Dagblaðið Vísir - DV - 09.06.2000, Qupperneq 4
Stuttmyndadagar
DV í Reykjavík:
Hvar
varstu,
Ingibjörg?
Gary Palen er kanadískur og hefur dvalist hérlendis um nokkurt skeið. Hann starfar
hjá Flugmálastjórn við hópefli starfsmanna en hann stundaði einu sinni nám í
taugasálfræði en hætti eftir að hann komst að því að niðurstöðurnar voru notaðar
í stríðstilgangi. Gary er líka Ijóðskáld og íslendingar geta barið hann augum á sviði
í dag.
Þurfti Hrannar B. hjálp við skatta-
skýrsluna?
Stuttmyndadögum lauk á sunnudags-
kvöld með verðlaunaafhendingu. Þar
stigu upp á svið Gísli Darri Halldórs-
son, sem hlaut 3. verðlaun fyrir Gogh
syndrome, Technoballet í E-dúr, Ólafur
Jóhannesson, sem hlaut 2. verðlaun fyr-
ir mynd sína, Engill nr. 5503288, og lort-
ur (Hafsteinn G. Sigurðsson, Halldór V.
Sveinsson og Kristján L. Pálsson) sem
sigraði i keppninni með mynd sinni,
Georg: lifandi lag. Fyrir utan ánægjuna
að hafa unnið til verðlauna á hátíðinni
biðu allir með öndina í hálsinum eftir
þvi að borgarstjóri Reykjavíkur kæmi
og afhenti verðlaunin. Eins og margir
vita hefur Ingibjörg Sólrún Gísladótt-
ir í nógu að snúast. Hún þarf að sitja
fyrir á ljósmyndum, tala á frumsýning-
um, synda í Nauthólsvík og veiða lax í
Elliðaánum. Því var það mikið ánægju-
efni þegar aðstandendur Stuttmynda-
daga DV í Reykjavík tilkynntu fyrir
keppnina að Ibba sæi sér fært að mæta
og afhenda kvikmyndagerðarmönnun-
um sigurlaunin. Það er þó rökrétt þar
sem þau voru í boði Reykjavíkurborg-
ar.
Það var klökkt loftið og meyrt þegar
tilkynnt var að Ingibjörg sæi sér ekki
fært að mæta og afhenda verðlaunin.
Hvað gæti hafa verið merkilegra? Ætli
Hrannar B. hafi þurft hjálp við skatta-
skýrsluna sína? Enn verra var þegar
hún sat gegnt kvikmyndagerðarmönn-
unum sem unnu keppnina kvöldið eftir
í Kastljósi og baðst ekki afsökunar.
Reyndar er það mjög undarlegt, ætli
hún hafi líka sent staðgengil þangað.
Ingibjörg, hvar ertu?
Vonsviknir vinningshafar
GRIM
„Ég hef ekki fylgt neinni starfsframabraut nema núna rek ég mitt eigiö fyrirtæki þannig aö ég get ráðiö mér sjálfur. En ég hef aldrei ráöiö mig lengi í
fasta vlnnu, ég hef alltaf gefiö mér góöan tíma fyrir sjálfan mig.“
HÚN VAR ÁGÆ.T
v
„Ég hef verið að skrifa síðan á átt-
unda áratugnum þegar ég var að
vinna að doktorsgráðu minni í
taugasálfræði. Ég var að prófa sýru
seint á sjöunda áratugnum þegar
orð fóru að vekja áhuga minn og ég
byrjaði að yrkja ljóð, aðallega til að
ná hlutum út úr hausnum á mér og
sjá þá á blaði, kanna hugmyndir og
komast að því hver ég væri í raun-
inni. Þaðan kom þaö í upphafi. En
svo eftir að ég hafði unnið að þess-
um hlutum í höfðinu á mér fóru lag-
línur að fylgja með. Ég hélt alltaf að
það væri leiöinlegt að lesa ljóð en ég
hafði gaman af fólki sem söng. í
Kanada bjó Leonard Cohen í Montr-
eal þar sem ég gekk í skóla og svo
var það auövitað Dylan. Þannig að
ég komst að því að það er til fólk
sem semur djúpa hluti en setur þá
fram á skemmtilegan hátt. Ég hóf
því að fara á staði þar sem maður
gat troðið upp og þannig komst ég
inn á þetta og hef nú verið að í 20
ár,“ segir Gary Palen, Kanadamaður
sem dvalist hefur hér á landi viö og
við undanfarin ár. Á íslandi hefur
Gary starfað fyrir Flugmálastjóm
sem sérfræðingur á sviði náms og
samskipta. Hann segist hafa þróað
æfingaferli fyrir flugumferðarskól-
ann sem auka eigi áhrif og afköst.
