Dagblaðið Vísir - DV - 05.06.2000, Page 11

Dagblaðið Vísir - DV - 05.06.2000, Page 11
MÁNUDAGUR 5. JÚNÍ 2000 29 I>V Sport Logi Ólafsáon velur hópinn gegn ítölum: Flestar úr avoginum íslenska kvennalandsliðið í knattspyrnu lagði af stað í morgun til Italíu þar sem liðið leikur gegn Itölum í undankeppni Evrópukeppni landsliða á miðvikudag. Logi Ólafsson valdi 16 manna hóp fyrir helgi og eru þrjár atvinnumanneskjur í honum, þær Erla Hendriksdóttir og Edda Garðarsdóttir hjá Frederiksberg og svo Katrín Jónsdóttir sem hefur spiiað feikivel með Kolbotn í Noregi í vor. Logi velur flestar frá Breiðabliki að þessu sinni, þar á meðal Ernu B. Sigurðardóttur, sem er eini nýliðinn í hópnum en auk Ernu á markvörðurinn úr Stjömunni, María Ágústsdóttir, ekki landsleik að baki. Marla er eini markvörðurinn í deildinni sem hefur ekki fengið á sig mark og hefur nú haldið hreinu í 308 mínútur í Landssímadeild kvenna. ítalska liðið er með sitt sterkasta lið í leiknum en liðin gerðu markalaust jafntefli á Laugardalsvelli síðasta haust í leik sem islenska liðið átti nokkur góö tækifæri til að tryggja sér sigurinn. Margrét Ólafsdóttir bætir við landsleikjamet sitt spili hún leikinn. Erna B. Siguröardóttir, Breiöabliki (til vinstri) og María Björg Ágústsdóttir, markvöröur úr Stjörnunni, eru nýliöar í íslenska landsliöshópnum enda enn ungar að árum, veröa báöar 18 ára á þessu ári. DV-myndir Hilmar Þór Hópinn skipa eftirtaldar stelpur: Markverðir: Þóra Björg Helgadóttir, Breiöabliki (9 landsleikir), María Björg Ágústsdóttir, Stjörnunni (0). Útileikmenn: Margrét Ólafsdóttir, Breiðabliki (38), Ásthildur Helgadóttir, KR (37), Katrín Jónsdóttir, Kolbotn (34), Guðlaug Jónsdóttir, KR (29), Erla Hendriksdóttir, Fredriksberg (22), Olga Færseth, KR (22), Ásgerður Ingibergsdóttir, Val (21), Edda Garðarsdóttir, Fredriksberg 10), Rakel Ögmundsdóttir, Breiöabliki (5), is Sæmundsdóttir, ÍBV (3), Guðrún Sóley Gunnarsdóttir, KR (3), Rakel Logadóttir, Val (1), Hrefna Jóhannesdóttir, Breiðabliki (1), Erna B. Sigurðardóttir, Breiðabliki (0). -ÓÓJ í1' Iri Sund um helgina: Örn með ís- landsmet Öm Amarson, sundmaður úr SH, bætti um helgina eigið ís- landsmet í 400 metra skriðsundi og það um rúma sekúndu. Örn synti metrana 400 á 3.52,47 mínútum en gamla metið hans var síðan í nóvember 1998. Metið setti Örn í sundlaug Akraness á ÍA-ESSO-sundmótinu. -ÓÓJ HM í þolfimi: Halldór fimmti Halldór Birgir Jóhannsson varð í 5. sæti á heimsmeistaramótinu í þolfimi sem fram fór í Riesa í Þýskalandi um helgina. Halldór hlaut 18.250 stig sem er hans hæsta einkunn til þessa. Sigurvegarinn, Jonathan Canada frá Spáni, hlaut 19.000 stig. Halldór bætti sig frá því í undankeppninni þar sem hann varð í sjötta sæti með 16.850 stig. Jóhanna Rósa varð í 17. sæti í undankeppninni með 16.150 stig en komst ekki í úrslit. -ÓÓJ Rúnar Geir Gunnarsson: - held mér í 3-4 1 „Þetta var svo sem engin nýlunda fyrir mig að sigra á opnu móti enda hef ég gaman af að spila í þeim. Mér finnst fullmikið að spila 36 holur á dag í mótunum í Toyota-mótaröðinni þannig að opnu mót- in henta mér ágætlega. En ég ætla auðvitað að taka þátt í mótaröðinni í sumar og ætla mér