótrúlega rómantískar og vöktu strax áhuga minn. Auðvitað er lyktin líka góð, ég myndi aldrei kaupa ilmvatn án þess aö líka viö lyktina." s mm ■v: . Dagbjört Reginsdóttir er umsjónarmaður þáttarins Mótor á SkjáEinum. Þó að hún sjái um vélaþátt fyrir glussafíkla veit hún ekki mikið um þessi mál, enda skiptir það svo sem engu. Framtíð Dagbjartar liggur ekki á vélasviðinu heldur í sálfræði sem hún lærir við Háskóla íslands. Hún segir gervigreind vera verðug- asta verkefni sálfræðinnar á komandi árum en auk þess að ræða um hana og rafræna heimilishjálp sagði hún Halldóri V. Sveinssyni frá ástæðum þess að konur taka ekki þátt í mótorsporti, Jimmy Olsen og valdi svo átta hluti sem henni þykir vænt um. Safinn „Þar sem ég er bindindismanneskja lendi ég alltaf I þvl aö vera svolftið út undan þegar ég fer út að skemmta mér meö vinum mínum. Allir fá rosa flotta kokkteila og drykki en óáfenga djúsinu er bara hent í lítið, Ijótt glas. Þannig er þaö ekki meö trönuberja- safann, að minnsta kosti ekki erlendis, barþjónarn- ir nostra viö drykkinn. Þar aö auki er hann ótrúlega ferskur og góöur á bragöiö." Bókin og málarinn „Þetta er bók frá Saatchi-listasafninu I Bretlandi. Þarna eru myndir af öllum verkum safnsins. Ég var búin aö leita lengi að bók sem haföi aö geyma mynd- ir eftir uppáhaldsmálarann minn, Jenny Saville, sem er frábær. Hún er sá lista- maður sem hefur fengiö hæst verö fyrir eigiö málverk I lifanda lifi. Viöfangsefni mynda hennar er akfeit systir hennar og eru þær oftast flennistórar. Ágætisá- deila á hina svokölluöu nútimakonu." Gallajakkinn „Mér þykir mjög vænt um Helmut Lang- gallajakkann af því ég fékk hann í gjöf frá kærastanum mínum, Oddi Þóris- syni. Þegar maöur er ástfanginn og fær gjöf frá kærastanum öölast hún mun dýpra gildi fyrir vikiö." Hringurinn „Við erum 5 systurnar og einn lítill bróöir. Mamma og pabbi ákváöu aö gefa okkur systrunum hringa aö eigin vali á tvitugsafmæli hverrar fyrir sig. Ég valdi mér þennan sem er einnig fyrsti demantshringurinn minn. Ég er ekki mikið fýrir glingur en það er satt sem er sagt: „Diamonds are a girl's best friend." Sælgætið „Niöur meö Smarties, niður með M&M. Minstrels eru miklu betri. Þó ég sé enginn nammigrís get ég ekki lagt frá mér pokann þegar hann er opnaður. Svo tekur Minstrels sig vel út I skál á boröinu." 8 9

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.