Dagblaðið Vísir - DV - 05.06.2000, Síða 6

Dagblaðið Vísir - DV - 05.06.2000, Síða 6
24 MÁNUDAGUR 5. JÚNÍ 2000 Sport DV Ragnar Róbertsson var án efa á aflminnsta bílnum en tók forystuna í upphafi þrátt fyrir þaö. Hann varö stigahæstur í æfingakeppninni á laugardeginum og hér fyrir neöan sést hann á fleygiferö í brautinni og taka eitt gott stökk. íslandsmeistarinn og heimsbikar- meistarinn frá því í fyrra, Gunnar Ásgeirsson, sem hér sést aö ofan, náöi sér aldrei almennilega á strik og lenti í 5. sæti í keppninni í Swindon. Fyrsta torfæruaksturskeppnin sem íslenskir akstursíþróttamenn hafa haldið í Bretlandi fór fram um helgina á Foxhill-mótorkross-braut- inni við Swindon í Englandi. Það var Landssamband íslenskra akstursíþróttaklúbba sem stóð fyrir keppninni í samvinnu við GoodYe- ar í Bretlandi. Þátttakendur í henni voru fjórtán íslenskir torfæruöku- menn sem fóru með bíla sína og keppnislið utan ásamt tveimur keppendum frá Svíþjóð og einum Norðmanni. Þessi keppni tókst frá- bærlega vel þrátt fyrir erfiðar að- stæður fjarri heimavelli. Skipulag hennar var mjög gott og hafi eitt- hvað vantað upp á það sáu strákam- ir í Akstursíþróttaklúbbi Vestur- lands og Akstursíþróttaklúbbi Suð- urnesja um að allt gengi upp, með ótrúlegum dugnaði. Ótrúlegt grip í leirnum Keppmssvæðið var gjörólíkt öllu sem ökumennirnir áttu að venjast. þarna var ekið í grasi grónum brekkum og leirbrautum sem gáfu ótrúlegt grip. Það sýndi sig líka að götubilamir voru ekki síðri i þess- um brautum vegna gripsins og öku- menn sérútbúnu bílanna gripu oft til þess ráðs að setja skófludekkin undir í stað ausudekkjanna. Ragnar Róbertsson náði bestum árangri í æfmgakeppninni fyrri daginn þrátt fyrir að vera á aflminnsta bflnum í götubílaflokki. Þar réði mestu öku- leikni ökumannsins og útsjónar- semi. Ragnar hélt áfram að sýna hæfileika sína seinni daginn þegar hann tók forystuna aftur í upphafi keppninnar og var lengi vel í topp- baráttunni við keppinauta á mun öflugri bílum. Þegar leið á keppnina og þrautimar fóru að henta öflugri bílunum betur tók Gunnar Egilsson á Cool forystuna og tókst honum að halda henni til loka þrátt fyrir harð- ar atlögur Gunnars Ásgeirssonar á Eminum. Allt öðruvísi en heima „Þessi keppni var allt öðruvisi en keppnirnar heima og ég skemmti mér vel,“ sagði Gunnar Egilsson eft- ir keppnina. Ég kom með jákvæðu hugarfari í og ætlaði mér að hafa gaman af þessu enda gengur mér alltaf best þegar ég hef gaman af hlutunum. Maður hefur stefnt að því í mörg ár að gera torfæruna að einhverju og vonandi verður þetta meira. Fólk héma er mjög ánægt með þetta og hefur notið keppninnar. Ekki spillti veðrið sem var frábær- lega gott," hélt Gunnar áfram. Það var svo Ásgeir Jamil All- ansson sem sigraði í götubflaflokk- inum. „Mér fannst þessi keppni ágæt,“ sagði sigurvegarinn í götu- bílaflokki, Ásgeir Jamil Allansson. „Það rættist úr henni. Maður var aðeins áhyggjufullur i upphafi og hafði áhyggjur af því að fólk kynni að verða fyrir vonbrigðum. Ég lagði mig því allan fram og það tókst að gera skemmtilega keppni. Fólk fagn- aði óskaplega þegar mér tókst að forða mér frá veltunni þegar bíllinn stóð á afturstuðaranum og ekkert hjólanna náði gripi. Ég held að það hafi bara einhver tosað í bílinn í rétta átt. Það sem einkenndi þessa keppni var hversu gripið var rosa- lega mikið. Það gerðu allir sitt besta til að gera góða keppni og ég er ánægður með daginn,“ sagði Ásgeir Jamil. -JAK brómaðurinn Hans Maki lenti í erflðleikum í fyrstu brautinni þegar >|týrið datt út úr bíl hans. Þegarlað ð kom í ljós að stýrisstöpg tiafði brotnað. Guómundur Pálsson ók mjög/Vel i annabri brautinni og náði þpr fullu húsi stm / síóustu hrautinni lentu margir keppendanna i/vaji(lræðum þegar þeir festu sig/cijúpri íjöm sem var í miðri brautumi. Nokkpum tókst þó aö koma/bílum sinum gftur í gang eftir að hafa drepið á þeim í tjörnuíni og kraflað sig\upp úr hen Keimeth Fredriksson keppti á séi-smíöaðri grind meö 8,8 lltra Cádillac-vél. Honum tókst mjög vel ap aka yfir tjörnina án þess að mispa adillac-inn niður. Reignar Róbertsson var nærri búvnn að velta Kit Kat-jepparmm þegar hann keyrði utan í moldarbarð og kabtaðist þversum út í tjörplna. Gunnar Asgeirsson-fCkk mikið lófaklapp þegar hann flaug upp i gegnum endahliðið í tímabrautinni og velti bilnum þa Gisli G. tímanum í tíi dugði honum verðlaunasæl naöi ekkt besta ni en það komast í -JAK illiv Rauði prinsinn hjá Rafni Arnari drap á sér í annarri braut og hvarf i reykmekki þefjár. olía lak á flækjumar. Gísli G. Jonsson byrjuði illa í fyrstu brautunum úg náði sér aldrei á strik. Hann fesjf sig i endahliði an'harrar brautar/ Arnd Johannesson gnllaöi skiptinguna í bíl sinum í 5. braut £ hraustlega að það kviknaði í bilnu Það var svo Sigurður Þór Jónssoii sem steikti skiptinguna í Thoshib^í- tröllinu í 6. brautinni. Ásgeír Jamil sýndi frábæra Jákta þegar hann bjargaði sér fpc veltu með því að^_srneUa_-jepþanum í bakkgírinn, eftir að hafa vegið salt á Daníel G. Ingimundarson sprengdi blöndunginn af Grænu þrumunni í æfingakeppninni á laugardaginn. Þegar Daníel og aðstoöarmenn rifu vélina í sundur kom í Ijós aö ventlarnir í vélinni höfðu bognaö.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.