að standa mig vel. Ég sé um völlinn á Seltjarnarnesi þannig að ég fæ ekki jafnoft tækifæri til að spila á öðrum völlum eins og mætti halda. Ég reyni þó að vera virkur í opnu mótunum sem haldin eru um víðan völl og mér tekst nú yfirleitt að spila einhvers staðar annars staðar en á Nesinu um hverja helgi. Mér gekk vel í gær, ég var aiveg laus við að slá utan vallar sem gerist kannski einu sinni eða tvisvar venjulega þegar ég spOa á þessum velli. -esá Urslit Án forgjafar: 1. Rúnar Geir Gunnarsson, NK ... 73 2. Halldór Á. Ingólfsson, GK.....76 3. Emil Þór Jónsson, GOB ........77 4. Styrmir Guðmundsson, NK.......78 5. Hjalti Nielsen, NK ...........79 6. Jóhann F. Valgarðsson, NK .... 81 7. Bjöm Halldórsson, GKG.........76 8. Vilhjálmur Á. Ingibergss., NK . . 81 6. Haraldur Kristjánsson, NK.....70 7. Guðjón Sævarsson, NK..........71 8. Einar Ingvar Jóhannsson, NK .. . 71 9. Þorgeir Björnsson, GO ........71 10. Viðar Jónsson, GR ...........71 Með forgjöf: 1. Emil Þór Jónsson, GOB ........67 2. Halldór Á. Ingólfsson, GK.....68 3. Baldur Þór Gunnarsson, NK .... 68 4. Ingvar Þór Ólason, NK.........69 5. Rúnar Geir Gunnarsson, NK ... 70 6. Haraldur Kristjánsson, NK.....70 7. Guðjón Sævarsson, NK..........71 8. Einar Ingvar Jóhannsson, NK ... 71 9. Þorgeir Björnsson, GO ........71 10. Viðar Jónsson, GR ...........71 Frá vinstri: Thomas Möller, markaösstjóri OLÍS, Emil Þór Jónsson, GOB, Baldur Þór Gunnarsson, NK, Árni Halldórsson, framkvæmd- astjóri Nesklúbbsins, Kristján Georgsson, formaöur mótanefndar. DV-mynd Hilmar Þór Opna OLÍS-mótið í golfi fór fram á Nesvellinum: Aftur vann Emil - Rúnar Geir Gunnarsson vann án forgjafar en Emil Þór Jónsson með Á Nesvellinum á laugardag fór fram opna OLÍS-mótið í golfl og tóku þar þátt fjölmarg- ir kyifmgar og voru heima- menn duglegir að mæta og taka þátt. Keppt var í 18 holu höggleik með og án forgjafar. Rúnar Geir Gunnarsson, NK, sigraði án forgjafar og fór hringinn á 73 höggum, þremur höggum færri en Haildór Ás- geir Ingólfsson, GK, sá er lenti í öðru sæti. Emil Þór Jónsson, GOB, sá er sigraði Opna Flug- leiðamótið á fimmtudag endur- tók leikinn í dag og sigraði með forgjöf. Hann lék hringinn á 67 höggum (með forgjöf) og þrátt fyrir að hafa skotið utan vallar á fyrstu braut náði hann að lækka sig í forgjöf þegar hann skilaði skorkortinu í hús. Úr 10,4 í 8,5 á aðeins þremur dögum en takmarkið hjá Emil er að ljúka árinu undir 5. Æfingaferð til Spánar „Þetta hefur gengið eins og í sögu að undanfömu. I dag byrj- aði ég að vísu í ófórum því ég sló utan vallar strax á fyrstu braut. En ég lét það ekki slá mig út af laginu og í lokin tókst mér að lækka um heilan í for- gjöf. Löngu höggin gengu vel hjá mér, ég hef verið að slá upp- hafshögg upp á 330 metra eöa svo. Stutta spilið hef ég svo verið að æfa mikið aö undan- förnu svo ég geti nú slegið al- veg upp að holu í öðru höggi. Púttið gekk ágætlega, ég not- aði pútter sem ég keypti á Spáni í vetur en þangað fór ég í tveggja vikna æfmgaferð hjá ívari Haukssyni. Sú ferð gekk mjög vel og hjálpaði mér mik- ið,“ sagði Emil, glaðbeittur eft- ir mót. -esá

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.