Þá vinnur hann einnig að hópefli á
vinnustöðum. Gary Palen flytur
frumsamda texta sína með hjálp
ásláttarhljóöfæra í versluninni 12
tónum í dag kl. 17.
Gary stundaði nám í taugasál-
fræði en hætti eftir að hann komst
að þvi i hvað niðurstöður rannsókn-
ar hans voru notaðar. „Ég hætti
áður en ég kláraði doktorsprófið
mitt og það voru nokkrar ástæður
fyrir þvi. Rannsóknin sem ég var að
vinna að var um áhrif hræðslu á
persónuleika manna. Ég komst að
því aö rannsóknin var kostuð af
hópi tengdum CIA, The Advanced
Research Projects Agency. Þetta var
auðvitað á tímum Víetnamstríðsins
og það fældi mig frá að vita að
bandaríski herinn borgaði mér fyrir
vinna rannsóknina og notaði niður-
stöðurnar til hernaðar. Annað sem
ég komst að var að það var læknir í
Flórída sem notaði niðurstöðurnar
til að gera skurðaðgerðir á vand-
ræðaunglingum til að draga úr árás-
arhneigð þeirra. Þetta fældi mig frá
því mig hafði bara langað til að læra
um hræðslu. Mig langaöi ekkert í
gráðuna, ég vildi bara hafa eitthvað
til að gefa af mér þvi ég var sá eini
úr fjölskyldu minni og hverfmu sem
fór í háskóla. Þetta fór alveg með
mig og ég sneri mér í staðinn að því
að vinna við steypuvinnu og það
kom mér aftur á rétta braut.“
Vann í Trinidad
„Ég hef ekki fylgt neinni starfs-
framabraut nema núna rek ég mitt
eigið fyrirtæki þannig að ég get ráð-
ið mér sjálfur. En ég hef aldrei ráð-
ið mig lengi í fasta vinnu, ég hef
alltaf gefið mér góðan tíma fyrir
sjálfan mig.“
Hefurðu þá ekki ferðast um allan
heim?
„Ég hef aldrei ferðast of mikiö,
Kanada er svo stórt land að það er
nógu erfitt að komast yfir það.
Snemma á sjöunda áratugnum fór
ég til Suðurríkjanna og tók þátt í
Martin Luther King göngunni í Ala-
bama. Ég var mikið í þess konar
hlutum, að mótmæla og fara í kröfu-
göngur. Ég var í háskóla þá og hafði
heyrt af ræðum Martins Luthers
Kings og hugsaði með mér „andskot-
inn, ég verð að fara“, enda var ég
mjög róttækur stúdent og hef alltaf
verið. Ég eyddi reyndar einu sumri
í Eþiópíu fyrir löngu og svo eftir að
ég byrjaði með mitt eigið fyrirtæki
hef ég farið að ferðast meira. Ég
vann aðeins í Trinidad og eftir að ég
kom til íslands hef ég byrjað að ferð-
ast um Evrópu, farið til Amsterdam,
Danmerkur, Lúxemborg og Portú-
gal.“
Hvemig leist þér á Kaupmanna-
höfn, íslendingar tengjast borginni
nú sérstökum böndum?
„Já, það er nú ein ástæðan fyrir
því að ég fór þangað. Mér fannst
merkilegt að ein þjóö skyldi ráða
yfir annarri í svo langan tíma og eft-
ir að hafa fengið sjálfstæði 1944 held
ég að það hljóti að skýra þessa gífur-
lega ríku sköpunargáfu sem ég verð
var við hér. Hvort sem það er í
myndlist, dansi, í Sinfóníunni,
djasssveitunum eða rappsveitunum,
þá er þetta blómstrandi menning í
tónlist og leikhúsi og allir þekkja
alla. Reykjavik minnir mig svolítið
á St. Johns því hún er svipað stór og
þar er svipuð menning."
f Ó k U S 9. júní 2000